Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 38
38 MENNINGFólk
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
Fólk
Blússveitin með skemmtilega nafnið, Lame Du-
des, ætlar í kvöld að blúsa á tónleikum á Dillon
Rock Bar, Laugavegi 20, kl. 22 og bera þeir yf-
irskriftina „Blues for far“. Fyrst á svið verður
hljómsveitin Brimlar sem leikur „surf“ tónlist,
þ.e. brimbrettatónlist. Ókeypis er á tónleikana
og því engin fyrirstaða nema hugsanlega hús-
rúm. Lame Dudes ætlar að flytja lög af nýlegri
plötu sinni Hversdagsbláminn en á henni er blús-
að um margt forvitnilegt, m.a. um hugarástand
einkaþjálfara sem þjálfar endalausan fjölda
kvenna daginn út og inn, ferðir í Sorpu, „mædda
mathákinn“ og þriðjudagsbíóferðir.
Í Lame Dudes eru þeir Hannes Birgir Hjálm-
arsson (söngur og gítar), Snorri Björn Arnarson
(gítar), Jakob Viðar Guðmundsson (bassi), Kol-
beinn Reginsson (bakraddir og gítar) og Niels
Peter Scharff Johansen (trommur). Sveitin hefur
verið að í ein fjögur ár. Blaðamaður sló á þráð-
inn til Hannesar sem semur texta við lög sveit-
arinnar og spurði fyrst hvort Lame Dudes væri
grínblússveit? „Það er smá kaldhæðni alla veg-
ana, smá kaldhæðni líka,“ svaraði Hannes.
– Þú hefur greinilega upplifað ýmislegt?
„Upplifað eða heyrt,“ svarar Hannes og hlær.
– Ert þú „mæddi mathákurinn“?
„Eigum við ekki að segja að í huga manns gæti
maður verið svona, ef maður fengi að borða allt
sem mann langar að borða,“ svarar Hannes en sá
texti segir af matháki sem er mæddur yfir því
hvað honum finnst gott að borða. Hvað einka-
þjálfarann varðar segir Hannes skyggnst inn í
hugarheim kroppatemjarans. En fylgir því tregi
að þjálfa konur? „Kannski er treginn falinn í því
að þú getur ekki leyft þér allt sem þér dettur í
hug,“ svarar Hannes og hlær að þeim vangavelt-
um. En að tónlistinni. Hvernig blús spilar Lame
Dudes? „Ætli það myndi ekki kallast blúsrokk,
áhrifavaldarnir JJ Cale og Clapton, dálítið í
þeim stílnum.“ helgisnaer@mbl.is
Þriðjudagsbíóblús og einkaþjálfarablámi
Tregi Skyldi þessi þjálfari vera fullur trega?
Fyrsti erlendi gestur Alþjóð-
legrar kvikmyndahátíðar í Reykja-
vík, RIFF, er kominn til landsins,
franski tónlistarkvikmyndagerð-
armaðurinn Vincent Moon. Moon
hefur unnið með ekki ómerkari
hljómsveitum og tónlistarmönnum
en R.E.M., Sigur Rós, Tom Jones og
Arcade Fire m.a. Hann er þekkt-
astur fyrir sérstæðar tónleika-
upptökur sínar sem hann kallar
Take Away Shows, hittir hljóm-
sveitir og tónlistarmenn á óvenju-
legum stöðum, t.d. salernum, og
tekur þar upp flutninginn með
einni kvikmyndatökuvél.
„Nokkrar af helstu upptökum
Moon verða sýndar á RIFF, og í
tengslum við sýninguna mun hann
segja frá aðferðum sínum og hvern-
ig hann nálgast tónlistarmennina á
þennan óhefðbundna hátt. Þá ætlar
hann að safna saman nokkrum ís-
lenskum tónlistarmönnum og
hljómsveitum og taka upp tónlistar-
flutning þeirra á óhefðbundnum
stöðum hér á landi,“ segir um Moon
á vef RIFF. Áhugasömum er bent á
heimasíðu hans, vincentmoon.com.
Vill vinna með íslensk-
um tónlistarmönnum
Hljómsveitin Greifarnir og út-
varpsmaðurinn Siggi Hlö ætla að
skemmta gestum á Sjallanum á Ak-
ureyri annað kvöld og hefst gleðin
kl. 11.30, að því er fram kemur á
Fésbókarsíðu. Það má því segja að
þeir sem kunna að meta tónlist ní-
unda áratugar síðustu aldar fái
góðan skammt þegar þessir menn
koma saman. Greifana þekkja flest-
ir sem komnir eru yfir þrítugt og
Siggi hefur þeytt „eitís“ skífum á
Bylgjunni lengi vel.
Níundi áratugurinn rifj-
aður upp á Sjallanum
Kvikmyndin Reykjavik Whale
Watching Massacre hlaut Uni-
com verðlaunin fyrir bestu mynda-
töku á alþjóðlegri kvikmyndahátíð
í Estepona á Spáni, Fantastic
Costa del sol International Film
Fest. Hátíðin hófst 6. september
og lauk 12. september sl. Á
spænsku nefnist hátíðin XI Sem-
ana internacional de cine fantas-
tico de la Costa del sol og er hald-
in við strandlengjuna sólríku sem
Íslendingum er að góðu kunn.
