Morgunblaðið - 04.02.2011, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Icesave-máliðfór til þriðjuumræðu.
Steingrímur J.
Sigfússon hefur
lengi reynt að
hengja það mál á Sjálfstæð-
isflokkinn. Það hefur ekki
tekist fram til þessa. Og
fólkið í landinu tók undir
þau sjónarmið sem sett
voru fram með skýrum
hætti að það ætti ekki að
borga skuldir óreiðumanna.
Og þegar farið var ofan í
málið lögfræðilega var sá
skilningur yfirgnæfandi að
Íslandi sem ríki bæri engin
skylda til að axla greiðslur
sem bresk og hollensk yfir-
völd höfðu ákveðið án nokk-
urs samráðs við íslensk
yfirvöld að greiða þarlend-
um innistæðueigendum Ice-
save. Það gerðu þau yfir-
völd á eigin ábyrgð, af
fullkomlega eigingjörnum
hvötum, til að koma í veg
fyrir að áhlaup yrði gert á
allt þeirra bankakerfi, með
ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum.
Erlendir sérfræðingar og
fræðimenn, aðrir en beinir
útsendarar ESB, tóku und-
ir sjónarmið Íslendinga.
Steingrímur með hjálp Rík-
isútvarpsins og Baugsmiðl-
anna reyndi að hræða þing-
menn til að samþykkja og
tókst það í annarri tilraun.
Þá var gripið inn í og undir-
skriftasöfnun þúsunda
manna varð til þess að mál-
ið kom beint til kasta þjóð-
arinnar. Þá fór Ríkis-
útvarpið af hjörunum og
hamaðist í hræðsluáróðr-
inum og Steingrímur og Jó-
hanna reyndu að fæla fólk
frá því að kjósa. Það hafði
öfug áhrif og kusu helmingi
fleiri en í hinni ómerku
stjórnlagaþingskosningu
nokkru síðar. Úrslitin urðu
98% gegn 2% þeirra sem
kusu.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins ályktaði að lög
heimiluðu ekki að svika-
samningarnir yrðu sam-
þykktir. Málið hefði því átt
að vera úr sögunni. En svo
var ekki. Það dúkkaði upp
aftur eins og draugur eftir
dauðann. Og nú er það til
atkvæða í þinginu.
Eins og Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson benti á í
ágætri grein í Morgun-
blaðinu er eðli hins nýja
samnings algjörlega
óbreytt. Reynt er að plata
fólk til fylgilags
með vísun til
vaxtabreytinga.
En málið snýst
ekki um það. Það
snýst um rétt-
læti og lögmæti. Formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur
skyndilega ákveðið að
verða vikapiltur Steingríms
J. í málinu. Ekki hefur
fengist nein haldbær skýr-
ing á þeirri breytingu á af-
stöðu hans og hvers vegna
hann ákveður að gefa
landsfundi flokks síns langt
nef. Sjálfstæðismenn eru
agndofa.
Steingrímur hrósaði for-
manni Sjálfstæðisflokksins
í hástert fyrir að hverfa til
fylgilags við sig og flokkn-
um fyrir að taka undir
hræðsluáróðurinn sem
dugði ekki síðast. Mörgum
flokksmanni leið þá svipað
eins og þegar Steingrímur
grét krókódílstárum eftir
að atlaga hans gegn fyrrum
formanni Sjálfstæðisflokks-
ins hafði tekist og Stein-
grímur sagðist vera með
brostið hjarta. Því sögðust
sjálfstæðismenn aldrei
myndu gleyma. Það sagði
gullfiskurinn líka þegar
hann rak nösina í netbút-
inn.
Eina skýringin sem for-
maður Sjálfstæðisflokksins
hefur gefið á ótrúlegri
framgöngu sinni er sú að
hann hafi talað af sér í um-
rótinu haustið 2008. Síðan
þá hefur margt gerst.
Landsfundur Sjálfstæðis-
flokksins hefur talað. Kjós-
endur í almennri kosningu
hafa talað og 98 prósent
þeirra einum rómi. Það er
heimsmet í frjálsum kosn-
ingum.
Á almanna vitorði er að
þingflokkur sjálfstæðis-
manna er enn án sjálfs-
trausts og ekki til stórræð-
anna. Það er þó óþarfi. Þeir
eru í stjórnarandstöðu
gagnvart einni verstu
stjórn sem í landinu hefur
setið. Stjórn sem klúðrar
öllu. Eftir hvert klúður ger-
ir forsætisráðherrann hróp
að Sjálfstæðisflokknum,
hrakyrðir hann og upp-
nefnir. Þegar ofsinn rját-
last af þá kallar sami ráð-
herra á forystumenn
Sjálfstæðisflokksins í sín
hús til að láta þá gera fyrir
sig viðvik. Og alltaf mæta
þeir trítlandi. Hvers vegna?
