Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.12.2010, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 ✝ Herdís Antoníus-ardóttir fæddist í Núpshjáleigu á Beru- fjarðarströnd 21. mars 1923. Hún lést á öldrunardeild Land- spítalans 17. desem- ber síðastliðinn. Her- dís ólst upp í Núpshjáleigu á Beru- fjarðarströnd hjá for- eldrum sínum Jó- hönnu Vilhjálmsdóttur, f. 1892, d. 1973, og Ant- oníusi Jónssyni, f. 1890, d. 1956. Systkini Herdísar eru: Björg, f. 1917, d. 2005, Jón, f. 1918, d. 1998, Sigurður, f. 1919, d. 1999, Ingibjörg, f. 1921, d. 2008, Herborg, f. 1925, d. 2008, Kristveig, f. 1928, dó á barnsaldri og Vilhjálmur f. 1929. Eiginmaður Herdísar var Sig- steinn Sigurbergsson frá Eyri við Fáskrúðsfjörð, f. 1922, d. 1986. For- eldrar hans voru Sigurbergur Odds- son, f. 1894, d. 1976 og Oddný Þor- steinsdóttir, f. 1893, d. 1983. Börn þeirra eru: Jóhanna Ant- onía, f. 1945, fyrri eiginmaður Sig- urður Helgason, d. 1968. Þeirra börn: 1)Sigsteinn, f. 1964, maki börn: Halldór, f. 2001 og Guðrún Helga, f. 2003, 3) Sigsteinn, f. 1977, 4) Oddný, f. 1991. Oddný, f. 1952, maki Líney R. Halldórsdóttir, f. 1961. Sjöfn, f. 1958, maki Finnur Pálsson, f. 1956, þeirra börn: 1)Hlín, f. 1982, maki Brynjar Gunnarsson, f. 1978, 2) Héð- inn, f. 1988, maki Sóley Stef- ánsdóttir, f. 1986, 3) Rán, f. 1994. Þröstur, f. 1965, fyrrverandi eig- inkona, Ásgerður S. Bjarnadóttir, f. 1966, þeirra börn: 1) Telma, f. 1987, 2) Bylgja, f. 1990, 3) Hilmar, f. 1996. Núverandi maki Þrastar er Soffía Sturludóttir, f. 1969, hennar börn: 1) Daníel, f. 1994, 2) Sindri, f. 1997. Herdís og Sigsteinn byrjuðu bú- skap í Vestmannaeyjum 1945 en bjuggu þó lengst af í Reykjavík, fyrstu árin á Lindargötu þá á Njáls- götu, síðan Langholtsvegi 158 og þá Njörvasundi 24. Herdís bjó síðast að Skúlagötu 20 eftir að Sigsteinn dó. Þau hjónin áttu sumarbústað við Hafravatn á sjötta og sjöunda ára- tugnum þar sem þau héldu heimili að sumarlagi. Herdís gekk í Húsmæðraskólann á Hallormsstað. Eftir að hún stofn- aði heimili var hún lengstum heima- vinnandi húsmóðir en starfaði við fiskvinnslu af og til. Síðar vann hún við umönnunarstörf á Hrafnistu í Reykjavík í 23 ár. Útför Herdísar fer fram í Grafar- vogskirkju í dag, 28. desember 2010, klukkan 13. Halla Pálsdóttir, f. 1963, þeirra börn: Haraldur Bogi, f. 1985, maki Eygló Björnsdóttir, f. 1987, þeirra barn Alba Líf, f. 2009, Jóhanna Ant- onía, f. 1989, 2) Sigríð- ur Sara, f. 1968, maki Guðmundur Björns- son, f. 1969, þeirra börn: Alexander, f. 1995, Anton, f. 1999 og Erla, f. 2001, síðari eiginmaður Jóhönnu, Kristinn I. Sigurðsson, d. 2008. Þeirra börn: 1) Herdís El- ísabet, f. 1979, maki Sveinn Ingi Steinþórsson, f. 1979, þeirra börn: Ísabella Diljá, f. 2007 og Kristín Lilja, f. 2010, 2) Helena, f. 1982, maki Sverrir K. Karlsson, f. 1979, þeirra börn: Embla Karen, f. 2004 og Gerð- ur Lind, f. 2007. Sigurbergur f. 1948, maki Guðrún Hauksdóttir, f. 1952. Þeirra börn: 1) Herdís, f. 1971, fyrrverandi eig- inmaður, Jörundur Á. Sveinsson, f. 1971, þeirra börn: Sigrún María, f. 1993, Snædís María og Sigurbergur Áki, f. 2004, 2) Heiða, f. 1976, maki Hafliði Halldórsson, f. 