Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.2010, Blaðsíða 30
Pétur Hallgrímsson eða Pétur Hallgríms hefur marga fjör- una sopið á löngum ferli. Hann var í rokksveitinni E-X hér í eldgamla daga og myndaði einnig dúettinn Lhooq ásamt Jóhanni Jóhannssyni. Hann hefur leikið mikið með Emilíönu Torrini og Lay Low að undanförnu og hefur lagt til gítarleik á hinum og þessum plötum. Pétur á t.d. hinar glæsilegu stálgítarstrokur sem heyra má í Sigur Rósar-laginu „Viðrar vel til loftárása“. Hver er Pétur Hallgríms? SAMSTARFSMAÐURINN 30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 2010  SkjárEinn og Zeta film undirrit- uðu á dögunum samning um fram- hald á þáttaröðinni Hæ Gosi sem sló í gegn í haust. Næsta þáttaröð verður tekin upp á Akureyri og hugsanlega í Færeyjum. Fyrsta sería Hæ Gosa kemur út á mynd- diski í næstu viku. Hæ Gosi heldur áfram á Skjá einum Fólk Búið er að taka upp þættina Mannasiðir sem byggð- ir eru á samnefndri bók Gillz sem var metsölubók fyrir síðustu jól. Þættirnir verða sýndir í febrúar á Stöð 2. Leikstjórinn er Hannes Þór Halldórsson sem gerði meðal annars þættina Atvinnumennirnir okkar. Sá sem sá um að færa handritið yfir í sjón- varpsþætti er Kristófer Dignus. Þetta eru fimm þættir og er sannkallað landslið leikara sem birtist í þeim. Þar á meðal eru Jóhannes Haukur, Víkingur Kristjánsson, Egill Ólafsson, Gísli Örn Garðarsson og fleiri. „Þættirnir eru byggðir nákvæmlega eins upp og bókin,“ segir Gillz. „Það er alltaf einn leik- ari sem leikur rasshaus í hverjum þætti. Rasshaus- inn er sá sem kann ekki mannasiði og gerir allt vit- laust. Síðan er sýnt hvernig á að haga sér þannig að allt fari vel. Þannig eru sketsar í gegnum þættina með réttri og rangri hegðun en ég er í stúdíóinu að benda á hvað fer úrskeiðis og svo er oft þulur yfir myndskeiðunum. Þarna er farið í gegnum ansi marga þætti mannlegs samfélags og hvern- ig menn eiga að haga sér, eins og hvernig menn eiga að haga sér þegar þeir fara út á lífið, hvern- ig á að haga sér á fótboltavelli, hvernig á að fara í sund, hvernig á að taka þátt í karaókí, hvernig á að losna við þynnku og hvernig á að sleikja rassgatið á yfirmönnum sínum. Svo fer ég í mik- ilvægar kynlífsstellingar eins og hvernig á að taka standandi 69, en það getur beinlínis verið hættulegt ef þú kannt það ekki. Ég geri það svo vel að það kæmi mér ekki á óvart að öll þjóðin verði í standandi 69 á næsta ári,“ segir Gillz. borkur@mbl.is Gillz kennir íslensku þjóðinni að haga sér Auðmýkt Gillz kennir fólki að haga sér.  Hjálpin er næst er plata á vegum Styrktarsveitarinnar, en ágóði af sölu disksins fer til styrktar Mæðra- styrksnefnd um land allt. Að flutn- ingi laga á disknum koma um 20 tónlistarmenn og söngvarar ásamt Lögreglukórnum. Platan er seld í verslunum Hagkaups, Bónuss og á stöðvum N1 um allt land en á meðal listamanna eru Páll Rósinkranz, Kjartan Valdemarsson, Kristján Edelstein, Birgir Nielsen, Björgvin Ploder, Sigurjón Brink, Snorri Snorrason, Vignir Snær Vigfússon, Vignir Stefánsson, Þórir Úlfarsson og Hemmi Gunn. Styrktarsveitin gefur út geislaplötu  Á næstu tónleikum Jazzklúbbsins Múlans, sem fram fara í kvöld, kem- ur fram Ómar Guðjónsson gítar- leikari ásamt hljómsveit. Hann mun ásamt félögum flytja efni af nýút- komnum hljómdiski sínum, Von í Óvon. Tónlistin er blanda af rokki, djass og poppi þar sem gítarinn er í forgrunni. Hljómsveit Ómars Guð- jónssonar á Múlanum Steinunn Ketilsdóttir og Brian Gerke sýndu í lok síðustu viku á danshátíðinni IceHot Nordic Dance Platform í Stokkhólmi og höfðu þau verið valin úr hópi 200 umsækjenda til þessa verkefnis. En hátíðin er samvinnuverkefni nokkurra dans- stofnana á Norðurlöndunum og vett- vangur fyrir norrænan samtíma- dans. Verkið sem þau sýndu var Crazy in love with MR. PERFECT sem er þeirra fyrsta samvinnuverk og var frumsýnt á Reykjavík Dance Festival árið 2007. „Stykkið er svona dans- og texta- verk. Mætti kannski segja dansleik- hús,“ segir Steinunn. „Það fjallar um ástina, um fólk sem er að leita að Mr. Perfect. Við erum að velta fyrir okk- ur hvort þessi pæling um sönnu ást- ina sé ævintýri sem er til eða ekki. Áhorfandinn á