Morgunblaðið - 07.12.2010, Page 36

Morgunblaðið - 07.12.2010, Page 36
ÞRIÐJUDAGUR 7. DESEMBER 341. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Douglas í hjólastól 2. Kjósa að fara í þrot 3. Ný drykkjarverksmiðja 4. Hætta á að bjórinn seljist upp »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Apparat Organ Quartet heldur upp á útgáfu Pólýfóníu með tónleikum á Nasa, fimmtudaginn 9. desember. Sérstakir gestir eru Sykur, D.J. Flug- vél og geimskip og japanski orgel- snillingurinn Junichi Matsumoto. Útgáfutónleikar Apparats  Queer- farandklúbburinn verður með sitt fjórða tónlistar- og listaveislu- kvöld á fimmtu- daginn nk. á Bar- böru. „Það verða sko engin Hvít jól, heldur Queer jól!“ segir m.a. í fréttatilkynningu frá klúbbnum. Húsið verður opnað kl. 20 og herlegheitin hefjast um kl. 21. Queer-farandklúbbur með kvöld á Barböru  Ný og betri aflátsbréf útgefin af Snorra Ásmundssyni og hönnuð af Munda eru að koma úr prentun. Nýr flokkur bætist við og er fyrir útrásarvík- inga, bankafólk, fjár- glæfrafólk og kúlu- lánaþega sem sjá sér ekki fært að greiða skuldir sínar að fullu til baka. Kallast þau bréf Viking- bréf. Ný og betri aflátsbréf frá Snorra Ásmunds Á miðvikudag Fremur hæg sunnan- og suðvestanátt. Skýjað eða hálfskýjað og yfirleitt þurrt. Frost 0 til 8 stig, en hlýnar heldur við vesturströndina. Á fimmtudag Suðvestan 5-10 m/s, slydda og síðar rigning á vestanverðu landinu, en heldur hægari og úrkomulítið austan til. Hlýnandi veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan eða norðvestan 3-8 m/s. Dálítil él um landið norðaust- anvert. Skýjað norðvestan til og úrkomulítið, en léttskýjað að mestu sunnan til á landinu. VEÐUR FH-ingar komust naumlega áfram í undanúrslit Eim- skipsbikarkeppninnar í handknattleik karla þegar þeir unnu 1. deildarlið ÍR með aðeins einu marki, 24:23, á heimavelli ÍR í Austurbergi. „Ætli við séum ekki óskamótherjar liðanna þriggja sem eftir eru,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH. Auk FH eru Fram, Akureyri og Valur komin í undan- úrslit. » 4 Naumur sigur FH- inga í Austurbergi Í kvöld klukkan 19.15 verður flautað til mikilvægasta leiks íslensks kvennalandsliðs í handbolta til þessa. Ísland mætir þá Króatíu í fyrstu umferðinni í úrslitakeppni Evrópumótsins í Árósum. „Við gæt- um komið á óvart og mér skilst að þær króatísku reikni ekki með miklu af okkur,“ sagði Júlíus Jón- asson þjálfari við Morgunblaðið í Árósum í gær. »2-3 Tilbúnar í slaginn gegn Króötunum í kvöld Þrír leikmenn Barcelona, Lionel Messi, Xavi og Andrés Iniesta, berjast um að verða fyrir valinu sem knattspyrnumaður ársins en Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, gaf það út í gær hvaða þrír leikmenn koma til greina í kjörinu. Niðurstaða kjörsins verður kunn- gerð á hófi í Zürich hinn 10. jan- úar. »4 Sá besti er klárlega í herbúðum Barcelona ÍÞRÓTTIR Kristján Jónsson kjon@mbl.is Jólahátíð fatlaðra verður haldin í 28. sinn á morgun og verður hún að þessu sinni á Hilton Reykjavík Nor- dica. Sem fyrr er það tónlistarmað- urinn og strætisvagnstjórinn André Bachmann sem stendur fyrir hátíð- inni. Allir gefa vinnu sína, aðgangs- eyrir er enginn. Sjálfur kemst André sennilega ekki, var lagður inn á sjúkrahús fyrir fáeinum dögum. „Læknarnir segja mér að ég nái mér og ég ætla ekkert að kvarta yfir veikindum, nógu margir kvarta og kveina núna. Karlarnir gera mikið af því en yfirleitt ekki konurnar og svo eru þær kallaðar veikara kynið!