1972, þeirra Sú saga gengur að tengdafaðir minn, Sigsteinn Sigurbergsson frá Eyri við Fáskrúðsfjörð, hafi forðum gengið um fjallaskörð frá bernsku- heimili sínu að Núpshjáleigu á Berufjarðarströnd. Þar fórnaði hann nokkru til, kól á fótum, var fót- kaldur það sem hann átti eftir ólif- að. Hann var að vitja um fjöruga stúlku, Herdísi, rétt af unglings- aldri sem seinna varð eiginkona hans. Þarna átti Dísa sín bernsku- og unglingsár, góð ár. Jörðin var lít- il, með litlu tvílyftu timburhúsi og dálitlu fjárhúsi, smiðju, fjósi. Jörðin bar nokkrar kindur, oftast kú og hest. En það fylgdu sjávarnytjar, útræði á báti sem koma mátti að landi í lítilli vík; aflanum kastað á land en börnin báru hann þaðan. Alltaf var nóg að borða og mat- urinn í minningunni sá besti sem framreiddur hefur verið á Íslandi, móðirin gerði fjölbreyttan mat úr fábreyttu hráefni. Allt atlæti var með besta móti, þanin nikka, söngur og önnur glaðværð, hversdags. Eins og flestir í þennan tíma tóku börnin þátt í heimilis-, bú- og sjóverkum, bjuggu að því síðar með verkviti á nær öllu sem upp kom. Þær syst- urnar í miðið (Dísa, Hebba og Imba) voru nánar, brölluðu margt saman, ekki allt til gagns, en margt til gleði. Að vetrum var farið um klammaða jörð á skautum, milli bæja eða bara til gamans. Á sumrin var oft gengið yfir í gullafjöruna og tíndir fallegir steinar og skeljar. Á bátnum var farið yfir fjörðinn á Djúpavog bæði til að erinda og til að skemmta sér á böllum. Ég heyrði líka um ballferðir upp á Hérað eða Egilsstaði. Ætli þau Dísa og Steini hafi ekki hist fyrst á slíkri samkomu. Sem unglingur var Dísa í vist hjá frændfólki og um tíma hjá elstu systurinni, Björgu, að Dilksnesi í Hornafirði. Enn liggur falinn hring- ur efst á Lónsheiði sem Dísa tapaði á leiðinni þangað. Við í næstu ætt- liðum höfum leitað hans en ekki fundið. Dísa var veturtíma á Hús- mæðraskólanum á Hallormsstað. 1945, árið sem frumburðurinn fæddist, bjuggu Dísa og Steini sér heimili í Vestmannaeyjum þar sem hann nam húsgagnabólstrun; voru þar nærri tvö ár. Síðan bjuggu þau í Reykjavík, fyrstu árin á Lindargötu en lengst í Njörvasundi 24. Mörg ár sjöunda áratugar bjuggu þau sum- arlangt í bústað sínum við Hafra- vatn. Í huga Dísu var „heima“ þó alltaf Núpshjáleiga og Berufjarðar- fjöllin. Auk heimilishalds þar sem allur matur og flest föt barnanna voru heimaunnin og tímabundin störf við fiskvinnslu, vann Herdís við umönnunarstörf á Hrafnistu í nær þrjá áratugi, tvö ár fram yfir sjötugt. Þar undi hún hag sínum vel, að vinna öðrum í haginn, oftast brosandi. Ég efa ekki að hún hafi strítt gamla fólkinu, eins og öðrum, en alltaf græskulaust. Kannski voru aðaleinkenni Dísu keppniskap og kímnigáfa þó oft væri hún svona eins og kvíðin að til- efnislausu. Við engan hefur verið eins gaman að spila á spil, sérstak- lega ef henni gekk illa, þá var ekki hætt fyrr en í lengstu lög. Lynd- iseinkunn Dísu gekk áfram til barnanna, sem flest nýttu keppnis- skapið til afreka í íþróttum. Ég á henni Dísu, sem gaf mér Sjöfn dótt- ur sína, margt upp að unna. Finnur Pálsson. Amma mín var fullkomin. Hún var ekta amma. Í huga mínum og hjarta geymi ég ótal minningar um allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Einhvern veginn er erfitt að lýsa ömmu Dísu í einu orði eða nokkrum setningum því hægt væri að skrifa heila bók. Hún var alltaf glöð, og með húmorinn í lagi! Það voru ófá skiptin sem við sát- um tvær saman með Dominos-pítsu og ískalda kók, það var oft hlegið þegar vinirnir hringdu og ég sagðist vera að fara til langömmu minnar að panta pítsu. Allir voru sko sam- mála því að ég ætti langflottustu ömmuna sem kynni sko gott að meta. Takk fyrir allar góðu stundirnar og allt sem þú kenndir mér í lífinu. Megi ferðalagið sem framundan er verða þér gott og ég veit að það verður tekið vel á móti þér. Hvíldu í friði og Guð blessi minn- ingu þína elsku amma. Þín J. Antonía Sigsteinsdóttir. Elsku amma, það er svo undar- legt að hugsa til þess að núna sértu farin og maður fái ekki að hitta þig aftur. Þú varst alltaf svo hlý og góð, með svo stórt ömmuhjarta. Sam- verustundirnar voru margar og það er margs að minnast en við höfum þær minningar fyrir okkur. Það var oft svo gaman hjá okkur þegar við fengum að gista hjá þér í Njörva- sundinu, spila svarta pétur og fá svo að kúra undir ömmusæng. Þá fórstu með allar bænirnar með okkur, all- ar sem við kunnum og engri mátti gleyma. Alltaf var stutt í grínið hjá þér og oft mikið hlegið. Alltaf var hægt að segja þér allt milli himins og jarðar enda sagðir þú engum frá leyndarmálum. Stundum liðu marg- ir dagar milli þess sem maður hitti þig, þú skammaðir mann aldrei en sagðir iðulega þegar þú kvaddir: „Komdu svo fljótt aftur.“ Nú kveð ég þig elsku amma mín. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Takk fyrir allt elsku amma Dísa. Það voru sannkölluð forréttindi að eiga svona góða ömmu. Þú verður alltaf hjá mér í hjart- anu. Þín Telma. Elsku amma Dísa, það eru svo margar góðar minningar sem koma upp í hugann þegar ég lít til allra góðu stundanna sem við áttum sam- an. Minningar sem hlýja manni um hjartarætur. Það var alltaf svo gott að koma til þín. Nýbakaðar kleinur, partar og alls kyns kræsingar voru bornar á borð. Þú dekraðir alveg við mann. Þú hafðir gaman af því að segja manni alls konar sögur. Sögur frá því að þú varst ung, sögur af þér og Steina afa og sögur af mömmu og systkinum hennar. Þú varst mikill sögumaður og sagðir manni sögurn- ar af mikilli innlifun. Þú varst ætíð ung í anda og hafðir mikið gaman af því að hrekkja og stríða. Þá sérstak- lega barnabörnunum. Þú sást alltaf spaugilegu hliðarnar á lífinu. Ein af góðu minningunum er þegar ég fór með þér í rútu austur á land þegar ég var yngri. Þú varst dugleg að benda mér á helstu hóla og hæðir og segja mér sögur í leiðinni. Man eftir þessari ferð eins og hún hafi verið í gær. Litli og stóri Dímon, allir fal- legu firðirnir og sandarnir eru mér enn í fersku minni. Við heimsóttum systur þínar og nutum þess að vera úti í góða veðrinu saman. Þú ljóm- aðir öll þegar við keyrðum um hvern fjörðinn á fætur öðrum. „Sérðu, Beta Dís, hvað þetta er fal- legt.“ Sem það var. Þvílík fegurð. Þú varst stolt að sýna mér æsku- slóðirnar þínar. Ég er þakklát fyrir allar góðu minningarnar um þig, elsku amma mín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði, elsku amma Dísa. Herdís Elísabet Kristinsdóttir. