Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 9

Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Egill Ólafsson egol@mbl.is Birgir Rafn Þráinsson, fram- kvæmdastjóri Gagnaveitu Reykja- víkur, segir að Gagnaveitan hafi greitt vexti af láni sem fyrirtækið tók hjá Orkuveitu Reykjavíkur í samræmi við úrskurð Póst- og fjar- skiptastofnunar. Fyrirtækið muni í framtíðinni leita eftir lánsfé á al- mennum markaði. Gagnaveitan var skilin frá Orku- veitunni árið 2007, en Póst- og fjar- skiptastofnun hefur síðan fylgst vel með því að fyrirtækið standi við skuldbindingar sínar um að blanda ekki saman rekstri Gagnaveitunnar og rekstri Orkuveitunnar. Gagna- veitan skuldaði Orkuveitunni 6,9 milljarða um síðustu áramót. Lánið er í erlendri mynt og hækkaði mikið við fall krónunnar. Póst- og fjar- skiptastofnun samþykkti þá vexti sem Gagnaveitan greiðir af láninu. Tóku lán í fyrra „Þetta er lán sem við tókum upp- haflega hjá Orkuveitunni þegar Gagnaveitan var stofnuð og við höf- um greitt vexti af því láni samkvæmt skilmálum lánsins. Síðan fjármögn- uðum við okkur á almennum láns- fjármarkaði á síðasta ári og hluti af skilmálum þess láns var að meðan við værum með það lán værum við ekki að greiða vexti af láni Orkuveit- unnar. Við höfum hins vegar reiknað vexti af láninu.“ Birgir sagði að Póst- og fjar- skiptastofnun hefði í sínu reglulega eftirliti gert athugasemd við þetta. „Við tókum tillit til þeirra athuga- semda og höfum greitt vexti af lán- inu og munum gera það í framtíðinni í samræmi við þennan úrskurð.“ Birgir sagði að Gagnaveitan hefði þurft að semja við lánardrottin fyr- irtækisins um að breyta skilmálum lánsins til þess að geta orðið við kröfu stofnunarinnar. Birgir sagði að eftir að Gagnaveit- an tók þetta lán í fyrra hefði fyr- irtækið eftir sem áður reiknað vexti af láninu hjá OR. Gjalddagar af lán- inu væru tvisvar á ári og málið væri nýlega tilkomið og því hefði aðeins einn gjalddagi verið ógreiddur. Birgir sagði að Gagnaveitan áformaði að ráðast í fjárfestingar næstu árin og þeim fylgdu áfram- haldandi lántökur og endurfjár- mögnun þegar þar að kæmi. Hann sagði að vegna úrskurðar Póst- og fjarskiptastofnunar hefði Gagnaveitan engan hag af því að taka lán hjá Orkuveitunni. „Við njót- um engra kjara hjá Orkuveitunni umfram það sem býðst á almennum markaði. Það er hins vegar mjög já- kvætt að í miðju efnahagshruninu náðum við að fjármagna okkur og halda úti mannaflsfrekum fram- kvæmdum. Það er stór áfangi að við skulum hafa getað þetta á eigin for- sendum og án baktryggingar Orku- veitunnar.“ Greiðir vexti af láni hjá Orkuveitu Reykjavíkur Morgunblaðið/Ómar Ljósleiðari Hlutverk Gagnaveitu Reykjavíkur er að bjóða heimilum og fyr- irtækjum aðgang að háhraða gagnaflutningskerfi.  Gagnaveitan skuldar Orkuveit- unni 6,9 milljarða Í eigu Orkuveitunnar » Gagnaveita Reykjavíkur er fyrirtæki í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. » Rekstur fyrirtækjanna var aðskilinn með formlegum hætti árið 2007. „Þetta gerðist á mjög stuttum tíma, ég skráði mig bara þremur dögum fyrir hlaupið og setti tvisvar inn auglýsingu á Facebook,“ segir Signý Gunnarsdóttir sem fékk flest áheit allra þeirra sem hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst. Uppskeruhátíð áheitasöfnunar Reykjavíkurmaraþonsins var hald- in í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðviku- dag. Sem fyrr gat almenningur heitið á hlaupara í gegnum vefinn www.hlaupastyrkur.is og í ár söfn- uðust tæpar 30 milljónir til góðra málefna sem er þrefalt meira en í fyrra þegar 9 milljónir söfnuðust. Samtals tóku 96 góðgerðarfélög þátt í söfnuninni og eins og í fyrra safnaðist mest fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, rúmar 2,2 milljónir. Signý Gunnarsdóttir safnaði einmitt fyrir krabbameins- sjúk börn, en sonur hennar berst nú við krabbamein. „Þetta var líka hálfgerð meðferð fyrir mig,“ segir Signý sem segist snortin af þeim anda sem endurspeglist í ummæl- um á styrkjasíðunni. Alls hétu 160 manns á Signýju og safnaði hún þannig 353.500 kr. fyrir félagið. Það var hinsvegar S. Hafsteinn Jóhannesson sem safnaði hæstri upphæð í hlaupinu, en hann safnaði 604 þúsund krónum fyrir Park- insonsamtökin á Íslandi. Oddur Kristjánsson safnaði næstmestu, eða 453.019 kr. fyrir Félag CP á Ís- landi og Rakel Steinarsdóttir safn- aði þriðja mest, en hún hljóp fyrir sumarbúðir fatlaðra barna í Reykjadal og safnaði 446.500 kr. Liðið „Stig 7“ safnaði mestu í boðhlaupinu, 183.000 kr., fyrir munaðarlaus börn á Haítí. Morgunblaðið/Ernir Uppskeruhátíð Afhentar voru viðurkenningar til hlauparanna í Ráðhúsinu. Þrefalt meira safn- aðist í maraþoninu flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið Núverandi Reykjavíkurbiskup kaþ- ólsku kirkjunnar á Íslandi, Pétri Bürcher, var ókunnugt um allt í þá veru að Jóhannes Gijsen, sem var biskup kaþólsku kirkjunnar á Ís- landi á árunum 1995 til 2007, hefði sýnt piltum í Hollandi kynferðislega áreitni fyrir áratugum. Að minnsta kosti tveir karlmenn hafa lagt fram kærur vegna Gijsen. Hollenskir fjölmiðlar hafa fjallað um mál þetta í vikunni og þar kemur fram að að 63 ára karlmaður hafi kært kynferðislegt ofbeldi sem hann hafi sætt í skóla í Rolduc á árunum 1959 til 1961. Hafi annar prestur nauðgað sér þrívegis og einnig hafi Gijsen sýnt honum og fleiri drengj- um kynferðislega áreitni. „Kaþólska kirkjan lítur þessa ásakanir alvarlegum augum,“ segir Bürcher Reykjavíkurbiskup. Hann segir von kirkjunnar þá að málið verði til lykta leitt og að öllu réttlæti verði fullnægt, eins og komist er að orði í yfirlýsingu. sbs@mbl.is Þekkti ekki fortíð bisk- upsins Stórfréttir í tölvupósti Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is FER KÓLNANDI!! Ný sending af peysum Peysa á mynd Verð 13.900 kr. www.rannis.is Stefnumót við vísindamenn Allir velkomnir. Láttu sjá þig! Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið yfirhafnir á laxdal.is HAUST YFIRHAFNIR HAUSTDRAGTIR Gamaldags myndaalbúm gesta- og dagbækur Opið: má-fö. 12:30 -18:00, Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp.201 S: 517 7727 www.nora.is og á Facebook. !"#" %&'()*#++ ,- ./#0#1#*

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.