Morgunblaðið - 07.12.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.12.2010, Qupperneq 19
UMRÆÐAN 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010 Slökkvilið höfuborgasvæðisins Munið að slökkva á kertunum Vindsveipur eða gegnumtrekkur getur kveikt eld á ný Skýrslu um end- urskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu, svokallaða Kraga- skýrslu er að finna á vef heilbrigðisráðu- neytisins undir út- gefnu efni. Kraga- skýrslan var unnin af starfshópi skipuðum af heilbrigðisráðu- neytinu undir stjórn sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs LSH. Lestur Kragaskýrslu er torfær, þar sem misræmi er í kaflaheitum, tölum í töflum og skilgreiningum hugtaka. Tilgangur minnisblaðs/ minnar vinnu var því að gera inni- hald Kragaskýrslu skiljanlegt þeim sem eiga hagsmuna að gæta. Ég sannreyndi tölur, upplýsingar í skýrslu og fór yfir forsendur og reikniaðferðir sem gefnar eru í Kragaskýrslu. Minnisblaðið má nálgast á sass.is í frétt frá 29.6.10. Kragasjúkrahúsin eru fjögur og eru staðsett á Akranesi, Reykja- nesi, Hafnarfirði og Selfossi og veita íbúum landsins frá Kirkju- bæjarklaustri að Hvammstanga heilbrigðisþjónustu. Í Kraga- skýrslu er bent á að lengsta leiðin er milli Heilbrigðisstofnunar Suð- urlands og Reykjavíkur, sú leið er um 57 km (bls. 88). „Það er litið svo á að aksturstími á sjúkrahús gæti komið niður á þægindum‘ (bls. 19). Tilgangur Kragaskýrslunnar svokölluðu var að meta mögulegan ávinning af endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvest- urhorninu. End- urskipulagningin felst í því að flytja alla göngu- og dagdeild- arþjónustu, allar fæð- ingar og allar skurð- aðgerðir á LSH, en sængurlega og sjúkra- húslega eftir aðgerð verður á Kragasjúkra- húsunum. Með þessu má spara 1,1 milljarð ef stuðst er við töflur í 1. kafla eða 1,2 millj- arða ef stuðst er við töflur í 5. kafla (und- irkafla 1.1.4). Þessi þjónusta kost- aði á Kragasjúkrahúsunum sam- tals um 2,1 milljarð árið 2008. Eftir endurskipulagningu kemur hún s.s. til með að kosta tæpan milljarð, sem skiptist milli legu- deilda Kragasjúkrahúsanna og LSH. Á LSH má því sinna 700 fæðingum, gera aðgerðir á 5.200 sjúklingum og taka á móti 17.700 sjúklingum á göngudeild og 3.300 á dagdeild og hafa ótilgreindan fjölda legudaga á Kragasjúkrahús- unum. LSH eykur því umfang þjónustu sinnar um 17-40% fyrir brot af milljarði, en fjárframlög til LSH voru um 39 milljarðar kr. það árið. Þessi niðurstaða fæst með því beita aðferð sem lýst er í aðsendri grein Björns Zoëga og Önnu Lilju Gunnarsdóttur frá 18. nóvember sl. Í Kragaskýrslunni er þremur reikniaðferðum til viðbótar lýst. Í minnisblaðinu eru þær reiknaðar og bent á að kostnaður LSH gæti orðið 7,15 m.kr., 11 m.kr. eða 11+ m.kr. eftir því hvaða reikniaðferð er notuð. Það er því mjög bjartsýn niðurstaða sem fæst með því að reikna ábata með þeirri aðferð að framleiddar einingar eru vegnar með legudagavog. Ég óska hérmeð, fyrir hönd þjóðarinnar, nánari skýringar á þessum lokaorðum Kragaskýrsl- unnar: Ákvarðanataka um fjárfestingar í heilbrigðisþjónustu: Það verkefni sem hér hefur verið lýst er að öll- um líkindum fyrsta dæmið um kostnaðarábatagreiningu sem unn- in