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund, en þeim tíma hafði ég kviðið fyrir. Þú áttir svo stóran stað í hjarta okkar allra sem sást best á þessum fjórum síðastliðnu mánuð- um sem þú dvaldir á sjúkrahúsinu. Þar var alltaf einhver hjá þér og kannski stundum of margir því við vildum helst öll vera hjá þér í einu. Mínar fyrstu góðu minningar eru frá því þú bjóst í Njörvasundinu. Þar var alltaf svo gott að vera, mikið fjör en samt svo yfirvegað og nota- legt andrúmsloft. Það að fá að kúra á milli ykkar afa var mjög vinsælt hjá okkur barnabörnunum og mesta furða að þið skylduð haldast í rúm- inu með okkur öll á milli ykkar. Mörgum stundum eyddi ég á verk- stæði afa úti í bílskúr þar sem hann bólstraði alla stólana. Þar fékk ég að byggja skip og fleira úr spýtuaf- göngum, síðan kom ég inn til þín og þar tók á móti manni ilmur frá heil- um kleinu- og partafjöllunum og öðru bakkelsi. Þú varst mjög dugleg, amma mín, og alltaf allt svo hreint og fínt hjá þér þrátt fyrir að þú værir með okk- ur öll á ýmsum aldri í kringum þig og þurfti sjálfsagt hver sína athygli, en þú varst montin af þessum flotta hópi þínum. Ég man þegar ég var hjá ykkur á sumrin þegar við bjugg- um í sveitinni. Þá var ekki bands- potti eftir hjá þér því þú varst búin að hjálpa mér að prjóna og hekla úr öllum hnyklum sem þú áttir og var það fullur pappakassi af sokkum og vettlingum sem ég fór með mér í sveitina. Einnig seinna þegar ég var orðin eldri þegar ég kom með efni sem þurfti að verða kjóll eftir klukkutíma. Þú varst svo þolinmóð og við redduðum kjólnum saman á tilsettum tíma. Það var svo oft gaman hjá okkur, amma, og margar góðar stundir að minnast eins og þegar ég var að læra hárgreiðsluna og það tók mig fyrst allan daginn að setja í þig rúll- urnar. Oft vorum við búnar að hlæja að því seinna þegar ég var að greiða þér á stofunni minni og þú varst orðin flottari en allar drottningar heimsins. Það var oft voðalega gott þegar þú hringdir í mig í vinnuna og sagt var hinum megin á línunni: Sigga mín, það er kjötsúpa í pott- inum. Þá var ég ekki lengi til þín. Seinna var það svo ég sem kom með súpuna að þínum hætti til þín. Þá varst þú jafn glöð og ég var áður. Þú varst mikill prakkari og grín- ari í þér og alltaf með nokkra brand- ara uppi í erminni og þér fannst gaman að fá einn nýjan. Já, það var stutt í húmorinn og meira að segja þegar þú varst á sjúkrahúsinu komstu með einn og einn sem fékk mann til að brosa enda sögðu börnin mín alltaf: Amma er svo fyndin og skemmtileg, og mikið elskuðu þau þig. Þegar ég hugsa til þín, elsku amma mín, þá líður mér vel. Þú varst svo falleg og þegar ég horfði á þig í dag var svo mikill friður yfir þér og jafnvel pínu bros. Þú varst engri lík og mun ég sakna þín sárt en ég veit að afi hefur tekið á móti þér og þá líður mér vel því hann var eins og þú, gullmolinn minn. Takk fyrir allt, elsku amma mín. Þín Sigríður Sara. Í dag kveðjum við elsku ömmu okkar sem var án efa besta amma í heimi. Þegar við lítum til baka rifj- ast upp svo margar hlýjar, góðar og skemmtilegar minningar. Fallega