Hvað er eiginlega að?
Niðurlæging Sjálf-
stæðisflokksins
gladdi Steingrím}
Flokki hrósað
E
ins og mörgum frjálshyggju-
mönnum er mér meinilla við
hugtök eins og „vilji þjóðar-
innar“ því, eins og við tönn-
lumst endalaust á, þá hefur
einstaklingurinn vilja, en ekki þjóðin.
Að því sögðu eru sum sambærileg hugtök
ekki eins innihaldslaus og önnur. Eitt þeirra
er „samfélagssáttmáli“. Vissulega er hægt
að segja að þar sem ég skrifaði ekki undir
neinn svoleiðis sáttmála þá sé ég ekki bund-
inn af honum, en í því svari felst ákveðinn
orðhengilsháttur.
Í lýðræðis- og lýðveldisríkjum gilda nefni-
lega slíkir sáttmálar, hvort sem þeir eru
skráðir í lög eða ekki. Mörg dæmi eru um að
fallegar lýðræðislegar hugsjónir hafi verið
skráðar í stjórnarskrár ríkja, en ef stjórn-
völd bera ekki virðingu fyrir hugsjónunum eða efni
þeirra þá eru þær einskis virði. Í því felst sáttmálinn: Að
almennt sé viðurkennt að fara verði eftir ákveðnum
grundvallarreglum og að valdhafar geti ekki gert ná-
kvæmlega það sem þeim hentar hverju sinni.
Ein mikilvæg málsgrein í samfélagssáttmálum
lýðræðisríkja varðar þrískiptingu ríkisvalds og sjálfstæði
dómstóla. Í þessu felst einnig að framkvæmdavaldið
framfylgir möglunarlítið niðurstöðum dómstóla.
Í umræðunni um úrskurð Hæstaréttar í stjórnlaga-
þingsmálinu hefur verið talað um traust almennings á
dómskerfinu og hvort þessi ummæli eða hin grafi undan
þessu trausti. Dómstólar eru vissulega ekki yfir
gagnrýni hafnir og öllum er frjálst að gagnrýna
dóma og úrskurði dómstóla. Grundvallarreglan
er hins vegar og verður að vera sú að þegar
dómur hefur fallið í Hæstarétti er málinu lokið.
Á þessari grundvallarreglu hvílir þrískipting
ríkisvaldsins.
Ef framkvæmdavaldið hunsar hins vegar nið-
urstöðuna eða finnur krókaleiðir framhjá henni
með því að skipa stjórnlagaþingið og kalla það
ráðgjafarnefnd skapast hættulegt fordæmi. Með
slíkum klækjum væri raunverulega verið að
grafa undan grunnstoðum lýðveldisins.
Ef framkvæmdavaldið fer ekki eftir dómum
og úrskurðum Hæstaréttar er ekki um réttar-
ríki að ræða lengur. Alræmd er sagan af Andrew
Jackson Bandaríkjaforseta og deilum hans við
Hæstarétt þess ríkis. Eftir að fallinn var dómur
sem var Jackson ekki að skapi á hann að hafa sagt eitt-
hvað á þá leið að fyrst dómurinn væri búinn að dæma
gæti hann sjálfur reynt að framfylgja dómnum. Jackson
hunsaði Hæstarétt og fór sínu fram þrátt fyrir allt.
Lýðveldið í Bandaríkjunum lifði þessa krísu af og ég er
hér ekki að halda því fram að lýðveldið Ísland muni gefa
upp öndina við það eitt að skipuð yrði ráðgefandi stjórn-
lagaþingnefnd. Það að hunsa, beint eða óbeint, niður-
stöður dómstóla er hins vegar stórhættulegt fordæmi og
er ekki til vitnis um að þeir sem íhuga slíkar æfingar beri
mikla virðingu fyrir samfélagssáttmálum eða stjórnar-
skrá. bjarni@mbl.is
Bjarni
Ólafsson
Pistill
Grunnstoðir samfélagsins
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
F
élags- og trygginga-
málanefnd Alþingis hef-
ur nú til umfjöllunar
frumvarp til laga um
breytingu á barnavernd-
arlögum. Frumvarpið var samið af
starfshóp sem skipaður var af félags-
og tryggingamálaráðherra í júlí 2008
og hafði það hlutverk að meta reynsl-
una af barnaverndarlögum frá 2002
og leggja til breytingar og úrbætur.
