Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Orð eru svo mátt- lítil á svona stundu. Minningar eru yndis- legar en núið nötur- legt, fullt af sorg og brostnum hjörtum. Allar tilfinningar blandast saman sorg, reiði og góðar stundir. Jó- hanna elskaði lífið sem hún barðist svo hetjulega fyrir að mann setur hljóðan að mannlegur máttur geti afrekað annað eins. Það sem einkenndi Jóhönnu var þetta fallega rauðleita hár og ró- legt yfirbragð. Hún var hörkudug- leg hvort sem var í hesthúsinu eða bauð krafta sina fram í veisluund- irbúningi sem hún var snillingur í. Tímaþröng og stress var óþekkt og virtist hún alltaf hafa tíma aflögu í kaffibolla og spjall. Hún var mikill fjörkálfur og naut sín í góðra vina hópi. Hestaferðir, afmæli og aðrar samverustundir voru fullar af fjöri og skemmtilegum uppákomum sem munu geymast um ókomna tíð. Kærri vinkonu þökkum við sam- fylgdina með ljóðabroti Einars H. Kvarans. Nú er ei annað eftir en inna þakkar-mál og hinstri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Fjölskyldunni allri sem hefur þurft að ganga í gegnum erfiða tíma og áföll vottum við okkar dýpstu samúð og biðjum Guðs blessunar. Gunnar og Bogey. Hún Jóhanna er dáin eftir langa en kraftmikla baráttu. Eitt það fyrsta sem kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til baka til Jóhönnu er jákvæðni. Hún var uppeldissyst- ir mín og ég man ekki eftir öðru en Jóhönnu brosandi og var hún alltaf til í allt. Hún var mjög hjálpsöm og margt til lista lagt. Þær eru marg- ar veislur bæjarins sem höfðu hennar kökur á borðum og borð- skreytingar í stíl og húsin sem hafa gardínur saumaðar eftir hana. Þeg- ar nálgast tók desember ár hvert var alltaf spenna í loftinu því Jó- hanna tók jólaskreytingarnar mjög alvarlega, spennandi var að vita hvaða þema var í gangi hvert ár. Stóra jólatréð hennar var fallega skreytt og allt varð að vera í stíl og að koma í heimsókn í desember var eins og að koma í jólaland … mikill metnaður lagður í að gera allt sem huggulegast. Jóhönnu fannst gam- an að vera innan um fólk og jafnvel þó að hún væri orðin alvarlega veik lét hún það ekki aftra sér frá að sækja mannfagnaði. Hún naut þess líka að vera með fjölskyldunni, hvort sem um veislur var að ræða, Jóhanna Valgeirsdóttir ✝ Jóhanna Valgeirs-dóttir fæddist 20. mars 1961 í Keflavík. Hún andaðist sunnu- daginn 5. september á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útför Jóhönnu var gerð frá 10. sept- ember 2010. ferðalög eða hist var yfir kaffibolla á Reykjanesveginum. Það hvílir nú mikil sorg hjá okkur öllum við missi Jóhönnu, aðeins rúmum fjórum mánuðum eftir að amma Lalla lést, en huggunin felst í því að nú eru þær mæðg- ur saman á betri stað og öll mein farin. Megi guð styrkja okkur öll í sorginni, mínar innilegustu samúðarkveðjur Leifur, Gulli, Rak- el, Freydís, Marel, Aron Logi, Valli og fjölskylda. Susan Wilson. Kveðjustund er erfið, þegar að- ein 49 ára starfsöm kona er kvödd hinstu kveðju. Jóhanna hóf störf á saumastofu Álnabæjar 1983 og 1992 var ráðin verkstjóri. Við nut- um starfskrafta hennar þar til í maí 2009 en þá voru veikindi hennar orðin það slæm að hún gat ekki starfað lengur. Jóhanna var já- kvæð, ósérhlífin og vinnusöm. Hún hafði jafnaðargeð og það voru aldr- ei nein vandræði í kringum hana. Allir sem unnu með henni bera henni gott orð. Við fórum í ógleymanlega ferð til Noregs að skoða og kynna okkur rekstur á saumastofum. Þar kom best í ljós að hún var rétta mann- eskjan til að vera verkstjóri. Henni þótti mjög gaman í samkvæmum og skemmti sér alltaf vel. Allar skemmtilegu árshátíðarnir sem við áttum samleið og samheldnin á öll- um sem unnu á saumastofunnu var okkur mikil fyrimynd og gleði. Þær voru miklar stuðkonur og létu sér ekki leiðast. Oft var mikið að gera og aldrei kvartaði Jóhanna undan álagi, þetta er bara verkefnið og það var unnið án mikilla orða. Mikil reglusemi og nákvæmni var henni í blóð borin og hún var ekki ánægð nema allt gengi upp eins og við- skiptavinurinn óskaði eftir. Við erum hjartanlega þakklát fyrir öll þau 28 ár sem við höfum átt samleið og fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur og kennt okkur. Við og allir starfsmenn Álnabæjar vottum allri þinni fjöl- skyldu okkar dýpstu samúð. Kæri Leifur, Gulli og Freydís, ykkar missir er mikill, megi ljós Guðs vera með ykkur. Kæri Valgeir, þetta hefur verið erfitt ár hjá þér. Við biðjum Guð um að vernda þig og leiða um ókomna framtíð. