Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Kjarasamningar, sjávarútvegs- og orkumál voru í
brennidepli á atvinnumálafundi sem Samtök at-
vinnulífsins stóðu fyrir í Stapa í Reykjanesbæ í
gær. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA,
og Vilmundur Jósefsson, formaður SA, fóru yfir
stöðuna í atvinnulífinu og yfirstandandi kjara-
viðræður en Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norð-
uráls, og Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS
Orku, fjölluðu um stöðu verkefna á vegum fyr-
irtækjanna.
Viðmælendur Morgunblaðsins voru sammála um
að það sem einkenndi ástandið á Suðurnesjum væri
biðstaða, þrátt fyrir að sóknarfærin væru mörg. At-
vinnuleysi á landinu er hvergi meira en á Suður-
nesjum eða um 13,1% og að sögn Ríkharðs Ibsen,
formanns Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi, eru
menn undrandi yfir því að engin hreyfing virðist vera
á málum.
Mikilvægt að eyða óvissunni
„Það var aðallega verið að fara yfir stöðu mála
en hér bíða menn bara eftir að eitthvað fari af stað.
Menn spyrja sig líka hvort stjórnvöld í landinu séu
virkilega hlynnt þessum verkefnum eða hvort þau
séu að leggja stein í götuna,“ sagði Ríkharður eftir
fundinn og vísar þar til fyrirhugaðs álvers í Helguvík.
Í kynningu Ásgeirs Margeirssonar kom fram að
hjá HS Orku væru í gangi tvær framkvæmdaáætl-
anir fyrir 2011, sú sem nú er í gildi og gerir aðeins
ráð fyrir lágmarksframkvæmdum og önnur sem
byggist á þeim forsendum að framkvæmdir við nýjar
virkjanir geti hafist. Fyrir þurfi þó að liggja virkj-
unarleyfi, orkusölusamningar og fjármagn til fram-
kvæmdanna, en ein af forsendum þess að fjármögnun
takist sé að óvissu um eignarhald HS Orku verði
eytt.
Ragnar Guðmundsson fór yfir stöðu fram-
kvæmda við álverið og nefndi endurskoðun raf-
orkulaga og rammaáætlun um orkumál sem dæmi
um önnur mál sem þyrfti að klára. Að hans sögn
þyrfti fyrst og fremst að eyða allri óvissu og nefndi
hann einnig sjávarútveginn í því sambandi. „Það
þarf að skýra leikreglurnar, hvernig á að haga
þessu til framtíðar, því til að vinna að framþróun
verða forsendurnar að vera þekktar,“ sagði Ragnar
eftir fundinn. „Við fengum spurningar um það hve-
nær hægt væri að klára það sem út af stendur milli
Norðuráls og HS Orku og við erum sammála um að
það þarf að fara saman lausnin á því og niðurstaða
varðandi eignarhald, virkjanaleyfismál og orku-
flutningsverðið. Það er ekki hægt að taka eitthvert
eitt atriði út fyrir, menn verða að taka höndum
saman og leysa þessi mál,“ sagði Ragnar.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Atvinnumál Fundurinn í Stapa í gær var fjölsóttur en ræðumenn voru Vilhjálmur Egilsson frá SA, Ragnar
Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, og Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS Orku.
Öll mál í biðstöðu
Fundað um stöðu atvinnumála á Suðurnesjum í gær
Mörg sóknarfæri en engin hreyfing á málum
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra kynnti norðurslóða-
stefnu íslenskra stjórnvalda á ráð-
stefnu um norðurslóðamál í
Tromsø í Noregi í gær. Um 700
manns sækja ráðstefnuna sem nú
er haldin í fimmta sinn.
Össur átti einnig fund með Jon-
as Gahr Støre, utanríkisráðherra
Noregs, um norðurslóðamál og
sameiginlega hagsmuni ríkjanna
þar, að því er fram kemur í til-
kynningu frá utanríkisráðuneyt-
inu.
