Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 21
þetta leyti stofnuðum við gömlu
KR-ingarnir, þú varst orðinn einn
af okkur, gönguhóp og fórum með
mökum okkar í lengri og skemmri
gönguferðir og meðal annars fórum
við saman í ógleymanlega þriggja
daga gönguferð frá Hvítárnesi að
Hveravöllum. Og síðan var það
golfið og það var ekki tekið neinum
vettlingatökum. Ég var svo lánsam-
ur að fara með þér nokkrum sinn-
um á golfvöllinn, í byrjun til þess að
spila með þér en síðar til þess að
læra af þér. Alltaf sama keppnis-
skapið og harkan við sjálfan sig.
Immi minn, þú átt yndislega fjöl-
skyldu, Ásthildur hefur reynst
ómetanlegur förunautur og stoð þín
og stytta í gegnum lífstíðina. Ríki-
dæmi ykkar er fjögur yndisleg börn
auk barnabarna.
Ég kveð þig með miklum sökn-
uði, kæri vinur, um leið og ég bið
Guð að blessa þig og styðja Ásthildi
og börnin og nákomna ættinga á
erfiðum tíma. Guð blessi okkur öll
og haldi verndarhendi yfir okkur.
Kæri vinur, þetta er kveðja til
þín og þinna frá undirrituðum og
gömlum og góðum KR-vinum.
Kolbeinn Pálsson.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast vinar míns Guðmundar
Þorsteinssonar sem andaðist þann
16. janúar eftir erfiða baráttu við
illvígan sjúkdóm. Við Immi kynnt-
umst ungir í körfuboltanum þegar
aðalkeppnisstaðurinn var Háloga-
landið. Hann var í öflugu liði ÍR-
inga sem voru ósigrandi um árabil
og þar var hann hæstur. Stór og
stæðilegur; var okkar fyrsti alvöru
miðherji í íþróttinni. Hann var
margfaldur Reykjavíkur- og Ís-
landsmeistari með félagi sínu en
varð að hætta 1962 sökum veikinda.
ÍR-liðið varð fyrst íslenskra körfu-
knattleiksliða til þátttöku í Evrópu-
keppni og skoraði Immi fyrstu stig
Íslendinga í þeirri keppni. Og þá
má nefna að hann var landsliðs-
maður 1961-1962.
Immi var mikill áhugamaður um
körfubolta og þegar tók fyrir iðkun
sneri hann sér að öðrum málefnum
á vettvangi íþróttarinnar. Hann var
annar tveggja Íslendinga sem fyrst-
ir sóttu námskeið milliríkjadómara
á vegum FIBA. Immi þýddi útgáfu
körfuknattleiksreglna sem komu út
árið 1966. Hann var landsliðsþjálf-
ari 1968-1969 og aftur 1972. Hann
sat í stjórn KKÍ 1968-1969 og 1990-
1994 og starfaði í nokkrum nefnd-
um á vegum KKÍ hin síðari ár. Þá
þjálfaði Immi meistaraflokka karla
hjá okkur KR-ingum sem og hjá
Njarðvík, Val og Haukum og sjálf-
sagt er ekki allt upptalið. Hann
kom víða við á þessum vettvangi.
Fyrir rúmum 25 árum byrjuðu
þau Ásthildur og Immi að ganga
með okkur hjónum um óbyggðir
landsins. Saman og oft í stærri hópi
góðra vina fórum við lengri og
skemmri ferðir. Þær eru ógleyman-
legar stundirnar síðla dags í fjalla-
skálum, fjallate í krús, sigrar dags-
ins að baki og rætt um allt milli
himins og jarðar. Um misalvarleg
málefni af fullkomnu ábyrgðarleysi
og hlegið dátt. Árvissar voru Jóns-
messugöngur á fjöll suðvestanlands
og sömuleiðis voru Esjuferðir
ómissandi þáttur í tilveru okkar.
Þótt hann gengi ekki heill til skógar
var aldrei nein uppgjöf í Imma og
aldrei kom annað til greina en að ná
á tindinn og ljúka ferð. Hann fór
bara á sínum hraða og lét ekkert
trufla sig.
Við störfuðum saman í nokkrum
nefndum á vegum KKÍ seinni árin
og alltaf var hægt að reiða sig á
örugga vinnu Imma. Hann var öfl-
ugur samstarfsmaður, í senn sam-
viskusamur og afkastamikill og
fram úr hófi ósérhlífinn. Þetta var
eins og í fjallgöngunum, hann lauk
þeim verkefnum sem hann tók að
sér.
Nú þegar leiðir skilur er mér efst
í huga þakklæti fyrir stundirnar
sem við áttum saman og það er með
söknuði sem við Harpa kveðjum
ljúfan dreng og góðan vin. Við vott-
um Ásthildi, börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum okkar dýpstu
samúð.
