Morgunblaðið - 04.02.2011, Page 21
arinnar. Það var þó ekki sjónarspilið
sem hafði dýpstu áhrifin. Fyrir eyru
bar undrahljóma úr bíltækinu sem
fönguðu huga hans og var það hljóm-
sveitarverk eftir Grieg sem þar hljóm-
aði og varð til þess að sígild tónlist
varð eitt af hans helstu hugðarefnum
upp frá því. Þessa sögu sagði Jón mér
sjálfur, en á vettvangi tónlistarinnar
átti hann eftir að njóta margra hljóma
og að láta málefni hennar til sín taka.
Hann gegndi formennsku í Tónlistar-
félagi Akureyrar um skeið og var jafn-
an mættur þar sem efnt var til tónlist-
arfagnaðar ætti hann þess kost. Hann
var manna sælastur og reifastur á
þeim tímamótum í tónlistarsögu þjóð-
arinnar, þegar ljóst var hve undravel
tónleikasalurinn Hamraborg í menn-
ingarhúsinu Hofi bauð sinfóníuhljóm-
inn velkominn sl. haust. Þar tengdist
dýrðin m.a. píanókonsertinum eftir
Grieg og Jón naut þess sem oft áður
að hafa bundist tónlistinni ævibönd-
um í Borgarfirðinum forðum. Fyrir
samstarf á vettvangi tónlistar og vin-
áttu verður seint fullþakkað.
Gíselu og öllum aðstandendum
flytjum við Sæbjörg, eiginkona mín,
einlægar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Arnþórs-
sonar.
Jón Hlöðver Áskelsson
Ég kynntist Jóni Arnþórssyni eftir
að hann varð roskinn. Það var fyrst í
sambandi við útvarpsþætti sem ég
vann um verksmiðjuiðnaðinn á Akur-
eyri. Jón reyndist öllum fróðari um
þau mál, þekkti flesta þá sem þar
höfðu unnið langan vinnudag. Ekki
löngu síðar kom Jón með nokkrar
möppur undir hendinni og sagði að
rita þyrfti sögu skinnaiðnaðar í land-
inu. Í möppurnar hafði Jón safnað
ómissandi efni um skinnaiðnað og þar
með ýtti hann mér út í þau skrif, og
bókin kom svo út í ritröð um iðnsögu
Íslendinga. Þessi kunningskapur okk-
ar varð að vináttu sem þær Gisela og
Margrét áttu jafnan hlut að.
Jón Arnþórsson var hugsjónamað-
ur. Hann ólst upp í samvinnuhreyfing-
unni og vann fyrir hana lengstan
starfsdag. Hugmyndir samvinnu-
manna voru honum eðlilegar og innlif-
aðar. Vettvangur hans var iðnaðurinn
í iðnaðarbænum Akureyri. Þegar
kynni okkar hófust var sá iðnaður sem
óðast að brotna niður vegna óhefts
innflutnings á iðnvarningi. Eins og
fleirum blæddi Jóni í augu að sjá ára-
tuga uppbyggingarstarf og ævistarf
þúsunda brotið niður og ekið upp á
ruslahauga. Akureyri gekk í gegnum
hamskipti, og ekki bara til bóta. Sóun
efnislegra verðmæta er eitt. Eyðing
sögu og menningarverðmæta er ann-
að.
Jón fór í björgunarleiðangur. Hann
tók að safna tækjum og varningi til
varðveislu sögunnar. Verkefnið var
ekki auðvelt. Þeir sem peningana áttu
höfðu engan áhuga á úreltu drasli.
Mörgum fannst hið sama og Jóni um
niðurrífandi vald eyðingarinnar, en
hann var sá sem lét ekki nægja að fár-
ast og andvarpa. Þess vegna naut
hann mikils velvilja og margir urðu til
að útvega honum gripi, en söfnunar-
starfið vann hann þó mikið til af eigin
rammleik og dró hlassið á sjálfum sér.
Jón hafði marga eðliskosti sem
dugðu honum vel við safnastarfið.
Hann hafði góða yfirsýn yfir hinn
sögulega vettvang (þess má geta að
Sagnfræðingafélag Akureyrar gerði
Jón að heiðursfélaga). Hann var
menningarsinnaður hugsjónamaður,
en jafnframt bar hann gott skyn á
rekstur og fjármál. Vinamargur,
þekkti jafnvel marga sem höfðu yfir fé
að ráða á þeim árum, og kunni að tala
við slíka. Séntilmaður í gegn, sjarm-
erandi mjög og hafði á valdi sínu alla
gamalgróna hirðsiði.
