Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 6

Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 6
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sú aðferð sem notuð var við uppgjör á kosningum til stjórnlagaþings les eins vel í vilja kjósenda og mögulegt er. Uppgjörið er hins vegar afar flók- ið og erfitt að átta sig á því hvers vegna hluti frambjóðenda komst að frekar en ýmsir sem virðast í fljótu bragði hafa fengið jafngóða eða betri útkomu. Landskjörstjórn hefur smám saman verið að birta upplýs- ingar um uppgjör kosninganna. Ít- arlegustu upplýsingarnar er að finna í mörg hundruð blaðsíðna plaggi. Þar kemur fram að sætunum 25 var úthlutað í 509 lotum. Talningin fer fram í tölvum. Til einföldunar má ímynda sér að at- kvæðunum sé í upphafi skipt eftir nöfnum þeirra frambjóðenda sem valdir voru í fyrsta vali. Út úr því komu 525 misháir bunkar. Aðeins einn frambjóðandi, Þorvaldur Gylfa- son, náði þá þegar svokölluðum sæt- ishlut og var öruggur inn. Hann fór vel yfir markið og voru þeir fram- bjóðendur sem kjósendur völdu í annað sætið látnir njóta þess með því að fá ónotaðan hluta atkvæðanna. Ef það dugði ekki til að koma öðr- um frambjóðanda yfir markið var sá frambjóðandi sem lökustu útkomuna fékk strikaður út og atkvæði hans flutt á þá sem eftir voru. Þannig var unnið frá báðum endum þangað til eftir sátu bunkar þeirra 25 fulltrúa sem náðu kjöri á stjórnlagaþing. Kerfið gengur út á það að kjós- endur forgangsraði frambjóðendum. Því skiptir ekki öllu máli hversu oft einstakir frambjóðendur koma fyrir á atkvæðaseðlunum. Þannig voru nokkrir frambjóðendur sem ekki komust að nefndir mun oftar en sumir þeirra sem komust að. Það vekur einnig spurningar að frambjóðendur sem fengu talsvert mörg atkvæði í fyrsta og öðru vali, en náðu þó ekki svokölluðum sæt- ishlut, sátu eftir. Nefna má Magnús Thoroddsen og Stefán Gíslason í því efni en þeir fengu nálægt tvöfalt fleiri atkvæði í efsta sætið en til dæmis Lýður Árnason sem þó komst inn. Að vísu var Lýður nefndur oftar en Magnús og Stefán. Sem annað dæmi má nefna að Gunnar Hersveinn fékk fleiri at- kvæði í fyrsta vali og fyrsta og öðru vali alls en Ástrós Gunnlaugsdóttir og var auk þess nefndur oftar í heild- ina. Þó komst hún inn en hann ekki. Helsta skýringin er að umræddir fulltrúar hafi notið þess að vera oftar settir í sæti á eftir frambjóðanda sem ekki nýtti atkvæði sín til fulls, t.d. Þorvaldi Gylfasyni, frekar en Salvöru Nordal eða Ómari Ragnarssyni sem sjálf nýttu atkvæði sín mun betur og leifðu litlu. Segja má að sanngirnin sé fremur kjósandans en frambjóðand- ans. Reynt að ráða í vilja kjósenda  Skiptir máli hvernig frambjóðandinn fyrir ofan nýtir atkvæðið Morgunblaðið/Eggert Kjörbréf Landskjörstjórn afhenti nýkjörnum fulltrúum á stjórnlagaþing kjörbréf sín á fundi í síðustu viku. 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, segir að nauðsynlegt hafi verið að hækka út- svarið í bænum úr 12,1% í 12,98% vegna þess að tekjur af út- svarinu hafi lækk- að mjög frá bankahruni. Hún lítur ekki svo á að með því sé hún að svíkja kosningar- loforð. Hækkun á út- svarshlutfalli er umdeild og um helgina sendi Baldur, félag ungra sjálfstæðismanna á Sel- tjarnarnesi, frá sér yfirlýsingu þar sem hækkuninni er harðlega mót- mælt. Hún sé með öllu óréttlætanleg og ekki í takt við þau kosningarloforð sem gefin hafi verið fyrr á þessu ári. Ásgerður var spurð hvort þetta væri rétt. „Við sögðum í okkar kosn- ingaloforðum að við myndum halda álögum á íbúa eins lágum og hægt væri. En því miður, miðað við stöðu bæjarins og fallandi tekjur, þá stóð- um við bara frammi fyrir því að þurfa að hækka útsvarið,“ sagði hún. Gjaldskrár Seltjarnarnesbæjar voru hækkaðar um 7,5% um síðustu áramót og Ásgerður sagði að ekki væri hægt að hækka þær meira. „Nú er það stefna hverrar bæjarstjórnar að ákveða hvaðan hún vill sækja fjár- magnið. Við ákváðum að fara bland- aða leið.