Morgunblaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 35
DAGBÓK 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ ER RÉTT! ÉG VIL FLJÓTA Í
GEGNUM LÍFIÐ
ÞÚ VILT BARA EINHVERJA
FORMÚLU SEM KEMUR ÞÉR
Í GEGNUM LÍFIÐ ÁN ÞESS
AÐ ÞÚ ÞURFIR AÐ GERA
NOKKURN SKAPAÐAN HLUT!
ÞÚ VILT
HAFA ALLT
AUÐVELT, ER
ÞAÐ EKKI?
HVAÐ VARÐ
EIGINLEGA UM
RÁNDÝRA
LÖGFRÆÐINGINN
SEM VIÐ LÉTUM
FÁ PENING
TIL AÐ MÚTA
DÓMARANUM?
ÞIÐ LÉTUÐ
HANN FÁ
OF LÍTINN
PENING
SKIPTIR EKKI MÁLI...
HANN ER OF UNGUR TIL
AÐ HANNA HEIMASÍÐUR
FYRIR FYRIRTÆKI
GEFÐU HONUM
BARA TÆKIFÆRI
PRAKASH, HEFUR
ÞÚ ÁÐUR HANNAÐ
SVONA VEFSÍÐUR?
JÁ, ÉG HEF
GERT ÞAÐ
ANSI OFT
ÞETTA ER
TIL DÆMIS
MYSPACE-
SÍÐA SEM ÉG
HANNAÐI
FYRIR SYSTUR
MÍNA
ÞAÐ ER
ERFITT AÐ
GERA HENNI
TIL GEÐS
RAJIV,
FRÆNDI
ÞINN LÍTUR ÚT
FYRIR AÐ VERA
TÍU ÁRA
HANN
ER
REYNDAR
ELLEFU
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN?
ÞVÍ MIÐUR ERU SUPERMAN
OG BATMAN Í ÖÐRUM
VERKEFNUM ÞESSA DAGANA...
ÞANNIG
AÐ ÉG
ÞARF AÐ
SJÁ UM
YKKUR
HVERNIG
ER AÐ VERA
KÖTTUR?
HEF EKKI
HUGMYND...
ÉG HEF ALDREI VERIÐ
VAKANDI NÓGU LENGI TIL
AÐ KOMAST AÐ ÞVÍ
VIÐ
FENGUM
EKKI
PÖSSUN
Hugleiðing
Það er svo furðulegt að
lesa fréttir vikunnar að
mann rekur í roga-
stans. Hvernig leyfa
menn sér að troða upp
með handónýt og göm-
ul lög eins og Lands-
dómslögin eru og ætla
sér að klekkja á hátt-
virtum ráðherrum með
viðlíka fáránleika eins
og stendur til? Ég er
alfarið á móti þessu.
Við eigum að eyða
tíma, þreki og vinnu í
að taka í rófu þessara
ofur-siðblindingja sem
settu þjóðina á hausinn. Ein-
staklingar sem eru dómgreindar-
lausir, sjálfelskir eiginhagsmuna-
seggir og þroskalitlir fáráðlingar.
Þessa menn þarf að kalla til ábyrgð-
ar og helst að koma fyrir sem fyrst í
eins litlum klefum í fangelsum
landsins og hægt er.
Það sem hvað hæst hefur borið á
góma undanfarnar vikur er það öng-
þveiti sem skapaðist í kringum Jó-
hönnu Sigurðardóttur á ferðalagi
hennar um Færeyjar. Hvernig leyfa
menn sér að gera lítið úr því hvaða
lífsförunaut við veljum sjálfum okk-
ur til ánægju og styrktar? Það er al-
rangt að halda að slíkt val byggist
eingöngu á því sem hefðin segir til
um. Við getum valið
hvern þann ævifélaga
sem við kjósum, viljum
og eigum samleið með
án tillits til, til dæmis,
kyns eða hörundslitar.
Jóhanna hefur sýnt
það með þrekvirkjum
sínum áður en hún
varð forsætisráðherra
og nú, að hún er fullfær
um að velja það sem að
fer best að hennar
löngun og vilja. Áfram
Jóhanna, þinn tími er
kominn.
Hvað varðar fátækt í
landinu er ég eins orð-
laus og frekast má
vera. Nauðungarsölur alls staðar,
matarskortur og margt fleira. Menn
eiga ekki að misbjóða hverjum öðr-
um. Við eigum ekki að ganga á rétt
þeirra sem minna mega sín til að
upphefja einhverja aðra. Ég sting
upp á því að farið sé í vasa þeirra
aðila sem eiga meira en nóg af seðl-
um og dreifa þeim til þeirra sem
ekkert hafa og finna til vonleysis og
depurðar. Í burt með fátæktina og
inn með samúðina og samhjálpina.
Jöfn kjör allra, þannig vill forsjónin
að við lifum.
Jóna Rúna Kvaran.
Ást er…
… að elda handa henni
góða súpu ef hún er veik.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnust./postulín kl. 9,
útsk./postulínsmálun og Grandabíó kl.
13.
