Morgunblaðið - 28.12.2010, Síða 25

Morgunblaðið - 28.12.2010, Síða 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. DESEMBER 2010 R Tilkynningar Dregið hefur verið í síma- happdrætti Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Vinningar komu á eftirtalin númer: Toyota i.Q 1.0 að verðmæti kr. 2.440.000 kom á miða númer: 68013 ToyotaYarisTerra 1.0 að verðmæti kr. 2.760.000 hver bifreið komu á miða númer: 21293110353408637786819676284 Toyota Aygo 1,0 VVT-i að verðmæti kr. 2.450.000 hver bifreið komu á miða númer: 171124196154131842989794599509 Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar vinningshöfum til hamingju. Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrif- stofu félagsins að Háaleitisbraut13, Reykjavík, sími 535-0900. Byrjað verður að afhenda vinninga 5. janúar 2011. Smáauglýsingar 569 1100 Spádómar ÞÓRA FRÁ BREKKUKOTI – Spámiðill Spái í spil og kristalskúlu Heilunartímar Fyrirbænir Algjör trúnaður Sími 618 3525 www.engill.is Dýrahald Labrador Retriever hvolpar. Hreinræktaðir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Tilbúnir til afhendingar. Verð kr. 160 þús. Upplýsingar í síma 695 9597 og í síma 482 4010. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Tómstundir Plastmódel í miklu úrvali. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 5870600. www.tomstundahusid.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerðar- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald C.P. þjónusta. Veiti bókhalds-, eftirlits- og rannsóknarvinnu alls- konar. Hafið samband í síma 893 7733. Bókhaldsstofan ehf. Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Bílaþjónusta Húsviðhald Parket er okkar fag í 26 ár Verið í góðum höndum Notum eingöngu hágæða efni Förum hvert á land sem er FALLEG GÓLF ehf - Sími 898 1107 www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald. Ragnar V. Sigurðsson ehf. Sími 892 8647. Raðauglýsingar - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Au pair vantar til Suður-Englands Ramsgate, fjölskylda með 2 stelpur, 3ja og 4 vantar au pair til að keyra þær í leikskóla og sækja. Staða laus strax eftir jól. Umsókn sendist á sad@atlanta.is. ✝ Þuríður RagnaJóhannesdóttir fæddist 12. desember 1916 í Gröf í Skaft- ártungu. Hún lést á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Klaust- urhólum 15. desem- ber 2010. Foreldrar hennar voru Jóhann- es Árnason bóndi, f. 24.8. 1881 á Melhóli í Meðallandi, látinn 22.8. 1958 í Gröf, og Ólöf Gísladóttir, f. 19.2. 1894 í Gröf, látin 24.1. 1992. Systkini Þuríðar: Elstur er Gísli Kjartan, f. 1915, látinn 1945, á eftir Þuríði kemur Árni, f. 1918, svo kemur Sigursveinn, f. 1920, árið 1924 fæddist andvana drengur, Sigurlaug er næstyngst, f. 1923, yngstur er Sveinn Páll, f. 1929. Synir Þuríðar eru: Ólafur Jóhann Björnsson, kona Ólafs Jóhanns er Steinunn Guðjónsdóttir, þau eiga tvær dætur og fimm barnabörn, og Gísli Halldór Magn- ússon, kona Gísla Halldórs er Ásta Sverrisdóttir. Þau eiga þrjá syni og eitt barnabarn. Útför Þuríðar Rögnu fer fram frá Grafarkirkju í Skaftártungu í dag, 28. desember 2010, og hefst at- höfnin kl. 14. Trú, von og kærleikur í einlægu hjarta, leiða þjáningar brott og lýsa nóttina bjarta (Höf. óþekktur) Þessi orð kenndi elsku langamma mín mér þegar ég var yngri en vildi ekki segja mér hver höfundurinn væri, eftir árangurslausa leit hef ég gefist upp og er farin að halda að hún hafi skáldað þetta upp sjálf, en fyrir mér var hún oft dularfull á þennan hátt. Við vorum alltaf nánar, líklega vegna þess að hún passaði mig nán- ast á hverjum degi fyrsta árið mitt á meðan mamma var í Fóstruskólan- um. Mér finnst ég einstaklega hepp- in að hafa átt hana að en ég lít á hana sem eina af uppalendum mínum. Hún kenndi mér vísur og bænir og sagði mér sögur frá fyrri tíð, það finnst mér ómetanlegt. Ég byrjaði að drekka kaffi hjá henni þegar ég var aðeins tveggja ára. Hún kenndi mér að baka pönnukökur og vöfflur, ekki hægt að telja hvað ég fór oft til henn- ar að baka en einnig var hún víðfræg fyrir kleinurnar sínar og jólakökurn- ar. Það var alltaf gaman að fara til ömmu í kaffi og kleinur. Hvíldu í friði elsku amma Þura, minningar um þig munu lifa í hjarta mínu. Kveðja, skottið þitt, Anna Steina Finnsdóttir. Þuríður Ragna Jóhannesdóttir Hann Friðrik, systursonur minn, háði hetjulega bar- áttu við sjúkdóminn sem engum eirir, hann tókst á við þetta verkefni af einstöku æðru- leysi og styrk en varð að lúta í lægra haldi og kvaddi þennan heim alltof snemma aðeins 59 ára að aldri. Ég minnist þess þegar við