“ Í grein sem Ásgerður skrifaði í Morgunblaðið 29. maí 2010 sagði hún að útsvarstekjur bæjarins hefðu dregist mjög saman, sérstaklega á árinu 2009. „Við völdum að halda okkar striki, halda óbreyttu útsvari en um leið tryggja gott þjónustu- stig,“ sagði þar. Ásgerður sagði að í maí hefði ekki legið fyrir hversu mikill samdráttur- inn í útsvarstekjunum yrði. Tekjurn- ar hefðu lækkað meira en gert var ráð fyrir. Í endurskoðaðri fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 kemur fram að skatt- tekjur voru hærri en áætlað var og sagði Ásgerður að ástæðan væri einkum framlag jöfnunarsjóðs en það yrði ekki nándar nærri jafn hátt 2011. Útgjöld A-hluta bæjarsjóðs hækkuðu þó meira en sem því nemur líkt og kemur fram í töflunni hér að ofan og stefnir í 106 milljóna tap- rekstur. Nauðsynlegt að hækka vegna lækkandi tekna  Flestir liðir hærri en gert var ráð fyrir Ásgerður Halldórsdóttir Meiri tekjur en enn meiri kostnaður Endurskoðuð fjárhagsáætlun Seltjarnarness 2010 Breytingar Endurskoðuð A- hluti Áætlun 2010 2010 áætlun 2010 Skatttekjur 1.798.930.000 40.500.000 1.839.430.000 Félagsþjónusta (164.029.456) (3.613.727) (167.643.183) Fræðslumál (1.083.917.483) (46.575.000) (1.124.892.483) Menningar- og félagsmál (58.891.236) (2.250.000) (61.141.236) Íþróttir, æskulýðsmál, og útivist (370.577.399) (67.740.746) (438.318.145) Brunamál og almannavarnir (31.310.000) 0 (31.310.000) Sorphreinsun og hreinlætismál (13.600.000) (970.000) (14.570.000) Skipulagsmál (29.100.360) (6.500.000) (35.600.360) Götur, holr. og umferðarm. (útrásir) (69.340.000) 2.035.800 (67.304.200) Almenningsgarðar og opin svæði (44.528.708) (3.907.000) (48.435.708) Framlag til atvinnumála (300.000) 0 (300.000) Sameiginlegur kostnaður (156.090.143) (27.185.000) (169.875.143) Breyting lífeyrisskuldbindinga (20.000.000) 0 (20.000.000) Fjármagnsliðir 326.815.225 (120.000.000) 206.815.225 Eignasjóðir rekstur -32.830.354 81.200.000 48.369.646 Þjónustumiðstöð -30.370.206 23.000.000 -7.370.206 Sveitarsjóður A - hluti 20.859.879 -132.005.673 -92.145.794 B- hluti fyrirtæki og stofnanir (15.348.622) 19.646.079 (14.702.543) Samtals A og B hluti 5.511.257 -112.359.594 -106.848.337 Hágæða gólfbón fyrir flest gólfefni - einfalt og fljótlegt í notkun! Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Áfangar - Vélaleiga Húsavíkur - Nesbakki - Skipavík - SR byggingavörur - Eyjatölvur - Miðstöðin - Óskaþrif Hólmavík - Pottar og prik - Núpur - Litaver - Byggt og búið Heildsöludreifing: Ræstivörur ehf - Sími 567 4142 - www.raestivorur.is Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld með 6 atkvæðum gegn 1. Guðmundur Magnússon, forseti bæjarstjórnar, greiddi einn atkvæði gegn fjárhagsáætluninni. Hann telur hækkunina óþarfa. Í bókun sem Guðmundur lagði fram á fundinum segir að ljóst sé að hækkun útsvarsins, sem nemi um 7,3%, muni hafa verulega auknar byrðar á Seltirninga í för með sér. Kann að reynast fólki ofraun Þeir hafi eins og aðrir landsmenn tekið á sig skattahækkanir ríkis- stjórnar og kjararýrnun samfara tekjumissi og lækkandi kaupmætti. „Við slíkar aðstæður er það bein- línis skylda bæjarstjórnar og ekki síst meirihluta Sjálfstæðisflokks, sem fyrir kosningar lofaði að skattar yrðu ekki hækkaðir, að leita allra leiða til að hlífa skattgreiðendum við frekari álögum. Hækkun útsvars í 12,98% leggur að meðaltali allt að 110 þúsund króna aukna skattbyrði á hverja fjölskyldu á Seltjarnarnesi sem í einhverjum tilfellum kann að reynast fólki of- raun við núverandi aðstæður.“ Guðmundur sagði að með því að hagræða í rekstri og lækka útgjöld mætti komast hjá hækkun útsvars. Hann lagði fram sértillögu þess efnis á fundinum í gær sem var felld með 6 atkvæðum án efnislegrar umræðu. Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1  Óþarfi og íþyngjandi fyrir bæjarbúa Ingunn AK er á austanverðum Kolbeinseyjar- hryggnum og var komin með um 600 tonn af loðnu í gærmorgun, en þrjú skip hafa leitað loðnu norð- an við land und- anfarna daga. Á vef HB Granda var haft eftir Guðlaugi Jóns- syni, skipstjóra á Ingunni, að að- stæður á Kolbeinseyjarsvæðinu væru mjög erfiðar vegna mikilla strauma og erfitt væri að hitta á loðnutorfurnar. Austan við Kol- beinsey væri loðnan stór og falleg en af blandaðri stærð fyrir vestan. Stór og fög- ur loðna við Kolbeinsey Veiði Loðnan stendur djúpt. „Kosningakerfið hefur eflaust óteljandi kosti en það hefur óneitanlega þann galla að vera ógagnsætt,“ segir Gunnar Her- sveinn rithöfundur, sem var meðal frambjóðenda til stjórn- lagaþings. „Við hljótum að gera þá kröfu að bæði frambjóðendur og kjós- endur geti skilið útreikningana án þess að þurfa að fara á nám- skeið. Kjósendur þurfa að þekkja kerfið til að geta raðað skyn- samlega á lista og þeir hljóta að gera þá kröfu að niðurstaðan sé skýr og greinileg fyrir fleiri en stærðfræðinga. Frambjóðandi þarf jafnframt að geta ráðlagt kjósendum sín- um ef hann er spurður og einnig að geta út- skýrt niðurstöðuna. Lýðræði krefst gagnsæis upplýs- inga vegna þess að við viljum ekki reiða okk- ur alfarið á vald sérfræðing- anna.“ Lýðræðið krefst gagnsæis FLÓKIÐ KOSNINGAKERFI Gunnar Hersveinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.