er til undirbúnings stefnumót- unar í heilbrigðisþjónustu á Ís- landi. Greiningin var unnin í nánu samráði við stjórnendur og á grundvelli faglegrar klínískrar vinnu sem skilaði sér í formi til- lagna um skipulagsbreytingar er ráðast mætti í út frá sjónarmiðum öryggis og gæða. Greiningin bætti við þriðju víddinni; hagrænu mati á áhrifum skipulagsbreytinganna. Aðferðafræðin eykur gegnsæi og rekjanleika fjárfestingaákvarðana, styður við faglega forgangsröðun og ábyrgð í rekstri. Slík nálgun á grunni heilsuhagfræðilegrar grein- ingar stuðlar þannig að jafnræði með tilliti til aðgengis, gæða og öryggis heilbrigðisþjónustu, ekki síst á tímum efnahagslegra þreng- inga eins og nú ríkja á Íslandi. Útsöluverð á LSH? Eftir Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur Guðrún Bryndís Karlsdóttir » Tilgangur Kraga- skýrslunnar svoköll- uðu var að meta mögu- legan ávinning af endurskipulagningu sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu. Höfundur er sjúkraliði og verkfræð- ingur. Margir glíma við þann slæma sið að slá verkefnum á frest. Afleiðing frestunar er oft mikil og ónauð- synleg tímasóun auk þess sem hún kemur í veg fyrir að draumar rætist, markmið náist og hugmyndum sé komið í framkvæmd. Fyrir marga er frest- un slæm venja sem dregur úr framleiðni og eykur streitu og sektarkennd. Frestun er einfaldlega að vinna ekki mikilvægustu verkefnin strax. Frestun er að taka til á borðinu hjá þér þegar þú ættir að vera að einbeita þér að mikilvægri skýrslu; að horfa á sjónvarpið þegar þú ættir að vera að læra undir próf; að fá þér annan kaffibolla á kaffi- húsi þegar þú ættir að vera komin (n) á skrifstofuna; að svara létt- vægum tölvupóstum þegar þú ætt- ir að vera að undirbúa sölukynningu fyrir mikilvægan við- skiptavin; að fresta því að verja tíma með börnunum af því að eitt- hvað annað virðist vera meira áríðandi, þangað til þau eru allt í einu vaxin úr grasi og þú áttar þig á því að það er of seint að gera það sem þú hafðir alltaf ætlað að gera. Ástæður frestunar Ástæður þess að við frestum verkefnum eru margvíslegar. Til eru þeir sem upplifa verkkvíða gagnvart því að byrja á verk- efnum. Viðbrögð við þess háttar kvíða eru oft tilhneiging til að slá hlutunum á frest og tína til alls- konar réttlætingar. Sumir leggja á skipulegan flótta og snúa sér að öðrum verkefnum sem hugsanlega eru auðveldari viðfangs eða skemmtilegri. Við reynum að vera upptekin svo við séum með afsök- un fyrir að framkvæma ekki. Á sama tíma er samviskan að naga og innri samræður ganga út á það að verið sé að slugsa. Afleiðingin er enn meiri sektarkennd og pirr- ingur sem vex eftir því sem hlut- unum er lengur slegið á frest. Verkefni nefnilega hverfa ekki með því að horfa framhjá þeim, ýta þeim burt úr huganum eða draga þau á langinn. Frestun leiðir yf- irleitt til þess að okkur líður verr. Önnur ástæða frestunar er að færast of mikið í fang, oft vegna þess að það er okkur þvert um geð að segja nei. Síðan eru margir sem tala um að þeir vinni vel undir álagi, sem er mikil blekking. Álagsfíklar láta stjórnast af ytra áreiti en koma síðan litlu í verk þegar utanaðkomandi pressu skortir. Það er algengt að fresta verk- efnum sem eru