Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 ✝ Jón Haukur Sig-urbjörnsson fæddist á Akureyri 28. desember 1934. Hann lést á heimili sínu 12. desember 2010. Foreldrar hans voru hjónin Sig- urbjörn Þorvaldsson bifreiðastjóri, f. 22.5. 1895 á Hlíðarenda, Glæsibæjarhreppi, d. 12.12. 1976 á Ak- ureyri, og Steinunn Ingibjörg Jónsdóttir húsmóðir, f. 10.10. 1902 á Nautabúi í Skagafirði, d. 23.4. 1992 á Akureyri. Systkini Jóns Hauks eru: Jóhann Pétur, f. 1929, Þórunn, f. 1932, og María Sigríður, f. 1940. Jón Haukur kvæntist hinn 2. des- ember 1956 Halldóru Júlíönu Jóns- dóttur iðnverkakonu, f. 21.8. 1932, frá Samkomugerði í Saurbæj- arhreppi. Foreldrar hennar voru Jón Sigfússon bóndi, f. 1.2. 1902, d. 2.1. 1985 á Akureyri, og Rósfríður Sigtryggsdóttir húsmóðir, f. 20.9. 1903, d. 3.12. 1990 í Eyjafirði. Börn Jóns Hauks og Halldóru eru: 1) Haukur, f. 1.7. 1956, maki Þóra Kristín Óskarsdóttir, f. 1.10. 1959. Börn þeirra eru Örn Kató, f. 29.1. 1982, og Arna Katrín, f. 1.3. 1990. 2) Sigurbjörn, f. 4.5. 1958. Börn hans eru Sigurður Pálmi, f. 22.1. 1982, og Júlíana Sól, f. 17.8. 1989. 3) Rósa, f. 29.11. 1964. Dætur hennar eru Ásta Björk Birg- isdóttir, f. 25.2. 1985, maki Þorsteinn Gunn- arsson, f. 29.2. 1980. Sonur þeirra er Snæ- björn Kári, f. 5.11. 2009. Berglind Rósa Birgisdóttir, f. 16.4. 1988. Jón Haukur varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri 1950. Hann hóf störf hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri í maí 1954 og starfaði þar óslitið til árs- ins 2002, að undanskildum tveimur árum hjá Olíuverslun Íslands. Hann vann fyrst sem vélamaður og bíl- stjóri í vélaflutningum til ársloka 1969, en hóf þá störf á skrifstofu Vegagerðarinnar á Akureyri. Árið 1980 tók hann við starfi rekstr- arstjóra Vegagerðarinnar á Ak- ureyri og gegndi því starfi til ársins 2002 er hann fór á eftirlaun. Útför Jóns Hauks fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 28. desem- ber 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Það er svo óraunverulegt að þurfa að kveðja hann afa Nonna því það er svo stutt síðan hann var svo hress og lífsglaður. Eftir sitja ynd- islegar minningar um þennan frá- bæra mann sem ylja okkur um hjartarætur. Afi var maður sem lifði lífinu lifandi. Hann var dugleg- ur að sinna áhugamálum sínum eins og að teikna og var alltaf svo opinn fyrir nýjungum. Okkur barnabörnunum fannst við eiga svalasta afann á landinu þegar hann um sjötugt keypti sér vespu til að geta skutlast út í búð að kaupa pott af mjólk eða ís handa ömmu. Afi var mikill húmoristi og við munum sakna þess að heyra ekki smitandi hlátur hans. Afi og amma voru alla tíð mjög dugleg að ferðast, bæði innanlands og utan. Ferðalag afa heldur áfram en nú ferðast hann um á betri stað og á vit ævintýranna. Elsku afi, þín er sárt saknað en minning þín lifir áfram í hjörtum okkar. Örn Kató, Arna Katrín, Ásta Björk og Berglind Rósa. Aðdragandinn að því sem við héldum að myndi aldrei gerast var fljótur. Við héldum að afi Nonni gæti ekki orðið svona veikur, því að hann hafði aldrei verið veikur á æv- inni. Og þótt svo að hann lægi í raun banaleguna þá var ekkert sem gaf það til kynna. Hann sagði brandara og hafði áhyggjur af dag- legum hlutum sem hann átti kannski aðeins erfiðara með að sinna síðustu dagana. En ekki grunaði mann að hann ætti svona stutt eftir. Minningarnar eru margar og skrýtið að maður hitti afa ekki aft- ur. Keyra með honum um þjóðveg- ina þegar hann var að vinna eða fara með honum norður eða til norðurs eins og það var stundum kallað til að eyða sumrinu á Ak- ureyri hjá honum og ömmu. Hann var stríðinn og