Morgunblaðið - 28.12.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 28.12.2010, Síða 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 n o a t u n . i s MARGVERÐ LAUNAÐUR20% afsláttur Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r hefð ir Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r J óla hefð Jó lah efði r J óla hefð Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r J óla hefð Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah efði r Jó lah NÓATÚNS GRÍSAHAMBORGAR- HRYGGUR 1598 1998 KR./KG BBESTIR Í KJÖTI ÚRKJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI Ö ll ve rð er u bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill u og /e ða m yn da br en gl Úrval, gæði og þjónusta í Nóatúni ÍSLENSKT KJÖT Milljónir manna komust ekki leiðar sinnar á austurströnd Bandaríkj- anna í gær vegna stórhríðar sem varð til þess að loka þurfti flugvöll- um í New York, vegir lokuðust og lestasamgöngur lögðust víða niður. Um 2.000 flugferðum var aflýst vegna stórhríðarinnar á einum anna- samasta degi ársins í flugsamgöng- um. Loka þurfti John F. Kennedy- flugvelli og La Guardia-flugvelli í New York, svo og Newark-alþjóða- flugvellinum í New Jersey. Aðrir flugvellir, m.a. í Boston og Fíladelfíu, voru opnir. Lestasamgöngur milli New York og Boston lögðust niður í þrettán klukkustundir vegna óveðursins. Lestir gengu ekki heldur milli New York-borgar og Long Island og margir komust því ekki til vinnu sinnar. Óveðrið raskaði einnig ferð- um jarðlesta í New York. Götur á Manhattan voru nánast mannlausar. Allt að 51 sentimetra jafnfallinn snjór var á götum borgarinnar. Samgöngur lömuðust vestra Neyðarástand » Lýst var yfir neyðarástandi á svæðum í Massachusetts, Maine, Maryland, New Jersey, Norður-Karólínu og Virginíu. » Tugir þúsunda heimila voru án rafmagns í Massachusetts og Rhode Island. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Míkhaíl Khodorkovskí var eitt sinn auðugasti maður Rússlands, for- stjóri rússneska olíurisans Júkos og um tíma var hann jafnvel álitinn hugsanlegur eftirmaður Vladímírs Pútíns sem þjóðhöfðingi. Þetta breyttist í október 2003 þegar Khodorkovskí varð þekktasti fangi Rússlands. Tveimur árum síð- ar var hann dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjársvik og skattsvik. Afplánun dómsins lýkur á næsta ári en líklegt er að Khodorkovskí verði lengur í fangelsi því dómstóll í Moskvu dæmdi hann í gær sekan um stórfelldan fjárdrátt og pen- ingaþvætti. Hefnd fyrir að storka Pútín? Stuðningsmenn Khodorkovskís líta á hann sem píslarvott og segja að ráðamenn í Kreml hafi staðið fyrir ákærunum til að hefna sín á honum fyrir að storka Pútín með því að styðja stjórnarandstöðu- flokka fjárhagslega. Rússnesk stjórnvöld líta hins vegar á hann sem spilltan auðkýfing sem hafi auðgast á lögbrotum þegar rúss- nesk ríkisfyrirtæki voru einkavædd og fáir útvaldir, svonefndir olígark- ar, sölsuðu undir sig auðlindir þjóð- arinnar. Míkhaíl Khodorkovskí er 47 ára, fæddist í Moskvu, nam fyrst efna- verkfræði og síðan hagfræði. Hann var atkvæðamikill í Komsomol, ung- liðahreyfingu sovéska kommúnista- flokksins, og stofnaði fyrsta fyrir- tæki sitt um fjórum árum fyrir hrun Sovétríkjanna. Hann stofnaði einn af fyrstu einkabönkum Rússlands, Menatep, sem keypti hlutabréf í mörgum fyrirtækjum á mjög lágu verði þegar ríkisfyrirtækin voru einkavædd í forsetatíð Borís Jelts- íns. Menatep og fleiri bankar í Rússlandi eru einnig grunaðir um að hafa komið miklum fjárfúlgum