Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 32

Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 Motivo Selfossi - Sósuskál á tilboðsverði kr. 4.990 Afmælisgjafir, brúðargjafir og gjafir handa þér. Motivo, Austurvegi 9, Selfossi, s. 482-1700, www.motivo.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Þjónusta Smíða- og parketlagnaþjónusta Fagmenn að verki. Uppl. í síma 897 1961 Dýrahald Einstakir Labrador hvolpar Ættb. HRFÍ. Örm. Heilsufsk. Uppl. í s. 695 9597. Gisting AKUREYRI Höfum til leigu 50, 85 og 140 m² sumarhús 5 km frá Akureyri, öll með heitum potti og flottu útsýni yfir Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir á Akureyri. www.orlofshus.is, Leó, s: 897- 5300. Veiði HAGLASKOT - Haglaskot fyrir leirdúfur, sjófugl, rjúpu, önd og gæs. Topp gæði - botn verð. Sportvörugerðin sími 660-8383. www.sportveidi.is Bílar FORD EDGE SEL PLUS 4X4 4/2007 ekinn 70 þús. km. Lúxus millistærðar jeppi með öllum búnaði. Mjög vel með farinn. Verð aðeins 4.900 þús. www.sparibill.is Fiskislóð 16 - sími 577 3344. Atvinnuhúsnæði 120 m² ferðaþjónustuh. til sölu eða LEIGU Til sölu eða leigu 120 m² hús á 4000 m² lóð, áður Kaffi Grinda- vík, gæti einnig hentað sem sumar- hús, verslun, aðstöðuh. eða m.fl. Við húsið er 300 m² sólpallur. Hús sem er auðvelt að flytja. Gott verð. Uppl. í s. 897 6302 Fellihýsi Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og fleira í upphituðu rými. Gott verð. S: 899 7012. E-mail solbakki.311@gmail.com. Geymslur Vetrargeymslur: ,,Geymdu gullin þín í Gónhól”. Pöntun í s. 771 1936 - gonholl.is Verslun Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl HONDA CBR 900 FIREBLADE '93 Nýlega uppgerð Honda Fireblade '93 til sölu. Ekin 8.300 mílur, lokafrá- gangur eftir. Verð 400 þ. Uppl. 659-2805. OPEL ASTRA ÁRG. '99 EK. 203 ÞÚS. KM. Opel Astra ´99, sjálf- skiptur, nýskoðaður, vetrard. Fallegur og góður bíll, ný tímareim. Verð 370 þúsund staðgreitt. Upplýsingar í síma 820 4640. Mótorhjól ✝ Ívar Örn Guð-mundsson fæddist í Reykjavík 25. mars 1976. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 12. september 2010. Foreldrar hans eru Guðmundur Gíslason fv. kaup- félagsstjóri, f. 21. september 1950, og Nína Björnsdóttir hjúkrunarfræð- ingur, f. 4. júní 1949. Systkini hans eru 1) Ingvar Mar f. 29. mars 1972, d. 1. apríl 1972, 2) Gunnar Freyr f. 11. mars 1974, kvæntur Helmu Rut Ein- arsdóttur, þeirra börn eru María Nína og Aron Atli, 3) Björn Óli f. Ívar Örn greindist með vöðva- rýrnun 6 ára en fór í hjólastól 12 ára gamall. Hann vann nokkur sumur í Vinnuskóla Kópavogs þar sem hann dró sérsmíðaða kerru á raf- magnshjólastólnum. Síðar vann hann í Örva, seinna á Hæfing- arstöðinni í Fannborg við tölvu- vinnslu og nú síðast á Hæfing- arstöðinni að Dalvegi sem ritstjóri fréttablaðs. Ívar var mik- ill áhugamaður um íþróttir. Hann æfði boccia í meira en 20 ár hjá ÍFR og vann marga titla bæði inn- an- og utanlands, einnig stundaði hann skáklistina af krafti og keppti í þeirri grein. Lengi fram- an af var hann á sumrin í Reykja- dal í sumardvöl fyrir fötluð börn og unglinga. Hann stundaði söng af kappi og ferðaðist mikið bæði innan- og utanlands. Jarðarför Ívars Arnar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 17. sept- ember 2010, og hefst athöfnin kl. 13. 