Össur lagði í ræðu á ráðstefn-
unni áherslu á stöðu Íslands sem
strandríkis á norðurslóðum og
mikilvægi þess að allar ákvarðanir
er vörðuðu framtíð svæðisins væru
teknar í góðri samvinnu við íbúa
þess. Huga yrði að velferð íbú-
anna og leggja áherslu á aðgerðir
til að draga úr áhrifum loftslags-
breytinga, aðgerðir til meng-
unarvarna og aðgerðir er styddu
sjálfbæra þróun norðurslóða.
Þetta ætti ekki síst við um rétt
frumbyggja á svæðinu.
ESB-umsókn hefur ekki áhrif
Þá sagði Össur nauðsynlegt að
efla Norðurskautsráðið og að þar
yrði ekki aðeins vettvangur til við-
ræðna heldur einnig til að taka
ákvarðanir um málefni heim-
skautsins. Hann sagði að umsókn
Íslands um aðild að Evrópusam-
bandinu hefði ekki áhrif á stefnu
Íslendinga í norðurslóðamálum og
Ísland ætlaði sér að hafa áhrif á
norðurslóðastefnu sambandsins ef
íslenska þjóðin samþykkti aðild í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ráðherrar Össur Skarphéðinsson
og Jonas Gahr Støre áttu fund.
Norður-
slóðaverk-
efnið kynnt
Fundað með utan-
ríkisráðherra Noregs
Um klukkan 23 í gærkvöldi var
næturvakt Slökkviliðs höfuðborg-
arsvæðisins búin að fara í 15
sjúkraflutninga á þeim þremur tím-
um sem liðnir voru af tólf tíma vakt
en það þykir nokkuð mikið.
Að sögn Sigurjóns Hendriks-
sonar innivarðstjóra er orðið al-
gengt að farið sé í 18-23 flutninga á
næturvaktinni en aðallega sé verið
að flytja veikt fólk. „Það er ekki
mikið um slys núna en talsvert af
veikindum. Ef fólk er með und-
irliggjandi kvilla og fær svo slæma
flensu getur það orðið mjög veikt á
stuttum tíma.“
Níu bílar voru mannaðir í nótt en
að öllu jöfnu eru þeir tíu á daginn.
Að sögn Sigurjóns er þó hægt að
auka fjöldann upp í 13 á mjög stutt-
um tíma, þegar mikið liggur við.
Næturvakt slökkvi-
liðsins í 15 útköll
á þremur tímum
Fjármálastjóra Orkuveitu Reykja-
víkur, Önnu Skúladóttur, var sagt
upp störfum í gær og gengið frá
starfslokasamningi, sem veitir henni
laun í níu mánuði. Í stað hennar tók
Ingi Jóhannes Erlingsson tímabund-
ið við sem framkvæmdastjóri fjár-
mála hjá OR. Ingi var áður for-
stöðumaður fjár- og áhættustýringar
hjá OR en Anna hafði verið fjár-
málastjóri frá 2006.
Í tilkynningu frá OR, sem send var
fjölmiðlum í gærkvöldi, er haft eftir
Helga Þór Ingasyni, forstjóra OR, að
hann vilji stilla upp breyttu liði þar
sem þau verkefni, sem mest séu að-
kallandi hjá fyrirtækinu, tengist fjár-
mögnun þess. Á vegum forstjóra er
nú starfandi samráðshópur með eig-
endum OR um fjármögnun fyrirtæk-
isins og verkefna þess og hefur Ingi
Jóhannes starfað þétt með þeim hópi.
Kynnti Helgi Þór þessa breytingu á
stjórnendateyminu á fundi stjórnar
Orkuveitunnar í gær. Í tilkynning-
unni þakkar Helgi Þór Önnu fyrir
störf hennar í þágu Orkuveitunnar.
Ingi Jóhannes hefur starfað hjá OR í
átta ár, þar af síðustu fimm árin sem
yfirmaður fjár- og áhættustýringar.
Forstjórastaða að losna
Þess má geta að stjórn OR hefur
auglýst stöðu forstjóra lausa til um-
sóknar. Ráðningartími Helga Þórs
rennur út í lok febrúar nk. en tekið
var fram í upphafi að ráðning hans
væri tímabundin, eftir að Hjörleifi B.
