Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 11

Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 11
Þetta voru keppendur sem ég er bæði með í fullri þjálfun og aðrir sem ég sé um mataræðið hjá, er að mæla reglulega og bý til prógramm fyrir en er ekki með í fullri þjálfun.“ Spurður hver sé lykillinn að þessum góða árangri svarar Konráð því að hann leggi mikið upp úr góðu aðhaldi. „Ég legg fyrst og fremst áherslu á gríðarlega mikið aðhald og fylgist mjög vel með þeim sem ég þjálfa. Ég byrja mjög snemma í nið- urskurði fyrir svona mót, þremur mánuðum fyrir byrja ég að láta fólk brenna og skera niður í mataræði. Ég breyti matarprógramminu reglulega og mæli þau oft. Þetta snýst ekki bara um að skera niður, það þarf að sjálfsögðu að byggja upp og ná þessu fullkomna sam- ræmi sem dómararnir leita eftir. Fólk nær mjög góðum skurði hjá mér, það skiptir miklu máli í rest- ina. Svo er ég með fólkið í aðhaldi allt árið, það er að fá prógramm til að laga sína galla og hjálpa til við að bæta líkam- ann. Ég sleppi ekki höndunum af þeim strax eftir mót heldur held ég áfram með þau og vinn með þeim allt árið eins og það á að vera. Ég hef sjálfur mikla reynslu af svona mótum, hef keppt sjö sinnum í vaxtarækt og fimm sinnum verið Íslandsmeistari í mín- um flokki, þetta er áhugamál mitt númer eitt og ég ligg yfir þessu öll- um stundum svo ég veit hvað þarf til.“ Konráð segist aðallega vera með stelpur í þjálfun. „Ég hef meira gaman af því að þjálfa þær, þær eru oft harðari en strákarnir og fylgja leiðbeiningum vel eftir. Strákarnir reyna að fara auðveldari leiðina að þessu, eru kærulausari og ætla að taka þetta bara í restina en stelp- urnar eru frá fyrsta degi á fullu.“ Fjölbreytnin í fyrirrúmi Konráð þjálfar ekki aðeins keppnisfólk heldur er hann með mikið af venjulegu fólki sem vill að- eins koma sér í form. En hvað græðir það á því að fara til einka- þjálfara? „Það fær réttar leiðbeiningar strax og lærir hvernig á að gera þetta rétt, hvernig á að haga sér í mataræði og æfingum og hvernig á að stunda þrekæfingar og hversu ákaft. Það er alltaf hætt við því að fólk festist í sömu rútínunni, geri það sama mánuð eftir mánuð, en með einkaþjálfara er fjölbreytnin í fyrirrúmi, þú ert sífellt að koma lík- amanum á óvart og hvetja hann til að bæta sig og styrkja. Maður sér fólk sem hefur verið í saln- um árum saman og lítur alltaf eins út, er alltaf tíu kílóum of þungt, gerir alltaf sömu æfing- arnar og er á sama hraðanum á brettinu en þegar einkaþjálf- ari kemur inn í breytir hann öllu,“ segir Konráð sem hefur nóg að gera. „Ég hef verið með þétta dagskrá frá því ég byrjaði að þjálfa. En þetta tók kipp eftir hrunið, þá sótti fólk meira í að eyða peningum í sjálft sig og að leita meira innávið og það er nú jákvætt. Ég bjóst við að það yrði öfugt en í mínu tilfelli hefur vinnan bara auk- ist,“ segir Konráð sem er nánast með sama fólkið í þjálfun árið um kring. „Flestir eiga bara sinn tíma og mæta nánast allt árið, það er kannski mánuð frá þjálfun yfir sum- artímann. Svo er keppnisfólkið að koma inn kannski þremur mán- uðum fyrir mót í fulla þjálfun og æf- ir svo sjálft þar fyrir utan,“ segir Konráð. Meistari Eva María Davíðs- dóttir hefur æft hjá Kon- ráð og verið sigursæl. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 n o a t u n . i s 250 ML F ÚRFISKBOR ÐI ÚR FISKBORÐI FERSKIR Í FISKI GUNNARS MAJONES 189 KR./STK. PHILADELPHIA SMUROSTUR 4 TEGUNDIR 398 KR./STK. MYLLU ENSK JÓLAKAKA KR./STK. 599 Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÝSA Í KONÍAKS- OG HUMARSÓSU KR./KG 1598 INDVERSKIR KJÚKLINGALEGGIR KR./KG 898 Fjölmennt á Esjuna Þorsteinn ætlar að ganga á síð- asta toppinn, númer 365, næstkom- andi laugardag, 11. desember. Er það toppur Esjunnar og með hon- um í för verður Björgunarsveitin Kyndill og jafnvel fleiri björg- unarsveitir og eru sem flestir hvattir til að fjölmenna með þeim. Þann dag kl. 14 verður mæting við Esjustofu, en gangan hefst stund- víslega kl. 14.30. Milli kl. 16-17 er takmarkið að búa til ljósafoss frá toppi Esjunnar og niður að rótum. Þá verða allir göngumenn beðnir að hafa meðferðis vasa/ennisljós eða kyndla á leiðinni niður í rökkr- inu. Þeir sem treysta sér ekki í gönguna, eru hvattir til að koma að rótum fjallsins eða aðeins upp í brekkuna og sameinast göngu- hópnum síðasta spölinn niður. Allur ágóði af kaffisölu í Esjustofu renn- ur til Ljóssins þennan