Morgunblaðið - 17.09.2010, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
Hann var fróður um alla tónlist og
hafði sínar skoðanir á hlutunum.
Margar voru ferðirnar austur fyrir
fjall að líta eftir Skerplu, hestinum
hans. Þá glaðnaði yfirleitt yfir Baldri,
hann var kominn í annan heim og þá
sá maður svo vel sveitastrákinn í hon-
um. Hann naut sín í náttúrunni innan
um dýrin og það var unun að sjá hvað
hann naut þess að vera í sveitinni.
Þetta gaf honum svo mikinn sálar-
kraft á meðan hann gat ferðast þetta á
milli, einnig sá maður hvað hrossið tók
iðulega vel á móti honum. Þetta voru
fagnaðarfundir.
Hefðin fyrir skötu byrjaði þegar
Baldur kom í fjölskylduna. Það var
alltaf tilhlökkun hjá Baldri að fá
skötuveislu á Þorláksmessu. Þá kom
fjölskyldan saman og var þetta byrjun
jólahátíðarinnar. Með hverju ári
komu alltaf fleiri og fleiri í hópinn og í
dag er þetta orðin ómissandi hefð hjá
okkur, ekki síst vegna áhrifa Baldurs.
Á aðfangadagskvöld var fastur liður
að Gunna og Baldur væru hjá okkur,
þegar þau voru á landinu. Á gamlárs-
kvöld borðuðum við alltaf saman og
nutum flugeldanna í Garðabænum.
Þetta var skemmtilegur tími og eigum
við margar góðar minningar frá þess-
um tíma.
Ávallt var gaman að koma til þeirra
Gunnu og Baldurs á Vesturbrún þar
sem þau tóku vel á móti okkur og við
fundum þeirra hlýhug til okkar. Við
þökkum Baldri fyrir allt það sem hann
hefur kennt okkur og var það okkur
dýrmæt gjöf.
Þar sem Baldur var mikið skáld og
ljóðaunnandi, skrifaði hann ljóð sem
við höfum notað í okkar námi og er
okkur kært:
Hausti fylgir vetur
með vályndi og snjó.
Síðan lifnar vorið
með söngfugl í mó.
Seint kemur sumar
en kemur þó.
(Baldur Pálmason)
Biðjum algóðan guð að varðveita
hann.
Ingólfur, Guðrún Sigríður
og Páll Ólaf.
Í dag er kvaddur mætur maður,
Baldur Pálmason, og hugurinn
hvarflar aftur til löngu liðins tíma.
Baldur og Þórhallur, faðir minn
heitinn, voru skólabræður og góðir
vinir. Leiðir þeirra lágu saman í
Verslunarskóla Íslands og útskrif-
uðust báðir þaðan vorið 1938. Þeir
félagarnir voru um margt ólíkir
menn enda bentu hæfileikar þeirra
hvorum um sig inn á ólíkar brautir.
Að námi loknu fyrir margt löngu,
enn ungir og ólofaðir, lögðu þeir vin-
irnir saman upp í langferð um Vest-
firði. Frá þeirri ferð áttu báðir góðar
minningar. Í afmælisgrein til föður
míns í janúar 1980 segir Baldur frá
gönguferðinni á sinn hljómþýða og
ljóðræna frásagnarmáta. „Betra
miklu þykir mér en ekki að hafa þó
farið eina langferð um ævina fót-
gangandi með bakpoka um heiðar-
vegi og hálsa, firði og dali vors fagra
lands“. Í leiðarlýsingu Baldurs hefur
ferðin legið frá Kollabúðum yfir
Þorskafjarðarheiðina til Arngerð-
areyrar, þaðan yfir í Dýrafjörð og
loks yfir heiðarhálsana til Patreks-
fjarðar. Hygg ég að fræknustu
göngugörpum í dag þyki þetta bara
dágóður spotti. Segir hann það ekki
hafa brugðist að heimamenn segðu
þann og þann hálsinn eða heiðina
vera farna á u.þ.b. helmingi skemmri
tíma en reyndist vera og gengu þeir
félagarnir þó fullum fetum. Góðar
viðtökur fengu þeir hjá frændfólki
beggja bæði á Þingeyri og Sveins-
eyri. Sá vinskapur sem grunnur
hafði verið lagður að á unglingsárun-
um hélst eftir að Guðný Sesselja og
móðir mín, Guðríður Ingibjörg,
komu til sögunnar og var glatt á
hjalla þegar komið var saman.