Í krafti þessarar blöndu eðliskosta
lánaðist Jóni Arnþórssyni að vinna
drjúgt og farsælt lífsstarf á eftirlauna-
aldri, þegar flestir kjósa að setjast í
helgan stein. Iðnaðarsafnið sem hann
kom á fót er glæsilegt safn og einstakt
í sinni röð. Við stöndum í mikilli þakk-
arskuld við hann, Akureyringar og við
öll sem látum okkur menningarsögu
nokkru varða.
Þórarinn Hjartarson.
Fleiri minningargreinar um Jón
Sveinbjörn Arnþórsson bíða birting-
ar og munu birtast í blaðinu næstu
daga.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011
✝ Kristín Ragnars-dóttir var fædd á
Gautastöðum í
Hörðudal 15. október
1926. Hún lést á
Landspítalanum 27.
janúar 2011. For-
eldrar hennar voru
Ragnar Sigurðsson
frá Bæ í Miðdölum og
Málfríður Kristjáns-
dóttir frá Hamri í
Hörðudal. Kristín var
elst 6 systkina, en hin
yngri eru:1) Haraldur
Ragnarsson, f. 1928,
d. 1972, 2) Sigurður Ingvar Ragn-
arsson, f. 1930, 3)
Soffía Emilía Ragn-
arsdóttir, f. 1932, 4)
Leifur Gísli Ragnars-
son, f. 1935, d. 1988,
5) Ólafur Ragnarsson,
f. 1938.
Kristín vann við
umönnun sjúkra alla
starfsævina, á Land-
spítalanum og í Há-
túni 12.
Útför Kristínar fer
fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 4. febr-
úar 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
„Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð. –
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð. “
Þessi orð Davíðs áttu vel við
hana Stínu, sem nú er farin frá
okkur yfir móðuna miklu. Þó það sé
leiðin okkar allra, þá virðist það
samt alltaf koma okkur í opna
skjöldu og við erum aldrei tilbúin
að kveðja. En ekki ber að líta á
dauðann sem endalok, heldur að-
eins tímabundinn aðskilnað frá ást-
vini.
Það þarf ekki mikið málskrúð
þegar maður minnist Stínu, hún var
ekki margbrotinn eða skrautlegur
persónuleiki sem vasast í mörgu
eða er áberandi á vettvangi þjóðlífs-
ins. Hún var hæglát lágvaxin kona,
sem skilur eftir sig stórt skarð í til-
veru okkar og minningarnar um
hana fléttast í gegnum allt okkar
líf.
Ég kynntist henni árið 1973, þeg-
ar ég hóf sambúð með yngsta bróð-
ur hennar. Hún var þá flutt suður,
þar sem hún vann alla tíð við að-
hlynningu sjúkra og fatlaðra, fyrst
á Landspítalanum en síðan um ára-
bil í Hátúninu. Það lét henni vel,
því hún var einstaklega nærgætin
og þolinmóð og ávann sér virðingu
og hlýhug, bæði skjólstæðinga og
samstarfsfólks, sem og allra sem
kynntust henni.
Hún var alltaf eins, ákaflega dag-
farsprúð, þægileg og létt í lund, góð
við alla bæði menn og dýr.
Lengi vel kom hún alltaf vestur í
sumar- og helgarleyfum en svo dró
smám saman úr því er aldurinn
færðist yfir hana og kraftarnir
dvínuðu.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
þegar Stína var að koma, því öllum
fannst nærvera hennar góð. Ég
minnist óteljandi stunda við eldhús-
borðið, þar sem var setið og rabbað
um daginn og veginn yfir kaffibolla
og sígarettu. Reykingarnar voru
eini ljóðurinn á ráði Stínu að mati
barna okkar, en það var nú létt-
vægt á móti öllu hinu.
Eins áttum við árum saman vísan
stað hjá henni á Skúlagötunni er
leiðir okkar lágu til Reykjavíkur.
Alltaf beið hún brosandi í dyrunum
þegar við komum upp á aðra hæð-
ina. Þar var alltaf kaffi á könnunni
ásamt öðrum góðgjörðum. Ég veit
að ég mun alltaf líta upp í gluggann
hennar, þegar ég fer um Skúlagöt-
una og sjá hana fyrir mér, veifandi
til mín eins og hún gerði svo oft.
Við kveðjum hana með söknuði,
en hennar mun heimkoman góð;
„en þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti.“
Með þökk og fyrirbæn.
