Morgunblaðið - 04.02.2011, Síða 24

Morgunblaðið - 04.02.2011, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 2011 ✝ Vivan Signe Au-rora Holm var fædd að Haga, Upp- land, í Svíþjóð 25. desember 1910. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 21. janúar 2011. Hún var yngst átta barna hjónanna Am- anda og Otto Holm, stórbónda þar. Öllum systkinum hennar gafst tækifæri til mennta, sem á þeim tíma var óvenjulegt. Öll syktkini hennar eru nú látin í hárri elli. Vivan lauk stúdentsprófi 18 ára gömul frá Magdeburg menntaskólanum í Uppsala. Eftir það fluttist hún til Stokkhólms, þar sem hún lauk prófi sem sjúkra- þjálfari og íþróttakennari frá GSI vorið 1932. Í námi sínu kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Íslendingnum Benedikt Jakobssyni sem einnig var við nám í þeim skóla. Þessi kynni urðu örlagarík hinni ungu konu. Í september sama ár (1932) sigldi hún til Ís- lands sem varð land hennar upp kenndi hún sænsku við Kvenna- skólann í Reykjavík. Einnig sinnti hún kennslu í þýsku við sama skóla. Á stríðsárunum var hún jafnframt starfsmaður Sænska konsúlatsins í Reykjavík (sendi- ráðsins sem síðar varð) og sinnti þar störfum fyrir B-deild, sem einkum sá um málefni Þjóðverja, þar eð Svíþjóð var þá hlutlaust ríki í þeim hildarleik, og naut þar frá- bærrar þekkingar sinnar á þeirri tungu. Frá árinu 1949 starfaði Vivan óslitið við fag sitt, Sjúkra- þjálfun á læknastofu Kristjáns Hannessonar, fyrst að Miðstræti, síðan að Miklubraut. Störfum þess- um sinnti hún af alhug og mikilli þekkingu allt fram að starfslokum árið 1979. Félagsmál voru henni afar hugleikin. Var meðal annars formaður sjúkraþjálfarafélags Ís- lands og aðalhvatamaður þess að nám í þeim fræðum yrðu tekin á námsskrá Háskóla Íslands, einnig var hún formaður Kvenfélags Laugarneskirkju um langt árabil. Einnig formaður Islands- svenskorna, sem er/var fé- lagsskapur sænskra kvenna á Ís- landi. Var frumkvöðull um margvísleg málefni um baráttu kvenna til jafnréttis. Frú Vivan talaði alla tíð lýtalausa íslensku. Útför Vivan fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 4. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. frá því. Þau Benedikt gengu í hjónaband þann 1. október 1932. Þeim varð fjögurra barna auðið. Þau eru: 1) Ingunn Brynhild- ur, f. 21. ágúst 1934, gift Franzén og eiga þau tvö börn, öll bú- sett í Svíþjóð. 2) Elín Sólveig, f. 19. júní 1937, ekkja Guð- mundar Jónssonar. Í fyrri hjónaböndum eignaðist Elín Sól- veig fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. 3) Gunnar, f. 2. október 1941, kvæntur Söru Benediktsson og eru börn þeirra tvö. Öll búsett í Svíþjóð. 4) Hall- grímur, f. 8. ágúst 1946, kvæntur Guðrúnu Jörundsdóttur. Þeirra börn eru fjögur. Öll búsett í Kan- ada. Þau Vivan og Benedikt slitu samvistum árið 1949. Þann 19. júlí 1952 giftist Vivan Garðari Svavarssyni sóknarpresti Laugarneskirkju, d. 9. maí 1984. Starfsferill Vivan var langur og giftusamlegur. Hún kenndi leik- fimi við Landakotsskóla. Jafnfram Með Vivan Svavarsson er gengin glæsileg mannkostakona með sterkan persónuleika. Síðustu sex prestskaparár sr. Garðars Svavarssonar var ég for- maður sóknarnefndar Laugarnes- safnaðar. Þá kom ég oft á heimili þeirra hjóna og drakk þar margan kaffisopann. Frá þessum tíma á ég margar ljúfar minningar. Það leyndi sér ekki að Vivan og Garðar voru mjög samhent hjón og hjóna- band þeirra einkenndist af ástúð og umhyggju. Það var ánægjulegt og þrosk- andi að ræða við þau um lífið og tilveruna, m.a. trúmál sem að sjálfsögðu var oft fjallað um. Vivan var trúuð kona, fluggáfuð og víð- sýn. Vivan vann mikið að kirkjumál- um og lét sig miklu varða málefni Laugarnessafnaðar og Laugarnes- kirkju. Ég veit að hún var manni sínum mikil stoð og stytta í hans kirkjulega starfi. Ég held hún hafi verið við allar helgiathafnir í kirkj- unni. Kvenfélagskonur höfðu orð á því hvað Vivan hugsaði af mikilli nákvæmni um fermingabörnin, gerði allt til þess að þeim liði sem best. Ekki má