Báðir höfðu þeir Baldur og faðir
minn mikið yndi af taflmennsku og
voru klúbbfélagar í áratugi og hafa
án efa báðir oft orðið fyrir barðinu á
harðskeyttum leikjum hvor annars.
En báðir voru þeir bjartsýnismenn í
skákinni sem og í lífinu og gengu
ódeigir og sigurreifir að næstu skák.
Ég var svo lánsöm að sækja píanó-
tíma í sama húsi og Baldur og Sissa
bjuggu í á Egilsgötunni. Alltaf var
jafn gott að koma til þeirra hvort
sem var fyrir eða eftir tímana. Sissa
fylgdist vel með því hvernig námið
sóttist og hvatti mig til dáða og veit
ég að ég bý að því í dag.
Blessuð sé minning þeirra
hjónanna Baldurs og Sissu.
Þórunn Þórhallsdóttir.
Hrifning er fyrirbæri sem ekki er
alltaf auðvelt að skilgreina, enda oft
og tíðum fremur huglægt fyrirbæri
en hlutlægt. Baldur Pálmason var
hrifnilykill minn að Ríkisútvarpinu
upp úr miðri síðustu öld. Barnatím-
arnir hans höfðu forgang í þéttskip-
aðri leikjadagskrá drenghnokka í
Reykholtsdalnum, og þegar þættirn-
ir voru sendir út var öllu öðru slegið
á frest. Slíkur var máttur þessa
raddfagra manns.
Með hálfum huga var bréf sent í
barnatímann, ferðasaga nokkurra
stráka úr dalnum sem hjólriðu í
Surtshelli. Mér var lengi strítt á því
að aðalatriði frásagnarinnar var hve
oft við hituðum kakó á leiðinni. Bald-
ur las þetta eins og allt annað með
sinni hljómþýðu rödd, og var ekkert
að fækka kakófrásögnunum. Ég og
bræður mínir hlustuðum af athygli,
Ríkisútvarpið hafði eignast einlæg-
an aðdáanda.
Löngu síðar hitti ég goðsögnina
Baldur Pálmason. Með lotningu
heilsaði ég honum á námskeiði í dag-
skrárgerð í útvarpinu árið 1977, og
hann uppfyllti svo sannarlega vænt-
ingar mínar. Prúðmenni og raungóð-
ur vinur. Upp frá þessu leitaði ég oft
til hans, m.a. til þess að fá álit hans á
einhverjum skringilegum hugmynd-
um mínum um heiti á þáttum sem ég
stjórnaði. Ég man að „Fjölþing“
fannst honum dálítið framandi, en
leyfði þó, en Stiklunafnið féll honum
vel í geð. Í þeim þætti, sem var með
blönduðu efni, voru hlustendur
beðnir um að botna fyrripart sem
Borgfirðingurinn Páll Bergþórsson
lét mér í té, og með okkur í dóm-
nefnd fékk ég engan annan en átrún-
aðargoð mitt frá fyrri tíð, Baldur
Pálmason. Samstarf okkar þriggja
var með miklum ágætum, ekki síst
vegna ljúfmennsku þeirra félaga og
vandaðra vinnubragða við val á
botnum til flutnings í þættinum.
Fyrir það er ég þakklátur, það er
ég og fyrir þau góðu ár sem ég átti
samstarf við Baldur í Ríkisútvarp-
inu.
Blessuð sé minning góðs drengs.
Óli H. Þórðarson.
Við fráfall Baldurs Pálmasonar
kemur margt upp í hugann. Í fyrsta
lagi rödd hans í barnatímanum forð-
um, og síðar ýmislegt efni bók-
menntakyns, ætlað fullorðnum. Svo
gerðist það að ég kynntist honum
persónulega þegar ég kornungur
varð þulur við Ríkisútvarpið. Baldur
starfaði á dagskrárdeildinni og var
ritstjóri dagskrár, sá um að búa dag-
skrána í hendur þulum. Þá urðu
samskipti okkar náin, og enn frekar
síðar þegar ég fór að vinna við dag-
skrárstjórn. Þá annaðist Baldur um
kvöldvökurnar, tók saman dagskrár-
þætti og las ýmislegt efni.
