Morgunblaðið - 17.09.2010, Side 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
✝ Pétur Guðjónssonvar fæddur á Fá-
skrúðsfirði 9. júní
1916. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Sauðárkróks 10. sept-
ember 2010.
Foreldrar Péturs
voru Guðjón Jónsson,
f. 7.5. 1875, d. 8.4.
1917, og k.h., Solveig
Þorleifsdóttir, f.
23.12. 1880, d. 19.7.
1967. Systkini Péturs
voru Þorleifur, f.
1904, d. 1933; Jón, f.
1905, dó ungur; Kristinn, f. 1906,
dó ungur; Magnús, f. 1907, d. 1984;
Helga, f. 1908, lést úr berklum;
Sigurlaug, f. 1910, d. 1973; Jón, f.
1912, d. 1992; Sigríður, f. 1917, d.
2000; Hálfbróðir Péturs sammæðra
var Ingólfur Arnarsson, f. 1922, d.
2003.
Pétur kvæntist Jónu Kjart-
ansdóttur 1942 og eignuðust þau
þrjú börn: 1) Emil Helgi, f. 18.7.
1942. m. Ragna Ragnarsdóttir og
eiga þau fjögur börn, 2) Sigurrós
Pétursdóttir, f. 5.12. 1943, m. Guð-
Árnasyni. 7) Svanfríður, f. 1.11.
1961, m. Hilmar Þór Zophóníasson,
eiga þau þrjú börn. 8) Solveig, f.
22.7. 1963, m. Finnur Sigurbjörns-
son, eiga þau fjögur börn. Barna-
börn Péturs eru 37, barna-
barnabörn 48,
barnabarnabarnabörn 3.
Pétur fæddist á Fáskrúðsfirði og
ólst þar upp en hann var eins árs
gamall þegar faðir hans drukkn-
aði. Að loknu barnaskólanámi fór
Pétur til sjós aðeins fjórtán ára.
Hann flutti með móður sinni til
Siglufjarðar 1935 og vann þar í
síld. Þá var hann margar vertíðir
suður með sjó, m.a. í Sandgerði og
Njarðvík. Eftir að Pétur kynntist
Helgu fluttu þau til tengdaforeldra
hans að Hrauni í Sléttuhlíð þar sem
þau tóku við búi. Ásamt hefð-
bundnum bústörfum stundaði Pét-
ur sjómennsku bæði á árabáti sín-
um sem og stærri skipum. Árið
1981 fluttu þau til Sauðárkróks þar
sem Pétur starfaði síðan í frysti-
húsinu Skildi á Sauðárkróki þar til
hann varð sjötíu og sex ára. Eftir
andlát Helgu flutti Pétur á dval-
arheimili aldraða á Sauðárkróki
þar sem hann bjó síðustu æviár sín.
Útför Péturs fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 17. september
2010, og hefst athöfnin kl 14.
mundur Sig-
urpálsson, eiga þau
fjögur börn, 3) Sig-
urður, f. 5.12. 1944,
m. Jóna Sighvats-
dóttir og eiga þau
þrjú börn. Pétur og
Jóna slitu samvistum
1945.
Pétur kvæntist á
ný 19.10. 1951, Helgu
Jóhannsdóttur f.
12.12. 1922, d.
8.12.1996. Börn
þeirra eru 1) Ragna,
f. 19.7. 1951, m.
Magnús Þorsteinsson, eiga þau
þrjá syni. 2) Guðjón, f. 30.4. 1953,
m. Jakobína Ásgrímsdóttir, eiga
þau þrjú börn. 3) Jóhann, f. 30.4.
1953, m. Ingibjörg Ásmundsdóttir,
dætur þeirra eru tvær. 4) Rann-
veig, f. 3.11. 1954, m. Ómar Ólafs-
son, d. 4.8. 2002, eignuðust þau tvo
syni. 5) Magnús f. 20.2. 1956, m. El-
ínborg Hilmarsdóttir, eiga þau
fjögur börn. 6) Hólmfríður, f. 5.10.
