Morgunblaðið - 07.12.2010, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010
✝ Dr. phil. h.c. ElsaE. Guðjónsson,
MA, fyrrv. deildar-
stjóri textíl- og bún-
ingafræðideildar
Þjóðminjasafns Ís-
lands, fædd Elsa Ída
Schepler Eiríksson
21. mars 1924. Hún
andaðist 28. nóv-
ember 2010.
Foreldrar: Elly
Margrethe Eiríksson,
f. Schepler, f. 1896 í
Kaupmannahöfn, og
Halldór Guðmundur
Marías Eiríksson, stórkaupmaður
og framkvæmdastjóri, f. 1889 á
Hrauni á Ingjaldssandi, Önund-
arfirði, d. 1948.
Maki: Þór Guðjónsson, fiski-
fræðingur og fyrrv. veiði-
málastjóri, f. 1917. Börn: Stefán
Þór áfengisráðgjafi, f. 1946, Elsa
Margrét, fatahönnuður, leik-
myndateiknari og listmálari, f.
1949, og Kári Halldór, leikstjóri
starf varðandi kynningu á þeim
málum, jafnt hérlendis sem er-
lendis. Elsa var höfundur bóka og
fjölmargra greina, ritgerða og
bókarkafla, einkum um textíl- og
búningasögu í íslenskum sem og
erlendum tímaritum, fræði- og al-
fræðiritum, allt frá 1945. Höf-
undur útvarps- og sjónvarpsþátta.
Fyrirlesari á ráðstefnum og þing-
um um textíl- og búningafræði,
myndfræði og heimilis- og list-
iðnað innanlands og utan. Elsu
hlotnuðust fjölmargar viðurkenn-
ingar fyrir störf sín og hlaut ridd-
arakross hinnar íslensku fálka-
orðu árið 1981. Kjörin félagi í
Vísindafélagi Íslendinga 1985.
Hlaut verðlaun frá Kungliga Gust-
av Adolfs Akademien í Uppsölum í
Svíþjóð 1987 og heiðursdokt-
orsnafnbót við Háskóla Íslands ár-
ið 2000. Elsa var einnig útgefandi
og má þar nefna lítið kver sem ber
heitið Jólasveinarnir þrettán sem
hún orti um á dönsku, íslensku og
ensku og síðast en ekki síst með
saumnál.
ÚtförElsu fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 7. desember
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
og leiklistarkennari,
f. 1950.
Eftir stúdentspróf
frá Menntaskólanum
í Reykjavík 1942 fór
Elsa vestur um haf
og lauk BA-prófi í
textíl- og bún-
ingafræðum, list- og
listasögu frá Uni-
versity of Wash-
ington, Seattle, árið
1945. Meistarapróf-
sgráðu í sömu grein-
um, auk miðaldasögu
frá sama skóla árið
1961. Elsa nam Íslandssögu við
Háskóla Íslands 1953-1956. Hún
starfaði sem sérfræðingur og safn-
vörður í Þjóðminjasafni Íslands
frá 1963 en fastráðin 1968 og
deildarstjóri textíl- og bún-
ingadeildar safnsins 1985 til
starfsloka 1994. Elsa átti sæti í
fjölmörgum nefndum og ráðum
varðandi málefni tengd textílum
og búningasögu og vann mikið
Í dag kveðjum við hana elsku
ömmu okkar, ömmu Elsu, og á
sama tíma og við syrgjum þessa
konu, sem átti heiðurssæti í hjarta
okkar, yljum við okkur við
skemmtilegar minningar. Það sem
fyrst kom upp í huga okkar systra,
þegar við rifjuðum upp gamla tíma
með ömmu Elsu, eru allar vís-
urnar, sem hún kenndi okkur og
róandi söngur hennar á leið í
Músakotið í sumarfríum. Hún
kenndi okkur danskar vísur og
rímur og eitt lag var alltaf sungið
á leið austur í Þingvallasveit, það
var „Langt ud i skoven, der laa et
lille bjerg“, þessi söngur virtist
endalaus og náði alveg frá Reykja-
vík til Þingvalla. Þannig hafði hún
lag á að halda okkur barnabörn-
unum rólegum í bílferð, sem án
söngsins hennar ömmu Elsu hefði
orðið löng og leiðinleg. Þegar í
Músakotið var komið sagði hún
okkur sögur og þá helst á rigning-
ardögum. Sögur um litlu karlana
undir pallinum og litla karlinn í
steininum, sögur eftir hana sjálfa,
sem héldu athygli okkar alveg
óslitinni. Hún var sniðug að nýta
hluti, sem okkur hinum virtust
gagnslausir og nutum við systur
m.a. snilli hennar á því sviði. Hún
kenndi okkur að búa til húsgögn í
dúkkuhús úr tómum eldspýtna-
stokkum og öðrum smáhlutum,
sem til féllu. Notaði t.d. lok af C-
vítamíni til að búa til borðfót og
svo framvegis. Dúkkuhúsið sjálft
kenndi hún okkur líka að búa til og
var þetta hið allra fínasta leikfang.