Baldur Pálmason var einhver
gagnvandaðasti maður sem ég hef
kynnst. Enginn þurfti að draga heil-
indi hans í efa. Hitt er annað mál að
ekki féll öllum viðhorf hans í geð,
fremur en gerist um skapfestumenn.
Hann var þannig býsna ósveigjan-
legur þegar kom að meðferð íslensks
máls í útvarpi. Hann var málvönd-
unarmaður í gömlum og góðum stíl.
Menningarhlutverk útvarpsins var
alveg skýrt fyrir honum. Einn þátt-
ur þess, og ekki sá veigaminnsti, var
sá að allir sem komu fram í dag-
skránni vönduðu jafnt málfar sitt
sem flutning. Virðingin fyrir starf-
inu, stofnuninni og umfram allt
hlustendum var það mið sem við
skyldum ætíð hafa fyrir augum. Mér
fannst afstaða Baldurs afar heil-
brigð þótt hún væri nokkuð ströng,
og hefur það mat styrkst eftir því
sem tímar líða, svo mjög sem hefur
slaknað á þeim málfarskröfum sem
áður tíðkuðust í fjölmiðlum.
Baldur vildi hlynna að íslenskri
alþýðumenningu, ræktaði samband
við skáld og fræðimenn og sá til
þess að þeirra framlag væri ekki
fyrir borð borið. Hann bar líka
kirkju og kristni fyrir brjósti og lét
ekki á sig fá þótt ýmsir ömuðust við
boðskap af því tagi í dagskrá út-
varpsins. Baldur var ekki þess hátt-
ar maður að hann sveigðist eins og
strá í vindsveipum tísku og tíðar-
anda. Hann var trúr sjálfum sér.
Baldur átti ýmis áhugamál sem
ég bar lítt skyn á, eins og skák og
hestamennsku. Það sem tengdi
okkur saman voru fyrst og fremst
bókmenntirnar. Hann unni skáld-
skap, ekki síst ljóðum, og eru til í
safni útvarpsins ýmsir góðir ljóða-
þættir sem hann tók saman. Hann
orti líka sjálfur, gaf út tvær bækur
frumortra ljóða og eina með ljóða-
þýðingum. Meðal þýðinganna eru
söngtextar eins og Alparós (Edel-
weiss) úr Sound of Music sem flestir
þekkja. Frumortu ljóðin sýna
manninn að baki ljóðanna, þar má
kynnast heillyndi hans og mann-
eskjulegum viðbrögðum við lífinu
og tíðindum heimsins.
Baldur Pálmason hætti störfum
hjá Ríkisútvarpinu fyrir tæplega
þrem áratugum og kom sjaldan í
húsakynni stofnunarinnar eftir það.
Fyrir nokkrum árum bauð ég hon-
um að gleðjast með mér á afmæl-
isdegi. Hann var þá orðinn lasburða
og kom ekki en sendi fallega kveðju.
– Við leiðarlok kveð ég vin og starfs-
félaga með heilli þökk fyrir okkar
löngu og góðu kynni. Það er í anda
hans að láta fylgja þá ósk að Rík-
isútvarpið megi alltaf leggja rækt
við þau menningarverðmæti sem
honum voru hugleikin. Hann hvíli í
friði.
Gunnar Stefánsson.
hennar opnaðist fyrir foreldralausri
bróðurdóttur.
Á miðjum aldri fann hún sér svo
lífsförunaut í rósabóndanum Birni og
settist að í Hveragerði. Þar hélt hún
áfram að mennta ungar stúlkur í
heimilisfræðum.
Og fólkið við beðinn hennar Ben-
nýjar signir yfir og gengur hljóðlega
brott.
Falleg og sjálfstæð kona hefur
kvatt þennan heim í fullvissu þess að
hún væri lögð í för til móts við foreldra
sína og frændfólk.
Sterk kona, sem gaf líf sitt til þjón-
ustu fyrir aðra. Kona, sem þekkti fá-
tækt og veikindi samferðafólks síns,
kona, sem lét sér annt um náungann
og mælti sín síðustu orð til prestsins.
Ég trúi.
Dröfn og Arthur Farestveit.