RWWM hlaut verðlaun
fyrir kvikmyndatöku
Hugrún Halldórsdóttir
hugrun@mbl.is
Stelpurnar úr alþjóðlega dans- og
tónlistarhópnum Raven bjóða til
sýningar í stúdíói Klassíska list-
dansskólans dagana 17., 18. og 19.
september kl. 20. Á sunnudeginum
verður hópurinn einnig með opið
hús á milli kl. 14 og 18 þar sem
sýnd verða minni verk og mynd-
bandsverk af því sem þær hafa gert
í gegnum tíðina.
Innblástur úr
þjóðsögum
„Sýningin er
samansett af 40
mínútna verki
sem ber nafnið
Hulda, og síðan
er styttra verk
sýnt eftir það
sem heitir
Hrefna. Í
fyrsta
verkinu
hafa stelp-
urnar
fengið inn-
blástur úr
þjóðsög-
um og ís-
lenskum
huldusög-
um. Þær
reyna að
og tveimur sænskum stelpum og
svo einni frá Ungverjalandi. Seinna
bættist við stelpa frá Englandi og
svo önnur frá Ítalíu, en þær voru
flestallar að læra saman í Bret-
landi.“
Hópurinn kemur nú saman í
fyrsta skiptið til Íslands en hann
vonast til að finna sér aðsetur hér á
landi. „Þetta er sjálfstætt starfandi
listdanshópur sem hefur verið að
vinna að ólíkum verkum síðan hann
var stofnaður. Þær segja sjálfar að
hópurinn noti mismunandi aðferðir
til að skapa verk sín og vinni mikið
með spuna og rannsóknarvinnu
innan og utan stúdíósins. Það að
vinna með ólík form hefur einnig
áhrif á verk þeirra. Markmið hóps-
ins er að halda áfram að þróa verk-
in og ferðast um með þau innan-
lands sem erlendis. Þannig vilji
þær mynda tengsl við listamenn
hvaðanæva úr heiminum.“
Að sögn Bryndísar er miðaverð á
sýningu 1.000 kr, og innifalinn í því
sé aðgangur að opna deginum.
„Það kostar svo eitthvað aðeins
minna að koma bara á sunnudeg-
inum en það er miklu skemmtilegra
að koma líka á kvöldsýningarnar,“
segir Bryndís að lokum.
Dansinn dunar um helgina
6 stúlkur dansa í myrkum sal Kynntust í Bretlandi Eru saman-
komnar á Íslandi í fyrsta sinn Alþjóðleg djass-hljómsveit með í för
Myrkur Dansinn mun fara fram í myrkvuðum sal svo það er eins gott að vera búin að æfa öll skrefin vel og vandlega.
Klassíski listdansskólinn lét ekki
sitt eftir liggja fyrir sýninguna og
breytti rúmu 300 fermetra dans-
stúdíói í blackbox-sýningarsal til
að hún yrði sem mikilfenglegust.
„Við erum búin að gera gólf og
veggi svarta til þess að búa til það
myrkur sem þarf inn í salnum. Síð-
an erum við með lýsingu og tækni-
menn sem gera salinn alveg æði-
slega flottan. Þetta var rosalega
mikið verk en æðislega skemmti-
legt og gefandi,“ segir Bryndís
glöð í bragði. „Í salnum eru bekkir
alveg upp við dansgólfið og það er
engin upphækkun þannig að það
verður mikil nánd. Við erum með
pláss fyrir upp í 90 manns.“
Bryndís segir skólann ekki hafa
ráðist í jafn miklar breytingar á
salnum áður en það sé nú gert
með þarfir nemenda og annarra
dansara að leiðarljósi.
„Við erum að reyna að gera að-
stöðuna frábæra fyrir okkar nem-
endur niðri í skóla. Það er rosaleg
aukning í dansi og alltaf gott að
hafa framboð á góðu húsnæði.
Hugsunin er að aðrir sem eru fyrir
utan skólann geti komið og nýtt
aðstöðuna hjá okkur og þannig
fáum við góða nýtingu á húsnæð-
inu. Íslensku stelpurnar úr hópn-
um, Hrafnhildur og Ellen, eru út-
skrifaðar úr skólanum okkar en
þær hringdu í okkur og báðu um
að fá að sýna hér. Það er alltaf
gaman að styðja við gamla nem-
endur og unga listamenn,“ segir
Bryndís að lokum.
Dansað í Myrkraveröld
BREYTTU HEILU DANSSTÚDÍÓI Í BLACKBOX SÝNINGARSAL
Bryndís St.
Friðgeirsdóttir
Nánari upplýsingar má finna á
www.raven.is
því stelpurnar njóta liðstyrks
djasshljómsveitarinnar ATOS sem
spilar lifandi tónlist meðan á sýn-
ingu stendur.
Vinna mikið með spuna
„Hópurinn var myndaður í Lond-
on árið 2008 af tveimur íslenskum
gera þetta svolítið mystískt og
velta fyrir sér hvað býr í náttúr-
unni og hvernig maður upplifir
hlutina, hvað er hulið, hvað maður
sér og finnur,“ segir Bryndís St.
Friðgeirsdóttir framkvæmdastjóri
Klassíska listdansskólans. Það
verður engin lognmolla í skólanum