Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 44

Morgunblaðið - 17.09.2010, Síða 44
 Listamaðurinn Jón Baldur Hlíðberg hefur gert samning við breska um- boðsskrifstofu sem starfar með fremstu listamönnum heims á sviði náttúruteikninga og ljósmyndunar, Wildlife Art Company. Jón Baldur hefur haft myndlýs- ingar að megin- starfi og mynd- skreytt fjölda bóka og rita. Jón Baldur semur við Wildlife Art Company FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 260. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2218 1. Rannsaka stórfelld fjársvik 2. Óbreytt vaxtakjör stóðust ekki 3. Breiðablik áfram á toppnum 4. Hæstiréttur staðfesti dóminn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Íslandsvinurinn mikli Nico Muhly gaf nýverið út tvær plötur hjá Decca, og er ein helguð kóratónlist. Af þessu tilefni mun hann verða gestastjórn- andi á WQXR-FM í New York-fylki, en stöðin er vinsælasta klassíska út- varpsstöð Bandaríkjanna og hefur verið í loftinu síðan 1939. Muhly stýrir klass- ískri útvarpsstöð  Konfúsíusar- stofnunin Norður- ljós sýnir í dag í Öskju, Háskóla Ís- lands, stofu 132, kl. 17.30 kín- versku kvikmynd- ina Úlfalda Xiang- zi. Kvikmyndin er frá árinu 1982 og sú fyrsta frá Alþýðulýðveldinu Kína sem tekin var til sýninga í Bandaríkj- unum, að því er segir í tilkynningu. Leikstjóri hennar er Ling Zifeng. Kvikmyndin Úlfaldi Xiangzi sýnd í Öskju Á laugardag, sunnudag og mánudag Austan 5-10 m/s og skúrir við suðvesturströnd- ina, norðan 5-10 austast á landinu og stöku skúrir eða slydduél, en annars hægari vindur og bjart með köflum. Hiti 4 til 13 stig, svalast norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg norðaustlæg átt og smáskúrir suðaustanlands. Sums staðar vægt næturfrost í uppsveitum suðvestanlands. VEÐUR Óhætt er að segja að Breiða- blik sé komið í dauðafæri við að innbyrða sinn fyrsta Ís- landsmeistaratitil í meist- araflokki karla í fót- bolta eftir glæsilegan sigur á KR- ingum í vestur- bænum í gær, 3:1. »1, 4, 5 Íslandsbikarinn blasir við Blikunum Stúlknalandslið Íslands í knatt- spyrnu, skipað leikmönnum yngri en 19 ára, vann alla leiki sína í undan- keppni Evrópumótsins sem lauk í Búlgaríu í gær. Íslenska liðið vann þá Úkraínu, 4:0, og fékk ekki á sig mark í þremur leikjum. Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari segir að markmiðið sé að komast alla leið í úrslita- keppnina á Ítalíu. »7 Stelpurnar ætla sér í úrslitin á Ítalíu Hilmar Trausti Arnarsson tryggði Haukum ævintýralegan sigur á Fram með marki á síðustu sekúndunum í gærkvöld. Þar með hafa Haukar feng- ið tíu stig í síðustu fjórum leikjunum í úrvalsdeildinni í fótbolta og geta enn bjargað sér frá falli. Selfyssingar eru hinsvegar sama og fallnir eftir ósigur gegn ÍBV. »2, 6 Haukarnir geta enn forðað sér frá falli ÍÞRÓTTIR | 8 SÍÐUR Í DAG Glaðbeittur Erró kemur til landsins. Næstkomandi laugardag verður opnuð á Listasafni Reykjavíkur yf- irlitssýning á klippimyndum sem Erró hefur gefið safninu undan- farin tuttugu ár, eða frá árinu 1989. Alls hefur Erró gefið safninu 472 klippimyndir sem spanna langan feril hans en á sýningunni verða um 130 myndir. Erró