Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 37
MENNING 37Fólk MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010 Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hljómsveitin Defekt er nú á ferð um Norðurlöndin að kynna nýjan geisladisk, Pete’s Game Machine, og leikur á tvennum tónleikum hér á landi. Fyrri tónleikarnir verða á Kaffi Rósenberg í kvöld kl. 21:00 og þeir síðari á Akureyri á morgun, í Græna hattinum kl. 21.00. Defekt var stofnuð í Gautaborg árið 2008 af þeim Pauli Lyytinen saxófónleikara, Sigurði Rögnvalds- syni gítarleikara, Joonas Kuusisto bassaleikara og Øyvind Hegg- Lunde trommuleikara. Þeir höfðu allir spilað með ýmsum hljóm- sveitum, en aldrei allir í sömu sveit fyrr en Defekt varð til. Framhald af vináttu Sigurður segir að þeir félagar hafi kynnst í tónlistarháskólanum í Gautaborg. Þeir voru þá að spila með ýmsum sveitum, eins og getið er, urðu fljótlega vinir og mjög sammála um það sem þeir vildu gera í tónlist. Þar kom svo að þeir ákváðu að fara að spila saman – „hljómsveitin var einskonar fram- hald af vináttunni,“ segir Sig- urður. „Við búum núma allir hver í sinni borginni og í mis- munandi löndum en höfum svo gaman af að vinna saman að við tökum frá tíma með góðum fyr- irvara, hittumst þá og æfum saman prógramm sem við síðan ferðumst með.“ Í miðri síðustu ferð á síðasta ári brugðu þeir sér í hljóðver í Finnlandi og tóku upp breiðskíf- una Pete’s Game Machine. Öll lögin á henni eru eftir þá félaga, enda segir Sigurður að aðal sveitarinnar sé einmitt að semja saman tónlist og flytja hana. Pælt í tölvuleikjatónlist „Við leyfum okkur líka að prófa nýja hluti og erum núna mikið að pæla í tölvuleikjatónlist, notum saxófónsyntha og mikið af effektum. Við sækjum í 8 bita tölvuleikjahljóð frá áttunda áratugnum, SEGA leikjahljóð,“ segir Sigurður og að- spurður hvort þeir séu að rifja upp æsku sína tekur hann undir það og skellir uppúr. „Þetta er mjög glað- vær tónlist og skapar alltaf skemmtilega stemmningu á tón- leikum,“ segir hann en lunginn af tónleikadagskránni er lög af plöt- unni skreytt með nokkrum nýjum lögum sem urðu til á æfingum fyrir tónleikaferðina. Þeir félagar ljúka tónleikaferðinni um Norðurlöndin hér á landi og þegar við ræðum saman segir Sig- urður að þeir séu einmitt búnir að leika á ellefu tónleikum á ellefu dög- um. „Það verður langþráð frí þegar við komum til Íslands, lambalæri og afslöppun hjá mömmu,“ segir hann og hlær við. „Þetta er búið að vera mikill þvælingur, en tíminn líður hratt og þetta er skemmtilegt. Norræni menningarsjóðurinn styrkir þá félaga til fararinnar. Defekt Stofnuð í Gautaborg árið 2008 af þeim Pauli Lyytinen saxófónleikara, Sigurði Rögnvaldssyni gítarleikara, Joonas Kuusisto bassaleikara og Øyvind Hegg-Lunde trommuleikara. Hér sitja þeir í stórum klappstólum. Defekt tölvu- leikjatónlist  Djasssveitin Defekt lýkur ferðalagi um Norðurlönd hér á landi  Leikur á tónleikum í Reykjavík í kvöld og á Ak- ureyri annað kvöld RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, hefst 23. september næstkomandi. Á hátíðinni verða sextán nýjar íslenskar stuttmyndir frumsýndar. Af þeim má nefna nýjustu mynd eftir Ísold Uggadóttur, Clean; Knowledge eftir Hrefnu Hagalín og Báru Kristínu með bandaríska leikaranum Leo Fitzpatrick (Kids) í aðal- hlutverki og Life And Death Of Henry Darger eftir Bertrand Mandico, fyrstu íslensku stuttmyndina sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Sjómenn, grínstelpur o.fl. Fimm íslenskar kvikmyndir verða frumsýndar á há- tíðinni: Brim, Uppistandsstelpur, Ísland Úganda, Höll- in og Kraftur – síðasti spretturinn. Í Brimi segir af áhöfn línubátsins Brim RE 29 sem orðin er þreytt á því að allir dagar og vikur séu eins. En nótt eina vakna mennirnir upp við vondan draum þegar einn tryggasti hásetinn sviptir sig lífi og ung kona er ráðin í næsta túr. Við komu hennar um borð myndast spenna sem magnast þegar á líður. Í Uppistandsstelpum eftir Áslaugu Einarsdóttur segir af ellefu ungum konum sem ákveða að stofna uppistandshóp en hafa litla sem enga reynslu af því að stíga á svið og fara með gamanmál. Eru þær fyndnar? er spurningin. Í Íslandi Úganda, eftir