Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
Hátíðin Valkyrjan var haldin í
þriðja sinn laugardaginn sl., 22.
janúar, í Hinu húsinu og var hún
opin ungum konum á aldrinum 16-
25 ára. Markmið hátíðarinnar er að
„varpa ljósi á og fagna fjölbreyti-
leika kvenna og vinna gegn staðal-
ímyndum“, eins og segir á fésbók-
arsíðu hátíðarinnar. Boðið var upp
á margs konar skemmur, m.a. um
kynlíf, ástir og unað, flýtitísku, gít-
arglaum, sjálfsvörn, nudd, dans,
jóga, förðun, spuna og leiklist, líf-
ræna maska og prjón.
Dekkjaskipti Það er nauðsynlegt að kunna að skipta um dekk.
Fræðandi Boðið var upp á skemmu helgaða andlitsförðun. Valkyrjur fylgjast einbeittar með förðuninni.
Prjónað Prjónaskapur nýtur mikilla vinsælda á Fróni um þessar mundir.
Morgunblaðið/Ernir
Jóga Hin forna list jóga stunduð á gólfi Hins hússins.
Klístur Ekki fylgir sögunni hvað hér var að gerast en klístrað er það.
Línuganga Gengið í átt að marki.
Valkyrjur í
Hinu húsinu
Lampar Afrakstur valkyrja sem kynntu sér lampagerð í lampasmiðju.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Myndlistarmaðurinn Snorri Ás-
mundsson er sannarlega fjölhæfur
og kemur víða við í listinni. Hann
hefur undanfarna daga æft ball-
ettverk með kollega sínum Rakel
McMahon og verður verkið sýnt í
Leikhúsi listamanna, í Þjóðleik-
húskjallaranum, 22. janúar kl. 21.
„Við ætlum að dansa ballett og
náttúrlega með okkar sniði. Við njót-
um leiðsagnar bresks ballettdans-
ara, Fish,“ segir Snorri um verkið
sem er frumsamið.
– Hvernig gengur að æfa?
„Ég kem mér mjög á óvart, þetta
eru náttúrlega nýjar hreyfingar,
maður fékk pínulítið í bakið til að
byrja með en ég er alltaf að verða
liprari og liprari,“ svarar Snorri.
Hann fylgi leiðsögn ballettkenn-
arans í einu og öllu.
– Er einhver söguþráður í verk-
inu?
„Já, þetta er svona ástardrama
með boðskap. Þetta er svona ádeila á
hégómann.“
– Hvernig þá?
„Hégóminn er svo oft fyrir okkur,
það er hégóminn sem er svo dýr-
keyptur, þegar við festumst í hé-
gómanum og gleymum alvöru lífs-
ins,“ útskýrir Snorri. Í verkinu sé
sýnt hvað gerist þegar menn vakni
upp frá hégómanum.
Dansað á morgnana
– Eruð þið í ballettbúningum?
„Já, við erum í svona búningum,
já, já,“ svarar Snorri en þau Rakel
séu þó ekki farin að æfa í búningum.
„Þetta verður upplifun og galdrar í
loftingu.“
– Heldur þú að þú haldir áfram
ballettæfingum eftir þetta?
„Pottþétt. Alveg pottþétt, þetta er
alveg ótrúlega gaman. Við mann-
fólkið eigum að dansa meira, fagna
lífinu og dansa. Við eigum ekkert að
vera háð því að þurfa að drekka
áfengi til að stökkva á dansgólf á
böllum, við eigum dansa daglega,
helst að vakna á morgnana og
dansa.“
– Gerir þú það?
„Ég geri það oft.“
Hégómi, ballett og ástin eina
Myndlistarmennirnir Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon æfa
frumsamið ballettverk Ástardrama með boðskap og ádeila á hégómann
Ballettdansarar Snorri Ásmundsson og Rakel McMahon æfa ballettverk.
Reuters
Þokkafullur Skyldi Snorri verða
jafn tignarlegur í sokkabuxunum?
Heimilda- og stuttmyndahátíðin
Reykjavik Shorts and Docs hefst
næstkomandi fimmtudag. Herleg-
heitin fara fram í Bíó Paradís en
opnunarmyndin er Roðlaust og
beinlaust, en hún fjallar um tón-
elska áhöfn Kleifabergsins.
Shorts and Docs
Fólk
Heiða trúbadúr, Ragnheiður Ei-
ríksdóttir, stundum kennd við Un-
un, fagnar fertugsafmæli sínu í
dag. Hún og sveit hennar Hellvar
spila á Rás 2 kl. 10, lag af nýrri
plötu sveitarinnar Stop That Noise
sem er væntanleg í mars hjá Kimi.
Afmælistónleikar verða svo á Bakk-
us á föstudaginn.
Heiða fagnar afmæli
Morgunblaðið/Eggert