Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 36
36 MENNINGFréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Minningartónleikar um Mar- tein H. Friðriksson, fyrrver- andi dómorganista og kór- stjóra, verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík næstkomandi sunnudag kl. 20:00. Gunnar Kvaran selló- leikari er aðalhvatamaður tón- leikanna og auk hans koma fram á þeim Haukur Guð- laugsson orgelleikari og Peter Maté píanóleikari. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Schubert, Saint-Säens, Casals og Rachmaninoff auk Páls Ísólfssonar. Enginn aðgangseyrir er að tónleikunum, en tekið við frjálsum framlögum sem renna til Krabbameinsfélags Íslands. Tónlist Minningartónleikar í Dómkirkjunni Marteinn H. Friðriksson Á morgun kl. 17:15 halda Steinunn J. Kristjánsdóttir og Vilborg Auður Ísleifsdóttir fyrirlestur um evrópska klausturhefð og Skriðuklaust- ur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16. Stiklað verður á stóru um uppruna klaust- urhefðar í Evrópu og þróun hennar, minnst á stöðu kirk- unnar og mikilvægi í ríki Karlamagnúsar og horft til stofnunar erkibiskupsstólsins í Niðarósi og reglu- verks þess, sem skaut fjárhagslegum stoðum und- ir kirkjulegar stofnanir. Framvinda og nið- urstöður fornleifagraftarins á Skriðu verða einnig rakin í máli og myndum. Fornfræði Fyrirlestur um evr- ópska klausturhefð Steinunn J. Kristjánsdóttir Útgáfurétturinn á bókinni Eyjafjallajökull – stórbrotin náttúra hefur verið seldur til þýska forlagsins Bassermann sem er hluti af útgáfurisanum Random House. Bókin er væntanleg á mark- að í Þýskalandi nú í nóvember og verður fyrsta prentun 8.000 eintök. Bókin, sem er eftir þá Ragn- ar Th. Sigurðsson ljósmyndara og Ara Trausta Guðmundsson jarðeðlisfræðing og rithöfund, hefur verið meðal vinsælustu bóka á Ís- landi í sumar og hefur m.a. verið 12 vikur í efsta sæti sölulista bókabúða Eymundsson yfir bækur fyrir erlenda ferðamenn. Ljósmyndir Eyjafjallajökull til Þýskalands Kápa þýsku útgáfunnar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Á fimmtudaginn, 16. september, verður opnuð í Listasafni Íslands sýning á sex ljósmyndaröðum Ólafs Elíassonar, m.a. „Cars in Rivers“ en sú röð er af bílum föstum í ám á Íslandi. Sýningin ber sama titil, þ.e. Cars in rivers. Myndaröðina fær listasafn- ið að gjöf frá Ólafi. Forsaga „Cars in rivers“ er sú að í fyrra hélt Ólafur sýningu í galleríinu i8, Limbóland, þar sem finna mátti myndaröð af bílum föstum í ám. Börkur Arnarson, eigandi i8, segir svo frá: „Þetta byrjaði þannig að Ólafur fær þá hugmynd að gera þetta verk, fyrir allnokkrum árum síðan, og þegar hann sýnir hjá okkur í fyrra þá sýnir hann upphafið að þessu verki. Mánuðina þar á undan vorum við búin að vera í sambandi við jeppa- fólk, björgunarsveitir, lögreglu og fjöldann allan af fólki sem við vorum að safna myndum eftir, auglýstum á netinu og söfn- uðum miklum slatta af mynd- um. Ólafur valdi úr þeim mynd- um og fólkið fékk að vita strax hver hugmyndin var, hug- myndin hjá Ólafi var að búa til þetta verk sem hann myndi síð- an gefa listasafninu, í rauninni í nafni fólksins, Ólafur er milligöngumaður að því að þetta verk verði afhent listasafninu. Í rauninni frá fólkinu til fólksins. Svo hengjum við þetta upp mjög frjálslega á sýningunni, óinnrammað og komnar upp um 20 myndir. Meðan á sýningunni stóð var fjallað um þetta í fjölmiðlum og við óskuðum eftir því sérstaklega, auglýstum og fleira, að fólk myndi koma, sjá sýninguna og koma með myndir. Á meðan á sýning- unni stóð bættust inn 10-15 myndir sem voru prentaðar út og hengdar upp. Síðan verður verkið til þegar hann er end- anlega búinn að velja úr öllu, þessar 35 myndir, og þær eru síðan prentaðar og rammaðar inn og nú erum við að fara að afhenda safninu þetta á fimmtudaginn.“ Kreppulíking Börkur segir part af sýningunni í i8 þátttöku fólksins, myndir frá þeim sem hafa lent í því að festa jeppa í ám. – Þetta er myndlíking fyrir kreppuástandið, ekki satt? „Vissulega.