spurði um nunn- urnar í Landakoti og þegar leið á táningsaldurinn þá byrjaði maður að þrasa við hann um pólitík fram og til baka. Hann var fljótur að að- laga sig, t.a.m. þegar amma fót- brotnaði þá fór hann að færa sig uppá skafið í matargerðinni, sem þá þótti ekkert sérlega líklegt, tileink- aði sér tölvutækni til að hafa sam- band við fjölskyldu og vini og á átt- ræðisaldri sást hann þeysast um Stekkjargerðið á vespu. Hann var síteiknandi og hvort sem það var hvítur pappír eða dagblað þá teikn- aði hann á það. Ekki aðeins var hann flinkur að teikna, nánast allt handverk var honum í blóð borið hvort sem það voru penslar eða út- skurðarhnífar, þeir léku í höndun- um á honum. Og sama blóð rennur í æðum pabba, það er ljóst hvaðan hann fékk sína hæfileika. Við ævilok staldrar maður við og horfir yfir farinn veg. Afi var mað- ur sem þótti vænt um fjölskylduna sína og setti hana ávallt í fyrsta sæti. Hann var sannkölluð alþýðu- hetja sem vann alla ævi, byggði sér hús og sá vel fyrir sér og fjölskyldu sinni. Maður fann alltaf fyrir hlýju og öryggi hjá honum og hann var góð fyrirmynd. Við söknum afa okkar óskaplega mikið og við erum kannski ekki enn búin að átta okk- ur á því að hann sé farinn. En lífið heldur áfram og maður byggir sitt eigið líf á gildum sem maður hefur lært af sínum fyrirmyndum. Sigurður Pálmi og Júlíana Sól. Ég var ekki hár í loftinu þegar Jón Haukur hóf störf hjá Vega- gerðinni á Akureyri. Árið var 1954 og hann þá um tvítugt og ég 9 ára. Vegagerðin var þá til húsa við Hjal- teyrargötu í tveimur gömlum her- bröggum, þar var skrifstofa sem Karl heitinn Friðriksson réð ríkjum og þar var gamla vélaverkstæðið sem var svo dimmt að þar var ljós allt sumarið. Þá var nýbúið að byggja nýja verkstæðið sem gjör- breytti aðstöðunni þarna á eyrinni. Má segja að Jón Haukur hafi komið inn í nýja tíma í vegagerð á svæð- inu en hann vann fyrstu árin sem vélamaður og bílstjóri við flutning á vélum og búnaði til vega og brúar- gerða. Vélaútgerð var þá stór þátt- ur í starfseminni enda öll verk unn- in af vega- og brúarvinnuflokkum Vegagerðarinnar og flest tæki í eigu hennar. Það var því mikið verk að flytja til vélar og búnað og ekki heiglum hent í vonskuveðrum og ófærð, þegar flytja þurfti vélar á verkstæði sem bilað höfðu í snjó- mokstri. Ég þekkti Jón ekki mikið á þeim tíma en man samt eftir þessum myndarlega manni sem hafði ótrú- lega hæfni til að herma eftir mönn- um og teiknaði skemmtilegar skop- myndir. Mér er minnisstætt eitt sinn þegar ég heimsótti föður minn á skrifstofuna, en þá kom Jón ásamt skemmtinefnd sem átti að sjá um árshátíð og átti Jón að herma eftir Karli Friðrikssyni sem hafði mjög sérstakan hlátur. Til vonar og vara átti að leyfa Karli að heyra skemmtiatriðið fyrirfram því hann var skapríkur maður. Þar kom að Jón hló í eftirhermunni og hló þá Karl líka og mátti ekki greina frá hvorum kom rétti hlát- urinn. Myndir eftir Jón voru sér- stakar og hafði hann hæfileika að draga fram sérkenni þeirra sem hann teiknaði. Var ljóst að þar var listamaður á ferð sem síðan aug- ljóslega hefur erfst til afkomenda. Við kynntumst síðan vel árið 2000 þegar ég kom til starfa sem umdæmisstjóri fyrir Norðaustur- land. Hann var einn af þremur rekstrarstjórum sem þá voru undir minni stjórn og sá um þjónustu við vegi á Eyjafjarðarsvæðinu. Rekstr- arstjórastarfið er erfitt starf og mæðir mikið á þeim mönnum. Jón hafði þann hæfileika að taka öllum með jafnaðargeði og aldrei heyrði ég hann æsa sig upp við menn þó oft hafi hann þurft að taka á móti erfiðum samtölum. Hann komst vel af við starfsmenn sína og var vin- sæll meðal þeirra og