1958, m. Gunnar Steingrímsson,
eiga þau þrjár dætur, fyrir átti
Hólmfríður tvö börn með Ólafi
Ekki er hægt að fylgja þér síðasta
spölinn án þess að minnast þín með
nokkrum orðum. Ég var ekki gamall
þegar ég sá þig fyrst, það var þegar
þú komst í Hofsós á haustin með féð
til slátrunar, okkur guttunum fannst
mikið til koma þegar þið komuð og við
fengum að smala síðasta spölinn í
sláturhúsið. Í minningunni fannst
okkur bændurnir skrítnir, Pétur í
Glæsibæ, Gísli í Sólvangi og hinir, þú
með sixpensarann og neftóbakið nið-
ur á höku, þið voruð kátir og skildi ég
það seinna hversvegna. Síðasti dag-
urinn þegar slúttið var, þá mættuð
þið alltaf og þá virtist gaman að vera
bóndi.
Ég kynntist þér betur þegar ég fór
að heimsækja yngstu dóttur þína, þið
Helga tókuð mér vel, þá sá ég strax
að þú varst miklu meiri sjómaður en
bóndi, mikið varstu ánægður með að
ég skyldi vera á sjó, það var svo gam-
an hjá þér þegar þú talaðir um þann
tíma þegar þú varst á sjónum, þú
minntist mikið á síldarvertíðirnar,
hversu miklu þið lönduðuð, allt gefið
upp í málum og tunnum, ég tala nú
ekki um þegar þú gafst upp í skipp-
undum, einingu sem var framandi
fyrir mér, ég gleymi aldrei þegar þú
sagðir mér frá fyrstu línuvertíðinni í
Njarðvík, ég held það hafi verið á
Villa frekar en Snarfara. Það þyrfti
ekki að bjóða neinum í dag að beita,
fara í róður og eiga svo eftir að gera
að aflanum, fletja og salta þegar í
land var komið.
Það er ótalmargt sem mig langar
að minnast en það er ekki hægt í einni
grein, ég get þó ekki látið hjá líða að
segja frá því þegar við á Hafsúlunni
og vorum að stelast í egg í Málmeynni
eitt vorið, við vorum uppí eynni þegar
þið Slétthlíðingarnir komuð á trill-
unni Gísla í Sólvangi, Kjartan á
Tjörnum og fleiri, komuð uppí eyna,
þú og Gísli sátuð fyrir okkur í trill-
unni og áttuð að varna því að við
kæmust undan, það má segja að þú
hafir viljað fórna lífinu í baráttunni
við okkur um eggin því þegar við vor-
um á leið niður tók ég háf sem við not-
uðum við eggjatökuna og miðaði hon-
um niður í bátinn, þá sagðir þú þessa
snilldarsetningu: Já, skjóttu bara ef
þú þorir. Þú hefur haldið að ég væri
með byssu allavega að sjá úr þessari
fjarlægð enda voru gleraugun þín
ekki pússuð daglega. Tilviljun, að
eiga svo eftir að verða tengdasonur
þinn.
Já, Pétur minn, það var gaman að
gleðjast með þér, það er mér líka
minnistætt þegar við vorum í sex-
tugsafmæli Helgu á króknum, þá
fórst þú ófáar ferðirnar með okkur
tengdasynina, sérstaklega man ég
eftir Ómari og Óla Árna, þú áttir þar í
felum talsverða brjóstbirtu í stóra
kassanum austan við hús. Þar geymd-
uð þið saltkjötstunnurnar o.fl. Gest-
irnir skildu ekkert af hverju við hurf-
um alltaf annað slagið. Einnig var
stórkostlegt að hafa átt með þér trillu
sem við rérum á, mér fannst þú verða
eins og unglingur eins og þú varst lík-
lega á Fáskrúðsfirði, kappsmikill og
vildir helst aldrei hætta því það var að
bíta á hjá þér.