4. júní 1980, kvænt- ur Ingibjörgu Ösp Sigurjónsdóttur, synir þeirra eru Sigurjón Elmar og Jörundur Elí, 4) Hildur Inga Rós f. 6. ágúst 1982, gift Jak- ob Rós Raffnsøe. Ívar ólst upp á Stöðvarfirði fyrstu 8 árin en þá flutti fjölskyldan í Kópa- vog. Síðar flutti Ív- ar á sambýlið við Marbakka sem er í sömu götu og æskuheimili hans. Hann var fyrst í barnaskól- anum á Stöðvarfirði, fór síðan í Hlíðaskóla og eftir það í tölvu- fræði við Iðnskólann í Reykjavík. Síðar stundaði hann nám við Fjöl- mennt. Elsku Ívar minn. Mér finnst það svo ótrúlegt að þú sért horfinn á braut, en hugga mig við að þið bræður, þú og Ingvar, séuð saman. Ég trúi því að hann hafi tekið á móti þér. Það hefur alltaf verið mikill kraftur í þér, allt vildir þú prófa. Þú klifraðir upp á vinnupalla tveggja ára, hjólaðir út í sjó sjö ára, keyrðir einn niður á strönd og festir stólinn tólf ára og skaust upp á Snæfellsjökul sautján ára. Þú varst svo oft týndur og ég var alltaf að leita að þér, enda ævintýra- gjarn með eindæmum. Þú varst svo góður og ástríkur son- ur, svo einstakur og jákvæður þó erf- iður sjúkdómur væri að hrjá þig. Þú þorðir að lifa lífinu lifandi hvern ein- asta dag. Þú vildir vera frjáls og gera það sem þig langaði til. Ég sakna þín svo mikið, elsku drengurinn minn. Þín mamma. Elsku Ívar, við viljum þakka þér innilega fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Þú naust ávallt frelsis sem var þér svo mikilvægt og nú hefurðu flogið til himins á vit nýrra ævintýra. Líklega ertu í fótbolta sem þú naust svo að horfa á, pæla í og þig langaði svo mikið til að spila. Þitt himnaríki skilgreind- irðu að hluta til sem iðjagrænan fót- boltavöll. Það kom því ekki á óvart að þitt fyrsta verk eftir að þú kvaddir þennan heim var að taka þátt í kveðju- leik þínum þegar Blikarnir heiðruðu þig sérstaklega og náðu toppsætinu. Þú hefur með þinni fallegu lífssýn kennt okkur að njóta hvers dags til hins ýtrasta. Bjartsýni, gleði og ham- ingja var þér svo eðlislæg að eftir var tekið. Enda geislaðir þú af öllum þeim eiginleikum þegar þú einbeittir þér að jákvæðu hliðum lífsins og settir erf- iðleikana til hliðar. Þú naust þess að taka þátt í ýmiss konar félagsstarfi og varst einmitt fyr- ir stuttu að ákveða að í vetur ætlaðirðu að leggja stunda á boccia, skák, keilu og söng fyrir utan þína daglegu vinnu. Einnig hafðir þú sett markið á að fara á Ólympíuleikana og taka þar þátt í boccia sem þú hefur stundað svo far- sællega. Þú hafðir unnið fleiri mót og titla en við getum talið, þar á meðal Ís- lands- og Norðurlandameistaratitla og örugglega unnið fleiri verðlaunapen- inga og bikara en við hin systkinin til samans. Þú hafðir óendanlegan áhuga á fót- bolta og gast alls ekki misst af leik með Blikunum á sumrin jafnvel þó leikið væri fjarri Kópavogi. Einnig mættirðu á flesta landsleiki í fótbolta og hand- bolta. Þú varst jafnframt mikill áhuga- maður um enska boltann og fylgdist með leikjum Liverpool sem var þitt lið. Saman fórum við á Anfield fyrir nokkrum árum en það var toppurinn á tilverunni, sem skín svo greinilega í gegn á myndinni hér að ofan. Að sjálf- sögðu fór leikurinn eins og þú spáðir, Liverpool vann og Owen skoraði bæði mörkin. Síðar fórstu á Stanford Bridge og sást Eið Smára spila með Chelsea og saman fórum við bræðurnir svo á Upton Park og sáum West Ham. Þú varst staðráðinn í því að fara aftur á Anfield og það hefði þér án efa tekist, slík var þín ákveðni og bjartsýni. Við minnumst þess hversu vel þú naust þess að vera í góðra vina hópi þar sem skemmtanagildið var í háveg- um haft. Þú varst einnig mikill for- sprakki í skipulagningu ýmissa mannamóta og ferða. Þar gilti einu hvort það voru jólaboð, bíó-, fótbolta-, bústaða- eða