Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 39

Morgunblaðið - 17.09.2010, Page 39
MENNING 39Fólk MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010 AF LISTUM Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Enn og aftur er komið aðkveðjustund. Að þessu sinnier það Harry Potter sem dregur sig í hlé, en fyrri hluti síð- ustu myndarinnar um galdradreng- inn knáa verður frumsýndur 19. nóvember næstkomandi. Og nú þegar kitlurnar eru farnar að birt- ast á netinu hellist yfir mig þessi ónotalega tilfinning; blanda af spennu og kvíða, eftirvæntingu og hryggð. Þetta er sama tilfinning og helltist yfir mig þegar ég reif upp kassann frá amazon.com og hélt svo skjálfandi höndum á nýjustu og jafnframt síðustu bókinni í serí- unni, Harry Potter and the Deathly Hallows. Ég gat ekki beðið eftir því að gleypa í mig bókina en leið samt eins og unglingi á aðfangadag; var full barnslegri gleði en á sama tíma átakanlega meðvituð um hverf- ulleika augnabliksins, eftir nokkrar klukkustundir væri ballið (að mestu) búið.    Það var og raunin, ég hóf lest-urinn og kláraði bókina í svo til einum rykk. En það er ekki eins og ég hafi ekki verið vöruð við. Frænkur mínar tvær og góðar vin- konur ánetjuðust Potter talsvert löngu á undan mér og þegar þær komust að því að drengurinn kynngimagnaði var mér algjörlega ókunnur voru þeirra fyrstu við- brögð ekki hneykslan heldur öfund. „Oj hvað þú ert heppin! Þú átt eftir að lesa allar bækurnar í fyrsta sinn.. ég vildi að ég ætti eftir að lesa þær allar!“ Svo hófst Harry Potter- herferðin mikla. Ég var nú ekki al- veg á því að fara að eyða tíma mín- um í að lesa einhverjar barnabækur en að lokum lét ég undan og það varð ekki aftur snúið.    En nú er sagan búin og komiðað kveðjustund. Ég á að sjálf- sögðu eftir að lesa bækurnar aftur og aftur og myndirnar munu rata í dvd-spilarann á komandi árum en sögurnar verða ekki fleiri. Og því er miður. Kveðjustundir af þessu tagi eru miserfiðar. Fyrr á þessu ári endaði samband mitt við annan galdrakarl þegar Jack Bauer sagði „I promise you“ í síðasta sinn. Ég var á bömmer í heila tvo daga en sættist síðan á að hans tími hefði sennilega verið kominn. Svo er reyndar ennþá von á bíómynd. Það sama gilti um Lord of the Rings. Mér var þungt um hjarta þegar hilmir sneri heim en von var á Hobbitanum og svo skildi Tolkien eftir heilan sagnaheim sem mér endist ekki ævin til að verða leið á.    Aftur á móti virðist J.K. Rowl-ing ætla að skilja við sinn undraheim sorglega vannýttan. Líkt og Tolkien hefur henni tekist að skapa heillandi heim töfra og ævintýra en ólíkt samlanda sínum sem skrifaði sögu margra kynslóða álfa og manna ætlar Rowling að láta sér (og okkur) unglingsár Harry Potter nægja. Ég vona að henni snúist hugur. Við sem leitum skjóls í töfraheimum frá ger- ilsneyddu hversdagsamstrinu vilj- um meiri Potter! En þangað til má líka dunda sér við að gefa óþekkum bankamönnum Veritaserum og senda þá til Azkaban, eða skreppa til Parísar á Nimbus 2001. Í hugar- heimum að minnsta kosti. Ég vil meira af Harry Potter! »Ég á að sjálfsögðueftir að lesa bæk- urnar aftur og aftur og myndirnar munu rata í dvd-spilarann á kom- andi árum en sögurnar verða ekki fleiri Sú síðasta Elsku besta Rowling! Viltu vinsamlegast skrifa fleiri bæk- ur um Harry Potter? Okkur vantar nefnilega smá töfra í tilveruna. NÝTT Í BÍÓ! Baltasar Kormákur kynnir nýja íslenska gamanmynd eftir Grím Hákonarson. Er í lagi að selja álfastein úr landi? SÍMI 564 0000 L L 16 16 12 L L L 12 16 SÍMI 462 3500 L 16 12 L SUMARLANDIÐ kl. 8-10 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE3D kl. 8-10 THEOTHERGUYS kl. 6 AULINN ÉG 3D kl. 6 SÍMI 530 1919 L 16 12 L L 16 SUMARLANDIÐ kl. 6-8.30-10.30 RESIDENTEVIL:AFTERLIFE3D kl. 8.30-10.30 THEOTHERGUYS kl. 5.30-8-10.30 THEFUTUREOFHOPE kl. 6 AULINNÉG 3D kl. 6.15 THEEXPENDABLES kl. 8-10.20 SUMARLANDIÐ kl. 3.30-6-8-10 SUMARLANDIÐLÚXUS kl. 4-6-8 RESIDENTEVIL: AFTERLIFE3D kl. 5.50-8-10.10 RESIDENT EVIL: AFTERLIFE3DLÚX kl. 10.10 THEOTHER GUYS kl. 5.30-8-10.30 DESPICABLEME3D kl. 3.40-8 AULINN ÉG 3D kl. 3.40-5.50 AULINN ÉG 2D kl. 3.40 SCOTTPILGRIM VS THEWORLD kl. 10.10 SALT kl. 10.15 .com/smarabio Sýnd kl. 4, 8 og 10 (3D) - enskt tal Sýnd kl. 4 (2D) - íslenskt tal Sýnd kl. 4, 6 (3D) - íslenskt tal ÍSLENSKT TAL Á heildina litið er Aulinn ég 3D einstaklega vel heppnuð teiknimynd sem hentar ekki einungis börnum, heldur öllum aldurshópum. H.H. - MBL Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:15 Sýnd kl. 6, 8 og 10 STEVE CARELL „Mikið er nú gaman að geta loks hlegið innilega í bíó“ -H.S.S., MBL -bara lúxus Sími 553 2075 www.laugarasbio.is Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.