Morgunblaðið - 17.09.2010, Side 41
41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2010
Playboy sjónvarpstöðin er með þátt
í bígerð sem kallast Ferhyrning-
urinn eða Foursome. Þar munu
fjórar raunveruleikaþáttastjörnur
úr þáttum á borð við Big Brother
og I Love New York koma fram og
taka þátt í ýmsum ljósbláum at-
höfnum en þátturinn verður frum-
sýndur á laugardaginn. Ljóst er að
fólk virðist ganga ansi langt til að
ná einhverju sem kalla mætti at-
hygli en er botninum hugsanlega
náð í raunveruleikaþáttageiranum
hérna?
Raunveruleg Michele Noonan.
Botninum
náð
Tvær kvikmyndir verða frumsýndar í íslenskum
kvikmyndahúsum í dag, íslenska gamanmyndin
Sumarlandið og rómantíska gamanmyndin Going
the Distance.
Going the Distance
Leikkonan Drew Barrymore og leikarinn Just-
in Long nudda saman nefjum í Going the Dist-
ance. Erin (Barrymore) er hnyttin og opinská og
heillar Garrett (Long) sem hefur nýslitið sam-
bandi við unnustu sína. Þau eiga í ástarsambandi í
sex vikur en hvorugt á þó von á því að það endist
lengur því Erin heldur heim til sín, til San Franc-
isco, og skilur Garrett eftir í New York. Vinir
hans fagna því að hann sé laus úr viðjum sam-
bandsins því þá hefur hann meiri tíma aflögu til að
skreppa á barinn með þeim. Að sama skapi er
systir Erin að reyna að draga úr áhuga hennar á
Garrett. En það slökknar ekki í glóðinni svo auð-
veldlega.
Leikstjóri myndarinnar er Nanette Burstein en
auk Barrymore og Long eru í helstu hlutverkum
Christina Applegate og Ron Livingston.
Erlendir dómar:
Metacritic: 51/100
Time: 80/100
Empire: 60/100
Rolling Stone: 38/100
Sumarlandið
Í Sumarlandinu, fyrstu kvikmynd Gríms Há-
konarsonar í fullri lengd, segir af ósköp venjulegri
fjölskyldu sem rekur óvenjulegt fyrirtæki. Móð-
irin í fjölskyldunni, Lára (Ólafía Hrönn Jóns-
dóttir) er miðill og nær að auki sambandi við álfa
en pabbinn, Óskar (Kjartan Guðjónsson) er
vantrúaður á slík fyrirbæri. Í garðinum heima hjá
þeim er stór álfasteinn og Lára vitjar íbúa hans á
hverjum degi. Óskar gerir út á skyggnihæfileika
eiginkonu sinnar og hefur eytt miklu fé í að koma
upp draugasetri í kjallaranum heima hjá þeim.
Reksturinn skilar litlum tekjum og stefnir í gjald-
þrot hjá þeim hjónum. En þá kemst Óskar í sam-
band við þýskan sérvitring sem býður í álfastein-
inn í garðinum. Óskar selur steininn og í kjölfarið
lendir fjölskyldan í ógöngum.
Leikstjóri myndarinnar er Grímur Hákonarson
en auk Ólafíu og Kjartans leika m.a. í myndinni
Magnús Torfi Magnússon, Hallfríður Þóra
Tryggvadóttir og Wolfgang Müller.
Álfagrín og
ástargrín
Álfar Úr kvikmyndinni Sumarlandið. Kjartan Guðjónsson undir stýri skrautlegrar bifreiðar.
BÍÓFRUMSÝNINGAR»
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA
HHH / HHHH
R.EBERT, CHICAGO-SUN TIMES
HHH / HHHH
ENTERTAINMENT WEEKLY
SPARBÍÓ 600 krkr á allar sýningar merktar með appelsínugulu
SÝND Í KRINGLUNNI
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Robert Pattinson stórstjarnan
úr Twilight myndunum, sýnir
magnaðan leik í sínu besta
hlutverki til þessa.
HHH
„BESTA MYND ROBERT
PATTINSONS TIL ÞESSA“
- EMPIRE
HHH
„VIRKILEGA VEL GERÐ MYND.“
- R.EBERT CHICAGO SUN TIMES
Morgunsýningar kl.10
í Sambíóunum Álfabakka
laugardag og sunnudag
Sveppi, Villi og Gói taka á móti
bíógestum fyrir sýningu
Mynd sem kemur virkilega á óvart.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
Sveppi, uppáhald allra!!!
Og nú í þrívídd (3D)
STÆRSTA HELGAROPNUN ÁRSINS
STÆRSTA ÍSLENSKA
3D MYNDIN
FYRR OG SÍÐAR
HHH
„FYNDIN OG HRESS
GAMANMYND.“
„BARNABARNIÐ
VILDI GEFA Í ÞAÐ
MINNSTA FJÓRAR
EF EKKI FIMM
STJÖRNUR.“
- S.V. – MORGUNBLAÐIÐ
HHHH
„VIRKILEGA VEL
HEPPNUÐ FJÖLSKYLDU-
MYND, BÆÐI SPENNAN-
DI OG SKEMMTILEG“
„MAÐUR GETUR HREIN-
LEGA EKKI BEÐIÐ EFTIR
NÆSTU MYND SVEPPA.“
„SVEPPI, TAKK FYRIR
AÐ SKEMMTA BÖRN-
UNUM OKKAR.“
- K.I. – PRESSAN.IS
ÍSLENSKT TAL
Búðu þig undir eina óvænta fjölskyldu og heil-
an her af skósveinum sem vaða ekki í vitinu.
SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
STEVE CARELL
BESTA SKEMMTUNIN
GOINGTHEDISTANCE kl. 8 -10:20 L
ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl. 6 L
THE OTHER GUYS kl. 8 12
THE EXPENDABLES kl. 10:20 16
AULINN ÉG m. ísl. tali kl. 6 L
GOING THE DISTANCE kl. 8 -10:10 L
ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLA... kl. 63D L
STEP UP kl. 6 7
REMEMBER ME kl. 8 12
GHOST WRITER kl. 10:10 12
GOINGTHEDISTANCE kl. 8 -10:10 L
ALGJÖRSVEPPIOGDULARFULLAHÓTEL... kl. 6 L
SCOTT PILGRIM VS THE WORLD kl.8 12
RESIDENT EVIL : AFTERLIFE kl. 10:20 16
AULINN ÉG m. ísl. tali kl. 6 L
/ KEFLAVÍK / SELFOSSI/ AKUREYRI/ KRINGLUNNI
HUNDAR OG KETTIR 2 - 3D m. ísl. tali kl. 3:503D L
INCEPTION kl. 8 -10:40 12
SHREK: SÆLL ALLA DAGA m. ísl. tali kl. 3:50 L
LEIKFANGASAGA 3 m. ísl. tali kl. 5:50 L