leiðinleg, ógeðfelld eða óþægileg. Við frestum einnig þegar við vitum ekki alveg hvernig best væri að leysa verkefnið af hendi eða þegar okkur skortur nauðsynlegar upplýsingar eða gögn. Skortur á markmiðum, tíma- mörkum eða umbun getur leitt til frestunar. Ótti af ýmsum toga get- ur einnig verið lamandi afl. Má þar t.d. nefna ótta við að mistakast, ótta við höfnun eða gagnrýni, ótta við ófullkomnun, ótta við vel- gengni, ótta við breytingar eða hið óþekkta, ótta við að standast ekki væntingar og ótta við að taka mögulega rangar ákvarðanir. Leiðir til að takast á við frestunaráráttu Til eru nokkrar góðar aðferðir til að sigrast á frestunaráráttu:  Ef þú átt það til að slá mál- um á frest er best að viðurkenna vandann, hætta að réttlæta hegðunina og byrja að framkvæma.  Greindu ástæð- una fyrir því að þú frestar til að þú getir gert viðeigandi ráð- stafanir. Er verkefnið ekki sérlega mik- ilvægt? Ljúktu því þá af eða láttu einhvern annað sjá um það. Aðrir hafa oft gaman af því sem við höfum sjálf litla ánægju af. Er tímasetn- ingin ekki rétt? Finndu þá hentuga tímasetningu og settu verkefnið á aðgerðalistann. Er verkefnið leið- inlegt? Breyttu þá viðhorfi þínu til verkefnisins og leggðu þig fram við að ljúka því. Innsýn í ástæður frestunar getur gefið þér mik- ilvægt tækifæri til að bregðast við á viðeigandi hátt. Ef þú hefur t.d. mikla ánægju af því að vera innan um fólk gæti verið betra að fara í hóptíma á líkamsræktarstöð eða stofna gönguhóp í stað þess að kaupa hlaupabretti.  Fyrir suma virkar best að framkvæma alltaf leiðinlegustu eða erfiðustu verkefnin fyrst. Aðrir gera skemmtilegasta hlutann fyrst til að koma sér af stað.  Skiptu stærri verkefnum nið- ur í smærri og viðráðanlega áfanga og einbeittu þér svo að einu skrefi í einu.  Gerðu aðgerðaáætlun í lok dagsins og haltu þig við hana. Að- gerðaáætlun er eins og vegakort fyrir næsta dag.  skipuleggðu verkefni í kring- um truflanir. Truflanir eiga sér oft stað samkvæmt ákveðnum mynstr- um og á ákveðnum tímum. Gerðu ráð fyrir að vinna að stærri verk- efnum á þeim tíma sem truflanir eiga til að vera sem minnstar.  Lærðu að segja nei.  Hugsaðu um hversu vel þér muni líða þegar verkefninu er lok- ið.  Skapaðu heitbindingu til framkvæmda með því að setja skýr tímamörk á verkefnið. Tímamörk hvetja til aðgerða.  Segðu öðrum frá áætlun þinni.  Verðlaunaðu þig fyrir að ljúka við verkefni með einhverju sem þér þykir eftirsóknarvert.  Breyttu verkefninu í eitthvað jákvætt, gerðu það skemmtilegra, t.d. með því að hlusta á tónlist eða hljóðbók á meðan þú framkvæmir það eða fá aðra til liðs við þig. Margar hendur vinna létt verk auk þess sem tíminn líður hraðar.  Hættu ekki fyrr en verkefn- inu er lokið. Sýndu sjálfsaga og þrautseigju. Með því að venja sig af því að fresta hlutunum verður maður ánægðari, stoltari og kemur meiru í verk. Eftir Ingrid Kuhlman Ingrid Kuhlman » Afleiðing frestunar er oft mikil og ónauðsynleg tímasóun auk þess sem hún kem- ur í veg fyrir að draumar rætist og markmið náist. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Á meðan við frestum þýtur lífið framhjá - nýr auglýsingamiðill 569-1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.