Vonandi sigla himinfley svo þú
komist í róður af og til.
Kveðja
Finnur.
Elsku afi.
Við vorum miklir vinir og ég naut
þess mikið að dunda mér með þér og
vesenast í kringum þig allt frá því ég
man eftir mér, hvort sem það var í
sveitinni eða hjá ykkur á Króknum.
Líklega það sem ég man mest eftir, er
þegar ég var hjá ykkur á Sauðárkrók
og í hvert skipti sem það var fiskur í
matinn hjá ykkur ömmu þá fórst þú
ævinlega með mig eins og flest barna-
börnin í Bláfell að kaupa pylsu og
svala handa okkur. Lillu frænku
fannst það nú ekki jafn sniðugt og
hræddi okkur mikið með því hvernig
pylsurnar væru búnar til og bjó til
heldur óskemmtilega lýsingu á því, en
okkur var hinsvegar alveg sama og
borðuðum pylsu með bestu lyst. Í eitt
af þeim mörgu skiptum sem við rölt-
um saman í Bláfell fékk ég fullan
nammipoka af klinki og á leiðinni
sveiflaði ég pokanum til og frá á með-
an við dönsuðum eftir götunum og
röltum í Bláfell, þú varst hræddur um
að pokinn myndi gefa sig og sagðir
mér oft að passa mig og halda undir
pokann, ég hlustaði nú ekki á það og
dansaði um með pokann þar til við
vorum rétt að verða komin í Bláfell,
þá kom að sjálfsögðu gat á pokann á
miðri götunni og peningurinn útum
allt. „Þetta sagði ég,“ sagðir þú og
tíndir með mér upp peningana sem
lágu um alla götuna, en þetta var líka
það eina sem þú sagðir, þú reiddist
aldrei við mig og man ég aldrei eftir
að hafa séð þig öðruvísi en brosandi
með þitt fallega og skemmtilega glott.
Það er hægt að minnast margs með
þér, eins og jólanna sem við héldum
hjá ykkur, þau voru yndisleg og þú
naust þess í botn að hafa okkur og
stússast í kringum okkur, allt sem þú
varst beðinn um gerðirðu strax. Þú
varst alltaf duglegur að syngja
sjóaralögin fyrir mig, enda held ég
mikið uppá þau og mér fannst dásam-
legt að fá að syngja fyrir þig síðustu
dagana og spila fyrir þig lögin, þú
ljómaðir og naust þess jafnvel og ég
og við getum sungið saman áfram þó
við séum hvort á sínum staðnum.
Ég vildi að ég gæti heyrt rödd þína
og faðmað þig aftur. Ég hugsa til þín í
dag, hugsaði til þín í gær, dagana þar
á undan og alla daga.
Elsku afi, hvíldu í friði, það voru
forréttindi að vera barnabarn þitt og
Pétur Guðjónsson
✝ Einar Leifur Pét-ursson fæddist í
Reykjavík 1. mars
1925. Hann lést á
Minni-Grund í Reykja-
vík 12. september sl.
Einar var yngstur
barna Ólafíu Hólm-
fríðar Þóru Ein-
arsdóttur, cand. phil.,
kennara og kaupkonu
í Reykjavík, f. 28.8.
1894, d. 11.1. 1965, og
Péturs Lárussonar,
prentara og síðar full-
trúa á skrifstofu Al-
þingis, söngkennara og organista við
Fríkirkjuna í Reykjavík, f. 4.5. 1882, d.
12.3. 1952. Systkini Einars eru Lárus
Halldór, lögfræðingur, f. 12.1. 1918, d.
15.2. 1948, og Kirstín Dóra, húsfreyja,
f. 17.11. 1919, d. 5.11. 1993. Nátengdar
fjölskyldunni í Hofi eru Huld Gísla-
dóttir, f. 5.1. 1917, d. 7.12. 1989, og
dóttir hennar Guðbjörg Ólöf Bjarna-
skólanemi, f. 30.7. 1991; d) Bjarni
Már, nemi, f. 7.5. 1997. 2) Halldór, f.