Gunnar Gunnarsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
✝ Kristján Björg-vinsson fæddist
4. mars 1927 á Eski-
firði. Hann lést á
fjórðungssjúkrahúsi
Neskaupsstaðar 18.
janúar 2010.
Foreldrar hans
voru Einar Björgvin
Guðmundsson, f.
6.6. 1894, d. 13.10.
1962, og Sigurveig
María Kristjáns-
dóttir, f. 27.4. 1899,
d. 24.11. 1988.
Systkini: Hrefna
Björgvinsdóttir, f. 23.7. 1918,
Kjartan Björgvinsson, f. 21.5.
1921, d. 30.1.1982, Viktoría
Björgvinsdóttir, f. 17.4. 1923, El-
ínóra Björgvinsdóttir, f. 27.6.
1924, d. 28.12. 1979, uppeld-
isbróðir Ingvi Rafn, f. 13.8. 1939,
d. 9.11. 1994, sonur Hrefnu syst-
ur Kristjáns.
Maki: Þuríður Kristín Guð-
laugsdóttir, f. 28.8. 1939. Börn,
tengdabörn og barnabörn: Hjör-
dís Sigurðardóttir, f. 17.11. 1962,
gift Sigurði Blöndal, f. 12.11.
1960, þeirra börn eru Sigurður
Blöndal Sigurðsson,
f. 28.1. 1991, Edda
Kristín Blöndal Sig-
urðardóttir, f. 30.4.
2002, fyrir átti Hjör-
dís soninn Kristján
Þór Héðinsson, f.
12.1. 1982, í sambúð
með Sif Kröyer Þor-
valdsdóttur, f. 25.4.
1982. Þeirra dóttir
Móey Kröyer Krist-
jánsdóttir, f. 15.8.
2009, Guðlaugur
Kristjánsson, f. 19.7.
1965, kvæntur Al-
bertina Rosa Brodthagen, f. 7.5.
1956, sonur þeirra er Viktor
Andri Guðlaugsson, f. 31.5. 1997.
Fyrir átti Rosa soninn Daniel
Stefan Brodthagen, f. 9.1. 1994.
Björgvin Kristjánsson, f. 13.9.
1969, kvæntur Elfu Kristínu Sig-
urðardóttur, f. 19.3. 1963. Dóttir
þeirra er Þuríður Nótt Björgvins-
dóttir, f. 24.5. 1998, en fyrir átti
Elfa dótturina Ólöfu Töru Smára-
dóttur, f. 23.10. 1985.
Útför fer fram í Reyðarfjarð-
arkirkju í dag, 25. janúar 2011,
og hefst athöfnin kl. 14.
Síðasti þorskurinn hefur verið
goggaður af línunni, fluttur í land,
verkaður og líklegast færður ætt-
ingjum, gestum eða gangandi.
Mikilsvirtur tengdafaðir minn hef-
ur nú kvatt eftir að hjartans slög
tóku enda í sívinnandi líkama
þessa harðduglega sómamanns.
Okkar kynni tókust fyrir góðum
tveimur áratugum, er mér lánaðist
innkoma í fjölskylduna. Kristján
var þá enn á hinum almenna
vinnumarkaði, en átti líka litla
skektu, sem í heimabyggðinni er
alltaf kölluð Sjettan, en það nafn
er norskt og kemur líklega með
hvalaföngurum á 19. öld. Bátur-
inn, sem líklega er fjóræringur frá
fyrri hluta síðustu aldar, var svo
gott sem endursmíðaður nokkrum
sinnum af Kristjáni og hafði hann
líka komið fyrir utanborðsmótor
og handfæri, sem auðvitað auð-
veldaði sjósókn og tryggði betri
gæftir. Kristján var mjög upptek-
inn af þessu áhugamáli sínu og
maður upplifði raunar varla að
hann hefði nokkurn tíma farið á
eftirlaun, því eftir að hann hætti
launaðri vinnu yfirtók útgerðin
megnið af hans daglegu störfum.
Það þurfti að setja Sjettuna í
stand á hverju vori, kannski
skipta um borð í boðungnum,
bæta leka, tjarga botninn og að
síðustu mála, með grænu og gráu.
Einnig þurfti gjarnan að stand-
setja mótorinn og þar var Kristján
Björgvinsson á heimavelli og var
nánast óstöðvandi þar til sá utan-
borðshengdi var farinn að mala að
nýju. Tíminn frá því snemma vors
til seint að hausti var að mestu
nýttur til að gá að veðri, ausa
Sjettuna og svo auðvitað að sigla
út Reyðarfjörð, eftir þorski og
ýsu. Kristján var vel þekktur í
sinni heimabyggð fyrir athafna-
semi sína og það var fleira gert
upp en Sjettan. Nýtnin var honum
í blóð borin og margir sem stæra
sig af umhverfismeðvitund kæm-
ust ekki með tærnar þar sem
Kristján hafði hælana í þeim efn-
um. Nánast öll tæki og tól voru
endurnýjuð lífdaga oftar en einu
sinni, áður en þau voru sett til
hliðar, sem mögulegir varahlutir
seinna meir. Var þetta gert í
ágætis jafnvægi við náttúruna og
án yfirfullra hýbýla.