Þá lærðum við fyrst að nota
ímyndunaraflið.
Handavinna og þá einkum út-
saumur var hluti af lífsverki
ömmu. Áhugi hennar á því sviði
gat ekki annað en smitað út frá sér
og gerði það að verkum, að við
fengum áhuga á að prófa okkur
áfram á ýmsum sviðum handavinn-
unnar. Hún amma okkar vildi
troða í okkur dálítilli menningu og
dró okkur oft með á söfn bæði hér
og þar og þótti okkur það sem
litlum stúlkum ekki alltaf jafn
skemmtilegt, en við kunnum svo
sannarlega að meta það í dag. Báð-
ar höfum við nú mikinn áhuga á
sögu, gömlum tímum, uppruna
okkar og fornum ættingjum. Hún
gaf nánast alltaf bækur í gjafir og
það hefur svo sannarlega borið
ávöxt, þar sem við erum báðar
miklir lestrarhestar og það viljum
við ekki hvað síst þakka ömmu
Elsu.
Síðasta heimsókn okkar til Ís-
lands fyrir um það bil þremur ár-
um er okkur ógleymanleg og sér í
lagi nú, þar sem við höfum hana
ömmu ekki lengur hjá okkur. Við
nýttum þann tíma sem við höfðum
með afa og ömmu til að spyrja þau
spjörunum úr og hlýddum á marg-
ar góðar og skemmtilegar frásagn-
ir af þeirra lífi. Við söknum þess
báðar, að eiga ekki eftir að hlýða á
fleiri sögur frá ömmu. Þessi síð-
ustu ár, sem við sáum ekki ömmu,
töluðum við oft saman í síma og
það var svo gaman að því, hvað
hún fylgdist vel með okkar lífi og
öllu, sem við gerðum. Það yljaði
okkur um hjartaræturnar og gerði
það að verkum, að við fundum ekki
alveg eins mikið fyrir fjarlægðinni
og við annars hefðum gert. Hvíldu
í friði, elsku amma okkar.
Elsa Ida og Margrét Helga.
Með hlýhug og virðingu minn-
umst við heiðurskonunnar Elsu E.
Guðjónsson og þökk fyrir hennar
ómetanlega framlag til þjóðminja-
vörslu á Íslandi. Elsa ólst upp í
Reykjavík. Hún lauk MA-prófi í
textíl- og búningasögu frá Wash-
ington-háskólanum í Seattle árið
1961. Í lokaritgerð sinni fjallaði
hún um refilsaumuð kirkjuklæði og
lagði þar grunn að merkum fræði-
mannsferli sínum. Elsa E. Guð-
jónsson starfaði við Þjóðminjasafn
Íslands á árunum 1968 til 1994,
síðast sem deildarstjóri textíl- og
búningadeildar, og áfram eftir það
við fræðistörf, enda virkur og
vandaður fræðimaður fram í and-
látið. Elsa var virt meðal sam-
starfsmanna sinna og skilur eftir
sig einstakt ævistarf. Hún helgaði
störf sín rannsóknum á textílum,
búningum og útsaumi og var helsti
sérfræðingur þjóðarinnar á því
sviði. Með starfi sínu, nákvæmni
og vandvirkni lagði Elsa grunn að
faglegu starfi á vegum Þjóðminja-
safnsins og á sviði textílrannsókna
almennt enda virt og kunn fyrir
fræðistörf sín langt út fyrir land-
steinana.