21.4. 1960 d. 22.5. 2008. Dóttir hans
er Rakel, f. 24.11. 1990.
Einar varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1944 og cand.
jur. frá Háskóla Íslands 1949. Hann
stundaði framhaldsnám í sjórétti í
Osló 1949 til 1950. Hann starfaði sem
fulltrúi hjá sakadómaranum í
Reykjavík 1950 til 1951 og var
fulltrúi borgarstjórans í Reykjavík
frá 1953 til 1962. Héraðsdóms-
lögmannsréttindi fékk hann 1955.
Einar var skrifstofustjóri á skrif-
stofu borgarverkfræðingsins í
Reykjavík frá 1962 til 1963 og rak
eigin lögmannsstofu í Reykjavík frá
1964 til ársloka 1989. Starfaði jafn-
framt við Menntaskólann við Hamra-
hlíð um árabil við fjölritun og útgáfu
námsbóka.
Einar ólst upp í Hofi við Sól-
vallagötu og bjó þar lengst af ævi
sinnar, enda Vesturbæingur í húð og
hár.
Útför Einars fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 17. sept-
ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.
dóttir, Lóa, f. 19.4. 1942,
sem ólst upp í Hofi.
Einar kvæntist árið
1955 Kristjönu Krist-
insdóttur, f. 2.11. 1920,
d. 23.8. 1997, þau skildu.
Foreldrar hennar voru
Guðbjörg Óladóttir,
húsfreyja, f. 26.2. 1896,
d. 24.10. 1960, og Krist-
inn Jónsson, kaup-
maður á Húsavík, f.
26.6. 1895, d. 3.7. 1950.
Börn Einars og Krist-
jönu eru: 1) Ólafía f.
18.5. 1958, hjúkr-
unarfræðingur, maki Ingólfur Krist-
jánsson, verkfræðingur, f. 19.12.
1958. Börn þeirra: a) María Huld, sál-
fræðingur, f. 10.6. 1980, barn Eva
Rakel, f. 27.6. 2002; b) Einar Þór,
verkfræðingur, doktorsnemi, f. 1.5.
1982, maki Eva Dögg Guðmunds-
dóttir, f. 6.3. 1982, barn Embla, f.
31.12. 2008; c) Ingólfur Örn, mennta-
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín
var.
Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar.
Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú.
Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt.
Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn.
Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði.
Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund.
Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt.
Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín
var.
Æskunnar ómar ylja mér í dag.
(Þorsteinn Sveinsson.)
Með þökk fyrir allt og allt.
Guð geymi þig.
Þín dóttir,
Ólafía.
Tengdafaðir minn Einar Leifur Pét-
ursson úr Hofi kvaddi þennan heim sl.
sunnudagsmorgun. Þar með er stórt
skarð höggvið í fjölskylduna okkar
enda hefur Einar alla tíð verið okkur
sérlega nátengdur og á vissan hátt
miðpunktur í okkar tilveru.
Ég hitti Einar fyrst fyrir rúmum 30
árum þegar ég sem kornungur maður
fór að venja komur mínar í Hof á Sól-
vallagötunni. Einar var hreinræktaður
Vesturbæingur og hann hefur sjálfsagt
haft efasemdir um þennan drengslána
úr Austurbænum, sem gerði tilkall til
Ólafíu, dóttur hans, enda sérlega sterk
bönd milli þeirra feðginanna, nokkuð
sem ég skildi ekki að fullu fyrr en ég
eignaðist dóttur sjálfur nokkrum árum
síðar.