“ segir André. „En ég læt taka hátíð- ina upp fyrir mig svo að ég missi ekki alveg af þessu, ég er búinn að vera að undirbúa hana síðustu tvo mánuðina.“ André er 61 árs og hefur lengi keyrt strætó í Reykjavík, núna er hann á leið 3, Berg-Fell. En hann hefur lengi verið landsþekktur söngvari, hefur reyndar einnig spil- að á trommur en er sjálflærður í tón- list. En hvers vegna fór hann af stað með Jólahátíðina? „Það sem maður fær út úr þessu eru bros og hlý augnatillit,“ svarar André. „Sjálfur fæddist ég holgóma og með skarð í vör, það er ákveðin fötlun. Svo átti vinur minn þegar ég var lítill fjölfatlaðan bróður, Ei- rík Einarsson, sem ég heimsótti oft. Ég varð sjálfur fyrir miklu einelti á árum áður og veit hvað það er að vera fatlaður og þurfa að berjast.“ André byrjaði að syngja upp úr 1970 og hefur ferðast mikið um land- ið en einnig sungið er- lendis. „Ég var í San Franc- isco í mars, var þar fimmta árið í röð að syngja fyrir Ís- lendingafélagið. Svo hef ég líka sungið í Chicago og New York. Þetta er alhliða músík, dægurtónlist, ís- lensk og erlend, ég syng bæði á ís- lensku og ensku. Ferðast með Elly Vilhjálms Ég syng mikið í afmælum og brúðkaupum, svo hef ég sungið mik- ið úti á landi. Síðustu sex árin sem hún Elly Vilhjálms lifði söng hún með minni hljómsveit, þetta var snemma á tíunda áratugnum og það voru mjög virtir tónlistarmenn sem mæltu með mér við hana. Við Elly fórum út um allar trissur hér heima, til Vestmannaeyja, Akureyrar og Ísafjarðar og líka til London. Þetta var ægilega skemmtilegur tími.“ Bros og hlý augnatillit í laun  André stendur fyrir Jólahátíð fatlaðra í 28. sinn Morgunblaðið/hag Í ham André Bachmann og ungir vinir hans í sveitinni Hvar er Mjallhvít? Sveitin hefur leikið undir hjá honum í fimm ár og reyndar einnig hjá Ragga Bjarna, Stefáni Hilmars, Ladda og fleiri skemmtikröftum. Síðast voru um 1.200 manns á Jólahátíðinni, fatlaðir og aðstand- endur. André býst við enn fleiri núna. Húsið verður opnað kl. 18:30, sjálf hátíðin er frá kl. 20-22, skólahljómsveit Ár- bæjar og Breiðholts leikur í anddyri frá kl. 19:15. Meðal skemmtikrafta eru Bubbi, Ingó veðurguð, Ari Eld- járn, Raggi Bjarna, Laddi, Lifun og The Charlies. Kynnar eru Edda Andr- ésdóttir sjónvarpskona og Sig- mundur Ernir Rúnarsson alþing- ismaður. Forsetahjónin verða sérstakir gestir hátíðarinnar. „Ég er svona jarðýtan í þessu, fæ félaga mína til að koma og gleðja þessa fötluðu einstaklinga. Oftast eru þeir svo margir tónlist- armennirnir sem vilja vera með mér í þessu að ég kem ekki öllum að!“ segir André. Síðast mættu um 1.200 gestir LANDSÞEKKTIR LISTAMENN VERÐA Á HÁTÍÐINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.