Morgunblaðið - 07.12.2010, Page 9

Morgunblaðið - 07.12.2010, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 FRANSA buxurnar eru komnar Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Háar í mittið Beinar skálmar Str. 34-46 SPARIBUXUR í 3 síddum Str. 36 - 52 Tekið er á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar: Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590. Tökum á móti matvælum og fatnaði að Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360 og 892-9603. Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi hjálparsamtökin, áttunda árið í röð. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin fyrir starfsstöðvar okkar í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóðfélaginu og eiga um sárt að binda.Leggjum okkar af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. ICELANDAIR GROUP HLUTAFJÁRÚTBOÐ Stjórn Icelandair Group hf. („félagið“), kt. 631205-1780, tilkynnti um hlutafjárútboð í félaginu 17. nóvember 2010. Alls verða boðnar til kaups á bilinu 500 til 1.059 milljónir nýrra hluta í almennu hlutafjárútboði („útboðið“) með útgáfu nýrra hlutabréfa („nýir hlutir“) í félaginu. Ef félaginu berast áskriftir í færri en 500 milljónir hluta munu engir nýir hlutir verða boðnir til kaups. Útboðið hefst miðvikudaginn 8. desember 2010, klukkan 10:00, og lýkur fimmtudaginn 23. desember 2010, klukkan 16:00. Félagið mun birta lýsingu 7. desember vegna útboðsins. Lýsingin samanstendur af útgefandalýsingu, dagsettri 28. október 2010, ásamt samantekt og verðbréfalýsingu, dagsettum 7. desember 2010. Hægt er að nálgast lýsinguna á heimasíðu félagsins, www.icelandairgroup.is, en prentuð eintök verða einnig aðgengileg á aðalskrifstofu félagsins á Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík, í 12 mánuði frá birtingardegi. Stjórn félagsins hefur nú gengið frá skilmálum útboðsins. Útboðsgengið verður 2,5 kr. á hvern nýjan hlut. Einungis er hægt að greiða fyrir nýja hluti með reiðufé í íslenskum krónum. Allir nýir hlutir eru í sama flokki. Hlutirnir gefa allir sömu réttindi og eru sambærilegir við eldri hluti að öllu leyti. Nýjum hlutum í félaginu verður úthlutað á eftirfarandi hátt: 1. Núverandi hluthafar félagsins úr hluthafaskrá 17. nóvember 2010 skv. Verðbréfaskráningu Íslands hafa forkaupsrétt að 799 milljón nýjum hlutum í útboðinu. Hlutabréf sem voru keypt eftir 15. nóvember njóta ekki forgangsréttar. Ef forgangsréttur hluthafa verður ekki nýttur að fullu verða hlutirnir boðnir almennum fjárfestum. Hluthafar skulu fylla út rafrænt skráningareyðublað á heimasíðu Íslandsbanka, www.isb.is. Öllum hluthöfum verður sendur póstur 7. desember 2010 með upplýsingum um nafnverð og gengi þeirra hluta er hluthafi á rétt til að kaupa, um frest til áskriftar og um greiðslukjör. Hluthöfum var jafnframt sent notandanafn og lykilorð að rafrænu skráningareyðublaði á heimasíðu Íslandsbanka. Ef hluthafi sem óskar eftir þátttöku hefur ekki fengið úthlutað notandanafni og lykilorði getur sá hinn sami haft samband við Íslandsbanka í síma +354 440 4920. Nýjum hlutum verður úthlutað samkvæmt lögum um hlutafélög nr. 2/1995 og samþykktum félagsins. Ef hluthafi nýtir ekki forgangsrétt sinn til fullnustu verður öðrum forgangsréttarhöfum boðið að auka við hlut sinn í útboðinu. Hluthafar sem vilja nýta sér forgangsrétt hluthafa, sem ekki taka þátt í útboðinu, geta skráð sig fyrir fleiri hlutum en forgangsréttur viðkomandi hluthafa segir til um. Umframhlutum verður svo úthlutað hlutfallslega eftir skráðri hlutafjáreign 17. nóvember 2010 hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Ef fjöldi nýrra hluta gengur ekki upp í heila tölu verður námundað niður á við. 2. Allir starfsmenn félagsins ásamt dótturfélögum þess, að undanskildum Bluebird Cargo ehf. og SmartLynx AOC, sem voru starfandi hjá félaginu 31. október 2010 hafa forgang á 160 milljón nýjum hlutum í útboðinu. Ef starfsmenn skrá sig ekki fyrir þeim hlutum verða þeir boðnir almennum fjárfestum. Starfsmenn félagsins geta fundið tengil á rafrænt skráningareyðublað hjá Íslandsbanka á innraneti félagsins (Mywork). Starfsmenn sem nýta sér tengil af innraneti félagsins fá sjálfkrafa auðkenni á skráningareyðublaði. 