hafði gott orð á sér hjá sveitarstjórnarmönnum og vegfarendum. Jón Haukur starfaði hjá Vega- gerðinni á Akureyri frá 1954, fyrst sem bílstjóri fram til ársins 1970 að undanskildum tveimur árum sem hann vann hjá Olíuverslun Íslands. Hann vann síðan á skrifstofunni eftir 1970 og var ljóst að faðir minn, Guðmundur Benediktsson sem var rekstrarstjóri á Eyjafjarðarsvæð- inu, hugsaði sér hann sem eftir- mann sinn og gekk það síðan eftir 1980. Hann starfaði síðan sem rekstrarstjóri fram til ársins 2002 er hann lét af störfum að eigin ósk eftir farsælt starf hjá Vegagerðinni í nær 50 ár. Við vegagerðarmenn söknum góðs drengs og minnumst hans með þakklæti og söknuði. Fyrir hönd Vegagerðarinnar vil ég færa fjölskyldu Jóns Hauks okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Birgir Guðmundsson. Jón Haukur Sigurbjörnsson Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Systir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG M. ÓLAFSDÓTTIR, (Ebba), Súðavík, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtu- daginn 23. desember. Útförin fer fram frá Súðavíkurkirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 14.00. Ragnheiður Ólafsdóttir, Hildur Maríasdóttir, Sigríður Hrönn Elíasdóttir, Ólafur Elíasson, Margrét G. Elíasdóttir, Sigurjón Vífill Elíasson, tengdabörn, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞÓRA SIGURGRÍMSDÓTTIR, Grænumörk 5, Selfossi, áður Heiðarbrún, Stokkseyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að morgni föstudagsins 24. desember. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00. Sveinbjörn Guðmundsson, Jóhann Sveinbjörnsson, Ólöf Bergsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Kristín Friðriksdóttir, Bjarki Sveinbjörnsson, Sigrún Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN JÓNSDÓTTIR DUNGAL, Grensásvegi 58, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudag- inn 15. desember, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 29. desember kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Þorvaldsson, Vallý Helga Ragnarsdóttir, Steinunn Þorvaldsdóttir, Finnur Geirsson, Hilmar Á. Hilmarsson, Guðfinna M. Sævarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær unnusti minn, sonur, bróðir okkar, barna- barn og tengdasonur, BRYNJAR ÞÓR INGASON, Fjarðarstræti 2, Ísafirði, lést sunnudaginn 19. desember. Jarðarförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju miðvikudag- inn 29. desember kl. 14.00. Rannveig Jónsdóttir, Ingi Þ. Guðmundsson, Almar Þór Ingason, Fannar Þór Ingason, Birta Kristín Ingadóttir, Óttar Gunnarsson, Pálína Þórarinsdóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Jón Sigurpálsson og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og systir, RANNVEIG ÞORBERGSDÓTTIR, áður Fögruvöllum, Garðabæ, Háahvammi 7, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 23. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Margrét Gunnarsdóttir, Hafþór Hafdal Jónsson, Jóhanna Þorbergsdóttir, Jón Óli Gíslason, Ingibjörg Þorbergsdóttir, Eiríkur Pálsson, Guðmundur Þorbergsson, Margrét Hannibalsdóttir, Hafþór Þorbergsson, Stefán Þorbergsson, Þórir Friðriksson. ✝ Elskulegi maðurinn minn, pabbi okkar, tengda- pabbi og afi, ERLING SIGURLAUGSSON bifvélavirkjameistari, Nesbala 3, Seltjarnarnesi, lést þriðjudaginn 21. desember. Útför hans fer fram frá Seltjarnarneskirkju, fimmtu- daginn 30. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin á Íslandi. Halldóra Sigurgeirsdóttir, Reynir Erlingsson, Rúnar Erlingsson, Ingilaug Erlingsdóttir, Jóhann Kjartansson og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.