Morgunblaðið - 28.12.2010, Page 10

Morgunblaðið - 28.12.2010, Page 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Ingibjörg starfar á A3, göngu-deild lungna, á Landspít-alanum og sinnir þar reyk-leysismeðferð fyrir inniliggjandi sjúklinga og sjúklinga á göngudeild en margir nýta tækifær- ið til að hætta að reykja við það að leggjast inn á sjúkrahús. Að auki vinnur hún hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur þar sem hún er með einstaklingsráðgjöf og námskeið. Reykleysismeðferðin fer þannig fram að í upphafi fer Ingibjörg yfir reykingarsögu einstaklingsins. Ef fram kemur að mikið er reykt í hans nánasta umhverfi, t.d. á heimili hans er þeim fjölskyldumeðlimum eða vin- um einnig boðin reykleysismeðferð. Mikilvægt að læra af reynslunni „Það sem felst í að taka reyk- ingasögu er m.a. að skoða nikótínfíkn og birtingarmynd hennar hjá ein- staklingnum, hversu mikið hann reykir, hvort hann hafi reynt að hætta áður, hvernig hann fór að því og af hverju hann hafi byrjað aftur o.s.frv.,“ segir Ingibjörg. Mikilvægt sé að læra af reynsl- unni. „Ef viðkomandi er tilbúinn að gera tilraun til að hætta að reykja í nánustu framtíð er farið að leggja drög að aðgerðaáætlun og hægt er að fara margar leiðir. Ég ráðlegg flestum að nota lyf en einstakling- urinn sjálfur ákveður að lokum hvaða leið hann fer og ég styð hann í því. Þegar lyf eru ráðlögð kemur oft fyrri reynsla einstaklingsins að gagni. Ef eitthvað hefur reynst vel getur verið gott að nýta það aftur og eins ef viðkomandi hefur slæma reynslu af einhverju er betra að sleppa því. Við förum yfir mögulegar hindranir eða aðstæður sem kalla á smók. Ég reyni að hjálpa viðkomandi að sjá fyrir sér hvað geti orðið erfitt og hvernig hægt verði að bregðast við í staðinn fyrir að reykja.“ Hafa nóg fyrir stafni Mælt er með að fólk sæki sér stuðning og láti sem flesta vita að stefnt sé að því að hætta að reykja. Ákveða þarf daginn til að hætta, t.d. þarf að finna út hvort það er betra að hætta í miðri viku, um helgi eða í fríi. „Ég mæli með að hafa nóg fyrir stafni fyrst eftir að hætt er þó án þess að hafa of mikið álag ef mögu- leiki er á. Það er mikilvægt að átta sig á að löngunin í smók stendur ekki mjög lengi yfir í einu. En hún er hins vegar alltaf að koma upp fyrstu dag- ana og fólki finnst þetta oft eins og ein stór löngun. Því oftar sem ein- staklingur gengur í gegnum dag og aðstæður reyklaus verður það auð- veldara. Lyf hjálpa en það þarf líka að finna aðrar leiðir til að dreifa at- hyglinni, s.s. hafa nóg fyrir stafni, fá Getur tekið nokkrar tilraunir að hætta Senn líður að áramótum og þá strengja margir heit sem yfirleitt tengjast bættum lifn- aðarháttum. Eitt algengasta áramótaheitið er vafalaust að hætta að reykja en það getur reynst fólki miserfitt. Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur aðstoðar lungnasjúklinga og aðra við að hætta að reykja en talið er að hægt væri að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur krabbameinstilfellum ef reykingum yrði útrýmt. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hjálpar fólki Ingibjörg K. Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur. Jóga hefur átt sífellt meiri vin- sældum að fagna hérlendis síðast- liðin ár. Þá hefur hot-jóga orðið með því vinsælasta og fjöldi fólks sem flykkst hefur í tíma þar sem jóga er stundað í upphituðu her- bergi. Jóga er góð líkamsrækt, mýkir, styrkir, er liðkandi og æfir jafnvægið auk þess að vera al- mennt nærandi fyrir líkama jafnt sem sál. Nú í janúar hugsa margir sér til hreyfings og hefja nýtt ár með heilsusamlegri lífsstíl. Sumir hafa hugsað sér að byrja í jóga og þá getur reynst fróðlegt að forvitn- ast dálítið um hvað maður er á leiðinni út í. Á vefsíðunni http:// www.yogaweb.com/ má finna ým- iss konar fróðleik um jóga. Meðal annars útskýringar á hinum ýmsu tegundum jóga eins og bikram-, raja- og ashtanga-jóga. Einnig má á síðunni finna fróðleik