Árskógar 4 | Handav./smíði/útskurður
kl. 9, heilsugæsla kl. 10, söngstund kl. 11.
Bólstaðarhlíð 43 | Spiladagur, glerlist,
handavinna, kaffi/dagblöð.
Dalbraut 18-20 | Vinnustofa kl. 9, Bónus
kl. 14.40.
Dalbraut 27 | Handav. kl. 8, vefn. kl. 9,
listamaður mán.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-
Hrólfar frá Ásgarði kl. 10. Haustlitaferð
22. sept. Ekið til Þingvalla um Uxahryggi
og Lundarreykjad. yfir Hestháls inn í
Skorradal. Kvöldv./skemmtun/dans í
Fossatúni, skrán. s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30 og kl. 10.30, glerlist kl. 9.30 og kl.
13, félagsvist kl. 13, viðtalstími kl. 15,
línudans kl. 18, samkvæmisdans kl. 19.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist
kl. 9, trésk. 9.30, ganga kl. 10 postulín/
silfursm. kl. 13. Haustfagnaður kl. 14.
Nem. í leiksk. Baugi syngja, Kári Frið-
riksson tenór. Farið á vængjum hugans í
göngur og réttir.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Vatnsleikf. kl. 8.15 og 12, kvennaleikf. kl.
9.15, 10, 10.45, brids og bútas. kl. 13,
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
kl. 9, tréútsk./handav., leikfimi kl. 10,
Spilasalur er opinn. Föstud. 24. sept. á
leikritið Harry og Heimir, skrán. á staðn-
um og s. 575-7720.
Grensáskirkja | Samverstund kl. 14 í
safnaðarheimili.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Kaffi kl. 10, fyrirbænaguðsþj. kl. 11, súpa
og brauð, brids kl. 13.
Hraunsel | Bókm.klúbb. 22. sept. kl. 11,
boltaleikf. í Haukahúsi Ásv. kl. 12, glerbr./
handav.kl. 13, bingó kl. 13.30, vatnsleikf. í
Ásvallalaug kl. 14.40, bingó kl. 13.30.
Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og
9.30. Vinnustofa kl. 9. Samverustund kl.
10.30, lestur. Kynning á endurhæfingard.
Hrafnistu kl. 14.
Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50.
Stefánsganga kl. 9. Listasm.9. Framsögn
kl. 9. Gáfumannakaffi kl. 15. Tölvukennsla
mán. og þri. frítt.
Íþróttafélagið Glóð | Versalir: Ganga kl.
16.
Korpúlfar Grafarvogi |Gler/tréútsk. kl.
13. Keila í Keiluh. v/Öskjuhlíð á morgun
kl. 10. Sjúkraleikf. á morgun kl. 14.30 í
Eirborgum v/Fróðengi.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hjúkr-
unarfr. kl. 10.30, Iðjustofa – glermálun.
Norðurbrún 1 | Félagsv. kl. 14. Hjúkr-
unarfr. kl. 10. Útsk. kl. 9.
Hjördís Geirsdóttir á haustfagn. í Norð-
urbrún 17. sept. Skrán. hafin, s. 411
2760.
Vesturgata 7 | Sund, spænska kl. 10-12.
Myndmennt kl. 13, Bónus kl. 12.10, trésk.
kl. 13.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Tréútsk.og
bókband kl. 9, handav. kl. 9.30, morg-
unst. kl. 10, verslunarf. kl. 12.20, uppl. kl.
12.30, dans kl. 14, Vitatorgsbandið.
Hjálmar Freysteinsson er læknirí hliðarstörfum frá hagmælsk-
unni. Hann hefur unnið aðeins á
norðausturhorninu undanfarið. Og
segir sjálfur að eins og fleiri karlar
á sínum aldri leggi hann ekki í mjög
flókna matargerð þegar hann sé
svona einsamall. Af því tilefni yrkir
hann:
Af meistarakokkum margar ganga sögur,
hve matargerðarlist þeirra er fögur,
en best mér reyndist sá
sem býr til matinn hjá
1944.
Hann lýsir sig reiðubúinn að selja
þessa limru til nota í auglýsingu
fyrir rétt verð. Magnús Ólafsson á
Sveinsstöðum virðist þó ekki hrif-
inn af þessari lausn:
Eldamennskan ekki fögur
okkur finnst að vonum
1944
fæðan bjargar honum.
Sigrún Haraldsdóttir orti í gær
að gefnu tilefni:
Kossar haustsins kæla brá,
kveikja hroll á skinni,
ískalt haglið hoppar á
höfuðkúpu minni.
Jón Arnljótsson er einn af fjöl-
mörgum aðdáendum danska stór-
meistarans Bents Larsens hér á
landi. Hann orti við fráfall hans:
Hengja núna höfuð má
og höku setja að bringu;
Bent, er, Larsen fallinn frá,
fækkar enn þeim slyngu.
Davíð Hjálmar Haraldsson bætir
við:
Í Uppheimum rofinn er allsherjarfriður,
englarnir styggjast við spilin og skraflið
er Bent okkar Larsen sest bísperrtur
niður
og blístrar á Drottin að koma með
taflið.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af Bent Larsen og 1944