Elsu E. Guðjónsson kynntist ég
fyrst sem ungur fornleifafræðing-
ur og síðar borgarminjavörður. Þá
naut ég oft leiðsagnar hennar og
þekkingar í störfum mínum. Á
liðnum áratug hef ég sem þjóð-
minjavörður átt í fjölþættu sam-
starfi við Elsu, sem ég er afar
þakklát fyrir. Má þar nefna und-
irbúning að enduropnun Þjóð-
minjasafns Íslands árið 2004 er
Elsa lagði mikið af mörkum til
þess að árangur yrði sem bestur í
öllu því sem varðaði textíla og bún-
inga. Hún ritaði einnig merka
grein í grunnrit Þjóðminjasafns,
sem þá kom út. Í nánu samstarfi
við Elsu var tveimur árum síðar í
Bogasal opnuð sýningin ,,Með silf-
urbjarta nál – spor í miðalda ís-
lenskum útsaumi“ sem vakti verð-
skuldaða athygli á gildi hins merka
textílarfs þjóðarinnar. Á liðnum
árum var Þjóðminjasafnið í nánu
samstarfi við Elsu í tengslum við
frágang rits hennar um íslenskan
refilsaum frá miðöldum, sem nú
liggur fyrir í handriti. Þjóðminja-
safn Íslands mun leggja metnað
sinn í að sú bók verði gefin út með
sóma. Bók hennar verður stórvirki
og góður vitnisburður um það af-
rek sem hún hefur unnið á sínu
fræðasviði. Grunninn að því verki
lagði hún einmitt með MA-ritgerð
sinni fyrir hálfri öld, og hefur nú
lokað hringnum.
Elsa E. Guðjónsson var einstök
kona og merkur fræðimaður, sann-
arlega fylgin sér og nákvæm á sínu
fagsviði, og um leið sanngjörn, kát
og hlý í öllum samskiptum. Hún
naut virðingar og almenns trausts
allt til hinstu stundar og var öðr-
um fyrirmynd í faglegu starfi og
verklagi. Í samskiptum við Elsu
varð ég vitni að fallegu og innilegu
sambandi hennar og eiginmanns-
ins, Þórs Guðjónssonar. Þar ríkti
gagnkvæmt traust og virðing, sem
engan lét ósnortinn. Af heilum hug
votta ég Þór og fjölskyldunni mína
innilegustu samúð. Með hlýhug og
virðingu þakka ég Elsu, fyrir hönd
Þjóðminjasafns Íslands og sam-
starfsfólks, mikilsvert framlag til
textílfræða, safnastarfs og þjóð-
minjavörslu á Íslandi. Um leið
þakka ég henni góð kynni. Heiðruð
sé minning Elsu E. Guðjónsson.
Margrét Hallgrímsdóttir,
þjóðminjavörður.
Dr. Elsa E. Guðjónsson, fyrrum
sérfræðingur við textíldeild Þjóð-
minjasafns Íslands, er síðust til að
kveðja þeirra starfsmanna, sem
voru við safnið er ég kom þangað
fyrst til starfa árið 1962. Samstarf
okkar stóð í áratugi, allt þar til
Elsa lét af störfum og fór á eft-
irlaun. Upphaflega var Elsa ráðin
að safninu til að skrá og ganga frá
á vandlegan hátt veftum safnsins
og hannyrðum, sem eru gríðar-
miklar að magni. Þar er allt frá
altarisklæðum, höklum og reflum
miðalda, einstökum flíkum frá
fornöld og miðöldum, til útsaums
og vefnaðar síðari alda og fatnaðar
og listsaums síðustu áratuga.
Lengi framan af, meðan
geymslurými safnsins var mjög
takmarkað, var þessum hlutum,
þeim er ekki voru til sýnis, pakkað
á misvandaðan hátt niður í skúffur
og kistur eða smeygt í hillur og
þar fór engan veginn vel um þá
suma. Elsa vann að þessu verki
um langt árabil, framan af í hluta-
starfi. Gekk hún þá frá hverjum
hlut, skráði vandlega heimildir og
vitneskju um þá og kom síðan fyrir
svo vel sem aðstæður leyfðu. Síðar
varð hún deildarstjóri búninga- og
textíldeildar safnsins.