undan og lagt þær inn á banka- reikninga í Sviss og víðar. Khodorkovskí og banki hans keyptu meðal annars Júkos árið 1995 og hermt er að kaupverðið hafi numið sem svarar 45 milljörðum króna. Áður en hann var handtek- inn var olíufyrirtækið metið á rúma 3.500 milljarða króna. Khodorkovskí studdi nær alla stjórnarandstöðuflokkana fjárhags- lega, eignaðist útgáfurétt að dag- blaðinu Moskovskíje Novostí og gerði þekktan rannsóknarblaða- mann, sem hafði gagnrýnt Pútín, að ritstjóra blaðsins. Orðrómur komst á kreik um að Khodorkovskí hygð- ist nota auð sinn til að komast til valda í Rússlandi og hefði augastað á forsetaembættinu. Píslarvottur eða ótíndur þjófur?  Khodorkovskí dæmdur sekur um stórfelldan fjárdrátt og peningaþvætti Vladímír Pútín, forsætisráð- herra Rússlands, hefur líkt Míkhaíl Khodorkovskí við Bern- ard Madoff, sem var dæmdur í 150 ára fangelsi í Bandaríkj- unum fyrir fjársvik. „Þjófur á að vera í fangelsi,“ sagði Pútín um saksóknina gegn rússneska auðkýfingnum fyrrverandi. Khodorkovskí sagði að ákær- urnar væru af pólitískum rótum runnar og kvaðst ætla að áfrýja sakfellingunni. Hyggst áfrýja Veifar Khodorkovskí fyrir rétti í gær. „Á AÐ VERA Í FANGELSI“ 3 6 1 4 5 2 1 2 3 4 5 6 21 3 4 Heimildir: Munich Re, Reuters Allar tölur eru skv. nýjustu gögnum í gær MESTU NÁTTÚRUHAMFARIR ÁRSINS Ísland Eldgos mars–apríl Bandaríkin Óveður, flóð 13.-15. mars Óveður, skýstrókar, flóð 30. apríl–3. maí Óveður, haglél 12.-16. maí Frakkland Flóð 15. júní Ástralía Haglél, óveður 22. mars–6. og 7. apríl Nýja- Sjáland Jarðskjálfti 4. september Vestur-Evrópa Fárviðrið „Xynthia“, stórsjór 26.-28. febr. Rússland Hitabylgja, skógareldar júlí-sept. Kína Jarðskjálfti 13. apríl Skriður, flóð 7. ágúst Flóð, skriður 13.-29. júníIndónesía Jarðskjálfti, flóðbylgja, eldgos 25.-26. október Pakistan Flóð júlí–september Austur-Evrópa Flóð 2.-12. júní Mexíkó Fellibylurinn Karl, flóð 15.-21. september Ísrael Skógareldur 2. desember Haítí Jarðskjálfti 12. janúar Síle Jarðskjálfti, flóðbylgja 27. febrúar 1,000 800 600 400 200 0 ALLAR NÁTTÚRU- HAMFARIR Fjöldi hamfara í heiminum, 1980-2009 1980 1990 2000 2009 Haítí Rússland Kína Pakistan Kína Síle MANNSKÆÐUSTU HAMFARIRNAR Fjöldi látinna 222.570 56.000 2.700 1.980 1.470 520 Heildartjón 8 ma $ 0,4 0,2 9,5 Uppl. vantar 30 Veðurfræði Fellibyljir Vatnafræði Flóð, skriður Loftslagsfræði Hitaöfgar, þurrkar skógareldar Jarðeðlisfræði Jarðskjálftar, flóðbylgjur, eldgos Hitabylgja og eldar í RússlandiJarðskjálfti á Haítí Jarðskjálfti í Kína Stórflóð í Pakistan Lest, sem flytja átti afmælisgjafir til Kims Jong-Un, væntanlegs leiðtoga Norður-Kóreu, fór út af sporinu fyrr í mánuðinum og talið er að andstæð- ingar kommúnistastjórnar landsins hafi valdið slysinu með því að skemma lestateina. Útvarpsstöð í Seúl hefur þetta eft- ir leyniþjónustumanni í Norður- Kóreu. „Járnbrautir Norður-Kóreu eru mjög úreltar … en í þessu tilviki voru teinarnir svo illa skemmdir að svo virðist sem einhver hafi skemmt þá af ásettu ráði skömmu áður en lestin kom,“ sagði heimildarmaður- inn. Lestin fór út af sporinu nálægt landamærunum að Kína á leiðinni til Pyongyang og í henni voru meðal annars mörg dýr úr og sjónvarps- tæki. Hermt er að Kim Jong-Un eigi af- mæli 8. janúar og verði 28 ára gam- all. Hann er yngsti sonur Kims Jong-Il, leiðtoga Norður-Kóreu, sem valdi hann sem eftirmann sinn. Gjafir Kims skemmdar? Mótmæli Suðurkóreskur mótmæl- andi rífur mynd af Kim-feðgunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.