Hof var ekkert venjulegt heimili,
það má kannski frekar líkja því við ætt-
aróðal eða herragarð. Bæði var húsið
sjálft svo einstakt, tignarlegt og fal-
legt, fullt af sögu og minningum en það
sem meira var, Hof tengdi í áratugi
saman vini, kunningja og skyldmenni
fjölskyldunnar nær og fjær. Allra leiðir
lágu í Hof, enda var þar ótrúlega gest-
kvæmt og sjaldan dauð stund. Og
þarna var Einar Pétursson í essinu
sínu, í lifandi tengslum við fjölda
manns; annríki, stúss og snúningar í
kringum annað fólk voru honum sjálf-
sögð og ánægjuleg iðja og aldrei heyrði
ég hann telja slíkt eftir sér. Sjálfur var
Einar óvenjulega hæfileikaríkur mað-
ur. Hann var skarpgreindur, afburða
námsmaður og hafði einstaka tónlist-
argáfu. Hann gat nánast leikið á
hvaða hljóðfæri sem er og flygillinn
lék í höndunum á honum. Það var un-
un að hlusta á hann leika listir sínar á
flygilinn og ekki síður að horfa á hann
leika með þennan einkennandi létta
en jafnframt taktfasta áslátt. Hann
gat leikið „Litlu fluguna“ aftur á bak
og áfram og allt var þetta svo
áreynslulaust að það var engu líkara
en hann gæti gert þetta í svefni. Um
árabil bjó Einar á heimili okkar Ólafíu
af og til, oft mánuðum saman í senn.
Hann reyndist okkur hjónum ómet-
anlegur stuðningur auk þess sem
hann var börnunum hinn besti leik-
félagi og uppalandi. Það er enginn vafi
á að Einar hefur átt mikinn þátt í að
móta Mæju, Einar Þór, Ingólf Örn og
Bjarna okkar og veita þeim nýja lífs-
sýn sem þau hefðu aldrei fengið ann-
ars staðar. Skemmtilegar og óvæntar
uppákomur einkenndu þetta tímabil,
iðulega með Einar í miðri atburðarás
og mikið var hlegið og gantast. Það
væri efni í fjölmargar bækur ef frá
öllu ætti að segja.
Ég er honum ævinlega þakklátur
fyrir umhyggjuna, þolinmæðina og
gleðina. Ég hef alltaf dáðst að já-
kvæðu lífsviðhorfi tengdapabba og
ekki síður æðruleysi þegar eitthvað
bjátaði á. „Lífið er leikur ef maður má
vera að því að muna eftir því,“ sagði
hann oft. Fleiri heilræðum af sama
meiði gaukaði hann að mér með glettn-
um svip þegar honum fannst ástæða til
að minna mig á hin sönnu gildi lífsins.
Djúpur söknuður er mér efst í huga
á þessari stundu, en jafnframt þakk-
læti fyrir að hafa kynnst svo einstökum
manni og fá að læra af honum listina að
lifa lífinu lifandi.
Ingólfur Kristjánsson.
Mig langar til að minnast afa míns
Einars Leifs Péturssonar í nokkrum
orðum því hann var einstaklega þýð-
ingarmikill maður í mínu lífi. Allir sem
þekktu afa vita að hann var einstaklega
barngóður, og með sinni gríðarlegu
þolinmæði, óeigingirni og hógværð
hafði hann alla þá mannkosti sem hægt
var að óska sér í afa.
Þegar ég rifja upp æsku mína er
tvennt sem stendur sérstaklega uppúr;
í fyrsta lagi hvað við fjölskyldan vorum
mikið á ferðinni og fluttum oft. Í öðru
lagi er það hann afi minn Einar og vin-
átta mín við hann. Þegar ég var lítill
polli á Akureyri bjó afi oft hjá okkur
lengi í senn, jafnvel fleiri mánuði í einu
þar sem við lékum saman daglega. Á
sumrin vakti ég hann á morgnana til að
geta byrjað sem fyrst að spila Kribba
eða Yatzy. Ef það var fótboltaæfing hjá
mér, fylgdi hann mér út á KA-völl og
beið meðan á æfingunni stóð og fylgdi
mér svo heim aftur, oft með viðkomu í
sjoppunni í miðbænum. Aldrei sagði
hann nei, aldrei kvartaði hann og aldrei
skammaði hann mig þótt ég ætti það
nú örugglega oft skilið. Þegar við síðan
fluttum til Reykjavíkur áttum við
margar góðar stundir saman. Bæði
þegar hann bjó hjá okkur í Hraunbæn-
um sem og í ótal bæjarferðum okkar.
