Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 25. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Hræðilegur fyrri hálfleikur
2. Óttast að Frakkar tapi viljandi …
3. Stripp í skíðaferð kostaði …
4. Kona sem rændi barni fyrir 23 …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Arnar Eggert Thoroddsen veltir fyr-
ir sér stöðu færeyskra og græn-
lenskra tónlistarmanna innan kon-
ungsríkisins Danmerkur. Rokksveitin
grænlenska Nanook kemur þar m.a.
við sögu. »32
Morgunblaðið/Ernir
Menningarleg kúgun
í Danmörku?
Steingrímur
Teague, hljóm-
borðsleikari hinn-
ar vinsælu Moses
Hightower, aug-
lýsir eftir kakt-
usbúningi á Fés-
bókinni. „Ég veit
að ég er alltaf að
spyrja, en á ein-
hver kaktusbúning til að lána mér?“
segir hann. Ekki er vitað um tilgang-
inn en tónleikar Moses Hightower á
næstunni gætu orðið forvitnilegir.
Moses Hightower
og kaktusinn!?
Tökur á mynd Baltasars Kormáks,
Contraband, munu færast til Púertó
Ríkó í lok mars, en nú standa þær yfir
í New Orleans. Þetta kemur m.a. fram
á On Location Vacations, vefsíðu sem
njósnar um tökustaði
kvikmynda. „Lausa-
penni“ þar leggur
auk þess til
mynd af sér og
Mark Wahl-
berg, stjörnu
myndarinnar.
Tökur á Contraband
til Púertó Ríkó
Á miðvikudag Suðvestan 5-10 m/s og dálítil rigning eða súld V-lands, en skýjað með
köflum fyrir austan. Hiti 3 til 8 stig.
Á fimmtudag Suðvestan 10-15, rigning og síðar él vestantil en hægari og úrkomulítið
austanlands. Kólnandi veður.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg vestlæg átt og úrkomulítið. Hiti 0 til 8 stig, svalast inn til
landsins.
VEÐUR
Jafnvel þótt Ísland tapi fyrir
Frökkum í kvöld gæti liðið
samt jafnað sinn besta
árangur frá upphafi á
heimsmeistaramóti, og
tryggt sér sæti í forkeppni
Ólympíuleikanna. Margir
möguleikar eru í stöðunni
fyrir lokaumferð milli-
riðilsins á HM í Sví-
þjóð og Ísland getur
endað hvar sem er
frá fimmta til tíunda sæt-
is. »1
Enn hægt að jafna
besta árangurinn
Mikil stemning var á meðal yngri
þátttakendanna og aðstandenda
þeirra á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum
sem fór fram í Laugardalshöll um
helgina. Fríða Rún Þórðardóttir hjá ÍR
sagði að mótið hefði gengið vonum
framar miðað við fjölda. Ljósmyndari
Morgunblaðsins var á
mótinu og myndaði
krakkana í mörg-
um greinum. »4
Mikil stemning á
Stórmóti ÍR-inga
„Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist
hjá okkur. Við töpuðum alla vega
hverri einustu baráttu, bæði í vörn og
sókn, og kannski hefur Þjóðverjaleik-
urinn eitthvað setið í mönnum. Ég er
samt ekki viss um það. Mér fannst
við alls ekki vera yfirspenntir og við
komum vel undirbúnir til leiks,“ sagði
Guðjón Valur Sigurðsson eftir tapið
gegn Spánverjum á HM í gær. » 2
Veit eiginlega ekki hvað
gerðist hjá okkur
ÍÞRÓTTIR
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„Þetta byrjaði allt í Hólminum
þegar Lella átti sjö ára afmæli,“
segir Ásbjörg Ingólfsdóttir, eða
Ása, um nokkrar konur á besta
aldri sem hittast reglulega á veit-
ingastað í höfuðborginni, oftast í
Perlunni, og hafa gert það í rúm-
lega 70 ár.
„Mamma hennar Lellu var
óskaplega fín og góð kona og hún
tók á móti okkur eins og við vær-
um gestir,“ heldur Ása áfram. „Að
því höfum við búið síðan, en við er-
um náttúrlega orðnar gamlar og
skrýtnar.“
Elizabeth Taylor í Hólminum
Vinkonurnar kynntust í Barna-
skólanum í Stykkishólmi og hafa
haldið hópinn síðan. Skömmu eftir
fyrrnefnt afmæli stofnuðu þær
saumaklúbb og hafa prjónað síðan
þótt þær taki ekki prjónana með á
veitingahúsin. Í gær voru þær hins
vegar með gamla bekkjarmynd í
Perlunni og létu mikið með Ásu.
„Ása er alltaf alveg eins og Eliza-
beth Taylor,“ sagði Hrefna Lárus-
dóttir þegar hún leit af myndinni á
Ásu.
Auður Lella Eiríksdóttir hefur
annars orð fyrir vinkonunum.
„Hún er svo góð í því að standa í
svona,“ segir Ása og leggur
áherslu á að böndin hafi ekki slitn-
að þegar þær fluttu suður. Lella
segir að tveir árgangar hafi verið í
hverjum bekk og flestar stelp-
urnar í þeirra hópi hafi haldið sam-
an. „Við hittumst fyrsta mánudag í
hverjum mánuði, en stundum höf-
um við þurft að breyta út af van-
anum,“ segir Lella. „En yfirleitt
tökum við okkur frí á sumrin.“
Strákarnir óðir í stelpurnar
Sjá má glampa í augum þeirra
þegar minnst er á strákana í
bekknum. „Strákarnir voru alveg
vitlausir í okkur eða var það ekki,“
spyr Lella og hinar taka undir með
dillandi hlátri. „Jón sagði það þeg-
ar við hittumst á Loftleiðum og ég
þekkti hann ekki. „Þekkirðu mig,“
spurði ég hann og hann svaraði að
bragði: „Já heldurðu að ég þekki
þig ekki. Ég var svo skotinn í þér
að ég þorði ekki að tala við þig.““
Lella segir að strákarnir hafi
tvístrast út um allt land en samt
hafi einu sinni tekist að kalla báða
árgangana, 1932 og 1933, saman í
kvöldverð í Reykjavík. „Það er
alltaf jafngaman að hittast. Það
voru vissulega meiri ærsli hér
áður fyrr en við erum orðnar
prúðari núna.“
Verða prúðari með aldrinum
Hafa haldið hópinn í rúmlega 70 ár
Reyna að hittast einu sinni í mánuði
Morgunblaðið/Ómar
Prúðar Frá vinstri: Auður Lella Eiríksdóttir, Erla Sigurðardóttir, Hrefna Lárusdóttir, Ásbjörg Ingólfsdóttir, Erna Jónsdóttir og Ragnheiður Thorarensen.
Lella segir að einu sinni hafi
hún boðið öllum bekknum í
afmælið sitt. Stelpurnar hafi
beðið spenntar eftir strákun-
um og þegar hafi verið bank-
að hafi þær allar farið til
dyra. „„Til ham-
ingju með afmæl-
ið,“ sagði einn
þeirra og rétti
mér gerviblóm-
vönd. „En ég verð
að taka blómin
til baka því
mamma á
þau.““
Varð að skila
blómunum
AFMÆLI