Við Kristján áttum það sameig-
inlegt að vera heppnir með kvon-
fang, sem endurspeglaðist í góðu
heimilishaldi, þar sem börn,
barnabörn og raunar allir ættingj-
ar, nær og fjær, gengu að gest-
risni og góðum anda vísum. Mátti
oft gera sér í hugarlund, að græn-
lensk speki hefði verið innleidd á
Hjallaveginn, þar sem tíminn ekki
líður, heldur kemur.
Við þessi leiðarlok vil ég þakka
fyrir góðar stundir, góð ráð og
fórnfúsa aðstoð til handa okkur
fjölskyldunni, þar með talið barna-
börn, sem mátu afa sinn mikils og
bregður við alltof skyndilegt frá-
fall. Það opinberast fyrir manni,
enn betur, við þessi skrif og hug-
leiðingar, hve stórt hlutverk Krist-
ján Björgvinsson lék á lífsins sviði.
Sigurður Blöndal.
Minn kæri tengdafaðir Kristján
Björgvinsson er lagður til hinstu
hvílu þriðjudaginn 25. janúar. Á
hugann leita margar minningar og
margt hægt að segja og skrá en
ljóð Davíðs er það sem ég kýs að
kveðja náttúrubarnið Kristján
með.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær,
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum
væng,
svo brjóst þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt,
og svanur á bláan voginn.
Elfa.
Lífið geymir leyndarmál,
sem lærist engum manni.
Fyrr en skilur skel frá sál,
sem skín frá himins ranni.
Margt er það í heimi hér,
sem hugnast okkur eigi.
En þannig lífsins leiðin er,
líkust sveitavegi.
Minningarnar fylgja mér,
af manni sem ég unni.
Með söknuði, afi, sendi þér,
smá úr mínum brunni.
(Konráð.)
Elsku afi, takk fyrir allt, við
söknum þín og munum ætíð geyma
þig í okkar hjarta
Tara og Þuríður Nótt.
Kristján
Björgvinsson
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Elskulegur pabbi, afi og bróðir okkar,
MARINÓ KRISTINSSON
rafvirki,
lést laugardaginn 22. janúar.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á 11G á
Landspítalanum við Hringbraut fyrir ómetanlegan
stuðning og kærleik.
Agnes Marinósdóttir,
Hjördís Marinósdóttir,
Kristinn Björn Marinósson,
Sigurður Hrafn Gíslason,
Helga Kristinsdóttir,
Aron Þór Arnarsson,
Marinó Breki Benjamínsson,
Ólafur Árni Arnarsson.
✝
Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar,
GÍSLI ÓLAFUR ÓLAFSSON,
Vættagili 21,
Akureyri,
sem lést af slysförum fimmtudaginn 20. janúar,
verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn
28. janúar kl. 10.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á reikning nr. 0162-26-6800,
kt. 060668-5319.
Halla Jensdóttir,
Ingvar Örn Gíslason, Ellen Heiður Hreinsdóttir,
Ólafur Sveinn Gíslason,
Auður Björk Gísladóttir,
Eva Hrund Gísladóttir,
foreldrar, tengdaforeldar og aðrir aðstandendur.
✝
Faðir okkar,
SIGURÐUR J. KRISTJÁNSSON
fyrrv. sjómaður,
Tjarnarmýri 41,
lést á Landspítala Landakoti föstudaginn 21. janúar.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn
31. janúar kl. 15.00.
Sigrún Sigurðardóttir,
Gylfi Sigurðsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
BJARNI JÓNSSON
húsasmíðameistari,
Aðalgötu 1,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð, Grindavík,
fimmtudaginn 20. janúar.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 31. janúar kl. 13.00.
Ásta Árnadóttir,
Arnar Bjarnason, Guðrún Eiríksdóttir,
Guðrún Bjarnadóttir, Hörður Gíslason,
Sigríður Júlía Bjarnadóttir, Björn Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi,
HJÁLMAR ÞORLEIFSSON,
Áshamri 31,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja laugar-
daginn 22. janúar.
Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn
29. janúar kl. 11.00.
Kristín Björnsdóttir,
Inga Hjálmarsdóttir, Júlíus V. Óskarsson,
Ólafur Hjálmarsson, Sigríður Anna Einarsdóttir,
Þorleifur Hjálmarsson, Sigurdís Harpa Arnarsdóttir,
Soffía Birna Hjálmarsdóttir, Þorvaldur Ásgeirsson
og barnabörn.