tónleikaferðir, þú mættir ávallt fyrstur og fórst síðastur. Fyrir allar þessar ferðir viljum við þakka þér og höfum þess vegna ákveðið að halda þeim áfram í þinni minningu. Einnig höfum við stofnað minningarsjóð um þig til styrktar öðrum íbúum á sam- býlinu við Marbakka, til skemmtiferða í þínum anda. Þitt síðasta verk var ein- mitt að skipuleggja skemmtilegan laugardag fyrir alla íbúa sambýlisins. Farið var í bíó, út að borða og í kjölfar- ið á dansgólfið á uppáhalds skemmti- staðnum þínum, með hljómsveit sem fyllti húsið. Þar varstu á toppi tilver- unnar. Þú hefur snert hjörtu svo margra sem verður arfleið þín hin mesta. Gunnar Freyr. Elsku Ívar, við viljum þakka þér innilega fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Söngáhugi þinn var mikill og þú nýttir hvert tækifæri sem gafst til að syngja fyrir okkur og einnig fyrir alla þjóðina þegar þú tókst þátt í Idolinu. Það gerðirðu í tvígang og söngst uppá- halds lögin þín Draum um Nínu og Vegbúann í áheyrnarprufum. Þegar þú sagðir svo með bros á vör að þú ætl- aðir að syngja Fatlafól datt andlitið af dómnefndinni og Bubbi sagði „Garg- andi snilld – þú ert maður með húmor“ og að laginu loknu bætti hann við „Þú ert búinn að sýna að þú ert ekki bara húmoristi heldur hefur líka mikinn karakter, kraft og dugnað og ef ég væri með hatt og hárkollu mundi ég taka hvort tveggja ofan fyrir þér, þakka þér innilega fyrir mig“. Þessi orð Bubba voru þér mjög hjartfólgin og þú varst stoltur yfir því að koma fram í sjónvarpi. Þar slóst þú í gegn og snertir alla þjóðina með þinni óþrjót- andi jákvæðni, húmor og áræði. Í kjölfarið var tekið viðtal við þig í Séð og Heyrt þar sem þú varst nefnd- ur Húmoristi í hjólastól og spurður út í lífið og tilveruna. Þar kom m.a. fram þegar þú varst spurður um heimilið þitt: „Hér er gott að vera, friðsælt og gott starfsfólk sem er annt um mann“ og varðandi veikindin sagðirðu: „Það þýðir samt ekki að gefast upp. Ég hef það ágætt og kvarta ekki. Ég er lífs- glaður og bjartsýnn að eðlisfari og það hjálpar auðvitað mikið. Það þýðir ekk- ert annað en að líta á björtu hliðarnar í lífinu. Ég get alla vega talað og það finnst mér mikilvægast. Ég væri ansi illa haldinn ef ég gæti ekki opnað munninn og tjáð mig. Ég hef lært að lifa í eins mikilli sátt við þennan sjúk- dóm og hægt er. Það þýðir ekkert ann- að.“ Þú sagðir einnig að draumurinn væri að verða íþróttafréttamaður og fá að lýsa leikjum í ljósvakamiðlum. „Það væri toppurinn á tilverunni“, eflaust ertu að upplifa þann draum núna. Réttindamál voru þér einnig hug- leikin eins og kemur m.a. fram í fyrr- nefndri grein: „Ég fer talsvert út að skemmta mér en eini gallinn er að að- gengi fyrir fatlaða er slæmt á flestum veitingastöðum og næturklúbbum í miðborginni. Það þyrfti að laga því fatlaðir hafa líka gaman af því að fara út að borða og skemmta sér. Minn uppáhalds skemmtistaður er Players í Kópavogi. Þar eru aðstæður fyrir fatl- aða til fyrirmyndar og starfsfólkið sér- staklega vingjarnlegt. Það eru oft dúndurgóð böll á Players og mikið stuð. Ég drekk ekki, nema jú kók og það er svo sem ekkert hollt heldur en vínið læt ég eiga sig. Ég skemmti mér vel án þess.