Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 14

Morgunblaðið - 07.12.2010, Side 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Fjármálaráðherrar evruríkjanna 16 funduðu í gærkvöldi, til að leita lausna á vandanum sem á rætur að rekja til fjárlagahalla og skulda- söfnunar aðildarríkja. Fyrr um daginn höfnuðu Þjóðverjar tillögum um að stækka neyðarsjóð ESB, sem nú er 440 milljarðar evra, og útgáfu evruskuldabréfs. „Ég sé enga þörf á því að stækka sjóðinn,“ sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, í gær. Hún sagði einnig að lög Evrópusam- bandsins leyfðu ekki að gefið yrði út sameiginlegt evruskuldabréf. Evrópubankinn jók kaup sín á skuldabréfum verst stöddu evru- ríkjanna í síðustu viku og lækkaði ávöxtunarkrafa þeirra við það. Þar með er Evrópubankinn á svipaðri vegferð og seðlabanki Bandaríkj- anna, sem kaupir ríkisskuldabréf af krafti þessa dagana. Seðlabankarn- ir prenta nýja peninga til að kaupa skuldabréfin, til að lækka fjár- mögnunarkostnað og í von um að auka veltu og umsvif. Gagnrýnend- ur vara þó við hættu á því að gjald- miðlarnir þynnist út og verðbólga myndist. Átök um evruna Reuters Merkel Þýski kanslarinn hafnar útgáfu sameiginlegs evruskuldabréfs og sömuleiðis tillögum um að stækka neyðarsjóð Evrópusambandsins.  Fjármálaráðherrar leita lausna  Evrópubankinn kaupir skuldabréf ● Fjárfesting og útlán munu ekki taka við sér fyrr en fjárfestar hafa „losnað úr faðmlögum við ríkið“ og bankarnir geta fjármagnað sig til lengri tíma. Þetta kemur fram í Markaðspunktum grein- ingardeildar Arion banka, þar sem fjallað er um áhrif bankaskatts. Bankaskatturinn svokallaði felur það í sér að fjármálafyrirtæki, sem upp- fylla ákveðin skilyrði, greiða gjald af heildarskuldum sínum, að frádregnum tryggðum innlánum. Greiningardeildin metur það svo að hið hækkaða iðgjald vegna innstæðu- tryggingar komi óhjákvæmilega til með að auka vaxtamun. Lenging fjármögn- unar muni verða dýrari, „þar sem bind- ing innlána kostar auka vaxtapremíu og sama á við um útgáfu skuldabréfa“. Hefðbundin starfsemi banka, innlána- og útlánastarfsemi, verði einfaldlega dýrari. Áhrif þessa verða aukinn kostnaður þjóðfélagsins í heild, sem birtist í minni fjárfestingu og sparnaði. Vaxtamunur eykst STUTTAR FRÉTTIR ... ● Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,53 prósent í viðskiptum gær- dagsins og endaði vísitalan í 200,66 stigum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,71 prósent og sá óverð- tryggði um 0,13 prósent. Velta var í minna lagi og nam um 4,4 milljörðum króna. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk- aði um 0,37 prósent í gær þrátt fyrir 9,7 prósenta lækkun bréfa Atlantic Petroleum. BankNordik lækkaði um rúmt eitt prósent, en bréf Össurar hækkuðu um 1,92 prósent. Velta á hlutabréfamarkaði nam 17,6 milljónum króna. bjarni@mbl.is Skuldabréf hækka ● Benedikt Árna- son hefur verið ráðinn til Sam- keppniseftirlits- ins sem ráðgjafi í fullu starfi, en hann mun taka þátt í ýmsum rannsóknum sem varða endur- skipulagningu fyr- irtækja og yfirtökur banka á fyr- irtækjum. Benedikt er hagfræðingur að mennt, með MA-gráðu í hagfræði og MBA- gráðu í fjármálum frá University of To- ronto í Kanada. Hann var forstjóri Ask- ar Capital um tveggja ára skeið frá haustinu 2008, aðstoðarframkvæmda- stjóri og svæðisstjóri fyrir Ísland hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Hels- inki um þriggja ára skeið og þar áður skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskipta- ráðuneytinu um árabil. Benedikt ráðinn