Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.09.2010, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Mæða Þeir voru heldur brúnaþungir starfsmenn efnahags- og viðskiptaráðuneytis á blaðamannafundi í gær sem yfirmaður þeirra boðaði til í framhaldi af dómi hæstaréttar. Golli Það er ekki öfunds- vert hlutskipti sveit- arstjórna allt í kring- um landið að fá nýjan ráðherra sem á fyrstu dögum sínum í embætti snýr stefnu, sem búið er að vinna eftir, algerlega á haus þannig að ekki stendur steinn yfir steini. Sveitarstjórnir allt í kringum landið eru búnar að vera að undirbúa yf- irtöku verkefna frá ríkinu í sam- ræmi við yfirlýsingar fráfarandi ráðherra sveitarstjórnarmála í landinu. Öllum var ljóst að miklar sameiningar væru í farvatninu. Í sveitarfélagi mínu, Grund- arfirði, var ekki vitað um hvers konar sameiningu yrði um að ræða en vitað var að minnsta mögulega sameiningin yrði allt Snæfellsnesið sameinað, jafnvel var talað um að sameina allt Vest- urland í eitt sveitarfélag. Ákvörð- un um þessa sameiningu átti að liggja fyrir í haust eða í vetur í síðasta lagi. Tugir ef ekki hundruð manna um allt land eru búin að vera að undirbúa þessar stóru breytingar sem búið var að boða. Samtök sveitarfélaga hafa verið stuðningsmenn og talsmenn þess að farið verði í þessar samein- ingar. Þá bregður svo við að við fáum nýjan ráðherra, Ögmund Jónas- son. Án samráðs við nokkurn mann lýsir hann því yfir að hann sé búinn að hætta við lögskipaðar sameiningar. Þetta kom fram á fundi samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi á föstudaginn 11. sept, algerlega eins og þruma úr heiðskíru. Nú er sem sagt öll þessi vinna í uppnámi, væntanlega fram að næsta ráðherra. Guð einn veit hvað sá ráðherra mun hafa í hyggju, kannski að taka upp gömlu hreppana. Svona kúvend- ingar eru gersamlega óþolandi, svona samráðsleysi einnig. Það vita allir að auðvitað geta menn farið í sameiningar að eigin frum- kvæði en reynslan hefur sýnt það að slíkt er of seinfarin leið og menn voru orðnir sammála um að slíkan tíma höfum við ekki. Ég gef mér að ráð- herrann sé það nýr í embætti að hann hafi ekki haft tíma til að setja sig inn í öll mál er snúa að ráðuneyti hans, og þá sennilega hefur þetta mál ekki verið efst á lista ráðherrans að setja sig inn í, en þá er hægt að minna ráðherra á að enginn er svo skyni skroppinn að hann geti ekki þagað gáfulega. Að koma með svona yfirlýsingar er þvílík óvirð- ing við störf samtaka sveitarfé- laga, störf sveitarstjórnarmanna og störf undirmanna hans í ráðu- neytinu að það nær ekki nokkru tali. Stjórnsýsla sem þarf að sætta sig við að nýr ráðherra í sömu rík- isstjórn geti tekið slíkar ákvarð- anir án samráðs við nokkurn mann er handónýt stjórnsýsla. Það er lágmarkskrafa að einhver stöðugleiki ríki um slíkar stór- ákvarðanir sem lögskipuð samein- ing sveitarfélaga er og alger krafa að um slíkt sé eitthvert samráð. Þetta eiga ekki að vera geðþótta- ákvarðanir ráðherra á hverjum tíma. Ég óska nýjum ráðherra vel- farnaðar í starfi en fyrstu skrefin virðast bæði afar illa stigin og illa ígrunduð. Eftir Þórð Áskel Magnússon » Þá bregður svo við að við fáum nýjan ráðherra, Ögmund Jón- asson. Án samráðs við nokkurn mann lýsir hann því yfir að hann sé búinn að hætta við lög- skipaðar sameiningar. Þórður Áskell Magnússon Höfundur er frkvstj. og er oddviti sjálfstæðismanna í Grundarfirði. Ráðherraræði og handónýt stjórnsýsla Í þingræðu á þriðju- daginn sagði Stein- grímur J. Sigfússon að þingmenn gætu ekki skorast undan því hlut- verki, sem þeim væri falið samkvæmt stjórn- arskrá og lögum, að taka afstöðu til þess hvort ákæra ætti fyrr- verandi ráðherra. Þetta er auðvitað rétt hjá fjár- málaráðherranum svo langt sem það nær, en með því er auðvitað ekki sagt að niðurstaða þingmanna hljóti að verða sú að samþykkja ákærurnar. Grundvallarreglur sakamálaréttarfars gilda Tvær tillögur liggja nú fyrir Alþingi um að gefa beri út ákærur af þessu tagi og hefja dómsmeðferð fyrir lands- dómi. Til þessara tillagna mun þingið taka afstöðu á næstu dögum. Þing- menn þurfa í þessum málum að svara þeirri erfiðu spurningu hvort gefa skuli út ákærur og setja um leið til- tekna einstaklinga í stöðu sakborninga í refsimáli. Þegar þingmenn gera upp hug sinn verða þeir að hafa í huga sömu sjónarmið og öðrum ákær- endum ber að fylgja. Ekki er um það deilt að í málum