dag. „Ég ætla að ná sem flestum með í þessa lokagöngu og gera Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Göngugarpurinn Þorsteinn Jak- obsson er að ná því markmiði sínu að ganga á 365 fjallstoppa á árinu. Gönguna hóf hann 1. janúar í ár og fer hana til að minna á og styrkja fimm ára afmælisár Ljóssins, end- urhæfingar- og stuðnings- miðstöðvar fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstand- endur þeirra. Fyrsti toppurinn var á Helgar- felli og síðan hefur Þorsteinn geng- ið á fjallstinda að meðaltali sex daga í viku um allt land. Hann hef- ur haldið dagbók allan tímann og einnig skrifað í bækur sem hafa verið til staðar á toppum fjallanna. „Þetta er búið að ganga gríð- arlega vel og eiginlega vonum framar, ég er búinn með 364 toppa og þótt markmiðinu sé náð er þetta fyrst og fremst búið að vera ævin- týraríkt ár,“ segir Þorsteinn. Hann hefur gengið á fjöll víða um land á árinu. „Ég reyndi að fara yfir það helsta í hverjum landshluta. Ég fór á suma toppana oft og það gæti verið að ég hafi gengið oftast á Esj- una, enda það fjall sem er næst mér. Annars er ég ekki búinn að taka það saman. Ég hafði það fyrst að mark- miði að hafa þetta sjötíu og fimm fjöll og fara nokkrum sinnum á hvert, en ég endaði á að komast á toppa á vel yfir hundrað fjöllum,“ segir Þorsteinn sem tók stundum tvö fjöll á dag. Hann var sjaldnast einn á ferð. „Ég gekk mikið með Toppförum og fullt af öðrum göngufélögum. Ég hef líka verið það lánsamur að hitta fólk á fjöllum sem hefur gengið með mér sem var æðislegt.“ Spurður hvort hann eigi sér uppáhalds fjallstopp svarar Þor- steinn að hann eigi óskaplega erfitt með að gera upp á milli því hver toppur hafi sinn sjarma. „Mér finnst rosalega gaman að standa uppi á Hvannadalshnjúk. Það er kannski einn og einn staður sem ég hef enga sérstaka ástríðu til að fara á aftur en þeir eru svo fáir að þeir eru varla teljandi, hver staður hef- ur sinn sjarma.“ þetta hátíðlegt með því að minna á ljósið í myrkrinu. Ég skora á alla gönguhópa að taka þátt, það verð- ur gleði í þessu,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn hefur tvisvar áður gengið til styrktar Ljósinu og ætlar að gera það aftur, en hvers vegna? „Mér finnst þetta svo góður mál- staður og starfið er svo óeig- ingjarnt og allt fallegt í kringum þetta. Ljósið er svo mikil stoð og stytta þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandenda. Það gefur mér líka gríðarlega mikið að geta tekið þátt í svona verkefnum,“ segir Þorsteinn sem fær aldrei nóg af þessu labbi. „Ég er með fullt af öðrum markmiðum sem koma í ljós síðar. Ég er ekki hættur þessu. Útivistin nærir líkama og sál og maður er hvergi eins nærri sjálfum sér eins og á fjallstoppi.“ Þeim sem vilja styrkja göng- una er bent á styrktarsjóð Ljóssins, bankareikning 0130-26-410520, kt. 590406-0740. Ganga og góðverk 364 Þorsteinn Jakobsson á toppi Trölladyngju á sunnudaginn var. Mynda ljósafoss niður Esjuna varandi skriftir með blýanti eða penna. Við einhæfar hreyfingar í langan tíma getur komið fram sina- dráttur nánast hvar sem er í lík- amanum. Allir fá sinadrátt en hjá flestum eru það óþægindi sem koma sjaldan og valda litlum vandræðum. Ekki má rugla sinadrætti saman við verki í fótleggjum eða lærum sem koma við áreynslu vegna lélegrar blóðrásar eða brjóskloss í hrygg. Þeir sem fá oft verki í fótleggi við gang eða aðra áreynslu ættu að leita læknis. Teygjur eru besta ráðið Á þessum ágæta vef eru einnig ágæt ráð til að koma í veg fyrir sina- drátt. „Besta ráðið við sinadrætti er að teygja á viðkomandi vöðva, var- lega en ákveðið og þá hverfa óþæg- indin venjulega fljótt. Oft er gott að spenna vöðvana sem eru á móti þeim sem sinadrátturinn er í, til dæmis er gott ráð við sinadrætti í kálfa að spenna fótinn upp á við og toga svo í hann þar til sinadrátturinn hverfur. Einnig getur verið gott að kreista og nudda vöðvann og sumum finnst gott að fara í heitt eða kalt bað. Til að koma í veg fyrir sinadrátt er mik- ilvægt að forðast vökvatap, gera teygjuæfingar fyrir og eftir áreynslu og gæta þess að ofreyna sig ekki.“ Á vefsíðunni heilsa.is segir að kalk og magnesíum séu mikilvæg stein- efni fyrir fólk sem er gjarnt á að fá sinadrætti og sama er að segja um E- vítamín. Eitt ráðið til að forðast sina- drátt er því að passa vel upp á að borða fæðutegundir sem innihalda þetta þrennt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.