um sögu jóga og ýmislegt sem getur gagnast vel fyrir fyrsta tímann. Eins og t.d. það í hverju sé best að vera og þá má líka skoða ljós- myndir af helstu jógaæfingunum. Þessi síða er bæði fróðleg og skemmtileg fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér jóga. Sama hvort þeir ætla að skella sér í einn tíma sjálfir eður ei. maria@mbl.is Vefsíðan www.yogaweb.com Líkamsrækt Jóga er bæði liðkandi og styrkjandi fyrir líkamann. Fróðleikur um jóga Á jólunum eru margir latir við að stunda líkamsrækt og kjósa frekar að halda sig heima á náttfötunum með konfektkassa og góða bók. Það er því ekki skrýtið að mörgum þyki sem fötin sín hafi á einhvern óút- skýranlegan hátt þrengst yfir hátíð- arnar. Þótt ekki sé mikill vilji fyrir að halda að heiman í líkamsræktarsali er auðvelt að stunda nokkrar lau- fléttar æfingar heima í stofu, jafnvel á meðan horft er á sjónvarpið, og þannig stuðla að örlítið betri líðan þegar hátíð ljóss og friðar er lokið og gamla góða rútínan tekur við. Ef þú átt sippuband er kjörið að draga það fram. Sippaðu frekar hratt í tvær mínútur í senn, alls fjór- um sinnum. (111 hitaeiningar). Hlauptu upp og niður stigann í húsinu þínu, t.d. meðan auglýsingar eru. (42 hitaeiningar). Stattu fyrir framan sófann og beygðu þig í hnjánum eins og þú ætlir að setjast niður nema ekki láta rassinn snerta sætið. Haltu stöðunni í eina mínútu. Endurtaktu fjórum sinnum. (80 hitaeiningar). Leggstu á hliðina og lyftu fæt- inum, sem snýr frá gólfinu, upp og niður samfleytt í 5 mínútur. Skiptu um hlið og endurtaktu. (50 hitaein- ingar). Réttu handleggina út til hliðanna og hreyfðu þá eins og þú sért að reyna að teikna frekar stóra hringi á næsta vegg. Endurtaktu tvisvar. (20 hitaeiningar.) Þegar þú þarft að pissa skaltu spretta á klósettið. Í stað þess að setjast alveg á setuna skaltu halda þér rétt fyrir ofan hana. Sprettu til baka. (30 hitaeiningar). Náðu í 2-3 niðursuðudósir inn í eldhús og settu í poka. Haltu á pok- anum í annarri hendi, hafðu höndina fyrir aftan höfuð svo olnbogi nemi við eyrun og lyftu pokanum upp og niður í eina mínútu til að æfa þrí- höfða. Skiptu um hönd. Endurtaktu þrisvar. (17 hitaeiningar). Stattu tæpa tvo metra frá sjón- varpinu og gerðu framstig í fimm mínútur. (37 hitaeiningar). Heimaæfingar Æft heima í stofu Morgunblaðið/Kristinn Sipp Það er góð líkamsrækt fyrir unga jafnt sem aldna að sippa. 398 1798 2896 4358 7944 9400 9816 11180 12720 13044 13045 13686 16641 17115 17774 18044 22789 23462 26877 27843 29200 30137 30271 30509 30587 30733 31386 31532 32993 34374 37400 37790 37974 39534 42486 42931 43338 44448 47536 47567 48170 49015 49905 50118 52096 52776 53090 53121 53166 54774 56367 56771 57051 58732 60692 61121 61387 62558 64095 66617 67384 68343 68393 68410 69235 70618 70723 72978 73691 74098 74475 74589 75243 75405 75604 76136 79179 79470 80442 80517 81994 82130 82543 83119 84370 87290 88866 89072 89158 89992 92568 94790 95652 96834 97359 99214 100908 101012 102272 102875 105345 107573 108831 112430 113641 114987 115768 116437 118201 118468 120121 120643 122668 123718 125095 128060 128239 128272 131291 133948 135625 136114 137215 137293 137674 138493 140398 141482 142430 143049 144400 145305 145312 145347 3077 10429 23437 24324 30381 49314 61597 61985 69112 70648 75430 78079 81606 89549 92735 97199 116756 117683 126669 130581 Vinningar Krabbameinsfélagi› þakkar landsmönnum veittan stu›ning. Handhafar vinningsmi›a framvísi þeim á skrifstofu Krabbameinsfélagsins a› Skógarhlí› 8, sími 540 1900. Byrja› ver›ur a› grei›a út vinninga þann 17. janúar nk. Bi rt án áb yr g› ar Citroën C3 SX 1,6 HDi, 2.990.000 kr. 38462 122429 Greiðsla upp í bifreið eða íbúð, 1.000.000 kr. 56109 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 200.000 kr. Jólahappdrætti Krabbameins- félagsinsÚtdráttur24. desember 2010 Úttekt hjá ferðaskrifstofu eða verslun, 100.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.