Morgunblaðið - 07.12.2010, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.12.2010, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Fredericia. AFP. | Börn leika sér á þaki mosku og fara í feluleik í hindúahofi óvenjulegs leikvallar sem reistur hefur verið í Danmörku með það að markmiði að stuðla að umburðarlyndi í trúmálum. Sjálfboðaliðar úr röðum kristinna manna, múslíma og hindúa tóku þátt í því að reisa leikvöllinn, sem þeir lýsa sem „leikbrú milli trúarhópa“, en hann var opnaður í bænum Fredericia í ágúst. Þar eru moska með gylltu hvolfþaki, rauð og hvít þorpskirkja og skærlitt hindúa- hof. „Það er gaman að sjá hvernig moska og hindúahof líta út og leika við börn úr öðrum trúarhópum,“ sagði níu ára stúlka, Caroline, sem klifraði í einu líkananna á vellinum. Móðir eins barnanna, Hanne Ravn, sagði að leikvöllurinn væri kjörinn staður til að koma börnunum í kynni við önnur trúarbrögð og aðra menningarheima. „Það er mikilvægt að foreldrar tali við börnin, kenni þeim að vera umburðarlynd og opin fyrir öðrum, frá unga aldri.“ Caroline hefur aldrei komið inn í raunverulega mosku og litlar líkur eru á því að það breytist á næstunni þar sem áformum um að reisa mosku í Kaupmannahöfn hef- ur verið frestað vegna fjárhagserfiðleika. Orðrómur er á kreiki um að klerkastjórnin í Íran hafi lagt fé í verkefnið. Spenna milli trúarhópa Múslímar eru næstfjölmennasti trúarhópurinn í Dan- mörku, yfir 200.000 og um 3,5% af íbúafjöldanum. Gætt hefur aukinnar andúðar á múslímum í Dan- mörku eftir að Jyllands-Posten birti tólf skopmyndir af Múhameð spámanni árið 2005. Múslímar víða um heim litu á myndirnar sem guðlast og birting þeirra leiddi til mótmæla og í nokkrum tilvikum til mannskæðra óeirða. Íslamskir öfgamenn hótuðu árásum á Dani og lögðu á ráðin um hryðjuverk í Danmörku, m.a. árásir á skrif- stofur Jyllands-Posten og einn skopteiknaranna. Stjórn- völd í nokkrum landa múslíma hafa krafist þess að danska ríkisstjórnin biðjist afsökunar á birtingu skop- myndanna en hún hefur neitað því og lagt áherslu á mikilvægi tjáningarfrelsins í Danmörku. Danski þjóðar- flokkurinn, sem styður ríkisstjórnina, hefur varað við auknum áhrifum íslams í Danmörku og skoðanakönnun, sem birt var í ágúst, bendir til þess að 55% Dana telji að íslam hindri samfélagssátt í landinu. Mehdi Mozaffari, prófessor í íslam við Árósaháskóla, telur að leikvöllurinn geti gegnt mikilvægu hlutverki í því að draga úr fordómum gagnvart múslímum og öðrum trúarhópum. „Með því að leika okkur hérna getum við lært um önnur trúarbrögð,“ sagði Joydal Sritharan, tólf ára Dani sem er ættaður af Srí Lanka og einn fárra hindúa í Danmörku.  Hópur sjálfboðaliða reisir óvenjulegan leikvöll fyrir börn til að stuðla að umburðarlyndi í trúmálum í Danmörku Leikbrú milli trúarhópa Á leikvellinum Börn að leik á þaki mosku leikvallarins. Strendurnar voru nær mannlausar í ferðamannaborginni Sharm el- Sheikh í Egyptalandi í gær eftir að þýskur ferðamaður beið bana í árás hákarls. Nokkrum dögum áð- ur höfðu fjórir ferðamenn særst í árásum hákarla skammt frá ströndinni. Árásirnar ollu mikilli skelfingu meðal ferðamanna í Sharm el-Sheikh og egypsk yf- irvöld hafa beðið bandaríska sér- fræðinga um að rannsaka málið. Margir ferðamenn urðu vitni að því þegar hákarlinn réðst á sjö- tuga konu frá Þýskalandi í fyrra- dag. Daginn áður hafði borg- arstjóri Sharm el-Sheikh lýst því yfir að óhætt væri að synda á svæðinu þar sem tekist hefði að drepa hákarla sem talið var að hefðu ráðist á fjóra ferðamenn, þrjá Rússa og Úkraínumann, nokkrum dögum áður. Egypsk yfirvöld sögðu að tveir hákarlar, hvítuggi og mako- hákarl, hefðu verið drepnir á föstudaginn var og talið var að ekki væri hætta á fleiri árásum. Strandirnar voru opnaðar að nýju þótt sérfræðingar umhverf- isverndarsamtaka hefði sagt að myndir af árásunum leiddu í ljós að hvítugginn, sem náðist, hefði ekki ráðist á ferðamennina, heldur einhver annar hvítuggi. Ströndinni var lokað að nýju eftir árásina á þýsku konuna í fyrradag og yfirvöld sögðust ekki ætla að taka neina áhættu. Eiga sér engin fordæmi Fréttastofan AFP hefur eftir bandarískum hákarlasérfræðingi, Samuel Gruber, að slíkar árásir eigi