Kvaran var sagt upp störfum.
Fjármála-
stjóra OR sagt
upp störfum
Anna
Skúladóttir
Ingi Jóhannes
Erlingsson
Dansarinn Steve
Lorenz, sem slas-
aðist alvarlega á
æfingu Íslenska
dansflokksins á
föstudag þegar
band hertist að
hálsi hans, er
laus úr önd-
unarvél og kom-
inn til meðvit-
undar.
Það var Sigrún Lilja Guðbjarts-
dóttir, framkvæmdastjóri dans-
flokksins, sem staðfesti fréttirnar
og sagði Steve vera á batavegi.
Laus úr öndunarvél
og á batavegi
Íslenski
dansflokkurinn
Guðmundsson seðlabankastjóri sat
fundinn ásamt tveimur öðrum
starfsmönnum Seðlabankans, en
endurritið er í eigu bankans.
„Við fengum að líta endurritað
samtal seðlabankastjóranna, sem
var mjög fróðlegt. Allar upplýsingar
um svona hluti eru fróðlegar,“ sagði
Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæð-
isflokki, eftir fundinn. „Þessi sam-
skipti voru ný fyrir mér.“
„Ég legg á það mikla áherslu að
samtalið verði birt þannig að Ís-
lendingar geti sjálfir metið innihald
þess,“ sagði Höskuldur Þórhallsson,
Framsóknarflokki, sem vildi að
öðru leyti ekki tjá sig um efni fund-
arins.
Oddný G. Harðardóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar og formaður
fjárlaganefndar, sagði að það hefði
verið gott að sjá samtalið, en inni-
hald þess hefði ekki komið á óvart.
Oddný kvaðst ekki leggja áherslu á
að samtalið yrði birt opinberlega.
„Þeir aðilar sem málið snýst um
vilja að trúnaður sé á skjölunum.
Ég virði það og á engra annarra
kosta völ,“ sagði Oddný. Englands-
banki hefur ekki viljað samþykkja
það hingað til að samtalið verði birt.
„Það kemur væntanlega í ljós í
nefndarálitum hvað menn leggja út
af því sem kom fram á þessum
fundi,“ sagði Þór Saari, Hreyfing-
unni. „Auðvitað eru hagsmunir Ís-
lendinga að þetta verði birt en bara
prinsippsins vegna. Svo er það
bundið trúnaði hvort það séu raun-
verulegir hagsmunir eða ekki.“
Nefndarmenn greinir á um hve-
nær eigi að afgreiða Icesave-málið
úr nefndinni. Meirihlutinn leggur
áherslu á að það gerist fyrr en síðar,
en minnihlutinn vill gefa sér meiri
tíma til að fara yfir það.
Samtal seðlabankastjóra sýnt
Þingmenn bundnir trúnaði yfir efni fundar fjárlaganefndar Nefndarmenn vilja
að samtalið verði birt Skiptar skoðanir um hvenær Icesave eigi að fara úr nefnd
Höskuldur
Þór Þórhallsson
Þór
Saari
Oddný
Harðardóttir
Kristján Þór
Júlíusson
BAKSVIÐ
Gísli Baldur Gíslason
gislibaldur@mbl.is
Alþingismenn í fjárlaganefnd fengu
á fundi nefndarinnar í gærkvöldi að
sjá endurrit af samtali Davíðs Odds-
sonar, þáverandi seðlabankastjóra
Íslands, og Mervyns Kings, banka-
stjóra Englandsbanka, frá aðdrag-
anda bankahrunsins. Nýjasta Ice-
save-samkomulagið er þessa dagana
til umræðu í fjárlaganefnd og var
samtalið birt í tengslum við það.
Davíð lét þau ummæli falla nýverið
að í samtalinu hefði King sagt að
Englandsbanki myndi ekki gera þá
kröfu að Íslendingar endurgreiddu
innistæður á Icesave-reikningum.
Þingmenn vildu ekki tjá sig um
innihald samtalsins eftir fundinn og
sögðu að þeir væru bundnir trúnaði
yfir því sem þar kom fram. Már