Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 20

Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 20
Skuldakreppa og fjöldaatvinnuleysi FRÉTTASKÝRING Baldur Arnarson baldura@mbl.is M örg helstu iðnríkja heims hafa safnað miklum skuldum. Skuldafjallið kallar á niðurskurð og endurskipulagningu, aðgerðir sem ólíklegt er að komi til fram- kvæmda vegna tregðu stjórnvalda til að draga saman seglin. Þess í stað bregðast stjórnvöld við vaxandi greiðslubyrði lána með skattahækkunum, sem aftur ýtir undir vítahring uppsagna og til- færslu starfa til landa þar sem launakostnaður er viðráðanlegri. Neysla dregst að sama skapi saman og eykur enn á vandann. Svona má draga saman dökka framtíðarsýn hagfræðingsins Alex Jurshevski í erindi hans á alþjóðlegu fjárfestingarþingi (WAISC) í Kan- ada í vikunni en fram kemur í Globe and Mail, einu helsta dagblaði Kan- ada, að hann vinni að tillögum að skuldauppgjöri fyrir íslenska ríkið sem leysi af hólmi samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Skjólveggurinn farinn? Jurshevski, sem er sérfræð- ingur í skuldauppgjöri ríkja, bendir á að ólíkt fyrri kreppum geti ríki heims ekki leitað skjóls hjá Banda- ríkjastjórn. Kletturinn sé sorfinn. Má í þessu samhengi benda á að í einu af nýjustu heftum bandaríska íhaldstímaritsins American Specta- tor er því haldið fram að saman- lagðar skuldbindingar bandaríska ríkisins nemi um 500% af þjóðar- framleiðslu, séu framtíðarskuld- bindingar í heilbrigðismálum og öðr- um málaflokkum teknar með í reikninginn. Ber hér að geta þess að opinbera talan nálgast 100% af þjóð- arframleiðslu og þarf því að fara aft- ur til forsetatíðar demókratans Harry Truman (1945-1953) til að finna svo hátt skuldahlutfall. Stórveldi í nýju hlutverki Bandaríkin framleiddu sig sem kunnugt er þá út úr vandanum – iðn- framleiðsla var hvergi á jafn háu stigi í stríðslok – en flytja nú inn framleiðsluvörur frá Kína. Þegar Barack Obama náði kjöri sem 44. forseti Bandaríkjanna fyrir tæpum tveimur árum lofaði hann þegnum sínum að blása lífi í efna- hagslífið og ráðast að rótum atvinnu- leysis. Þetta hefur ekki tekist. Peter Ferrara, starfsmaður Hvíta hússins í forsetatíð Ronalds Reagan og George Bush eldri, bend- ir á í grein á vef American Specta- tor, að með nýliðnum ágústmánuði hafi kreppan varað samfellt í 32 mánuði eða í um tvöfalt lengri tíma en lengsta kreppan frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar fyrir 65 árum. Um 54.000 störf hafi tapast í ágúst og atvinnuleysið klifrað upp í 16,3% hjá blökkumönnum og í 26,3% hjá unglingum. Staðan sé skárri hjá Bandaríkjamönnum af rómönskum uppruna, þar sé atvinnuleysið 12%. Bretar eru líka áhyggjufullir Breska dagblaðið Independent, sem er til vinstri, sló því upp í gær að fjöldaatvinnuleysi vofði yfir Evrópu. Evrópusambandið óttist að næsta ár verði ár félagslegrar togstreitu. Birt er atvinnuleysiskort af álf- unni og er Austurríki eina landið þar sem hlutfall fólks án vinnu er undir 4%. Hlutfallið er yfir 20% á Spáni og litlu minna í Eystrasaltsríkjunum þremur. Þá glíma Írar við 13,6% at- vinnuleysi. Samanlagt voru um 22 milljónir manna án vinnu í Evrópu í júlímánuði í sumar. Segir blaðið allt stefna í að at- vinnuleysið í Bretlandi, sem mælist nú 7,8%, muni aukast í haust er ríkið gerir stofnunum að segja upp fólki. Reuters Þung spor Bandarísk kona gefur atvinnulausum samlöndum sínum ráð. 