að fá það á tilfinn- inguna að hann sé að fylgjast með tveimur einstaklingum sem eru að setja eitthvað upp, að tala saman og velta fyrir sér hlutunum. Sýningin úti í Stokkhólmi tókst mjög vel. Við fengum góðar viðtökur meðan á sýn- ingunni stóð og á eftir. Það var verið að kynna norrænan samtímadans þannig að það var mjög mikið af fulltrúum frá erlendum hátíðum, framleiðendahúsum og aðilum sem sjá um að framleiða eða kaupa sýn- ingar. Það voru líka þarna fulltrúar frá alþjóðlegum hátíðum einsog Du- blin dance festival, Tanz im August sem er stór hátíð í Berlín og fleiri hátíðum. Það var fólk þarna frá Kína, Kanada, Frakklandi, Spáni og Ítalíu. Það kemur síðan í ljós á næstu dögum hvort eitthvað meira verði úr þessu,“ segir Steinunn. Þau eru núna að þróa áfram sitt nýjasta verk sem nefnist Steinunn and Brian do Art and How to be original en það var frumsýnt í októ- ber. Þau hafa nýlega fengið æf- ingaaðstöðu á Ítalíu þar sem þau munu þróa dansverkið áfram. borkur@mbl.is Er herra Fullkominn til? Tímaritalestur Úr verkinu Mr. Perfect, þótt ekki sé vitað hvort þeirra sé fullkomið líta þau bæði út fyrir að vera það.  Verður fullkomni makinn fundinn með dansi?  Ástar- dansverk Steinunnar og Brian á sýningu í Stokkhólmi Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is „Við erum að bíða eftir plötunni,“ upplýsir Ellen blaðamann um og tjá- ir honum ennfremur að hún og Pét- ur séu orðin útgefendur. „Þetta er ferlega gaman. Ég hef aldrei staðið í þessu áður. Við dreif- um henni líka sjálf (en platan nefnist Let me be there). Það er svo mikið af góðu fólki í kringum okkur að þetta verður ekkert mál. Maður er orðin svo gamall í hettunni (hlær) að maður þekkir alla.“ Ellen segir þau ætla að fara dálít- ið aðra leið í kynningu og sölu, en auk þess að vera fáanleg í plötubúð- um verður hægt að kaupa plötuna í Te og kaffi, Heilsuhúsinu, Hemma og Valda og litlum matvörubúðum. „Svo mætum við á svæðið tvö og spilum,“ segir Ellen og bætir við brosandi. „Það þarf að koma þessu út!“ Samstarf En hvernig kom þetta samstarf hennar og Péturs til? „Við könnuðumst við hvort annað og erum vinir á Facebook,“ segir hún. „En við þekktumst ekkert þannig. Svo kláraði Pétur túrinn með Emilíönu Torrini og við fórum bara að tala um að gera eitthvað saman. Hann kom í kaffi til mín með ótrúlega mikið af flottum lögum og við fundum fljótlega að við áttum mjög gott með að vinna saman. Þetta var ekkert mál, ljúft og gott.“ Ellen segir að samstarfið hafi svo þróast, hún hafi komið að því að semja tvö lög og svo skrifaði hún texta. „Þannig að spurningin um plötu kom fljótlega upp. Við höfðum sam- band við Guðm. Kristin Jónsson, Kidda Hjálm og hann tók þetta upp í Hljóðrita.“ Finnur Hákonarsonar kom einnig að þeim þætti en um spilamennsku, auk höfundanna, sáu svo Jakob Smári Magnússon (bassi) og Matt- hías Hemstock (trommur). Dætur Ellenar, Sigríður, Elísabet og Elín, syngja bakraddir og Sigurður Guð- mundsson raddar og spilar á orgel í einu lagi. Snurðulaust Upptökur gengu snurðulaust fyrir sig, segir Ellen, utan það að hún þurfti að syngja nokkur lög inn aft- ur, sökum kvefs. „Við spiluðum efnið í fyrsta skipti á djasshátíðinni í sumar,“ segir hún og bætir svo snöggt við: „En þetta er samt ekki djass! Þar var brass og svona. Við verðum með hljómsveit á útgáfutónleikunum í kvöld en svo munum við líka kynna hana bara tvö eins og ég sagði.“ Ellen vann plötu með Pétri Ben, Draumey, í fyrra en hún segir ekk- ert mynstur vera á þessu samstarfi sínu. „Þetta er bara tilviljunum háð. Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt. Ég verð líka að segja að ég er afskaplega ánægð með þetta samstarf við hann Pétur Hall- gríms. Það féll allt saman strax og mér líður eins og ég hafi allt- af þekkt hann. Ég vissi ekkert hverju ég mætti eiga von á þannig að þetta lukkaðist alveg afskaplega vel.“ Útgáfutónleikar plöt- unnar fara fram í Rósen- berg í kvöld. Þegar allt gengur upp  Ellen Kristjánsdóttir gefur út plötu í samstarfi við Pétur Hallgrímsson Morgunblaðið/Eggert Ævintýragirni „Ég er alltaf til í að prófa eitthvað nýtt,“ segir Ellen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.