Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2011
AF KÚGUN
Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
Á dögunum fór ég út til Nor-egs vegna dómnefndar-starfa fyrir hin nýstofnuðu
Norrænu tónlistarverðlaun, Nordic
Music Prize. Verðlaununum er ætl-
að að hefja dægurtónlist Norður-
landanna, þ.e. poppið, rokkið og allt
það, til meiri vegs og virðingar á al-
þjóðavettvangi með því að stilla
fram tólf platna lista, en af honum
er svo valinn einn sigurvegari. Allt
gott með það, þess er vandlega gætt
að listræn vigt fremur en nafntog í
gulu pressunni stýri því hvaða plöt-
ur fara á lista en fyrirmynd verð-
launanna er hin bresku Mercury-
verðlaun.
Dómnefndarstörfin voru frem-ur hefðbundin, fulltrúar Norð-
urlandaþjóðanna fimm báru saman
bækur sínar og suðu saman tólf
platna listann. Um var að ræða
blaðamenn, gagnrýnendur og fólk
sem er vel innviklað í tónlistarlands-
lag heimalandsins og hefur getu til
að meta hvað það er sem skiptir
máli og hvað ekki. Umræður gátu
orðið skemmtilegar og fjörugar og
ekki vantaði upp á tónlistarástríðu
þeirra sem þarna voru saman-
komnir, en því miður er slíku ekki
alltaf fyrir að fara í þessum efnum.
Eitt vakti hins vegar athygli
mína og það var er ég spurði danska
dómefndarfulltrúann hvernig þeir
hefðu snúið sér í sambandi við tón-
list frá Grænlandi og Færeyjum,
sem eru jú hluti af Danmörku. Ég
vissi vel hvað ég var að gera og sam-
talið sem á eftir fór var einkar fróð-
legt. Jú, hann hafði tékkað á plötu
Teits (sem er NB þekktasti tónlist-
armaður Færeyja, en verðlaun-
unum er beinlínis ætlað að skera á
slíkt og veiða upp plötur sem eru
góðar þótt þær séu ekki á allra vit-
orði). Hún var ekkert sérstök að
hans mati. Ég spurði síðan út í
grænlensku rokksveitina Nanook
sem heimsótti Ísland í ágúst síðast-
liðnum. Sveitin er sú vinsælasta í
Grænlandi um þessar mundir og
fyrsta plata hennar, sem út kom í
febrúar á síðasta ári, hefur selst í
5.000 eintökum, sem er alger met-
sala. Ég get þá vitnað um að tónlist-
arlegt innihald er ekkert slor, list-
ræna vigtin svo sannarlega til
staðar. Daninn hafði aldrei heyrt
sveitarinnar getið.
Svona virkar kúgun,“ sagðieiginkona mín sem var með
mér í þessari för. „Með því að veita
hlutum ekki athygli, líta algerlega
fram hjá þeim.“
Mér finnst heilmikið til í þessu
verð ég að segja. Nú er ég nokkuð
vel inni í tónlist frænda vorra Fær-
eyinga og þessi staða landanna, að
vera ekki sjálfstæð, getur að sönnu
verið heftandi. En þarna var þetta
eitthvað svo skýrt. Maðurinn sem
bar skylda til að hafa þessa hluti á
hreinu, maðurinn sem var valinn til
starfa vegna yfirsýnar sinnar yfir
danska tónlist hafði aldrei heyrt
sveitarinnar getið sem er auðvitað
„dönsk“ í þessu samhengi. Þetta er
líkt og ég hefði mætt þarna og aldr-
ei heyrt Mugisons getið af því að
hann væri frá Vestfjörðum. Ímyndið
ykkur, tónlist Mugisons hefði þann-
ig aldrei átt möguleika á að komast
á vitorð hins stóra heims í gegnum
þessa leið.
Það sem var verst var að ég
fann að Daninn sá ekkert athuga-
vert við þetta. Hann var reyndar á
svipinn eins og hann hefði í raun
ekki leitt hugann að þessu, sem er
líkast til það rétta. Þessi tiltekni ein-
staklingur hefur mögulega ekkert
við grænlenska tónlist að athuga en
í þetta far er dönsk hugsun, hvað
þessi mál varðar, einfaldlega komin.
En svo væru Danirnir ekki lengi að
stilla Nanook fram sem danskri
sveit sæju þeir sér einhvern hag í
því. Svona er þetta nú einu sinni
rangsnúið allt saman.
Hvernig virkar menningarleg kúgun?
»Ég get þá vitnaðum að tónlistarlegt
innihald er ekkert slor,
listræna vigtin svo
sannarlega til staðar.
Daninn hafði aldrei
heyrt sveitarinnar getið.
Morgunblaðið/Ernir
Ástríða Frederik K. Elsner syngur úr sér hjartað í Norræna húsinu.
Það var mikið stuð á kepp-
endum og kynnum í Söngva-
keppni Sjónvarpsins laug-
ardagskvöldið sl. þegar annað
undanúrslitakvöld keppn-
innar fór fram. Fimm lög
voru flutt og komust tvö
áfram, „Nótt“ og „Eldfjall“,
og fögnuðu lagahöfundar og
flytjendur ákaft þegar úrslit
símakosningar lágu fyrir.
Á ská Rakel Mjöll Leifsdóttir söng
lag Orra Harðarsonar, Beint á ská.
Þráin Kristjáns Gíslason og Íslenzka sveitin sungu Þessa þrá.
Evróvisjón-díva Jóhanna Guðrún flutti lagið Nótt og sýndi mikil tilþrif að vanda.
Kynnar Ragnhildur Steinunn og ábúðarfullur Guðmundur.
Sáttur Matthías ánægður að Eldfjallið komst áfram.
Eldfjall! Allt á fullu hjá Erlu Björgu Káradóttur í laginu Eldfjall.
Segðu mér Bryndís Ásmundsdóttir þenur raddbönd.
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Jóhanna Guðrún fagnar úrslitum með lagahöfundum.
Nótt og
Eldfjall
þóttu best