út af ráðherraábyrgð á að fylgja öllum grundvallarreglum um sakamálaréttarfar að svo miklu leyti sem lögin um landsdóm kveða ekki sérstaklega á um annað. Þannig verður t.d. að virða almenn réttindi sakborninga, sanna að fyrir hendi séu skilyrði um saknæmi og ólögmæti, gæta að skýrleika refsiheimilda, sýna fram á að meint ólögmæt háttsemi falli undir refsiákvæði og svo má áfram telja. Refsimál en ekki hugmyndabarátta Þingmenn geta ekki við ákvörðun um ákæru gert minni kröfur til sjálfra sín heldur en þeir gera til annarra handhafa ákæruvalds. Þeir geta ekki heldur leyft sér að láta einhver önnur sjónarmið, pólitísk eða persónuleg, ráða afstöðu sinni. Nauðsynlegt er að árétta þetta sérstaklega í ljósi van- hugsaðra eða afhjúpandi ummæla sumra þingmanna og ráðherra um að ákær- urnar séu liður í ein- hvers konar hug- myndafræðilegu eða pólitísku uppgjöri, eða að leikurinn sé til þess gerður að sefa reiði al- mennings. Sjónarmið af því tagi eiga að sjálf- sögðu ekki við þegar taka á ákvörðun um ákærur í refsimálum. Ákærur á slíkum for- sendum væru ekkert annað en valdníðsla. Eru meiri eða minni líkur á sakfellingu? Meginspurningin, sem ákærendur verða að taka afstöðu til við ákvörðun um ákæru, er sú hvort líkur á sakfell- ingu í dómi séu meiri en líkur á sýknu. Fyrir slíkri niðurstöðu verða að vera sterk rök. Ekki ber að gefa út ákæru til þess eins að gefa sakborningi tæki- færi til að verja sig eða til þess að at- huga hvort hugsanlega hafi verið um refsiverða háttsemi að ræða. Til- gangur ákæru hlýtur alltaf að vera sá að ná fram sakfellingu vegna tiltekins brots eða brota og að beitt verði refs- ingu eftir því sem við á. Meg- inröksemdin fyrir þessari grundvall- arreglu felst að sjálfsögðu í því að ákæra gegn einstaklingi í sakamáli er í sjálfu sér þungbær fyrir þann sem í hlut á. Í ákæruvaldinu sem slíku felst mikið vald og því ber að sjálfsögðu að beita af varúð. Þingið getur ekki afturkallað ákærurnar Reglur sakamálaréttarfars gera ráð fyrir að ákvörðun ákæru sé ekki tekin fyrr en að lokinni rannsókn máls. Þá ber ákæranda að taka ákvörðun sína og horfa bæði til þeirra atriða sem horft geta til sýknu og sektar. Vandinn við Landsdómsfyrirkomulagið er ekki síst sá, að þingið á að taka ákvörðun um ákæru áður en rannsókn eftir reglum sakamálaréttarfarsins hefst og að saksóknarinn, sem þingið kýs sam- hliða, er bundinn af ákærunni eins og hún birtist í tillögu þingsins. Hann get- ur þannig hvorki breytt ákærunni né fellt hana niður. Eftir að þingsályktun- artillaga um ákæru hefur verið sam- þykkt er ákvörðunarvald um fram- hald málsins líka komið úr höndum þingsins. Að vísu er talið að koma megi að viðbótarkæruatriðum með nýrri þingsályktunartillögu en þingið getur hins vegar ekki afturkallað málsóknina. Þetta á auðvitað að leiða til þess að þingmenn beiti ákæruvaldi sínu af sérstakri varfærni. Margvíslegar efasemdir Hér er ekki kostur á að rekja þær fjölmörgu efasemdir sem fram hafa komið síðustu daga í tilefni af ákæru- tillögunum. Þó er rétt að minna á að löggjöfin um Landsdóm hefur lengi sætt gagnrýni út frá réttaröryggis- og mannréttindasjónarmiðum. Jafn- framt hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að saknæmisskilyrði um ásetning eða stórfellt gáleysi séu fyrir hendi, að refsiheimildirnar séu nægilega skýrar og í samræmi við réttarþróun og dómaframkvæmd og loks um að unnt sé að heimfæra meinta ólögmæta háttsemi þessara tilteknu einstaklinga undir tilgreind refsiákvæði með viðhlítandi hætti. Vafa ber að túlka hinum ákærðu í hag Öll þessi atriði verða þingmenn að hafa í huga þegar þeir taka afstöðu til ákærutillagnanna. Ábyrgð þeirra og skylda felst í því að byggja afstöðu sína á vel yfirveguðum og rök- studdum forsendum í samræmi við meginsjónarmið sakamálaréttarfars og grunnhugmyndum um réttarríkið. Niðurstaðan verður að byggjast á sannfæringu um að meiri líkur séu á sakfellingu en sýknu. Verða þing- menn í því sambandi að hafa í huga að sönnunarbyrðin hvílir á ákæruvald- inu og allan vafa ber að túlka hinum ákærðu í hag. Eftir Birgi Ármannsson » Þingmenn geta ekki við ákvörðun um ákæru gert minni kröf- ur til sjálfra sín heldur en þeir gera til annarra handhafa ákæruvalds. Birgir Ármannsson Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík. Ákæruvald Alþingis og ábyrgð þingmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.