Garðar Stefánsson og Rúnar Inga Einarsson, eru tekin fyrir tvö lönd, Ísland og Úg- anda, fyrrum nýlenduþjóðir Evrópuríkja sem fengu sjálfstæði um svipað leyti. „Í byrjun var útlitið bjart hjá báðum þjóðum en vegna spillingar, óstjórnar og stríðsreksturs heltist Úganda úr lestinni og er í dag flokkað með fátækustu löndum heims. Í myndinni er líf ungs fólks í löndunum borið saman,“ segir um myndina í tilkynningu. Höllin eftir Héðin Halldórsson er heimildarmynd, andrúmsloftið í Sundhöll Reykjavíkur fangað. „Myndin er heimild um tíma og fólk sem brátt nýtur ekki lengur við. Hún gefur áhorfandanum líka þá tilfinningu að tíminn í Höllinni standi kyrr, að þar sé annar heimur“ segir m.a. um hana. Kraftur – síðasti spretturinn eftir Árna Gunnarsson, Steingrím Karlsson og Þorvald Björgúlfsson fjallar um hestinn Kraft og knapann Þórarin Eymundsson sem gera það gott í keppni. Þeim er boðið að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi árið 2007 og þá þarf knapinn að taka erfiða ákvörðun því Kraftur getur ekki snúið heim, fari hann út til keppni. Brim frumsýnd á RIFF  Fjöldi íslenskra kvikmynda, heimildarmynda og stutt- mynda verður sýndur á Riff, Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst í næstu viku Pus Í Brimi segir af áhöfn línubátsins Brims RE 29. Morgunblaðið/Ernir Fyndið? Ungar konur stofna uppistandshóp. www.riff.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Gauragangur (Stóra svið) Fös 17/9 kl. 20:00 5.k Lau 2/10 kl. 20:00 8.k Fim 21/10 kl. 20:00 11.k Lau 18/9 kl. 20:00 6.K Sun 10/10 kl. 20:00 9.k Fös 29/10 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 7.k Fim 14/10 kl. 20:00 10.k Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Harry og Heimir (Litla sviðið) Fim 16/9 kl. 20:00 3.k Fös 24/9 kl. 20:00 5.k Fim 30/9 kl. 20:00 6.k Sun 19/9 kl. 20:00 4.k Lau 25/9 kl. 20:00 aukas Fös 1/10 kl. 20:00 7.k Einnig sýnt á Akureyri í nóvember Enron (Stóra svið) Mið 22/9 kl. 20:00 Fors Fim 30/9 kl. 20:00 4.k Lau 16/10 kl. 20:00 8.k Fim 23/9 kl. 20:00 Frums Fös 1/10 kl. 20:00 5.k Fös 22/10 kl. 20:00 9.k Fös 24/9 kl. 20:00 2.k Lau 9/10 kl. 20:00 6.K Lau 25/9 kl. 20:00 3.k Fös 15/10 kl. 20:00 7.K Stórsýning um brjálæðislegt dramb og fall Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Fös 8/10 kl. 20:00 Fors Þri 19/10 kl. 20:00 aukas Lau 30/10 kl. 19:00 9.k Lau 9/10 kl. 20:00 Frums Mið 20/10 kl. 20:00 5.k Lau 30/10 kl. 22:00 aukas Þri 12/10 kl. 20:00 aukas Lau 23/10 kl. 19:00 6.k Sun 31/10 kl. 20:00 10.k Fös 15/10 kl. 20:00 2.k Lau 23/10 kl. 22:00 aukas Mið 3/11 kl. 20:00 11.k Lau 16/10 kl. 19:00 3.k Sun 24/10 kl. 20:00 7.k Lau 6/11 kl. 19:00 12.k Lau 16/10 kl. 22:00 aukas Þri 26/10 kl. 20:00 aukas Lau 6/11 kl. 22:00 aukas Sun 17/10 kl. 20:00 4.k Fim 28/10 kl. 20:00 8.k Sun 7/11 kl. 20:00 13.k Leikgerð verðlaunasögu Auðar Jónsdóttur Horn á höfði (Litla svið) Lau 18/9 kl. 14:00 1.k Sun 26/9 kl. 14:00 4.k Lau 9/10 kl. 14:00 aukas Sun 19/9 kl. 14:00 2.k Lau 2/10 kl. 14:00 aukas Sun 10/10 kl. 14:00 6.k Lau 25/9 kl. 14:00 3.k Sun 3/10 kl. 14:00 5.k Sun 17/10 kl. 14:00 7.k Gríman: Barnasýning ársins 2010! Orð skulu standa (Litla svið) Þri 21/9 kl. 20:00 Þri 5/10 kl. 20:00 Þri 28/9 kl. 20:00 Þri 12/10 kl. 20:00 Vinsæll útvarpsþáttur - nú á sviði. Sala hafin Villidýr / Pólitík eftir Ricky Gervais (Litla svið) Fös 17/9 kl. 20:00 1.k Fim 23/9 kl. 20:00 3.k Lau 18/9 kl. 20:00 2.k Sun 26/9 kl. 20:00 4.k Gróft gaman flutt af mikilli snilld, PBB Fbl Gauragangur - „HHHH Hörkustuð“ IÞ.Mbl Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is Sinfóníuhljómsveit Íslands Mahler og Strauss Fim. 16.09. kl. 19.30 Hljómsveitarstjóri: Lionel Bringuier Einsöngvari: Emma Bell Richard Strauss: Fjórir síðustu söngvar Gustav Mahler: Sinfónía nr. 1 Faust spilar Stravinskíj Fim. 23.09. kl. 19.30 Hljómsveitarstjóri: Pietari Inkinen Einleikari: Isabelle Faust Maurice Ravel: Tombeau de Couperin Ígor Stravinskíj: Fiðlukonsert Antonín Dvorák: Sinfónía nr. 7 Ungsveit Sinfóníunnar Lau. 02.10. kl. 17.00 Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Modest Músorgskíj: Nótt á nornagnípu Pjotr Tsjajkovskíj: Sinfónía nr. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.