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Hvernigstendur áþví að eitt af því sem helst einkennir störf þingmannanefndar sem farið hefur yf- ir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er leynimakk og puk- ur? Þegar stofnað var til rann- sókna á orsökum efnahags- hrunsins hér á landi var einn helsti tilgangur rannsóknar- innar að komast að hinu sanna og fá upp á yfirborðið stað- reyndir sem hefðu verið huldar augum almennings. Í þessum tilgangi fékk rannsóknarnefnd Alþingis til að mynda mjög ríf- legar heimildir til að birta upp- lýsingar sem almennt eru tald- ar verða að fara leynt. Þetta stafar af því að þegar stofnað var til rannsóknarnefndar Al- þingis, og um leið til þing- mannanefndarinnar sem fara skyldi yfir störf þeirrar nefnd- ar, var mikil áhersla á að tryggja gagnsæi í rannsókn- inni og þar með að sem mest traust ríkti um niðurstöðuna. Nokkru síðar tók við ný rík- isstjórn sem sat áfram eftir kosningar í fyrra. Sú ríkis- stjórn fór ekki síst fram undir merkjum gagnsæis og opinnar stjórnsýslu eins og ítrekað kemur fram í stefnuyfirlýsingu hennar og orðum ráðherranna. Með tilkomu þessarar ríkis- stjórnar breyttist viðhorf til upplýsingagjafar hjá stjórn- völdum eins og hendi væri veif- að, en ekki í þá átt sem yfirlýs- ingar gáfu til kynna. Þvert á móti breyttust viðhorfin með þeim hætti að öll mál urðu að leyndarmálum. Þetta er vel þekkt úr umræðum um þau mál sem hæst hefur borið í tíð ríkisstjórnarinnar og nægir að nefna pukrið um Icesave og gengislánin í því sambandi, en fjölda annarra mála mætti nefna og yrði of langt mál að telja upp. Þrátt fyrir að pukrið hafi ein- kennt störf ríkis- stjórnarinnar hlutu vonir þó að standa til að sérstök þing- mannanefnd sem fjalla átti um mál sem varða almenning miklu yrði ekki pukrinu að bráð. Þessar vonir hafa að engu orðið. Líklega hafa fáar nefndir sem fjallað hafa um svo brýna almannahagsmuni starfað af jafnmikilli leynd og þessi til- tekna þingmannanefnd. Þar má nefna að fyrir nefndina hef- ur komið fjöldi sérfræðinga til að tjá sig um ýmis álitamál, ekki síst þau sem snúa að mögulegum ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum. Upp- lýsingum um álit þessara sér- fræðinga hefur af einhverjum ástæðum verið haldið leyndum og almenningur í landinu hlýt- ur að spyrja sig hverjar þær ástæður kunni að vera. Getur verið að þær skoðanir sérfræð- inga sem kallaðir voru fyrir í nefndinni henti ekki þeim áformum meirihluta nefndar- manna að ákæra fyrrverandi ráðherra? Eða er hugsanlegt að á fundum nefndarinnar hafi komið sjónarmið sem kasta myndu rýrð á efnisatriði í skýrslu hennar ef þau yrðu gerð opinber? Vilji stjórnarmeirihlutinn á Alþingi að traust skapist um störf hans, ekki síst í svo við- kvæmu máli, verður hann að breyta starfsháttum sínum og hætta þessu leynimakki. Ætli hann sér að halda áfram að flytja pukrið úr stjórnarráðinu inn á Alþingi er engin von til þess að sátt geti orðið um störf þingsins. Þingmannanefndin hefur tekið upp verstu ósiði rík- isstjórnarinnar } Nú eru öll mál leyndarmál Hæstaréttar-dómurinn sem féll í gær um gengistryggð lán þýðir vonandi að nú fer að hilla undir lausn á ákveðnum hluta þeirra lána. Þó að óvissan hafi verið minnkuð er engu að síður ljóst að hún er enn töluverð í tengslum við þessi lán. Ríkisstjórnin hefur haft rúm- lega hálft annað ár til að taka á þessum vanda og hefur enn ekkert aðhafst. Staðreyndin er raunar sú að hún hefur gert illt verra með því meðal annars að fela staðreyndir í málinu og semja um skipt- ingu bankanna á vafasömum for- sendum. Fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra, nú efnahags- og viðskiptaráð- herra, hafa verið sérstaklega mislagðar hendur í þessu efni og tók ekkert á málunum þrátt fyrir stór orð þar um. Í því ljósi var sérstakt að sjá til hans eftir dóm hæstaréttar í gær og erfitt að verjast þeirri hugsun að hann og ríkisstjórnin muni enn finna leiðir til að draga óviss- una á langinn þrátt fyrir að dómur hafi fallið í hæstarétti. Ríkisstjórnin gerði illt verra í gengis- lánamálum.