Þar kynntumst við m.a. eiganda gömlu
nammibúðarinnar á horni Skólavörðu-
stígs og Laugavegar afar vel, svo vel að
þegar afi rakst á hann fyrir nokkrum
árum spurði hann sérstaklega um
„strákinn sem var alltaf með honum“.
Ekki skrýtið að hann hafi stundum
kallað mig „hakkavélina“.
Þegar við fluttum til Danmerkur
kom afi alltaf til okkar um jólin og bjó
hjá okkur fram á vor. Eins og alltaf
eyddum við miklum tíma saman. Við
spiluðum og spjölluðum um lífið og til-
veruna og hann sagði mér sögur úr
Reykjavík, úr Hofi, af ömmu, mömmu,
frænkunum í Ameríku og „Lóunum“. Í
spilum kenndi hann mér að viðurkenna
(bekenna) alltaf lit, muna að taka að of-
an þegar aðrir gefa og svindla ekki. Ef
hann tapaði þá sagði hann ævinlega að
það væri vegna þess að ég hefði „gefið
illa og væri illa gefinn“ og brosti út í
annað.
Alltaf var hann hjálpsamur og að-
stoðaði mig m.a. við lærdóminn og sér í
lagi dönskulesturinn. Oftar en ekki
þurfti ég þó hjálp frá mömmu eða
pabba við að skilja íslensku þýðingu afa
á dönsku orðunum, þar sem hann átti
það til að nota gömul (og jafnvel forn-
eskjuleg) íslensk orð við þýðingarnar.
Í stuttu máli má segja að hann hafi
verið mér meira en „bara“ afi. Allt frá
því að ég var lítill strákur hefur hann
verið minn besti leikfélagi og trúnaðar-
vinur. Fyrir það er ég afar þakklátur.
Það er því með miklum söknuði að ég
kveð nafna minn og vin Einar Leif Pét-
ursson.
Einar Þór Ingólfsson.
Elsku afi minn. Það er erfitt að horf-
ast í augu við að manneskja sem hefur
verið mér svo afar mikilvæg sé farin
frá okkur. Þú ert eins mikill „afi“ og
hægt er að vera. Í ófá skipti brölluðum
við eitthvað saman eins og við orðuðum
það. Að bralla fól t.d. í sér að rölta út í
sjoppu í Smørum að kaupa nammi í
tonnatali og láta mömmu alls ekki vita.
Það er mér ógleymanlegt þegar ég
var búinn að segja öllum vinum mínum
í götunni frá því að nú ætluðum við afi
sko út í sjoppu að kaupa nammi. Þér
þótti ekki tiltökumál að hafa allan
strákahópinn með og kaupa nammi
fyrir okkur alla. Þú varst ekki búinn að
vera hjá okkur nema í nokkra daga
þegar sjoppueigandinn var farinn að
heilsa okkur eins og við værum hans
nánustu. Enda var það kannski ekkert
skrítið, því það var einmitt þar sem ég
kynnti þig með orðunum: „Det er min
morfar, han er gammel.“ Þú hafðir svo
einstaklega gaman af þessari sögu og
sagðir mér hana margoft, hlóst síðan
og klappaðir mér á öxlina.
Þú varst svo hæfileikaríkur, elsku afi
minn, og fólk sem þekkti þig mun alltaf
muna eftir einstökum persónuleika
þínum. Þú smitaðir frá þér gleði og
Einar Leifur Pétursson