til Samkeppniseftirlitsins Benedikt Árnason Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Áætlaður rekstrarkostnaður Exista, sem er um 400 milljónir króna á ári, kemur að stærstum hluta til vegna áætlaðs lögfræðikostnaðar, að sögn stjórnarformanns félagsins, Péturs J. Eiríkssonar. Á hluthafafundi Exista í gær var nýr maður kosinn í stjórn, Matt Hinds, breskur lögmaður sem hefur unnið með Exista að endurskipu- lagningu félagsins. Hann kemur í stað Úlfars Steindórssonar og er fulltrúi erlendra kröfuhafa í stjórn- inni. Á fundinum voru einnig samþykkt laun fyrir stjórnarsetu og eru þau 400.000 krónur fyrir formann stjórn- ar og 300.000 krónur á mánuði fyrir aðra stjórnarmenn. Þessu til viðbót- ar fá stjórnarmennirnir 150.000 krónur fyrir hvern fund sem haldinn er, upp að þremur fundum á mánuði. Þýðir þetta að heildarlaun stjórnar- manna geta orðið allt að 4,6 milljónir á mánuði. Það sem af er mánuðinum hefur stjórnin fundað fjórum sinn- um. Segir Pétur að þóknunin sé svo há sem raun ber vitni vegna þess hve mikil vinna fylgi stjórnarsetunni. Þá samþykktu hluthafar tillögu stjórnar Exista um að stjórnarmönn- um Exista og stjórnarmönnum dótt- urfélaga Exista væri veitt skaðleysi fyrir störf þeirra í þágu félaganna. Pétur segir að þetta ákvæði sé ekki óvenjulegt fyrir fyrirtæki í þeirri stöðu sem Exista sé í. „Áður en sitj- andi stjórn tók við félaginu var búið að taka fjölda ákvarðana sem við fengum í hendurnar. Hafa hluthafar nú samþykkt að stjórnarmönnum verði ekki stefnt fyrir dóm fyrir störf þeirra, nema ef þeir brjóta reglur eða sýna af sér stórfellt gáleysi.“ Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu áður er í nauðasamningi fyrir Exista gert ráð fyrir því að rekstrarkostnaður félagsins verði um 400 milljónir króna á ári. Pétur segir að starfsmenn félagsins séu níu talsins, en langstærstur hluti kostn- aðarins komi til vegna áætlaðs lög- fræðikostnaðar á næstu árum. „Við gerum ráð fyrir því að félagið muni þurfa að eiga í fjölda dóms- mála á næstu árum, bæði sem sóknar- og varnaraðili og það kemur til með að kosta sitt,“ segir Pétur. Hluthafafundurinn í gær fór fram fyrir luktum dyr- um og fengu fjölmiðlar ekki aðgang að honum. Stjórnarlaun 4,6 milljónir  Stjórnarmenn Exista fá 300.000 krónur á mánuði  Fá greiddar 150.000 krónur aukalega fyrir allt að þrjá fundi í mánuði  Lögfræðikostnaður verður mikill Morgunblaðið/Eggert Hluthafar Kröfuhafar Exista eiga nú allt hlutafé félagsins og þar á meðal eru íslenskir lífeyrissjóðir.                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-// ++.-.1 /2-.,, +3-145 +5-5+3 ++5-.. +-.3+ +04-14 +4+-5. ++,-41 +01-55 ++.-0/ /2-,2, +1-2+/ +5-550 ++5-55 +-.34 +05-,0 +4/-24 /24-+021 ++,-35 +32-+ ++,-24 /2-,5, +1-253 +5-0+5 ++5-11 +-.31 +05-11 +4/-,0 Áætlanir um endurheimtur í grein- argerð með nauðasamningum Ex- ista eru of háar, að mati umsjón- armanns með nauðasamningunum. Eins og Morgunblaðið hefur áður greint frá seg- ir í athugun umsjón- armannsins að áætlanir um 7-53 prósent séu of bjartsýnar og geti ekki orðið grundvöllur að ákvörðun á virði eigna félagsins í dag. Segir í athuguninni að Exista sjálf meti virði Skipta, móð- urfélags Símans, núll og sama á við um eignarhluti í Lýsingu og Bakkavör. Þá gagnrýnir umsjónarmaðurinn það að virði VÍS og LífÍs sé miðað við árið 2020, en ekki núvirt. Telur hann að núvirt virði VÍS sé um 11 milljarðar og LífÍs um 1,5 millj- arðar króna. Spár sagðar of bjartsýnar ENDURHEIMTUR KRÖFUHAFA Exista

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.