sér engin fordæmi svo nálægt landi og hann líkir þeim við árásir „Ókindarinnar“ í bandarísku kvik- myndinni „Jaws“ frá 1975. „Há- karlinn beit fleiri en einn mann á einum degi. Öll árin sem ég hef rannsakað hákarlaárásir hef ég aldrei heyrt um hákarla sem ráð- ast á fleiri en einn,“ sagði hann en bætti við að hann undanskildi árásir hákarla á skipbrotsmenn úti á rúmsjó.Nokkrir sérfræðingar telja að hákarlarnir haldi sig nær ströndinni en áður vegna ofveiði í Rauðahafi. Ennfremur hefur kom- ið fram sú kenning að hákarlarnir hafi laðast að svæðinu eftir að lambaskrokkum hafi verið fleygt í sjóinn úr flutningaskipi sem flutti lifandi sauðfé frá Ástralíu til arabalanda vegna fórnarhátíðar múslíma. bogi@mbl.is Árásir hákarla ollu mikilli skelfingu ÚTBREIÐSLA HVÍTUGGA Kyrrahaf Indlandshaf Atlantshaf Egyptaland Miðjarðarhaf Kaíró ÍS R A E L E G Y P T A L A N D R auðahafið N íl 100 km HÁKARLAÁRÁSIR Í EGYPTALANDI Heimildir: www.sharkattackfile.net, IUCN Teikning: Kinyen Pong/RNGS Stærð: 2 m eða minni Heimkynni: Er yfirleitt á hafsvæðum fjarri landi Atferli: Er yfirleitt einn á ferð og syndir hægt nálægt yfirborðinu með útrétta eyrugga Sharm el-Sheikh Sunnudag Hákarl, af tegundinni hvítuggi, drap þýskan ferðamann sem synti nálægt ströndinni 30. nóv. - 1. des. Fjórir kafarar særðust í árásum hákarla - þrír Rússar og Úkraínumaður Hvítuggastofninn er álitinn á viðkvæmu stigi en ekki í útrýmingarhættu Breiður, ávalur uggi með hvítan, flekkóttan enda Langir og breiðir eyruggar Hvítur flekk- óttur endi Trjónan er stutt, breið og ávöl Maður til við- miðunar HVÍTUGGINN EKKI Í ÚTRÝMINGARHÆTTU Þúsundir manna hafa verið fluttar frá heimkynnum sínum í Albaníu, Svart- fjallalandi og Bosníu vegna mikilla flóða á síðustu dögum. Yfir 11.000 manns hafa verið flutt af flóðasvæðunum í Albaníu og stjórn landsins hefur óskað eftir aðstoð Atlantshafsbandalagsins við flutningana. Um 1.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að aðstoða fólk á flóðasvæð- um í grannríkinu Svartfjallalandi. Þarlend yfirvöld sögðu í gær að ástand- ið væri enn alvarlegt við landamærin að Albaníu og í grennd við höfuð- borgina Podgorica. Þessum tveggja tonna flóðhesti var sleppt úr dýragarði nálægt Podgorica vegna flóðanna. Reuters Þúsundir manna á flótta Flóð valda usla á Balkanskaga Héraðsdómur í Rússlandi hafn- aði í gær kröfu Valerís Kúb- arevs, sem kveðst vera af- komandi Ívans grimma, um að hann fengi yfir- ráð yfir hallar- byggingum í Kreml þar sem rússnesk stjórnvöld hafa aðsetur. Kubarev er eldflaugafræðingur en hefur starfað við bankarekstur í tvo áratugi. Hann hyggst áfrýja úr- skurðinum til hæstaréttar. Fær ekki yfirráð yfir höllum Kremlar Valerí Kúbarev RÚSSLAND Nær 1.200 manns hafa verið hneppt í fangelsi í Norður-Kóreu fyrir að horfa á vestræna sjónvarpsþætti og kvikmyndir í suðurkóresku sjón- varpi, að sögn norðurkóreskra flóttamanna í Seúl. Hreyfing norðurkóreskra flótta- manna segir að fólkinu sé haldið í fangelsi í bænum Kaechon og þetta sé í fyrsta skipti sem svo mörgum Norður-Kóreumönnum sé haldið í fangelsi fyrir það eitt að horfa á sjónvarp. Mikil eftirspurn sé í land- inu eftir vestrænu sjónvarpsefni, kvikmyndum og popptónlist. 1.200 í fangelsi fyrir að horfa á sjónvarp NORÐUR-KÓREA Svissneskur póst- banki lokaði í gær reikningi Julians Assange, stofn- anda uppljóstrun- arvefjarins Wiki- Leaks, og skýrt var frá því að breska lögreglan hefði tekið við al- þjóðlegri hand- tökuskipun á hendur honum. Héraðsdómur í Stokkhólmi gaf út handtökuskipunina á hendur Ass- ange vegna ásakana um að hann hefði gerst sekur um nauðganir. Ass- ange neitar sök og segir ákæruna lið í ofsóknum á hendur honum vegna bandarískra skjala sem WikiLeaks hefur birt. Talið er að Assange sé í felum í Englandi, að sögn BBC. Póstbankinn PostFinance kvaðst hafa lokað reikningnum vegna þess að Assange hefði gefið rangar upp- lýsingar um dvalarstað sinn. Hann hefði sagst vera búsettur í Genf, en svo væri ekki. Hann gæti ekki fært sönnur á búsetu í Sviss og því gæti hann ekki átt reikning í bankanum. Reikningi Assange lokað Bresk yfirvöld taka við handtökuskipun Julian Assange

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.