Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 ódýrt alla daga Gríms plokkfiskur, 400 g 399kr.pk. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks vegna sameiningar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði við Land- spítalann. Verkefnishópur sem und- irbúið hefur sameininguna kynnti í gær drög að tillögum um tilhögun starfseminnar fyrir Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra. Áfram starfsemi í Hafnarfirði Við undirbúning fjárlaga fyrir yf- irstandandi ár var ákveðið að sam- eina starfsemi spítalanna. Það verð- ur gert 1. febrúar, undir nafni Landspítalans. Starfshópur með þremur fulltrúum frá hvorri stofnun sem starfar undir forystu fulltrúa velferðarráðuneytisins skilar vænt- anlega endanlegum tillögum til ráð- herra á morgun. Árni Sverrisson, núverandi framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala, segir að eftir það verði tillögurnar kynntar. Árni segir að gert sé ráð fyrir því að áfram verði einhver starfsemi í húsakynnum St. Jósefsspítala en segir starfshópinn ekki tjá sig frek- ar um það fyrr en niðurstöðurnar verði kynntar. Þá segir hann ljóst að tíma taki að flytja þá starfsemi sem fari annað. 115 starfsmenn hafa verið hjá St. Jósefsspítala í 77 stöðugildum. Þeim verður boðið að starfa áfram hjá Landspítalanum en hafa tiltekinn frest til að svara, samkvæmt lögum um starfsmenn ríkisins. Landspít- alinn hefur fækkað verulega starfs- fólki með því að ráða ekki í öll störf sem losna og er reiknað með að hagræðing vegna sameiningar starf- seminnar á St. Jósefsspítala náist fram með þeim hætti. Fækkar á Sólvangi St. Jósefsspítali og hjúkrunar- heimilið Sólvangur hafa verið rekin sem ein stofnun frá 2006. Nú þarf að skipta rekstrinum upp. Árni Sverrisson segir að unnið sé að tillögum um endurskipulagningu á rekstri á Sólvangi og reiknar með að tillögur um það liggi fyrir á næstu dögum. Halli hefur verið á rekstri Sólvangs og aðspurður segir Árni viðbúið að fækka þurfi starfs- fólki vegna hagræðingar í rekstr- inum. Tillögur kynntar ráðherra  Ekki gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks vegna sameiningar St. Jósefsspítala við Landspítalann  Unnið að hagræðingu á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 115 starfs- menn hafa ver- ið hjá St. Jós- efsspítala í 77 stöðugildum. Fnjóská ruddi sig með miklum látum í fyrradag, með þeim afleiðingum að ófært varð um Dals- mynni um tíma og einnig lokaðist leiðin heim að bænum Nesi í Höfðahverfi. Ekki tókst að opna veginn þangað fyrr en í gær og Laufáshólmarnir eru þaktir klakastykkjum og leirdrullu. Eftir mikið frost á dögunum var Fnjóskáin ísi lögð en í kjölfar þess að mjög hlýnaði í veðri fóru risastór klakastykki af stað og ruddu sér leið yf- ir veginn fyrir neðan bæinn Skarð í Dalsmynni. Á stóru myndinni sést yfir það svæði út eftir dalnum og á þeirri minni má sjá hvernig um- horfs var eftir að vinnuvél ruddi leið í gegnum klakastykkin og gerði göng fyrir bílana. Fnjóská ruddi sig og lokaði vegi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Ekki hefur náðst samkomulag um veiðistjórnun á úthafs- karfa á Reykjaneshrygg fyrir þetta ár. Þriðji fundurinn um þetta viðfangsefni var haldinn í London í síðustu viku og var ákveðið að halda viðræðum