Móðursystir mín Jóhanna Benný
Sigurðardóttir er fallin frá á áttugasta
og þriðja aldursári. Benný frænka,
einsog hún var alltaf kölluð, var aðeins
tveimur árum eldri en móðir mín en
þær voru yngstu börn ömmu Stein-
varar og afa Sigurðar og var töluverð-
ur aldursmunur á þeim systkinum.
Þetta gerði það að verkum að þær
systur voru alltaf samrýmdar og
fylgdust mikið að. Benný frænka
eignaðist ekki börn sjálf en ættleiddi
frænku okkar hana Sigríði Pálma-
dóttur þegar foreldrar hennar féllu
frá en hún var bróðurdóttir hennar.
Þó Benný hafi ekki fætt börn þá má
segja að hún hafi átt stóran hlut í öll-
um systkinabörnum sínum en þau eru
15 talsins. Ég veit af afspurn að með-
ganga og fæðing mín gekk töluvert
nærri móður minni en þar studdi
Benný frænka hana mikið og kom t.d.
á hverjum degi eftir fæðingu mína til
að hjálpa til við strákinn sem þótti í of-
análag dálítið veiklulegur. Það er lík-
lega á þessum tímapunkti sem hún
hefur ákveðið að ofan í þennan strák
skyldi hollur matur og næring fara.
Benný frænka lærði hússtjórnar-
fræði og vann lengst af ævi sinni við að
kenna verðandi hússtjórnarkennur-
um og seinna meir æsku Hveragerðis
helstu leyndardóma matseldar og
ekki síst borð- og mannasiði sem voru
af mjög takmörkuðum skammti hjá
þessu unga fólki að hennar sögn. Ég
hef alltaf sagt að það hafi fjórir aðilar
komið að uppeldi mínu og kannski
ekki veitt af. Það voru auðvitað for-
eldrar mínar og svo Benný frænka og
hennar maður Björn Sigurðsson, en
hjá þeim dvaldi ég mjög oft alveg frá
því að ég man eftir mér. Ég var hænd-
ur að Benný frænku og þótti mjög
vænt um hana. Ég sótti alltaf í það að
vera hjá Benný frænku og þannig var
ég flest sumur í einhvern tíma hjá
þeim hjónum sem og í jóla- og
páskafríum. Ég vil leyfa mér að halda
það að þau skötuhjú Benný og Björn
hafi einnig haft einhverja ánægju af
þessum stöðuga ágangi mínum.
Það er deginum ljósara að ég hafði
gott af samneyti mínu við þau og
braggaðist vel hjá Benný. Benný
frænka var falleg og glæsileg kona.
Hún valdi sér mann við hæfi sem hún
elskaði þó svo að þau hjón væru ekki
alltaf sammála en mér fannst ástin
alltaf skína í gegn öll þessi ár. Hún
sagði líka að hún hefði aldrei tekið
Björn sem sinn eiginmann hefði hann
ekki verið þessi myndarlegi sjarmör.
Björn andaðist nú á vormánuðum á
nítugasta aldursári og Benný sagði
mér að hún saknaði hans töluvert. Nú
eru þessi heiðurshjón sameinuð á ný
og ég veit að það eru gleðilegir sam-
fundir hjá þeim. Ég þakka þér alla
velvild í minn garð og barna minna en
þú varst alltaf höfðingleg og stórtæk
þegar við áttum í hlut.
Með bestu kveðju, þinn,
Jóhann.
Elskuleg vinkona, Benný Sigurðar-
dóttir, lést á Landspítalanum 4. sept.
sl. Hún var fædd og uppalin á
Hvammstanga og gekk þar í barna-
og unglingaskóla. Seinna stundaði
hún nám við Kvennaskólann á
Blönduósi og Hússtjórnarskólann í
Reykjavík og kenndi síðan í mörg ár
við þá skóla og víðar. Hún giftist Birni
Sigurðssyni, garðyrkjumanni í
Hveragerði, og þar stóð glæsilegt
heimili þeirra uns þau fluttu til
Reykjavíkur og bjuggu um sig á
Skúlagötu 40.
Ekki löngu eftir að Benný flutti til
Hveragerðis leitaði ég til hennar og
bað hana um að taka að sér kennslu í
heimilisfræðum við Barna- og gagn-
fræðaskólann. Hún lét til leiðast og
var eftir það fastur kennari við skól-
ann í ein 20 ár, eða til vorsins 1995 að
hún fór á eftirlaun. Síðustu árin var
hún við grunnskólann. Í starfi sínu
stóð hún sig afbragðs vel. Hún lét
skoðanir sínar óhikað í ljós og krafðist
þess að kennsluaðstaðan í heimilis-
fræðunum yrði stórbætt. Enda leið
ekki á löngu að yfirvöldin sæju að sér.