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Hrönn og Magni. Okkur langar til að minnast elskulegrar samstarfskonu okkar og þakka henni fyrir allan þann dýrmæta tíma sem við áttum með henni. Þessi tápmikla og duglega kona barðist hetjulegri baráttu við vágestinn mikla með bjartsýni og bros að vopni en varð að lokum að láta undan síga. Dugnaður hennar og lundarfar var með ólíkindum. Elsku Jóhanna, þú varst ávallt jákvæð og uppörvandi; sannkallað- ur sólargeisli kærleikans. Ljósið flæðir enn um ásýnd þína: yfir þínum luktu hvörmum skína sólir þær er sálu þinni frá sínum geislum stráðu veginn á. Myrkur dauðans megnar ekki að hylja mannlund þína, tryggð og fórnarvilja – eftir því sem hryggðin harðar slær hjarta þitt er brjóstum okkar nær. Innstu sveiflur óskastunda þinna ennþá má í húsi þínu finna – þangað mun hann sækja sálarró sá er lengst af fegurð þeirra bjó. Börnin sem þú blessun vafðir þinni búa þér nú stað í vitund sinni: alla sína ævi geyma þar auðlegðina sem þeim gefin var. Þú ert áfram líf af okkar lífi: líkt og morgunblær um hugann svífi ilmi og svölun andar minning hver – athvarfið var stórt og bjart hjá þér. Allir sem þér unnu þakkir gjalda. Ástúð þinni handan blárra tjalda opið standi ódauðleikans svið. Andinn mikli gefi þér sinn frið. (Jóhannes úr Kötlum.) Við sendum ástvinum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Lára, Ása og Hulda. Nú kveðjum við elskulegu vin- konu okkar með sorg og söknuði. Jóhanna var einstök manneskja, umhyggjusöm, hörkudugleg, góður vinur vina sinna og mikil hetja. Við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, hvort sem það var við eld- húsborðið heima eða í ferðalögum. Þessar góðu minningar munum við ávallt geyma í hjörtum okkar. Með þessum fáu orðum viljum við kveðja þig, Jóhanna mín. Guð geymi þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefjir blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sér horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð (Þórunn Sigðurðardóttir.) Fyrir góða vináttu vottum við Leif eiginmanni Jóhönnu, börnum þeirra og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur Hvíl í friði. Þín vinkona, Kristín Guidice og fjölsk. Við LC-6 systur viljum þakka Jó- hönnu fyrir einstaklega skemmti- legar samverustundir. Krafturinn og gleðin sem hún Jóhanna bar með sér lét engan ósnortinn. Árið 2006-2007 starfaði hún sem for- maður klúbbsins þrátt fyrir veik- indin. Hennar verður minnst sem já- kvæðrar, sterkrar og lífsglaðrar hetju. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við vottum fjölskyldu og vinum okkar dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Fyrir hönd LC-6 systra, Þórey og Svanhildur. Mamma mín. Mig langar að kveðja þig með þessu litla ljóði, með þakk- læti fyrir allt. Ég veit að pabbi hefur tekið vel á móti þér. Kristjana Margrét Sigurpálsdóttir ✝ Kristjana Mar-grét Sigurpáls- dóttir fæddist 16. maí 1921. Hún lést 22. júlí 2010. Útför Kristjönu fór fram 28. júlí 2010. Þín er sárt saknað. Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta sinni hér, og hlýhug allra vannstu er fengu að kynnast þér. Þín blessuð minning vakir og býr í vina- hjörtum á brautir okkar stráðir þú yl og geislum björtum. (Ingibj. Sig.) Þín dóttir, Sigrún. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNLAUGUR SNÆDAL læknir, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. september kl. 13.00. Jón Snædal, Guðrún Karlsdóttir, Kristján Snædal, Sólrún Vilbergsdóttir, Gunnlaugur G. Snædal, Soffía Káradóttir, barnabörn og langafabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, FJÓLA ÓSKARSDÓTTIR, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, sem andaðist miðvikudaginn 1. september, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtu- daginn 16. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er góðfúslega bent á FAAS og önnur líknarfélög. Elías Andri Karlsson, Bára Ólafsdóttir, Ómar Sævar Karlsson, Fjóla Valdimarsdóttir, Óskar Gísli Karlsson, Vildís Halldórsdóttir, Sólbjörg Karlsdóttir, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubarn. ✝ Okkar kæra, BENNÝ SIGURÐARDÓTTIR hússtjórnarkennari, Skúlagötu 40, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans Landakoti laugardaginn 4. september, verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju föstudaginn 17. september kl. 15.00. Sigríður Á. Pálmadóttir, Guðmundur I. Sigmundsson, Björn Orri Guðmundsson, Bergur Már Guðmundsson, Sigrún Sigurðardóttir, Sigurður Magnússon. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi, lang- afi og langalangafi, RÓSMUNDUR SIGURÐSSON, andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn 8. september. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 16. september kl. 11.00. Rósmundur H. Rósmundsson, Guðbjörg Oddsdóttir, Richard Henry Eckard, Oddný Guðjónsdóttir, Elísabet Kolbrún Hansdóttir, Hafsteinn Guðmundsson, systkini, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN FRIÐRIKSSON húsasmíðameistari, Torfufelli 48, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 11. september. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. september kl. 11.00. Concordía Konráðsdóttir, Friðrik Kristjánsson, Dagmar Huld Matthíasdóttir, Kristján Kristjánsson, Thelma Ásdísardóttir, Regína Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Konráð Kristjánsson, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Óli Halldór Sigurjónsson, Einar Þór Kristjánsson, Anna Tivell og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.