áfram um miðjan næsta mánuð. Veiðar úr karfastofnum í úthafinu hafa lengi verið um- deildar og hafa farið langt fram úr ráðgjöf Alþjóða haf- rannsóknaráðsins. Úthafskarfa í Grænlandshafi og á Reykjaneshrygg er skipt í efri og neðri stofn og eru báðir stofnar taldir ofveiddir. Stjórnun til framtíðar Strandríkjafundur Íslendinga, Grænlendinga og Fær- eyinga, ásamt fulltrúum Evrópusambandsins, Noregs og Rússlands, var haldinn í október og umræðum um veiði- stjórnun karfa var haldið áfram á aðalfundi NA-Atlants- hafs-fiskveiðinefndarinnar í nóvember. Auk strandríkj- anna mættu fulltrúar fyrrnefndra þjóða og ESB á fundinn í síðustu viku. Kristján Freyr Helgason, sérfræðingur í sjávarút- vegsráðuneytinu, fór fyrir viðræðunefndinni á fundinum í síðustu viku. Hann segist gera sér vonir um að fyrir vorið takist að ná samkomulagi um veiðistjórnunina í ár. Stóra verkefnið sé síðan að koma á stjórnun á karfaveiðum til framtíðar. Fjölmargar þjóðir hafa stundað karfaveiðar á Reykja- neshrygg. Auk strandríkjanna má nefna Spánverja, Portúgali, Rússa og Eystrasaltslöndin. aij@mbl.is Enn er fundað um veiði- stjórnun á úthafskarfa Morgunblaðið/Ómar Eftirsóttur Margir hafa áhuga á úthafskarfanum.  Vonir um að samkomulag náist um veiðarnar fyrir vorið Nemendur við Háskóla Íslands hafa lagt til við háskólaráð að fallið verði frá nýsamþykktu skipulagi upp- tökuprófa og þau verði aftur meg- inregla og haldin eftir próftímabil beggja missera. Nýjar reglur um upptöku- og sjúkrapróf við HÍ tóku gildi sl. sum- ar. Þau voru aðskilin og upptökupróf voru afnumin sem meginregla en eru leyfð í undantekningartilvikum. Framkvæmd upptökuprófa er í höndum deildanna og er mjög mis- munandi eftir deildum. Falli nem- andi á lokaprófi þarf hann að bíða eftir næsta almenna prófi í nám- skeiðinu sem er í langflestum til- fellum á næsta námsári. Í yfirlýsingu stúdentaráðs kemur m.a. fram að breytingarnar ýti undir aukið brottfall. Þær seinki námi sem feli í sér aukinn kostnað fyrir háskól- ann, bæði vegna seinkunar námsins sem og fjölgunar nemenda í nám- skeiðum. Undanþágur séu villandi þar sem þær taki ekki til nærri því allra tilvika. Mikill munur sé á út- færslu og túlkun undanþága milli fræðasviða og jafnvel deilda sem aft- ur leiði til mikillar mismununar milli nemenda. Þá sé breytingin tilefn- islaus og nýtt fyrirkomulag bæði ruglandi og óskiljanlegt og áréttað er að hún feli í sér aukinn kostnað fyrir HÍ og stúdenta. Leggst illa í stúdenta Jens Fjalar Skaptason, formaður stúdentaráðs HÍ, segir að breytingin hafi lagst mjög illa í stúdenta. Hún hafi fyrst og fremst fjárhagslegar afleiðingar fyrir marga. Falli nem- andi á prófi geti hann misst rétt sinn á framfærsluláni frá LÍN á viðkom- andi misseri. Hann segir að þetta hafi þegar bitnað á mörgum stúd- entum og stúdentaráð finni fyrir mikilli óánægju með þessar breyt- ingar. Háskólaráð sendi erindi stúd- entaráðs til umsagnar tveggja nefnda HÍ. Jens Fjalar segir að von- ir standi til þess að umsagnirnar liggi fyrir á næsta fundi háskólaráðs, sem verður í byrjun febrúar, og þá verði tekin afstaða til málsins. steinthor@mbl.is Upptöku- próf verði aftur regla Jens Fjalar Skaptason  Stúdentaráð HÍ á móti breytingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.