Snæbjörg R. Bjartmarsdóttir.
Nú er engin Stína frænka á
Skúlagötunni lengur, en fyrir mér
var nafnið hennar samofið götunni
og nú er Skúlagatan ekki sú sama
og var.
Það var alltaf svo notalegt að
sitja í eldhúsinu hjá þér, Stína mín,
þar sem við gátum spjallað saman
um alla heima og geima, því við
náðum alltaf svo vel saman. Þú
varst ekki bara föðursystir, heldur
líka vinkona mín og ég gat sagt þér
svo margt og mér leið vel í návist
þinni.
Ég gleymi aldrei sprengidags-
hefðinni okkar, en á meðan heilsan
leyfði, bauðstu mér í mat og að
sjálfsögðu í saltkjöt og baunir.
Ég mun sakna þín, en ég veit að
þér verður vel tekið handan landa-
mæranna.
Elsku Stína mín, ég þakka þér
fyrir allt og dýrmæta vináttu gegn-
um árin.
Hvíldu í friði. Þín frænka,
Sigríður Perla.
Kristín Ragnarsdóttir
50% afsláttur
af legsteinum
úr íslensku blágrýti
Sendum myndalista
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Rvk
sími 587 1960 - www.mosaik.is
✝
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
INGVAR ANTON ANTONSSON,
Hlíðarvegi 24,
Ísafirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði,
miðvikudaginn 26. janúar.
Jarðsungið verður frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
5. febrúar kl. 14.00.
Erla G. Pálsdóttir,
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, Ketill Elíasson,
Ingibjartur Anton Ingvarsson, Auður Bjarnadóttir,
Hrönn Ingvarsdóttir,
Sædís Ingvarsdóttir, Þorbergur Jóhannesson,
Páll Ingvarsson,
Gerður Sif Ingvarsdóttir, Eyvindur Gauti Vilmundarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartkær móðir okkar og ættarstólpi,
VIVAN SVAVARSSON,
fædd Holm 25. desember 1910,
lést á Landspítalanum Fossvogi að kvöldi föstu-
dagsins 21. janúar.
Jarðarförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudag-
inn 4. febrúar kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið.
Fyrir hönd tengdabarna, allra afkomenda, vina og vandamanna,
Ingunn Franzén,
Elín Sólveig Benediktsdóttir,
Gunnar Benediktsson,
Hallgrímur Benediktsson.
✝
Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir,
SIGRÍÐUR BJÖRK ÞÓRISDÓTTIR,
Arnarkletti 30,
Borgarnesi,
andaðist á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn
1. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Júlíana Hálfdánardóttir,
Svanhildur Margrét Ólafsdóttir, Jón Þór Þorvaldsson,
Þórir Valdimar Indriðason, María Hrund Guðmundsdóttir,
Anna Heiðrún Þorvaldsdóttir, Samúel Helgason,
Þorvaldur Ægir Þorvaldsson,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
✝
Elskuleg amma mín, systir okkar, mágkona og
frænka,
KATRÍN JÓHANNESDÓTTIR
frá Viðvík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn
29. janúar.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðjudaginn
8. febrúar kl. 13.00.
Stefán Jóhannesson,
Jóhanna M. Ingólfsdóttir, Sveinn Sigmundsson,
Guðrún M. Jóhannesdóttir
og fjölskyldur.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN B. HELGASON
frá Stöðvarfirði,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð, Eskifirði,
sunnudaginn 30. janúar.
Útförin fer fram frá Stöðvarfjarðarkirkju laugardag-
inn 5. febrúar kl. 14.00.
Jenný Kristinsdóttir,
Kári Kristinsson,
Snæþór Kristinsson,
Kristín Kristinsdóttir,
Oddný Kristinsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og langafabörn.
✝
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, hjálpsemi og hlýhug við andlát og
útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar,
tengdaföður, afa, sonar, tengdasonar, bróður og
mágs,
GÍSLA ÓLAFS ÓLAFSSONAR,
Vættagili 21,
Akureyri.
Halla Jensdóttir,
Ingvar Örn Gíslason, Ellen Heiður Hreinsdóttir,
Ólafur Sveinn Gíslason,
Auður Björk Gísladóttir,
Eva Hrund Gísladóttir,
Embla Sól Ingvarsdóttir,
Marselía Gísladóttir, Ólafur Vídalín Jónsson,
Ketill Oddsson, Hlín Árnadóttir
og aðrir aðstandendur.