Niðurstaða starfshópsins var sú að
með setningu laga nr. 80/2002 hefði
stórt skref verið stigið fram á við í
barnaverndarmálum en þær breyt-
ingar og viðbætur sem lagðar eru til í
núverandi frumvarpi eru engu að síð-
ur nokkuð viðamiklar.
Flestar miða breytingarnar að
því að skýra ákvæði betur og lögfesta
túlkun þeirra en aðrar eru þó yfir-
gripsmeiri; verði frumvarpið að lögum
mun t.d. öll vistun barna utan heimilis
verða færð á hendur ríkisins sem mun
bera ábyrgð á því að byggja upp
heimili og stofnanir sem þörf þykir
fyrir.
Jafna aðgengi að úrræðum
Að sögn Braga Guðbrandssonar,
forstjóra Barnaverndarstofu, markar
þessi breyting endalok verkaskipt-
ingar sem hefur verið viðhöfð áratug-
um saman.
„Þessi verkaskipting milli ríkis
og sveitarfélaga hvað varðaði vistun
barna utan heimilis byggðist á tilefni
vistunarinnar, að það gæti verið tví-
þætt. Annars vegar vegna erfiðleika á
heimilum barnanna, að forsjáraðilar
gætu af einhverjum ástæðum ekki
rekið forsjárskyldu sína, og hins vegar
þegar um var að ræða hverskonar
vandamál sem rekja mátti til hegð-
unar barnanna sjálfra. Í fyrra tilfell-
inu hefur það verið hlutverk sveitarfé-
laganna að veita úrræði en ríkisins í
seinna tilfellinu,“ segir Bragi og nefnir
Silungapoll annars vegar og Breiðavík
hins vegar sem dæmi.
Að sögn Braga stendur nú til að
hætta að gera þennan greinarmun á
tilefni vistunar, þannig verði komið í
veg fyrir að einhverjir lendi á gráu
svæði. Enn fremur sé starfsemi þeirra
stofnana sem vista börn mjög sérhæfð
og eðlilegt að ábyrgðin sé á einni
hendi. Tilgangur breytingarinnar er
þó einna helst sá að jafna aðgengi
barna að úrræðum.
„Börn á landsbyggðinni sitja ekki
við sama borð og börn á höfuð-
borgarsvæðinu. Reykjavík er eina
sveitafélagið sem er af þeirri stærð-
argráðu að geta rekið stofnanir af
þessu tagi,“ segir Bragi og bendir á að
mikilvægt sé að fjölga úrræðum á
landsbyggðinni þannig að þau séu til
staðar þegar t.d. þarf að vista barn ut-
an heimilis með svo til engum fyrir-
vara.
Nýr kafli um mat og eftirlit
Kostnaður ríkisins við að taka yf-
ir vistun barna utan heimilis er talinn
verða um 262-312 milljónir á ári en
þeim útgjöldum verður mætt með
gjaldi á sveitarfélögin fyrir þau börn
sem send eru í vistun. Gjaldið verður
útfært í reglugerð sem félagsmála-
ráðuneytið setur en þar
verður gerð samræmd
gjaldskrá um greiðslur
vegna vistunar barna
á heimilum og
stofnunum, svo og
greiðslur með börnum í fóstur.
Í frumvarpinu má enn
fremur finna nýjan kafla um
mat og eftirlit með gæðum úr-
ræða og vistun barna utan
heimilis. Tilgangur hans er
m.a. sá að tryggja að ráðstöfun
nái tilgangi sínum, að réttindi
barna séu virt, að auka gæði
úrræða og stuðla að umbótum.
Vistun utan heimilis
á ábyrgð ríkisins
Frumvarp Ný barnaverndarlög sem samþykkt voru árið 2002 þóttu stórt
skref fram á við. Nú á að skýra ákvæði betur og bæta nokkrum við.
Fjölmargir aðilar sendu inn um-
sagnir um frumvarpið og voru
þær að mestu jákvæðar. Þó var
gagnrýnt að samkvæmt frum-
varpinu ber því sveitarfélagi
sem tekur við fósturbarni, þ.e.
því sveitarfélagi þar sem fóstur-
foreldrar eiga lögheimili, að
greiða allan venjubundinn
kostnað við skólagöngu þess.
Þetta sé íþyngjandi og stangist
á við þá grundvallarreglu að
sveitarfélögum sé
ekki skylt að veita
íbúum annarra
sveitarfélaga
þjónustu án
endurgjalds.
Samkvæmt frum-
varpinu mun það sveit-
arfélag sem ráðstafar
barninu í fóstur þó bera
kostnað af þeim sér-
þörfum og þeirri sér-
fræðiþjónustu sem
barnið kann að þurfa
á að halda.
Íþyngjandi
kostnaður
TÍMABUNDIÐ FÓSTUR