Útikennslustofa var keypt og flutt á
skólalóðina þar sem Benný undi sér
vel næstu árin. Nemendurnir kunnu
líka vel að meta þægilega framkomu
hennar og þeir komust ekki hjá því að
læra hjá henni, bæði bóklega og verk-
lega matreiðslu, þrif og hreinlæti og
umgengni við fólk, dauða hluti og lif-
andi náttúru. Því Benný var góður
kennari sem hreif börnin með sér við
að leysa hin margvíslegustu verkefni
heimilisfræðinnar.
Samgangur á milli heimila okkar
var allmikill á Hveragerðisárunum.
Við Björn vorum Lionsfélagar og
Benný og Ásdís, kona mín, voru fljót-
ar að stofna saumaklúbb með vinkon-
um sínum, þeim Hildi Blöndal, konu
Stebba Magg í Trésmiðjunni, Jónu
hans Jóns Helga, Guðrúnu læknisins
(konu Hannesar), Ragnhildi, konu
Þráins (bróður Björns) og Öldu, konu
Péturs Þórðar, en hún rak Gistiheim-
ilið Sólbakka í mörg ár. Saumaklúbbs-
fundirnir voru einu sinni í mánuði og
haldnir til skiptis á heimilum
kvennanna. Í hvert skipti var veislu-
matur á borðum og þegar eitthvað
stóð til, t.d. afmæli eða einhver önnur
hátíðabrigði, var eiginmönnunum,
þessum elskum, boðið inn í restina.
Hópurinn var samheldinn og fylgdist
að á Listamannaböll, árshátíðir Lions
og annan gleðskap og þá buðu þau
Björn og Benný hópnum gjarnan
heim til sín á undan til að ræða málin.
Benný var glæsileg á velli hvar sem
hún fór. Hún klæddist fallegum fötum
og viðmót hennar og öll framkoma
lýsti góðmennsku og glaðlyndi. Gest-
risni var henni í blóð borin.
Hvenær sem hús voru tekin á þeim
hjónum var tekið á móti gestunum
opnum örmum, þeir leiddir til stofu og
Benný bar fram góðar veitingar á
svipstundu. Hún var alltaf viðbúin
hinu óvænta. Því hafði hún vanist á
bernskuárunum á Hvammstanga, að
heimamenn og aðkomufólk þurfti á
þjónustu kaupmannsins, föður henn-
ar, að halda og það á stundinni, hvort
sem heimsóknin var gerð á nóttu eða
degi.
Við Ragnhildur sendum Sigríði og
Sigrúnu, fjölskyldum þeirra og öðrum
ættingjum og vinum okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Valgarð Runólfsson.
Fleiri minningargreinar
um Benný Sigurðardóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝
Okkar elskulegi eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur, bróðir, mágur og frændi,
HERBERT JÓN HJÖRLEIFSSON,
Teigarhorni,
lést af veikindum sínum mánudaginn 30. ágúst.
Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Færum við þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á
Selfossi og einnig til líknardeildarinnar í Kópavogi.
Jónína Ingvarsdóttir,
Hrafna Hanna E. Herbertsdóttir,
Soffía Anna H. Herbertsdóttir, Björn Hafsteinsson,
Hjörleifur Yngi Herbertsson,
Nikulás Úlfur K. Herbertsson,
Helena Hilmisdóttir, Hjörleifur Herbertsson,
Katrín Hjörleifsdóttir, Sigurður Benediktsson,
Róbert Hjörleifsson, Katla Sigurbjörnsdóttir
og frændsystkini.
✝
Okkar ástkæra,
SIGRÚN PÁLÍNA VIKTORSDÓTTIR
verslunarmaður,
Sóltúni 16,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn
14. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Viktoría Bryndís Viktorsdóttir,
Haukur A. Viktorsson, Gyða Jóhannsdóttir,
Jóhann Árni Helgason, Þóra Einarsdóttir
og fjölskylda,
Jón Ari Helgason, Ingibjörg Þóra Sæmundsdóttir
og fjölskylda.