kemur til lands- ins í tilefni sýningarinnar. »36 Sýning á klippi- myndum Errós Ný þjónusta Símans, Ljósnet, á smám saman að koma í stað Breiðvarpsins. Ljósnetið mun uppfylla allar kröfur sem staf- rænt sjónvarp gerir um band- breidd, gagnvirkni, háskerpu og þrívíddarsjónvarp. Gagnrýnt hefur verið að fram- vegis geti þeir, sem aðeins vilja notfæra sér sjónvarpssendingar Ríkisútvarpsins og láta nægja að borga grunngjald af fastlínusíma, það ekki nema þeir kaupi nýja og mun dýrari þjónustu. Þeir verði nú að nota loftnetsgreiðu, ætli þeir sér að horfa áfram frítt á út- sendingar RÚV, en víða er búið að fjarlægja slík tæki af þökum. Á nýjum húsum eru einnig oft engin loftnet, enda stafræn tækni fram- tíðin. »8 Þarf fólk að setja loftnetsgreiður aftur á þökin? Andri Karl andri@mbl.is Fullt var út úr dyrum og haf menntaskólanema í jógúrtísbúðinni yoyo kvöld eitt í vikunni, þó fremur napurt væri í veðri og sumar- hlýindin horfin úr huga flestra. „Sjón er sögu ríkari,“ sagði Ásgeir Ingi Einarsson, einn eigenda, við blaðamann fyrr um daginn og satt reyndist. „Mjög sterkt er í eðli Íslend- inga að fara í ísbíltúr og við njótum auðvitað góðs af því,“ sagði Ásgeir Ingi, en fleira kemur þó til. Engin tilviljun er að jógúrtísbúðir sem þessi spretta upp eins og gorkúlur víða um heim. Og ástæðan er greinileg. „Við erum með eina stærð af íláti og viðskiptavinurinn af- greiðir sig sjálfur. Sex vélar eru á staðnum og er úr tólf bragðteg- undum að velja. Tegundum er svo skipt út reglulega. Viðskiptavin- urinn fær sér svo jógúrtís eins og hann vill, blandar saman tegundum og hvað eina.“ Ísinn unninn á staðnum yoyo er fjölskyldufyrirtæki og tók til starfa fyrir tæpum þremur vikum. Ásgeir Ingi segir viðtök- urnar hafa verið framar vonum. Þó svo það hljómi undarlega að opna ísbúð að hausti til virðist það hafa passað vel því að á sama tíma voru skólarnir að hefjast á ný. „Við sjáum að það er rík menning meðal menntaskólanema að kíkja á ísrúnt- inn og hér myndast mikil stemning á kvöldin, enda erum við með opið til klukkan hálftólf á kvöldin.“ Auk sjálfsafgreiðslu með ís er einnig á staðnum sælgætis- og ávaxtabar. Ásgeir Ingi bendir á að hægt sé að setja granóla, múslí og ávexti út á „og því útbúa þokkalega hollan ís. En svo er auðvitað einnig hægt að fara algjörlega í hina átt- ina.“ Eftir að viðskiptavinirnir hafa sett saman draumaísinn er hann settur á vog og er greitt eftir vigt; hundrað grömm á 169 kr. Jógúrtísinn er unninn á staðn- um, úr léttmjólk en ekki nýmjólk, og er því, að sögn Ásgeirs Inga, mun fituminni en hefðbundinn ís auk þess að vera gerður ferskur daglega. Hann segir mikla þróunar- vinnu með mjólkurfræðingi liggja að baki og niðurstaðan sé hreinasta afbragð. Ísmenningin breytist  Mikil stemning myndast á kvöldin í jógúrtísbúðinni yoyo  Menntaskólanemar sækja sérstaklega í sjálfsafgreiðsluna Morgunblaðið/Kristinn yoyo Mikil stemning myndast á kvöldin í yoyo og keppist fólk við að búa til hinn fullkomna jógúrtís með því að blanda saman bragðtegundum og bæta við ávöxtum og sælgæti. Úr tólf bragðtegundum er að velja hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.