Stella systir biðum spenntar eftir komu Steinunnar litlu systur okkar, til Siglufjarðar fyrir rétt rúmum 59 árum, en hún átti þá von á sínu fyrsta barni. Barnið fæddist 13. nóvember, gullfallegur drengur sem var skírður Friðrik Helgi í höfuðið á afa sínum. Hann var sannkallað óskabarn á heimilinu þar sem fyrir voru bara nokkrar fullorðnar manneskjur, sem allar elskuðu hann, dáðu og báru á höndum sér, enda var hann ljúfur og góður drengur, eiginleikar sem einkenndu hann alla ævi, þrátt fyr- ir allt dekrið. Það koma mörg minningabrot upp í hugann frá árunum á Siglu- firði, ég man sérstaklega eftir þeg- ar við Stella sátum hjá honum eitt sinn og áttum að koma honum í svefn, en gekk eitthvað brösugt. Brugðum við á það ráð að segja lögguna vera að koma, Friðrik settist þá upp í rúminu, alsæll og sagði: „já, hann er vinur minn“. Þannig var það, Friðrik átti alls staðar vini, á öllum aldri, ég man að Jón Hjaltalín útgerðarmaður bauð honum með sér í göngutúra og það var gaman að horfa á þá vinina ganga hönd í hönd um götur Friðrik Helgi Jónsson ✝ Friðrik HelgiJónsson fæddist á Siglufirði 13. nóv- ember 1951. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 12. desem- ber 2010. Útför Friðriks fór fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík 20. desember 2010. á Siglufirði, en þá sögðu margir Sigl- firðingar að Jón Hjaltalín væri barnapía hjá Friðriki Guðjónssyni. Svo kom að því að fjölskyldan flutti frá Siglufirði, afi og amma í Garðabæ, Friðrik Helgi í Hafn- arfjörð og undirrituð austur á Reyðarfjörð. Ég fylgdist alltaf vel með honum frænda mínum og við héldum góðu sambandi þó að fjöll og firnindi skildu að. Það var gam- an að sjá hvað honum gekk vel í lífinu, farsæll og vel liðinn í starfi og átti yndislega og samheldna fjölskyldu. Það gladdi mig ósegj- anlega þegar hann kom austur á afmælinu mínu í fyrra, minningin um þá heimsókn yljar mér um hjartarætur og mun gera lengi. Sigmar minn og börnin okkar, þau Ásta Magga, Hreinn og Óli minnast frænda síns með virðingu og hlýju og við biðjum Guð að blessa og styrkja Guðnýju, Hildi, Stein, Steinunni og systkinin í þeirra miklu sorg. Ég kveð þig með söknuði, elsku drengurinn minn, þín móðursystir Gréta Friðriksdóttir. Of fljótt, of fljótt er góður vinur fallinn í valinn. Elsku Friðrik minn, mikið er sárt að þú sért farinn frá okkur. Eflaust ertu hvíldinni feginn, kæri Friðrik, eftir þær þrautir sem þú hefur mátt lifa við síðustu mánuði. Í þau skipti sem veikindi þín bár- ust í tal vildir þú sjaldnast gera mikið úr þeim. Æðruleysi þitt og baráttuvilji var aðdáunarverður. Ég kynntist Friðriki sem ungur drengur í Hafnarfirði þar sem ég bjó við Öldugötu en hann í Háuk- inn. Við vorum miklir samherjar í FH gegnum alla yngri flokka knattspyrnudeildar FH og upp í meistaraflokk. FH sem var okkur allt. Það er komið að kveðjustund og nú er Friðrik, yndislegur vinur, kært kvaddur. Hetjulegri baráttu er lokið. Guðnýju og fjölskyldunni allri sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Friðriks. Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín, enda þótt öll sé kross upphefðin mín. Hljóma skal harpan mín: Hærra, minn Guð, til þín, hærra til þín. (Adams/Matthías Jochumsson) Pétur Ó. Stephensen. Ég komst fyrst í kynni við Frið- rik er ég hóf nám í sálfræði við Háskóla Íslands árið 1993. Þá fékk ég að kynnast kennaranum Friðriki. Hann var hvetjandi, vel gefinn, hafði brennandi áhuga á fræðasviðinu og lagði sig fram við að kynnast nemendum. Auk þess tók ég strax eftir því að hann var rökfastur og lá yfirleitt ekki á skoðunum sínum. Hann gerði námið skemmtilegt og heillandi og hvatti nemendur til betri verka. Er ég var að ljúka BA-námi bauð Friðrik mér starf sem aðstoðar- maður hans og deildi ég með hon- um skrifstofu hans um tíma. Þar fékk ég að kynnast manninum Friðriki. Hann var einstakur fjöl- skyldumaður, íþróttamaður, tón- listarunnandi og mikill keppnis- maður. Hann var auk þess glaðlyndur og fyndinn. Hann stóð ávallt með sínu fólki, hvort sem það var innan fjölskyldunnar, vinahópsins eða meðal háskóla- samfélagsins. Ég gæti lengi talið upp kosti Friðriks. Ég vil þakka honum fyrir að hafa hvatt mig áfram. Hann setti mark sitt á líf mitt líkt og svo margra annarra. Ég væri ekki á þeim stað sem ég er á í dag ef ég hefði ekki notið leiðsagnar hans. Fjölskyldu Frið- riks, Guðnýju, Hildi og Steini, sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Helga Rúna Péturs. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfu- daga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.