Morgunblaðið - 04.02.2011, Page 13

Morgunblaðið - 04.02.2011, Page 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 Á sunnudag nk. verður Dagur leik- skólans. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur í dag, föstudag, í leik- skólum landsins. Leikskólakenn- arar og annað starfsfólk leikskóla hafa á undanförnum árum, ásamt börnunum, gert sér dagamun á margan hátt og verður engin breyt- ing þar á í ár. Í tilefni dagsins verður haldin stuttmyndasýning í Bíó Paradís við Hverfisgötu í dag kl. 13. Þar verða sýndar myndir sem sendar voru inn í stuttmyndakeppni undir þemanu „Leikskólinn minn.“ Leikskóla- kennarar og annað starfsfólk var duglegt að taka upp myndir og senda inn og verða veitt vegleg verðlaun fyrir bestu myndina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Rauðhóll Leikskóli Norðlingaholti. Dagur leikskólans Í dag, föstudag, standa Jafnréttis- stofa og velferðarráðherrra fyrir Jafnréttisþingi. Þingið fer fram á Nordica Hilton Reykjavík og stend- ur kl. 9:00-16:00. Þingið er öllum opið og ókeypis. Á þinginu munu fjölmargir fyrir- lesarar, bæði erlendir og íslenskir, taka til máls. M.a. verður fjallað um kynbundið ofbeldi, mansal, jafn- rétti í stjórnarskránni, framlag karla til jafnréttisbaráttu og Evr- ópusambandið og íslenskt jafnrétti. Þá mun Guðbjartur Hannesson, vel- ferðarráðherra, flytja skýrslu um stöðu og þróun í jafnréttismálum. Þar verður einnig kynnt tillaga til ályktunar Alþingis um fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum. Þróun jafnréttis rædd á Hiltonhóteli Fimmta verðlaunahátíð IMFR til heiðurs iðngreinum og nýsveinum sem lokið hafa sveinsprófi með af- burðaárangri fer fram á morgun, laugardag, kl. 16 í Tjarnarsal Ráð- húss Reykjavíkur. Á hátíðinni verða, auk afhend- ingar nýsköpunarverðlauna, heiðr- aðir 21 nýsveinar úr 13 löggiltum iðngreinum frá 8 starfsmenntaskól- um á landsvísu, auk þess sem Heið- ursiðnaðarmaður ársins 2011 verð- ur útnefndur. Þá fá meistarar nýsveinanna viðurkenningarskjal. Verðlaunahátíð STUTT Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fari fram sem horfir verða 49 leigu- íbúðir í Reykjanesbæ boðnar upp mánudaginn 14. febrúar. Í sumum þeirra er búið en öðrum ekki. Íbúðirnar eru í eigu Norðurkletts en í flestum tilvikum eru það Íbúða- lánasjóður og Tryggingamiðstöðin sem fara fram á nauðungarupp- boðin. Flestar eru íbúðirnar í fjölbýlis- húsinu við Hringbraut 129 eða tólf talsins og átta eru við Mávabraut 9. Samkvæmt upplýsingum frá Íbúðalánasjóði fékk Norðurklettur lánin vegna leiguíbúða á árinu 2007 eða þar um kring. Þær eru allar full- búnar. Ekki er hægt að slá því föstu að Íbúðalánasjóður eignist þessar 49 íbúðir á uppboðinu. Hugsanlega verður samið um skuldirnar áður, en jafnvel þótt uppboðið fari fram og eignirnar verði slegnar Íbúðalána- sjóði, tekur við samþykkisfrestur sem nota má til að ná samningum við lánardrottna. Framhaldsuppboð fara að jafnaði fram í þeim íbúðum eða húsum sem verið er að bjóða upp. Það virðist ekki standa til að þessu sinni því uppboðin eru öll tímasett á sama tíma í hverju húsi, jafnvel þó bjóða eigi upp tylft íbúða. Leiguíbúðir á leið undir hamarinn  49 leiguíbúðir fasteignafélags í Reykjanesbæ verða boðnar upp 14. febrúar  Íbúum verður boðið að leigja íbúðirnar áfram, eignist Íbúðalánasjóður þær Slegið Frá uppboði í Vindakór 2-8 í Kópa- vogi en þá eignaðist ÍLS tvær blokkir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fari svo að Íbúðalánasjóður eign- ist leiguíbúðirnar 49 í Reykja- nesbæ verður leigjendum boðið að halda áfram að leigja þær, skv. tilkynningu frá sjóðnum. Uppboðin á íbúðunum 49 voru auglýst í Morgunblaðinu í gær ásamt uppboðum á 46 öðrum íbúðum í Reykjanesbæ. Í 28 til- fellum krefst Íbúðalánasjóður uppboðs, ýmist einn eða með öðrum. Flestar íbúðanna eru í eigu fasteignafélaga en 16 eru í eigu einstaklinga. Áfram í leigu MIKIÐ UM UPPBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.