Morgunblaðið - 07.12.2010, Síða 4

Morgunblaðið - 07.12.2010, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Andri Karl andri@mbl.is Engar eignir fundust í þrotabúi eignarhaldsfélagsins Hafnarhóls sem tekið var til gjaldþrotaskipta í ágúst síðastliðnum. Skiptum lauk því án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, rúma 9,4 milljarða króna, auk áfallinna vaxta og kostn- aðar eftir úrskurðardag gjaldþrota- skipta. Eigandi félagsins segir það hafa verið týpískt félag sem átti hlutabréf. Hafnarhóll var fjárfestingarfélag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims. Í gegnum Lands- bankann í Lúxemborg var gerður lánasamningur til kaupa á hlutafé í öðrum íslenskum banka og var eina starfsemi félagsins að halda utan um bréfin. Guðmundur sagði í samtali við Morgunblaðið að Hafnarhóll hefði verið týpískt félag sem átti hluta- bréf. Það líkt og önnur eins hafi far- ið á hausinn. „Þetta voru bankabréf, keypt í banka, fjármögnuð af banka og geymd í banka,“ sagði Guðmund- ur og bætir við: „Þetta var keypt froða og lánuð froða, og svo bara hvarf froðan.“ Skuldir ekki felldar niður Hann sagðist einnig ósáttur með umfjöllun fjölmiðla þegar kemur að niðurfellingu skulda og tók sérstak- lega fram að í þessu tilviki væri alls ekki verið að fella niður skuldir „af því að þetta var aldrei neitt“. Guðmundur vildi aðspurður ekki upplýsa í hvaða banka hlutabréfin voru. Í umfjöllun Kastljóss RÚV snemma á árinu sagði hins vegar að Hafnarhóll hefði meðal annars átt hlut í Straumi banka, en ekki væri vitað um aðrar eignir enda hefði ársreikningum aldrei verið skilað til Ársreikningaskrár. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er Hafnarhóll á lista yfir áhættuskuld- bindingar með sýnilega áhættu hjá Landsbankanum í Lúxemborg í mars 2008. Skuldbinding var þá tæpar 54 milljónir evra, jafnvirði 8,2 milljarða króna á núvirði. „Svo hvarf bara froðan“  Lýstar kröfur í eignarhaldsfélagið Hafnarhól námu rúmum 9,4 milljörðum kr.  Eina starfsemi félagsins var að halda utan um hlutabréf í íslenskum banka Þetta voru banka- bréf, keypt í banka, fjármögnuð af banka og geymd í banka. Guðmundur Kristjánsson Morgunblaðið/Golli Bréfin Landsbankinn veitti lánið. Ungum gestum Árbæjarsafns þótti sérdeilis gaman að prófa gamla hestakerru, þegar árleg jólasýning safnsins var opnuð. Hún er haldin síð- ustu þrjá sunnudagana fyrir jól og þá geta gestir rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Í Árbæn- um fær fólk t.d. að skera út laufabrauð með vasahníf og í Kornhúsinu fá börn og fullorðnir að föndra músastiga og jólapoka. Gamli og nýi tíminn í Árbæ Morgunblaðið/Eggert Meðlagsskuldir námu yfir tuttugu milljörðum króna í lok nóvember. Þetta kemur fram í skriflegu svari Ögmundar Jónassonar við fyr- irspurn Birkis Jóns Jónssonar, þing- manns Framsóknarflokksins. Alls eru rúmlega 11 þúsund karlmenn meðlagsgreiðendur á Íslandi en kon- ur eru 558 talsins. Í lok nóvember skulduðu karlkyns meðlagsgreiðendur, sem eru 11.060 talsins, 20.080.626.063 kr. Kvenkyns meðlagsgreiðendur eru 558 og skulda þær 575.284.395 kr. Til frádráttar þessum fjárhæðum eiga svo eftir að koma innheimtur á móti reiknuðum meðlögum frá 15. nóvember 2010 til loka mánaðarins, u.þ.b. 75-100.000.000 krónur. 20 millj- arða með- lagsskuld 11 þúsund karlkyns meðlagsgreiðendur Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Sjómannasamband Íslands og VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna mótmæla harð- lega öllum hugmyndum um sölu rík- isins á aflaheimildum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birt er á vef- síðu LÍÚ. Þar segir að stjórn fiskveiða bygg- ist á því að þeir sem nýta fiskistofn- ana hafi hag af því að ganga vel um fiskimiðin. Ætli ríkið að hirða afla- heimildir þegar árangur næst grafi það undan langtímasjónarmiðum. Mótmæla sölu heimilda Kennarasamband Íslands, KÍ, hefur ákveðið að taka ekki þátt í heildar- samfloti um gerð kjarasamninga. Slíkt samflot hafi verið reynt á síð- asta samningatímabili og reynst fé- lögum í KÍ afar illa. Í ályktun frá KÍ segir að sambandið sé tilbúið til samvinnu um afmarkaða þætti sem miði að því að finna þær forsendur sem kjarasamningar gætu byggst á. KÍ telur miðað við þá miklu óvissu sem ríki, m.a. um fjárlög næsta árs og þróun verðlags, séu engar forsendur fyrir því að gera kjarasamninga til lengri tíma en eins árs. Kennarar ekki með ódýrt og gott Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 l 998kr.pk. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði á Al- þingi í gærkvöld að enn vantaði upp á að fjárþörf Íbúðalánasjóðs væri skýrð með fullnægjandi hætti. Lengi hefði legið fyrir að reynt gæti á ríkisábyrgð sjóðsins, og því mikilvægt að fjárveit- ingin væri ítarlega ígrunduð. Þriðja umræða um frumvarp til fjáraukalaga stóð yfir í allt gærkvöld og snerist einkum um málefni Íbúða- lánasjóðs. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í fjárlaganefnd hafa gagn- rýnt harðlega það sem þeir segja „skort á yfirsýn“ yfir fjármál sjóðsins. Fjárþörf hans hafi ýmist verið metin 18 eða 22 milljarðar. Þá segja fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í fjárlaga- nefnd að vinnubrögð nefndarinnar séu forkastanleg og ótæk. Meirihlut- inn í nefndinni hafi ákveðið að skuld- binda ríkissjóð um tugi milljarða króna á örfáum mínútum án rök- stuðnings og skýringa. Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði í umræðum að lítið færi fyrir umræðu um „millj- arðatugi“ á meðan mikið púður færi í að ræða smáar fjárhæðir. Sagði Kristján þingmenn láta ganga yfir sig á skítugum skónum og ætlast væri til þess að þeir „kokgleyptu“ þær tillög- ur sem fram kæmu þrátt fyrir að allir nefndarmenn fjárlaganefndar hefðu efasemdir um vinnubrögðin. Sjálfstæð rannsókn mikilvæg Sigríður Ingibjörg tók undir með sjálfstæðisþingmönnunum hvað það varðaði að ekki hefði verið gerð nægi- lega glögg grein fyrir fjárþörf sjóðs- ins. Sagðist hún óttast að hún gæti verið mun meiri en þeir 35-43 millj- arðar sem félags- og tryggingamála- nefnd fékk upplýsingar um. Sigríður lagði mikla áherslu á það í málflutningi sínum í gærkvöld að væri ætlunin að samþykkja stóra aukafjárveitingu til Íbúðalánasjóðs væri mikilvægt að þingsályktunartil- laga um sjálfstæða rannsókn á starf- semi Íbúðalánasjóðs yrði samþykkt. Óttast að fjárþörf Íbúðalánasjóðs sé meiri Vinnubrögð fjár- laganefndar ótæk Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Kristján Þór Júlíusson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.