En Elsa var þó einkum hinn
ötuli fræðimaður. Hún hafði stað-
góða undirstöðumenntun á sviði
textílfræða, meistaragráðu frá
bandarískum háskóla, en alla tíð
jók hún við og bætti um þekkingu
sína. Það var safninu því mikils
virði að fá svo sérhæfðan starfs-
mann á þessu sviði, en ekki þó sízt
fræðimanninn, því að Elsa var sí-
skrifandi bækur og greinar í inn-
lend og erlend fræðirit um þann
mikla fjársjóð sem þjóðin á á þessu
sviði, og sem hún í rauninni upp-
götvaði að verulegu leyti. Aðrir
safnmenn höfðu hér enga djúp-
stæða þekkingu. Elsa helgaði
rannsóknir sínar mest sögu og
þróun kvenbúninga og hannyrðum
fyrri alda. Hún var afar nákvæm í
rannsóknum sínum og skrifum og
varð hún brátt þekkt víða um ná-
læg lönd meðal textílfræðinga því
að rit hennar vöktu athygli. Hún
sat fundi og ráðstefnur með er-
lendum textílfræðingum og átti
þar traustan vinahóp. Hún bar
hróður íslenzkrar menningarsögu
víða. Fram til síðustu stunda vann
hún sleitulaust að lokafrágangi
þess mikla verks, í rauninni ævi-
starfs hennar, sem var rannsókn á
íslenzkum miðaldareflum. En hún
var ekki einungis fræðimaður. Hún
var skemmtin í vinahópi, vel hag-
mælt og orti vísur og smábragi til
skemmtunar, ekki aðeins á ís-
lenzku heldur einnig á dönsku,
sem henni var töm úr foreldra-
húsum. Á jólum heyrist oft í út-
varpi texti hennar við alþekkt jóla-
lag.
Elsa var stefnuföst og hafði
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Síðustu árin var þrekið
tekið að þverra. Hún kom ekki oft
á sinn gamla vinnustað, en nær
daglega hafði hún samband við
starfsmenn þar, var þá að leita til-
vísana í rit í bókasafninu eða ann-
arra heimilda, sem starfsmenn
gátu liðsinnt með. Margt benti
Elsa mér á sem hún komst á snoð-
ir um í rannsóknum sínum og taldi
að komið gæti mér að gagni eða
kæmi mér vel að vita. Verða nú
aðrir að ýta því úr vör, sem hún
hafði komið á fremsta hlunn.
Henni þakka ég góða samfylgd.
Þór Magnússon.
Traust og trygg samstarfskona
til margra ára, Elsa E. Guðjóns-
son, textíl- og búningafræðingur,
er látin.
Það er undarlegt að eiga ekki
lengur von á símtölum frá Elsu til
mín á bókasafn Þjóðminjasafnsins
sem hófust undantekningarlaust á
þessum orðum: „Komdu nú sæl,
hvernig sæki ég að þér? Er ekki
allt gott að frétta – og fjölskyldan
frísk?“ Síðan komu útlistanir á er-
indinu og símtalið endaði jafnan á
mörgum þakkarorðum. Inn í sam-
talið fléttuðust svo jafnan umræð-
ur um dægurmál samtímans þar
sem Elsa hafði að vanda skýrar og
mjög ígrundaðar skoðanir. Elsa
var háttvís fræðimaður fram í fing-
urgóma sem bar umhyggju fyrir
samferðafólki sínu og lét ekkert
frá sér fara nema sannreyna það
út í hörgul og mættum við öll taka
hana okkur til fyrirmyndar hvað
það varðar. Einnig fylgdist hún vel
með tækni nútímans og lét mig
stundum vita af einhverri vel fal-
inni vefsíðu sem henni leist vel á.
Aðspurð hvernig hún hefði fundið
hana var svarið oft: „Nú ég gúggl-
aði þetta bara – en svo athugaði ég
þetta líka í Britannicu …“ Ekki
var laust við að hinn svokallaði
upplýsingafræðingur stofnunarinn-
ar yrði stundum hálfkindarlegur
þegar þessi 86 ára gamla kona
gaukaði að henni slíkri vitneskju.
Elsa lá heldur ekki á skoðunum
sínum og þótt fólk væri henni ekki
endilega alltaf sammála þá hlust-
aði hún á álit annarra og rökræddi.
Hún reyndi þannig hald sinna eig-
in skoðanna með því að máta þær
við annarra, eins og er háttur
góðra fræðimanna.
Óhætt er að segja að skarð sé
fyrir skildi við fráfall Elsu, margra
hluta vegna. Hún var afar sterkur
persónuleiki og mikill vísindamað-
ur á sviði textílfræða sem hún
hlaut ýmsar viðurkenningar fyrir.
Fáir ef nokkrir standa henni þar
jafnfætis og geta má þess að orðið
„textíll“ varð viðurkennt sem ís-
lenskt orð fyrir hennar tilstuðlan.