} Skref í átt að lausn M ér mun aldrei líða úr minni, þegar sonur minn kom skæl- brosandi og kátur í hlaupa- grindinni inn fyrir þröskuld vinnuherbergisins, dag einn þegar hann var rétt orðinn níu mánaða gam- all. Það var í október 2008 og faðir hans var með böggum hildar yfir því sem á gekk í sam- félaginu. Í hyldýpi vonleysisins leit hann upp og sá son sinn skríkjandi, algjörlega áhyggju- lausan og lífsglaðan, hoppandi og skoppandi í grindinni. Í andliti drengsins mátti sjá að hann bjóst fastlega við því að pabbi væri í al- veg jafnmiklu stuði. Föðurnum var sam- stundis kippt upp á yfirborðið og brúnin létt- ist stórum. Áður en ég eignaðist fjölskyldu leiddist mér ósegjanlega, þegar foreldrar stærðu sig af börnum sínum og sögðu mér af því sem ég túlkaði sem yfirlæti, að enginn maður hefði fundið hamingjuna fyrr en hann hefði orðið faðir eða móðir. Líklega var það vegna þess að innst inni vissi ég að þeir hefðu rétt fyrir sér. Það jafnast nefnilega ekkert á við að fylgjast með barni sínu vinna sig til þroska. Fylgjast með manneskju verða til, smám saman, eftir því sem vitsmununum fleygir fram og líkaminn vex og dafnar. Umhyggja föð- ur fyrir barni sínu er líklega ein allra sterkasta tilfinn- ing sem karlmaður getur reynt. Faðir er tilbúinn til að leggja allt í sölurnar fyrir barnið sitt og vernda það fyr- ir hættunum í lífinu eins og frekast er unnt. Veröldin getur nefnilega verið hryllilega grimm. Lífsbaráttan hefst um leið og barnið fer út í heiminn. Hjá flestum gerist það þeg- ar leikskólagangan hefst, við eins eða tveggja ára aldur. Mannskepnan er á köfl- um miskunnarlaust dýr, þótt flestir reyni að gera sitt besta og halda í heiðri þá reglu að koma fram við aðra eins og þeir vilji að aðrir komi fram við þá. Öll verðum við á endanum að missa sakleysið, horfa framan í illsku heimsins og taka slaginn, en það á foreldrið erfitt með að skilja. Það vill bara koma í veg fyrir að barnið þess verði fyrir ofbeldi. Eins og það var lífsnauðsynlegt fyrir mig að fá heimsóknina inn í dyragætt vinnu- herbergisins fyrir tveimur árum, er óend- anlega hollt og hressandi að heyra sama stubb syngja af innlifun, núna rúmlega tveggja og hálfs árs: „Ei tei þí áfam Latibæ, só skí og da e ný.“ (Lausleg þýðing: „Einn tveir þrír áfram Latibær, sólin skín og dagur er nýr.“ Þetta er sungið fjórtán sinnum á dag, hið minnsta.) Það má nefnilega vera að stjórnvöld séu á góðri leið með að keyra ríkissjóð í þrot og skuldsetja íslensku þjóðina til frambúðar, en við eigum þó alltaf fölskva- lausa gleði og sakleysi barnanna. Verst er, að líklega munu þau þurfa að súpa seyðið af óráðsíu okkar og ábyrgðarleysi. Það er ekki gott. Þess vegna er ábyrgð ráðamanna mikil. ivarpall@mbl.is Ívar Páll Jónsson Pistill Fyrir börnin okkar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Ungverski hagfræðingurinn Laszlo Andor fer með atvinnu- mál í framkvæmdastjórn ESB. Þegar Lissabon-sáttmálinn var kynntur var tekið fram að eitt af langtímamarkmiðunum væri að tryggja öllum íbúum að- ildarríkjanna 27 atvinnu. Það hefur ekki tekist. Haft er eftir Andor á vef Inde- pendent að 2010 hafi verið hræðilegt ár, eða „annus horri- bilis“ á latínu, þegar atvinnumál eru annars vegar. Hann óttist að næsta ár verði jafnslæmt hvað félagslegan stöðugleika snertir. Óttast óróa á næsta ári AUKIN SPENNA Í EVRÓPU Reuters Á Spáni Atvinnulausir í röð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.