3. Almennum fjárfestum á Íslandi verður boðið að kaupa 100 milljón nýja hluti í félaginu ásamt óseldum hlutum frá forgangsréttarhöfum og starfsmönnum. Þátttaka í útboðinu er heimil öllum íslenskum einstaklingum og lögaðilum sem lögum samkvæmt er heimil þátttaka í hlutafjárútboðum. Starfsmönnum Íslandsbanka er heimilt að taka þátt í almenna hluta útboðsins en þátttaka þeirra takmarkast við fyrstu þrjár klukkustundir skráningar 8. desember 2010. Fjárfestar skulu skrá sig fyrir nýjum hlutum í félaginu á rafrænu skráningareyðublaði á heimasíðu Íslandsbanka, www.isb.is/Icelandair. Ákvörðum um úthlutun á nýjum hlutum til starfsmanna og almennra fjárfesta verður tekin af stjórn félagins að útboðstímanum loknum. Stjórn félagins áskilur sér rétt til þess að hafna öllum áskriftum, að hluta eða öllu leyti. Niðurstaða útboðsins verður tilkynnt 30. desember 2010. Tilkynningin mun innihalda heildarfjölda nýrra hluta, fjölda þátttakenda, fjölda áskrifta í einstökum liðum útboðsins ásamt ákvörðun stjórnar félagsins um úthlutun nýrra hluta. Greiðsluseðill verður sendur í heimabanka þátttakenda 30. desember 2010. Þátttakendur geta einnig valið að fá sendan greiðsluseðil á heimilisfang sitt ef þeir merkja sérstaklega við þann valkost á skráningar- eyðublaðinu. Þátttakendur sem ekki fá greiðsluseðil munu ekki fá úthlutað nýjum hlutum í félaginu. Engar frekari tilkynningar verða sendar varðandi úthlutun nýrra hluta. Áætlað er að nýju hlutirnir verða teknir til viðskipta á aðalmarkaði NASDAQ OMX Ísland í síðasta lagi 11. janúar 2011. Gjalddagi útsendra greiðsluseðla er 6. janúar 2010. Stjórn félagins getur ákveðið að innheimta greiðsluseðlana samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 eða fellt niður áskrift ógreiddra hluta og úthlutað þeim til þriðja aðila án tilkynningar til þátttakanda. ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 52 67 3 12 /1 0 GROUP Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ríkisendurskoðun fer hörðum orð- um um reikningsskil og fjármála- stjórn ríkisins í nýrri skýrslu, Endurskoðun ríkisreiknings 2009, en þar er m.a. „gagnrýnt að ekki skuli í ríkisreikningi getið um veru- legar fjárhagslegar skuldbindingar sem ríkissjóður tók á sig á síðasta ári vegna yfirtöku banka á innstæð- um í föllnum fjármálafyrirtækjum“. Jafnframt er „gerð alvarleg at- hugasemd við þá ákvörðun landbún- aðarráðuneytisins árið 2005 að verja fé sem fékkst við sölu á Lánasjóði landbúnaðarins, rúmlega 214 millj. króna, til kaupa á bankabréfum hjá Kaupþingi“. „Við hrun bankans árið 2008 voru bréfin skilgreind sem al- mennar viðskiptakröfur og benda líkur til þess að féð sé nú að veru- legu leyti glatað,“ segir í skýrslunni. Ráðherra vill yfirfara gögn Spurður um málið sagði Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðar- ráðherra, að hann þyrfti að kynna sér gögn áður en hann tjái sig um málið á allra næstu dögum. Í skýrslunni er einnig vikið að þeirri ákvörðun stjórnvalda í fyrra að leggja fram 11,6 milljarða í tengslum við endurreisn Sjóvár. Telur Ríkisendurskoðun ekki ljóst „við hvaða lagaheimild fjármálaráð- herra studdist“ og þykir málið því gefa tilefni til að „endurskoða þann lagagrunn sem þátttaka ríkissjóðs í endurskipulagningu fjármálafyrir- tækja hefur hingað til byggst á“. Fóru ekki að tilmælum Rifjað er upp að 14. ágúst 2009 hefi ríkisstjórnin gefið út tilmæli til ráðuneyta og stofnana um að lækka laun umfram 400 þúsund kr. á mán- uði, með það að markmiði að ná fram 3-10% sparnaði. Skýrslan leið- ir hins vegar í ljós að „fjölmargar stofnanir urðu ekki við tilmælum ríkisstjórnarinnar“. „Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig fjármálaráðuneytið og önn- ur ráðuneyti stóðu að því að kynna þau og leiðbeina um framkvæmd þeirra. Nauðsynlegt er að tilmæli til stjórnenda stofnana séu skýr og valdi ekki misskilningi eða misræmi í framkvæmd.“ Vekur þessi gagnrýni athygli, ekki síst í ljósi þess að Skúli Helga- son, þingmaður Samfylkingar og einn nefndarmanna í vinnuhópi um ríkisfjármál sem var m.a. að falið að yfirfara launamálin, lýsti því yfir 15. júní 2009 að þótt launalækkunin væri ekki einföld aðgerð væru skila- boðin til kjararáðs skýr. „Ég held að þetta sé hluti af því að ná sátt í þjóðfélaginu um aðgerðir sem verða erfiðar og sársaukafullar.“ Óreiða í fjár- málastjórn ríkis- stjórnarinnar  Hörð gagnrýni Ríkisendurskoðunar  Loforð um lækkun launa ekki efnd Laun vega þungt » Fram kom í úttekt Morgun- blaðsins 16. júní 2009 að laun væru 51% af útgjöldum heil- brigðisráðuneytisins. » Hlutfallið var 68% í við- skiptaráðuneytinu og dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 46% í utanríkisráðuneytinu, 55% í fjármálaráðuneytinu og 51% í umhverfisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.