Rannsóknir hennar á sviði textíl-
og búningafræða eru því ómetan-
legt framlag til íslenskrar menn-
ingarsögu. Sömuleiðis var hún
bæði málhög og málvönd og þoldi
illa ef fólk umgekkst íslenskuna af
virðingarleysi. Átti það þó ekki
einungis við um íslenskt tungumál,
heldur var hún jafnvíg á ensku og
dönsku og var gott að geta leitað
til hennar varðandi textagerð á
þessum málum. Hagmælt var hún
einnig og eftir hana liggur fjöldi
kvæða og vísna og allir þekkja
jólakvæðið „Skreytum hús með
greinum grænum …“ sem Elsa
samdi árið 1953. Auk þess gaf Elsa
út margar þekktar bækur og bækl-
inga um íslenska þjóðbúninginn og
textílfræði.
Það var glaðværð og hressileiki
sem fylgdi Elsu. Hún var glæsileg
og svipmikil kona, hláturmild og
hreinskiptin en jafnframt háttvís
fram í fingurgóma í samskiptum
sínum við fólk. Við sem störfuðum
með henni um árabil kveðjum
þessa sómakonu með mikilli þökk
og söknuði og vonum að hún fái
notið sín þar sem hún dvelur nú.
Hún mun með lífi sínu og gjörðum
verða okkur ævarandi hvatning til
að vinna verk okkar vel og vanda
okkur í hvívetna.
Við Óli vottum eftirlifandi eig-
inmanni hennar, Þór Guðjónssyni,
börnum, barnabörnum og öðrum
ættingjum og vinum okkar dýpstu
samúð.
Gróa Finnsdóttir.
Elsa var fremur seintekin. Hún
hafði meðfæddan vara á sér gagn-
vart fólki sem hún komst í kynni
við, meðal þeirra nýjum starfs-
mönnum á Þjóðminjasafninu. Þetta
gat tekið nokkur misseri. En væri
maður einu sinni kominn í náðina,
þá þurfti mikið á að ganga til að
nokkrum væri útskúfað. Ég skal
fúslega játa að milli okkar ríkti
viss tortryggni fyrst í stað en það
átti heldur en ekki eftir að lagast.
Nokkur atriði skiptu mestu máli
á metaskálum hennar. Eitt var
fræðileg vandvirkni. Hún átti bágt
með að sjá í gegnum fingur við
minnsta vott um hroðvirkni og var
langrækin í því efni. Öðrum gat
fundist nóg um hennar eigin ná-
kvæmni þegar aftanmálsgreinar og
skýringar voru stundum hálfu
lengri en megintexti ritgerðar.
Manni lærðist smám saman að
verið gat varasamt vegna hennar
dýrmæta tíma að spyrja í rælni um
eitthvað sem hún vissi ekki fyrir
því hún var ekki í rónni fyrr en
hún hafði leitað af sér allan grun.
Þessi ofurnákvæmni var ein helsta
orsök þess að höfuðverkefni henn-
ar, refilsaumurinn sem hún hafði
unnið að í hálfa öld, var ekki enn
komið í prentun þegar hún lést.
En það mun senn birtast sem bet-
ur fer.
Annað fyrirbæri og harla fjar-
skylt var henni býsna kært, en það
var vísnagerð og þó einkum gam-
anljóð. Það kom ýmsum á óvart að
þessi formfasta og ábúðarmikla
vísindakona skyldi hafa virkan hug
á slíkum galgopaskap og vera vel
hagmælt sjálf. Við skiptumst
stundum á rímaðri gráglettni.
Tengt þessu var að hún lumaði á
talsverðu skopskyni sem hún fór
samt gætilega með.
Elsa var laus við allan flysjungs-
hátt, mjög fastheldin á skoðanir og
naumast í mannlegu valdi að fá þar
nokkru um þokað. Samt var hún
svo réttsýn að hún afneitaði ekki
staðreyndum til lengdar ef hún
hafði sannprófað þær. Hún taldi
sig til að mynda ópólitíska og tók
því fálega þegar ég hélt því fram
að slík afstaða væri ekki annað en
samþykki við status quo eða
ríkjandi ástand og því í rauninni
hin rammasta pólitík. Og smám
saman tók hún að linast í þessari
staðfestu sinni þótt hún viður-
kenndi það að sjálfsögðu aldrei til
fulls.
Hvað sem mönnum gat fundist
um Elsu og ýmsar hliðar hennar,
þá er óneitanlega svipmikil mann-
eskja horfin af sjónarsviðinu.
Árni Björnsson.
Elsa E. Guðjónsson
Fleiri minningargreinar um Elsu
J. Guðjónsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800