“ Spurður að því hvers virði syrpan sé nefnir Börkur 22 milljónir króna. Auk myndaraðarinnar „Cars in rivers“ verða sýndar þrjár nýjar myndaraðir eftir Ólaf; „Six sticks series“, „Iceland series (small fault)“ og „The windswept series“. Tvær eldri syrpur verða einnig sýndar, „Jökla series“ og „Green river ser- ies“. Frá fólkinu til fólksins  Sýning á verkum Ólafs Elíassonar, Cars in rivers, verður opnuð í Listasafni Ís- lands á fimmtudaginn  Ólafur gefur safninu ljósmyndaröð af bílum föstum í ám Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór, Jón Svavar Jósefsson barítón og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari munu leiða saman hesta sína á tón- leikum í Hofi næstkomandi laug- ardag kl. 17:00 Á efnisskránni verða íslensk sönglög og dúettar í bland við gullkorn óperubókmenntanna. Tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson hefur komið fram sem einsöngvari víða um Ísland og erlendis. Hann leggur nú lokahönd á nám við Tón- listarháskóla Vínarborgar ásamt því að sinna einsöngsverkefnum víða um heim. Í ágúst síðastliðin söng hann hlutverk Itulbos í óperunni „Il pi- rata“ eftir V. Bellini í Basel á vegum Opera Riehen. Baritónninn Jón Svavar Jósefsson útskrifaðist frá óperudeild Universi- tät für Musik und darstellende Kunst Wien í júní 2007. Hann hefur sótt fjölda námskeiða í söng og sviðslistum á Íslandi, Belgíu og Austurríki. Jón hefur haldið marga einsöngstónleika og komið víða fram. Helga Bryndís Magnúsdóttir hef- ur haldið fjölda einleikstónleika, kammertónleika, leikið einleik með hljómsveitum, með einsöngvurum, kammersveitum og kórum. Hún hef- ur leikið inná geisladiska og gert upptökur fyrir útvarp og sjónvarp. Hún býr á Dalvík og starfar einnig sem organisti og kórstjóri Söngtón- leikar í Hofi Sveinn Dúa og Jón Svavar halda tónleika Hofsöngur Sveinn Dúa Hjörleifsson og Jón Svavar Jósefsson. Sveit hans bar þó engan keim af þeim hræringum - né nokkrum öðrum ef út í það er farið 38 » Það er til siðs vestan hafs að forsetar skrifi bækur eða fái í það minnsta ein- hverja til að skrifa þær í sínu nafni. Barak Obama hefur ver- ið venju fremur duglegur við skriftir þrátt fyr- ir miklar annir í embætti og í byrjun nóvember kemur út þriðja bók hans, barnabókin Of Thee I Sing: A Letter to My Daughters. Í bókinni, sem ætluð er börnum frá þriggja ára aldri, segir Obama frá ýmsum frumherjum bandarískr- ar sögu, allt frá George Washington til listakonunnar Georgia O’Keeffe. Barak Obama skrifar bók fyrir börn Kápa Of Thee I Sing. Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, líkir gjöf Ólafs til íslensku þjóðarinnar, myndaröðinni „Cars in rivers“, við hringrás. Hann gefi þjóðinni það sem þjóðin hafi gefið honum. Að baki ljósmyndunum sé ónefndur hópur af jeppamönnum, fólki sem fest hafi bíla í ám. „Hugmyndin að baki þessu er sú að lyfta þjóðinni, sýna fram á frumkvöðlaeðlið og frumeðlið í þjóðinni,“ segir Halldór. Ákveðna kreppulíkingu megi finna í verkinu. „Þetta er líka ákveðin lotning fyrir þessu Íslend- ingseðli, að vera óbanginn, að voga og þora, hafa hugrekki.“ – Menn ná jeppanum yfirleitt upp úr ánni á endanum... „Ég held það, það er fáheyrt að menn hafi farist, það heyrir til undantekninga, þegar menn hafa lent í svona, að það hafi orðið slys á mönnum.“ – Þannig að þú sérð þetta sem verk fullt af bjartsýni? „Já, ég geri það. Alveg hiklaust. Mér finnst Ólafur einmitt vera að gefa því undir fótinn hvað Ís- lendingar eru sjálfstæðir og hvað það býr mikill þróttur og hugrekki í þeim.“ Hvað aðferðina varðar, að safna ljósmyndum sem aðrir hafa tekið með ákveðið konsept í huga, vísar Halldór í þau orð listamannsins Marcels Duchamp, að listamaðurinn væri ekki lengur sá sem gerði hlutina eða framleiddi heldur sá sem veldi þá. „Mér finnst eiginlega Ólafur Elíasson fara örlítið lengra með þetta, í staðinn fyrir að velja einhverja hluti út úr búð eins og Duchamp gerði og kallaði „readymade“ er hann farinn að bjóða hinum óþekkta manni inn í geimið. Auðvit- að verður að líta á það að hver og ein mynd er ekki kannski listaverk í sjálfu sér, það er ekki fyrr en Ólafur setur þetta saman sem þetta verður að þessu listaverki. Hann á hugmyndina.“ Myndaraðir Ólafs verða sýndar í sal 2 í safninu. Hinar fjórar myndaraðirnar eru allar af há- lendi Íslands, að sögn Halldórs. Aðflutt landslag Auk sýningar Ólafs verður opnuð sýningin Aðflutt landslag, 29 ljósmyndir eftir Pétur Thom- sen. Myndirnar tók Pétur af umbreytingunni á Kárahnjúkum. „Þannig að þetta verður áframhaldandi ljósmyndaveisla, þetta er dálítið ár ljósmyndarinnar,“ segir Halldór, en Listahátíð í Reykjavík var með sérstaka áherslu í ár á ljósmyndun. Lotning fyrir eðli Íslendingsins ÍSLANDSMYNDIR Í SAFNINU, ÁFRAMHALDANDI LJÓSMYNDAVEISLA Fastur Ein af ljósmyndunum 35 í verkinu „Cars in rivers“. Myndirnar sýna allar bíla sem fastir eru í ám og voru myndirnar sendar Ólafi af Íslendingum. Hann valdi svo 35 sem nú hafa verið prentaðar og rammaðar inn og verða til sýnis í Listasafni Íslands frá og með fimmtudeginum n.k. Birt með leyfi listamanns og i8 Gallerís, Reykjavík Börkur Arnarson Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.