“ Þú varst einnig mikill tónlistarunn- andi en Bubbi og Sálin Hans Jóns míns voru þar í miklu uppáhaldi. Þú misstir varla af tónleikum hjá Sálinni og fórum við saman á fjölmarga tón- leika með þeim og fór vel á því að síð- ustu tónleikarnir sem við fórum á voru Sálartónleikar. Þú varst í skýjunum með þá. Þín er sárt saknað hérna megin en við erum þess fullviss að þér líði vel þar sem þú ert núna í fótbolta með elsta bróður okkar, honum Ingvari Mar. Þú hefur snert hjörtu svo margra sem verður arfleifð þín hin mesta. Þín systkini, Björn Óli og Hildur Inga. Elsku Ívar. Ég kynntist þér fyrst þegar ég byrj- aði að vinna á Marbakkabrautinni í byrjun árs 2002. Ég man hvað þú komst mér á óvart, þrátt fyrir að sjúk- dómur þinn hafi sett stein í götu þína léstu það ekki stoppa þig í að gera það sem þig langaði til. Þú hafðir mjög gaman af því að djamma og ég man að þegar ég var á næturvöktum fannst mér ég oft þurfa að bíða ansi lengi eftir að þú kæmir heim, sem var oftar en ekki fyrr en undir morgun. Þegar ég var nýbyrjuð að vinna á Marbakkanum sagði þú mér að þú ættir bróðir sem væri jafngamall mér og væri í læknisfræði. Ég spurðu þig, nú meira í gríni en í alvöru, hvort þú vildir ekki kynna mig fyrir honum og svaraðir þú því neitandi. Þér fannst ég greinilega ekki nógu góð handa hon- um bróður þínum. En þegar við Björn Óli fórum að stinga saman nefjum ári síðar varst þú bara ánægður með sam- band okkar, enda vorum ég og þú þá búin að kynnast betur og orðnir góðir vinir. Við vorum alltaf góðir vinir þó svo að við værum mjög oft ósammála um hlutina. Við áttum það nú alveg til að þræta svolítið og man ég nú eftir nokkrum skiptum þar sem ég þurfti að láta í minni pokann fyrir þér því þú varst nú frekar ákveðinn í að ná þínu fram þegar þú varst búinn að bíta eitt- hvað í þig. Ég er búin að vera að hugsa síðast- liðna daga hvað ég er heppin að hafa þekkt þig. Í öll þau ár sem ég hef þekkt þig, fyrst sem starfsmaður á Marbakkanum og síðar sem mágkona þín hef ég aldrei heyrt þig kvarta und- an örlögum þínum. Þú einbeittir þér að því sem þú áttir en varst lítið að velta þér upp úr því sem þú hafðir misst. Þú varst svo ótrúlega jákvæður, lífsglaður og skemmtilegur einstak- lingur, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því með orðum hversu ótrúlegur þú varst en ég veit að allir sem þekkja þig vita um hvað ég er að tala. Þú kunnir svo sannarlega að lifa lífinu og ég veit að margir í kringum þig hafa lært mikið af þér um hvernig á að njóta lífsins. Þú lifðir alltaf í núinu og reyndir að njóta hvers augnabliks til hins ýtrasta. Þú lagðir mikið á þig til að taka þátt í því sem þér þótti skemmtilegt og varst lítið að pæla í hvað öðrum fannst. Elsku Ívar minn, ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst þér. Mér finnst leiðinlegt að synir okkar Björns Óla fái ekki að kynnst þér betur þar sem þeir eru svo ungir ennþá. Þú hefðir getað kennt þeim svo margt en ég veit að ég og bróðir þinn eigum eftir að segja börnunum okkar frá frænda þeirra sem var fyrirmynd annarra um hvern- ig á að lífa lífinu og taka á erfiðleikum. Ég man eftir einu skipti þegar þú varst lasinn, þá ræddum saman um dauðann og hvað myndi taka við þegar maður dæi. Við vorum sammála því að þegar maður dæi færi maður á ein- hvern annan stað þar sem manni liði vel. Ívar minn, ég veit að þú ert kom- inn á stað þar sem veikindi þín hrjá þig ekki lengur og ert eflaust spriklandi í einhverjum íþróttum. Ég veit að þér líður vel núna en þín verður sárt sakn- að. Hvíl í friði, elsku Ívar minn. Ingibjörg Ösp. Ívar Örn Guðmundsson HINSTA KVEÐJA Við Ívar vorum einu sinni saman í boccia. Hann bjó með Svenna. Ég bið Guð að taka á móti honum Ívari. Birna Rós Snorradóttir.  Fleiri minningargreinar um Ívar Örn Guðmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.