heimilið í Njörvasundi, sem var allt- af opið, og elskulegi afi Sigsteinn sem kvaddi okkur alltof snemma. Sögustundirnar, spilakvöldin, göngutúrarnir í Elliðarárdalnum, ilmandi kleinur, sultur úr garðinum og svona gætum við lengi haldið áfram. Amma Dísa var mikill húmoristi og það var alltaf stutt í hláturinn og fallega brosið. Þegar hún flutti frá Njörvasundi á Skúlagötuna tóku við aðrir tímar sem voru alls ekki síðri. Fallegt og hlýlegt heimili, sem líka var alltaf opið öllum þeim sem vildu koma í kaffi og spjall. Að vísu var einn tími dags sem ekki var æskilegt að trufla, það var þegar Leiðarljós var í sjónvarpinu. Þá var síminn tekinn úr sambandi. Elsku amma Dísa, við kveðjum þig með sorg í hjarta en gleðjumst jafnframt yfir endurfundum ykkar afa. Þegar okkar tími kemur erum við ekki í vafa um að þú takir bros- andi á móti okkur með einni rjúk- andi heitri með skinku og ananas. Þín barnabörn, Herdís, Heiða, Sigsteinn, Oddný og barnabarnabörn. Í fáum orðum vil ég kveðja eina yndislegustu manneskju sem ég hef kynnst. Ég hitti Dísu fyrst fyrir 27 árum þegar við maðurinn minn vor- um að byrja saman. Hann fór þá með mig að hitta Dísu ömmu og Steina afa í Njörvasundi og fann ég strax að þau skiptu hann svo miklu máli. Þegar ég fór að kynnast þeim fann ég hvað þau voru einstakar manneskjur. Dísa missti Steina sinn árið 1986 aðeins 64 ára gamlan og var það henni mikill missir. Dísa vann lengi á Hrafnistu og var elskuð og dáð af vistmönnum sem og samstarfsfólki. Frænka mín sem vann þar með Dísu sagði mér að þær sem áttu að vera á vakt með Dísu hefðu verið svo ánægðar af því að þær vissu að þá yrði vaktin svo skemmtileg. Já hún Dísa amma var í eðli sínu alveg einstakur húmoristi og var alveg frábært að hlusta á hana þylja upp brandara og skemmtisögur. Já og búðarferðirnar með henni gátu á orskotsstundu snúist upp í algjöran skrípaleik, en þá var amma búin að upphugsa einhvern hrekk (góðlát- legan) og kom þá stríðnisglampi í augun og það tísti í henni. Þá vissi maður að nú væri eitthvað í bígerð hjá henni. Já engin lognmolla þar sem Dísa amma var, alltaf fjör og skemmtilegheit. Minningarnar um Dísu ömmu eru svo skemmtilegar að ég brosi á meðan ég rifja upp allar frábæru stundirnar með henni. Við erum öll svo miklu ríkari sem fengum að vera hér samferða henni. Hjartans þakkir fyrir allt elsku yndislega Dísa amma. Steini þakk- ar þér líka allt sem þú varst honum og gerðir fyrir hann. Guð blessi þig. Þín Halla. Elsku Dísa mín, nú kveð ég þig með söknuði. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu samverustundirnar gegnum árin. Frá því ég kynntist þér fyrst hefur alltaf verið svo gott að koma til þín og leita til þín. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur og alltaf tilbúin til að hjálpa. Þú sýndir okkur alltaf svo mikla væntumþykju. Þín verður sárt saknað. Ásgerður. Herdís Antoníusardóttir ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRHALLS MAGNÚSSONAR fv. flugstjóra, Asparási 6, Garðabæ. Hafdís Guðbergsdóttir, Guðberg Þórhallsson, Sigrún Stefánsdóttir, Hulda Þórhallsdóttir, Jóhann Kristinsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.