Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2011, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  20. tölublað  99. árgangur  LAGÐI GRUNNINN AÐ BESTA HLAUPA- HÓP ÁRSINS 2010 HEILDARSÝN SKORTIR Í HEILBRIGÐISKERFINU ÆFA SAMAN FRUMSAMIÐ BALLETTVERK LÆKNAR GAGNRÝNA AÐFERÐAFRÆÐI 16 ÁDEILA Á HÉGÓMA 30HLAUPAHÓPUR FH 10 Fréttaskýring eftir Baldur Arnarson Morgunblaðið/Ernir Eldsneyti Tölurnar á bensínstöðvunum hafa aldrei verið hærri, eftir að N1 hækkaði.  N1 reið á vaðið í gærkvöldi og hækkaði verð á bensíni um fimm krónur og dísilolíu um 4,50 kr. Fór bensínlítrinn í 217,90 krónur og sama verð var á dísilolíunni. Þegar Morgunblaðið fór í prentun höfðu önnur olíufélög ekki fylgt N1 eftir en þetta er hæsta eldsneytisverð sem sést hefur hér á landi. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar, innkaupastjóra hjá N1, eru ástæður hækkunarinnar tvær, annars vegar hækkun á sköttum á eldsneyti og kemur þá til framkvæmda síðari hluti hækkunar á sköttum af elds- neyti samkvæmt samþykkt Alþingis í desember sl. Hækkun skatta kem- ur til framkvæmda þegar nýjar birgðir af hverri tegund koma í sölu. Önnur ástæða hækkunarinnar er þróun á heimsmarkaðsverði og einkum veiking krónunnar gagn- vart dollar. bjb@mbl.is Eldsneytisverðið aldrei verið hærra Beðið neysluviðmiða » ASÍ óskaði eftir því að vel- ferðarráðuneytið birti tölur um neysluviðmið fyrir viðræðurnar. » Guðbjartur Hannesson vel- ferðarráðherra segir að tölurnar verði birtar 7. febrúar nk. „Ég harma það að þær skuli ekki vera til fyrr.“ Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Óvissa um endurnýjun kjarasamn- inga hefur magnast enn eftir að slitn- aði upp úr viðræðum samninganefnd- ar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær. Ræða átti forsendur fyrir gerð kjara- samninga til allt að þriggja ára. Gera SA það að skilyrði að lausn fáist í sjáv- arútvegsmálum áður en gengið verði frá kjarasamningum. Segist samn- inganefnd ASÍ ekki reiðubúin að setj- ast að viðræðum á þessum forsend- um. Einn af reyndustu fulltrúum verka- lýðshreyfingarinnar minntist þess ekki, í samtali við Morgunblaðið, að svo flókin staða hefði komið upp í kjaraviðræðum um áratugaskeið. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segist furða sig á að samn- ingamenn skuli meðal annars fara frá borðinu út af sjávarútvegsmálum. „Ég sé ekki tenginguna þar á milli fyrir alla atvinnurekendur á Íslandi,“ segir Guðbjartur. Hvert framhald viðræðna verður ræðst af viðræðum atvinnurekenda við einstök landssambönd og félög, sem vilja fæst semja lengur en til næsta hausts. Boðað hefur verið til fundar hjá ríkissáttasemjara í dag í deilu Starfsgreinasambandsins og SA. Að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns samninganefndar SGS, er ekki hægt að ganga að kröfum SA um að tengja gerð kjarasamninga við lausn á sjávarútvegsmálum. MViðræðum siglt í strand »12 Óvissa um samninga eykst  Viðræðuslit um endurnýjun kjarasamninga hjá ASÍ og SA  Strandaði á kröfu SA um lausn í sjávarútvegsmálum  Starfsgreinasambandið fundar með SA í dag Lán Sparisjóðsstjórinn ekki viss um fordæmisgildi nýgengins dóms. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavík- ur segist efast um að dómur Héraðs- dóms Reykjavíkur um ólögmæti lána Íslandsbanka (áður Glitnis) til kaupa á nýju stofnfé í Byr og Sparisjóði Norðlendinga muni reynast fordæm- isgefandi fyrir öll slík lán. Einar Hannesson sparisjóðsstjóri segir að lögfræðingar á vegum Sparisjóðs Keflavíkur hafi skoðað nýgengna dóma Héraðsdóms Reykjavíkur. „Þeir telja ekki að lánin sem Spari- sjóður Keflavíkur veitti eigi að fella í sama flokk og lánin frá Glitni á sínum tíma. Þó svo að dómurinn sem féll í héraði verði staðfestur er ég alls ekki viss um að hann reynist fordæmis- gefandi fyrir okkur,“ segir spari- sjóðsstjórinn við Morgunblaðið. Einar vill ekki gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að tefla fyrir Sparisjóð Keflavíkur. Hann bendir þó á að þegar hafi nokkur af- skrift farið fram á þessum lánum, þar sem öllum lántökum hafi verið boðin endurskipulagning á sínum lánum. Einar segir samt að ef öll stofnfjárlánin yrðu afskrifuð í dag þyrfti sparisjóðurinn aukið framlag frá ríkissjóði. »14 Efast um fordæmisgildið  Sparisjóður Keflavíkur veitti lán til kaupa á eigin stofnfé Draumurinn um að Ísland ynni til verðlauna á sínu þriðja stórmóti í hand- knattleik varð að engu þegar íslenska liðið tapaði fyrir Spánverjum, 24:32, í Jönköping í gær. Þó liðið geti enn jafnað sinn besta árangur á heims- meistaramóti frá upphafi voru vonbrigði íslensku leikmannanna mikil og Guðjón Valur Sigurðsson var miður sín í leikslok eins og myndin ber með sér. » Íþróttir Verðlaunadraumur Íslands varð að engu Morgunblaðið/Golli  MP banki er búinn að gera upp við slita- stjórn Lands- bankans allar útistandandi kröfur á milli bankanna. Í hálfsársuppgjöri MP frá því í fyrra er að finna 750 milljóna króna gjaldfærslu sem meðal annars er til komin vegna þeirra millifærslna af reikningum Landsbankans í Seðla- banka Íslands, sem eru til rann- sóknar hjá embætti sérstaks sak- sóknara. »14 Uppgjöri MP og Landsbanka lokið Ísland er í 15. sæti á lista yf- ir tíðni krabbameins í ein- stökum löndum. Sé litið bæði til karla og kvenna greinast 282 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa á Íslandi. Sé hins vegar aðeins litið til kvenna erum við í 11. sæti með 266 tilfelli en sé aðeins litið á tölfræðina hjá körlum erum við í 24. sæti með 306 tilfelli á hverja 100 þúsund íbúa. Á hverju ári greinast 326 Danir á hverja 100 þúsund íbúa í Danmörku með krabbamein en sjúkdómurinn er hvergi algengari en þar í landi. Ein af ástæðum þess að tíðnin mælist svo há gæti verið að læknar í Danmörku standi sig einfaldlega betur í því að greina meinið. Lífs- stíll þjóðarinnar er þó ef- laust einn áhrifavalda en hlutfall danskra kvenna sem reykja er óvenjuhátt. Velmegunarríkin raða sér í efstu sæti listans, sem rakið er til þess að þar eru menn líklegri til að vera of feitir, drekka of mikið og hreyfa sig of lítið. »15 Ísland í 15. sæti á lista yfir tíðni krabbameins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.