Morgunblaðið - 04.02.2011, Síða 1

Morgunblaðið - 04.02.2011, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 4. F E B R Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  29. tölublað  99. árgangur  ELDGOSIÐ LOKKAÐI HANA TIL ÍSLANDS BRIM FÆR FLESTAR TIL- NEFNINGAR VERK EFTIR DENNIS KELLEY SÝNT Í VOR EDDUVERÐLAUNIN 32 STÚDENTALEIKHÚSIÐ 30NICOLA Í STARFSNÁMI 10 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Óánægja er innan Sjálfstæðisflokks- ins með afstöðu þingmanna flokksins sem styðja Icesave-frumvarpið. Kemur hún fram í ályktunum flokks- félaga en mest þó á netinu. Um þrír tugir manna hafa sagt sig úr flokkn- um. Meðal annars hafa komið fram kröfur um að nýi Icesave-samning- urinn verði borinn undir þjóðina. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins greiddu atkvæði með Icesave- frumvarpinu þegar það var afgreitt eftir 2. umræðu í gær, ásamt þing- mönnum stjórnarflokkanna. Unnur Brá Konráðsdóttir greiddi atkvæði á móti og fjórir þingmenn flokksins sátu hjá. Í ályktun sem stjórn sjálf- stæðisfélagsins Baldurs í Kópavogi sendi frá sér í gærkvöldi eru þing- menn flokksins harðlega gagnrýndir fyrir að ganga á svig við afdráttar- lausa afstöðu síðasta landsfundar Sjálfstæðisflokksins til þessa máls. Átta félög ungra sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi segja í sameiginlegri ályktun að þingmenn sem greiða at- kvæði með Icesave-frumvarpinu starfi ekki í þeirra umboði og þeim beri að segja af sér. Krefjast þjóðaratkvæðis Fyrrnefnd félög ungra sjálfstæð- ismanna skora á miðstjórn Sjálfstæð- isflokksins að boða nú þegar til lands- fundar þar sem umboð formanns og varaformanns flokksins verði kann- að, eins og stjórn Heimdallar álykt- aði um í fyrradag. Í millitíðinni verði boðað til flokksráðsfundar þar sem málið verði tekið fyrir. Sameiginlegur aðalfundur sjálf- stæðisfélagsins Óðins á Selfossi og fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Árborg samþykkti í gærkvöldi að beina því til þingmanna flokksins að sjá til þess að lög um Icesave yrðu borin undir atkvæði eftir að Alþingi hefði afgreitt málið. Í ályktun stjórn- ar Baldurs er hvatt til þess að lögin öðlist því aðeins gildi að þau verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þar meðal annars vísað til þess að síðasti samningur hafi verið borinn undir þjóðina. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri, og Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, lýstu þessari sömu skoðun í pistlum á vef Evrópuvaktarinnar í gær. „Ég átta mig ekki á nauðsyn þess að meirihluti þingflokks sjálfstæðis- manna telur skynsamlegt að styðja ríkisstjórnina í þessu máli. Var það til að gleðja Jóhönnu og Steingrím J. á tveggja ára afmæli stjórnarsam- starfs þeirra?“ skrifaði Björn í tölvu- pósti þegar hann vakti athygli á pistli sínum. Sigríður Ásthildur Andersen vara- þingmaður mótmælir Icesave-frum- varpinu í grein á bls. 17. MNíu sjálfstæðismenn »9 Ólga vegna Icesave  Sjálfstæðismenn gagnrýna afstöðu þingmanna flokksins í Icesave-málinu  Komið hafa fram kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu og að flýta landsfundi Þingmenn gagnrýndir » Stjórn sjálfstæðisfélagsins Baldurs, aðalfundur Óðins á Selfossi og fulltrúaráðsins í Árborg, átta félög ungra sjálfstæðismanna í Suður- kjördæmi, stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallur mótmæla Icesave og afstöðu þingmanna sem styðja frumvarpið. » Komið hafa fram kröfur um að flýta landsfundi. Landsfund ætti samkvæmt venju að halda á þessu ári en á síðasta miðstjórn- arfundi var rætt um þann möguleika að halda fund á fyrrihluta næsta árs. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði í gærkvöldi í viðtali við ABC- fréttastöðina að hann væri tilbúinn að hætta en að hann óttaðist þann glund- roða sem yrði ef hann segði af sér. Sagðist hann vera búinn að fá nóg af völdum. Annan daginn í röð brutust út blóð- ugir bardagar á milli stuðningsmanna og andstæðinga forsetans í miðborg Kaíró. Var steinum kastað og heyra mátti byssuskot. Heilbrigðisráðherra landsins sagði að átta manns hefðu látist í átökunum sem hófust á mið- vikudag og 890 manns hefðu særst, þar af níu alvarlega. Mótmælendur hugðust brjóta út- göngubann og gista á aðaltorgi höf- uðborgarinnar í nótt fyrir mikil mót- mæli sem hafa verið boðuð í dag undir yfirskriftinni „Brottfararföstudagur“ með vísun til kröfunnar um afsögn forsetans. kjartan@mbl.is »15 Tilbúinn að segja af sér Reuters Á götum og torgum Mótmælendur hrópa slagorð í Alexandríu í gær.  Mikil mótmæli boð- uð í Egyptalandi í dag Loðnan er gengin upp á grunnið út af Hornafirði. Þar er hún komin í hlýrri sjó sem hægir á göngunni. „Þetta gengur lítið eins og er, það er búin að vera bræla,“ segir Helgi Valdimarsson, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni VE. Tíu skip voru að veiðum þar í gær en gekk lítið. Þeirra á meðal voru Vilhelm Þorsteinsson EA og Bjarni Ólafsson Ak sem hér sjást við Stokksnes. Veðrið var orðið betra síðdegis í gær en enn mikill sjór. „Það er töluvert að sjá hér en hún er dreifð um stórt svæði,“ segir Helgi og getur þess að þetta sé hefðbundið ástand í loðnuveiðunum. Sjómenn búast ekki við að torfurnar fari að þéttast fyrr en loðnan verður komin vestur fyrir Hrollaugseyjar. Veiðarnar hafa gengið vel að undanförnu. Mikið hefur verið landað í bræðslu enda gott verð fyrir mjöl og lýsi um þessar mundir. Ásgeir Gunnarsson, út- gerðarstjóri hjá Skinney-Þinganesi, segir að töluvert hafi verið fryst á Hornafirði. Þannig hafi helmingi afla Ásgríms Halldórssonar verið landað í frystingu í gær. helgi@mbl.is Hægir á göngunum út af Hornafirði Ljósmynd/Ólafur Óskar Stefánsson Mikill hiti var í foreldrum á fundi SAMFOK með formönnum for- eldrafélaga grunnskóla Reykjavíkur- borgar í gær- kvöldi. Oddný Sturludóttir, for- maður mennta- ráðs borgarinnar, mætti á fundinn og fór yfir málin með fundargestum. Guðrún Valdimarsdóttir, formað- ur SAMFOK, segir að með niður- skurðarkröfunum verði ekki hægt að bjóða upp á kennslu samkvæmt aðal- námskrá. „Foreldrar eru almennt reiðir yfir þessum niðurskurði og hafna honum. Foreldrar vilja ekki að neitt sé skorið af menntun eða því sem varðar líðan og öryggi barna í skólunum. Við sættum okkur ekki við skert kennslumagn.“ Hún segir engar ákveðnar tölur hafi verið nefndar en Oddný hafi rætt um 2,7% skerðingu á kennslu- magni. Það sé töluvert minna en það sem talað var um í plaggi sem sent var til skólastjórnenda. „Það er verið að brjóta á réttindum barna nú þeg- ar og það á að gera meira af því,“ segir Guðrún. kjartan@mbl.is »2 Hiti á fundi með foreldrum um skólamál Frímínútur í Fossvogsskóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.