Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 11
Hún lætur ekkert framhjá sér fara blessuð tískan og vetraríþróttirnar eru þar engin und- antekning. Hver man ekki eftir þeirri martröð að hafa mætt í skíðabrekkuna í gamla góða skíðagallanum og finna svo freklega fyrir því að vera algerlega úr takt við flesta hina, hvort sem það var snið fatanna, litur þeirra eða áferð efnisins. En sem betur fer láta fæstir fötin stoppa sig í því að stunda skemmtilegar íþróttir í snjó. Hönnuðir um víða veröld leggja línurnar fyrir skíða- og brettafólk og nú virðist rauði liturinn vera ríkjandi og einnig er eiturgrænn áberandi. Gamaldags hlýlegt munstur er þó nokkuð algengt og Chanel lætur vaða með að skreyta klæðin keðjum og skal engan undra þótt krakkar á ákveðnum aldri falli fyrir svo svölum svörtum klæðum til að skarta í vetrar- fjörinu. Litríkt og keðjum skreytt Tískan í vetraríþróttunum Chanel Rossignol Artex Mills Rossignol Chanel Rossignol Rossignol Red Electricvision Burton Chanel fyrir ári en hlaupa núna 20-25 kíló- metra. Framfarirnar eru því mikl- ar.“ Innan hópsins er allt frá byrj- endum upp í þaulreynda hlaupara, breiddin er mikil og allir sem hafa áhuga geta fundið hóp við hæfi. „Við skiptum okkur upp í þrjú getustig og erum með þjálfara í hverjum hópi.“ Mikil breidd í hópnum En hvað er það sem gerir hlaupahóp góðan og verður til þess að hann lifir? „Orðsporið, hvatningin og félagsskapurinn. Það er svo mik- ill drifkraftur í öllum í þessum hópi. Núna eru um 110 félagar virkir í hópnum. Það er athylgisvert að tveir stærstu hlaupahópar landsins eru hér í Hafnarfirði, við og skokkhópur Hauka. Við Hafnfirðingar erum afar stoltir af þessum tveimur hópum,“ segir Steinn og bætir við að þau hlaupi mikið í Heiðmörkinni og upp að Hvaleyrarvatni á sumrin en á vet- urna hlaupi þau innan bæjarfélags- ins, í kringum Stór-Hafnarfjarðar- svæðið. Hann segir mikla breidd í hópnum, þar sé fólk frá 18 ára upp í rúmlega fimmtugt og konur séu fleiri en karlar, sennilega um 65 pró- sent af hópnum. Sérstakt afmælis- hlaup var í tilefni eins árs afmælisins á fimmtudaginn en það var á sama tíma og handboltaleikur á HM og mæting því ekki eins mikil og ætla mátti. „En það mættu samt um 50 manns í kökuna. Við bjóðum líka upp á nýja hlaupaseríu í tilefni afmæl- isins og hefst hún næsta fimmtudag. Hún er í samráði við Atlantsolíu og við bjóðum upp á fimm kílómetra hlaup einu sinni í hverjum mánuði næstu þrjá mánuði að janúar með- töldum. Okkur fannst vanta svona stutt hlaup núna mitt á milli svokall- aðra Powerade-hlaupa og verður skráningarfyrirkomulagið einmitt það sama og í Powerade-hlaupaserí- unni. Við ætlum ekki að veita verð- laun fyrir hvert hlaup heldur saman- lagðan árangur. Heildarsigurvegarar karla og kvenna fá því vegleg verðlaun fyrir samanlagðan árangur í stigakeppni og verðlaunahóf fer fram í Kapla- krika hinn 25. mars.“ Heimasíða: www.hhfh.is. Nánari upplýsingar vegna hinn- ar nýju hlaupaseríu Atlantsolíu og FH eru á hlaup.is. Snjór Þau fara út að hlaupa í hvaða veðri og færð sem er enda bannað að fella niður æfingu vegna veðurs. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011 Dagana 10.-13. febrúar verður vetrar- og útivistarhátíðin Éljagangur 2011 á Akureyri. Þessi hátíð mun framvegis verða árviss viðburður í vetrarríkinu Akureyri. Um allan bæinn verða uppákomur s.s. Vasa-ljósaganga og snjóhindrunarhlaup í Hlíðarfjalli, vél- sleðaspyrna og ískross á Leirutjörn, bústinn snjókarl á Ráðhústorgi, fjall- ganga á Kerlingu, ísskúlptúr við Menningarhúsið Hof, snjóþotuferðir á vegum Kaldbaksferða og hin árlega Vetrarsportsýning EY-LÍV sem er nú mun stærri og fjölbreyttari en áður. Að hátíðinni standa Hlíðarfjall, EY- LÍV, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, Akureyrarstofa og Blek hönnun en auk þess kom að henni fjöldi fyrir- tækja og félagasamtaka. Nánari upplýsingar um hátíðina í vetrarpardís norðursins er að finna á slóðinni www.eljagangur.is Snjóþotuferðir og fleira á vetrar- og útivistarhátíð Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vetrarfjör Það er gaman að njóta alls sem snjór og kuldi hefur upp á að bjóða. Éljagangur 2011 á Akureyri Þó að vetur konungur sé staddur hér á landi um þessar mundir er engin ástæða til að leggja gönguskóna á hilluna. Fólk fer ýmist á eigin vegum eða í skipulögðum hópum í göngu- ferðir og fyrir þá sem áhuga hafa er vert að minna á dagsferð á vegum Útivistar sem verður næsta sunnu- dag. Þá verður gengið um Marardal og er eftirfarandi upplýsingar um þá göngu á vef Útivistar: Við vestan- verðan Hengil er Marardalur, grös- ugur sigdalur umlukinn hamraveggj- um, eins konar rétt frá náttúrunnar hendi. Þar voru fyrrum geymd naut og hestar í haga. Lagt verður af stað í gönguna úr Sleggjubeinsdal, farið upp á Húsmúla og þaðan inn í dalinn. Á leið til baka verður gengið um Engi- dal og fyrir Húsmúlann. Gangan er um 14-15 kílómetrar og hækkun er um 200 metrar. Göngutími er áætl- aður um 5-6 klukkustundir og erfið- leikastigið eru tveir skór. Brottför er klukkan 9.30 og lagt af stað á einka- bílum frá Olís við Rauðavatn. Grösugur sigdalur Morgunblaðið/Heiddi Ganga Hressandi hreyfing. Dagsferð í Marardal á sunnudag Ný hlaupasería Atlantsolíu og FH hefst 27. janúar næstkomandi. Vegalengd í boði er 5 km og er hlaupið meðfram strandlengju Hafnarfjarðar í átt að Sundhöll Hafnarfjarðar við Herjólfsgötu. Leiðin sem er hlaupin er flöt og ákjósanleg til bætinga og verður nákvæmlega mæld. Hlaupin eru þrjú og fara fram síðasta fimmtudag í hverjum mán- uði (27. jan., 24. febr. og 24. mars) og hefjast kl. 19.00 fyrir utan höf- uðstöðvar Atlantsolíu á Lónsbraut í Hafnarfirði. Keppt verður í eft- irfarandi flokkum: 14 ára og yngri, 15-29 ára, 30-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri. Ný hlaupasería á fimmtudag KEPPT Í MÖRGUM ALDURSFLOKKUM Burton

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.