gleyma Kvenfélagi Laugarnessafnaðar. Mörg heilla- drjúg störf hefur það leyst af hendi. Vivan var formaður félags- ins frá 1965-1977. Á þessum árum var félagið fjölmennt og starfaði af miklum krafti. Þar var Vivan sterkur foringi. Kvenfélagið var mjög duglegt við að safna fyrir ýmsum dýrgripum kirkjunnar. Það hélt uppi starfi fyrir aldraða í sókninni með fótsnyrtingu, hár- greiðslu og margt fleira mætti nefna. Mér er efst í huga safnaðar- heimilið, sem var mikið áhuga- og baráttumál á þessum tíma. Margir lögðu hönd á plóginn til að koma upp safnaðarheimilinu. Ég fullyrði að þar er hlutur kvenfélagsins stærstur. Hinn mikli áhugi og bar- áttuandi kvennanna undir forystu Vivan skipti sköpum. Ég vil, sem fyrrverandi formað- ur sóknarnefndar Laugarnessafn- aðar, þakka Vivan fyrir hennar fórnfúsu, ómetanlegu störf í Laug- arnessókn. Vivan var kvenskörungur sem ég kveð með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Börnum og öðru venslafólki sendi ég samúðarkveðjur. Fyrrverandi formaður sóknar- nefndar Laugarnessafnaðar, Þorsteinn Ólafsson. Vivan Svavarsson hefur haft samneyti við sendiráð Svíþjóðar lengur en nokkur annar maður. Hún starfaði í sendiráðinu á stríðsárunum og á þeim tíma sem fyrsti Svíinn með stöðu sendi- herra, Claes Otto Johansson, starfaði á Íslandi. Hún sagði mér, núverandi sendiherra, frá þessu starfi, glaðvær og með glampa í augum – meira en 70 árum eftir að hún tók til starfa hjá sendiráðinu. Vivan Svavarsson var mjög vel metin fyrir starf sitt á Íslandi. Á sínum viðburðaríka lífstíma gerði hún einnig margt fyrir samskipti Svíþjóðar og Íslands. Full stolts gátum við alla tíð fylgst með henni, ekki bara sem manneskju sem lifði innihaldsríku lífi sem Ís- lendingur, heldur einnig sem glæsilegum fulltrúa Svíþjóðar. Við erum þakklát fyrir allt það sem Vivan Svavarsson hefur gert í þágu Íslands og Svíþjóðar. Anders Ljunggren, sendi- herra Svíþjóðar á Íslandi. Kveðja frá Félagi íslenskra sjúkraþjálfara Frumkvöðull, dugleg og glæsi- leg kona, Vivan Svavarsson, er fallin frá. Á 100 ára afmælinu í lok árs 2010 tók hún á móti veislugest- um, fylgdist með og spjallaði, áhugasöm að vanda. Þetta var ein- mitt það sem einkenndi Vivan, hún fylgdist alltaf vel með öllu, hafði skoðun á málum, áhugasöm og ung í anda. Vivan fæddist í Uppsala í Svíþjóð. Hún lauk prófi í sjúkra- þjálfun frá Kungliga Gymnastiska Central-Instituttet árið 1932 og sama ár fluttist hún til Íslands. Hún starfaði fyrstu árin sem sjúkraþjálfari við Landakotsskóla þar sem hún kenndi leikfimi, fylgdist með læknisskoðun skóla- barnanna og tók sérstaklega að sér þjálfun barna með hrygg- skekkju. Árið 1948 hóf Vivan störf sem sjúkraþjálfari á stofu Krist- jáns Hannessonar gigtarlæknis þar sem hún starfaði til ársins 1978. Vivan fylgdist alla tíð mjög vel með nýjungum og þróun sjúkraþjálfunar og tileinkaði sér m.a. snemma notkun raförvunar við þjálfun lamaðra sjúklinga. Segja má að hún hafi verið langt á undan sinni samtíð því að enn í dag eru sjúkraþjálfarar að berjast fyrir því að koma til starfa við for- varnir í skólum landsins og raf- örvun er með breyttri tækni enn að ryðja sér til rúms sem öflugt meðferðarform í kjölfar lömunar. Vivan var framsýn og alla tíð lagði hún áherslu á mikilvægi framþró- unar í sjúkraþjálfun og að sjúkra- þjálfarar svöruðu ávallt kröfum samfélagsins á hverjum tíma. Hún varð fljótt virk í Félagi íslenskra sjúkraþjálfara og varð formaður félagsins árið 1955. Gegndi hún því embætti í 12 ár. Hún sá mikilvægi þess að ís- lenskir sjúkraþjálfarar yrðu virkir þátttakendur í alþjóðlegu sam- félagi sjúkraþjálfara. Til þess að félagið gæti orðið aðili að Heims- sambandi sjúkraþjálfara þurfti sjúkraþjálfun á Íslandi að verða löggilt fagstétt. Vivan ásamt fé- lögum sínum hóf því baráttu fyrir því að lög yrðu sett um sjúkra- þjálfun og voru fyrstu lögin sam- þykkt árið 1962. Strax árið eftir fékk félagið inn- göngu í Heimssamband sjúkra- þjálfara. Allt til æviloka fylgdist Vivan með störfum félagsins, var áhugasöm um málefni þess og bar hag þess fyrir brjósti. Vivan var kjörin heiðursfélagi félagsins árið 1980. Félagar í Félagi íslenskra sjúkraþjálfara þakka af alhug fyrir allt sem Vivan hefur lagt af mörk- um fyrir félagið og fagið. Við þökkum framsýni hennar, elju og dugnað. Síðast en ekki síst þökk- um við viðkynningu við glæsilega og góða konu, sem var okkur öflug fyrirmynd. Aðstandendum Vivan vottum við innilega samúð. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða. Og sjónhringar nýir sindra þér fyrir augum. En alnýjum degi fær þú aldrei kynnst. Í lind reynslunnar fellur ljós hverrar stundar og birtist þar slungið blikandi speglun alls þess sem áður var. (Hannes Pétursson) Sigrún Knútsdóttir og Kalla Malmquist. Kveðja frá kvenfélagi Laugarnessóknar Það er svo stutt síðan þú varst hyllt á 100 ára afmælinu þínu. Þú varst heiðursfélagi í kvenfélagi Laugarnessóknar. Við vorum hreyknar af þér. Við kvenfélags- konur eigum þér margt að þakka. Í þinni formannstíð hélst þú uppi menningarstarfi sem aldrei verður fullþakkað. Það var gott fyrir ung- ar konur að kynnast störfum þín- um. Þú varst svo vel undirbúin og vakandi yfir störfum okkar. Að gera öðrum gott og hlúa að öldr- uðum í sókninni. Þú komst á fóta- aðgerðum og hárgreiðslu einu sinni í viku í kirkjukjallaranum gegn vægu gjaldi fyrir eldri borg- ara. Það var vel til fundið. Seinna tók Reykjavíkurborg að sér þessa þjónustu. Þú varst hvatamanneskja að skemmtunum og námskeiðum ým- iskonar sem drógu að sér konur í félagið. Haustið 1974 var haldið upp á 1100 ára afmæli landnáms með sýningu. Við kvenfélagskonur klæddum okkur upp sem fólk frá landnámi til 18. aldar. Þú, Vivan, samdir texta og fékkst lánaða bún- inga frá leikhúsum borgarinnar svo sýningin varð glæsileg og ógleymanleg fyrir okkur sem tók- um þátt. Það er margs að minnast, Vivan. Við biðjum góðan guð að taka nú á móti þér. Hafðu þökk fyrir allt. Guð blessi þig. F.h. kvenfélags Laugarnessókn- ar, Erla Kristjánsdóttir. Vivan Signe Aurora Svavarsson Morgunblaðið birtir minningar- greinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á for- síðu mbl.is og viðeigandi efnisliður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Minningargreinar Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Labrador Retriever svartir Erum orðnir 6 mánaða og húsvanir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Örmerktir. Nótt á kr. 190 þús. og Mökkur og Nóri á kr. 160 þús. Uppl. í síma 695 9597 og 482 4010. Gisting Þú átt skilið að komast í hvíld! Í Minniborgum bjóðum við upp á ódýra gistingu í notalegum frístunda- húsum. Þú færð 3 nætur á verði 2. Fyrirtækjahópar, óvissuhópar, ættarmót. Heitir pottar og grill. Opið allt árið. Minniborgir.is Gisting á góðum stað. Upplýsingar í síma 868 3592. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Hestar HELLUSKEIFUR - HELLUSKEIFUR - HELLUSKEIFUR Verð á vetrarskeifum, ópottaður gangur 1680 kr., pottaður 1850 kr. skaflar 65 kr. st. ÍSLENSK FRAM- LEIÐSLA. Sendum um allt land, Hellu- skeifur Stykkishólmi, s: 893 7050. Til sölu Canon Eos 550D 120 þús. afsláttur Pakki að verðm. 401 þ. fæst á 280 þ. Nýleg en í ábyrgð Canon 550D 18 megapixla + Canon EF-S 15-85mm IS USM macro linsa + húdd + 3 filter- ar + 16GB minniskort + aukarafhlaða + afsmellari. Myndavélin er með HD video. Áramótaskaupið var tekið upp á svona vél. Uppl. um vél: http://www.dpreview.com/previ- ews/canoneos550d/ Uppl. í síma 895 4060. Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofan ehf., Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Þjónusta ERFÐASKRÁR Ég, Hilmar Þorsteinsson, meistara- nemi í lögfræði, tek að mér samningu erfðaskráa, þannig að öllum lagaskilyrðum sé fullnægt. Hóflegt verð — persónuleg þjónusta. Sími: 696 8442, netfang: hth56@hi.is Bílaþjónusta Hjólhýsi WILK S3 490KM KOJUHJÓLHÝSI 7 manna, með gólfhita, fortjaldi, WC, sjón-varpsloftneti og öllu tilheyrandi. Áhv. 2,2 millj. Verð 3.490 þús. Tilboð óskast. Allar nánari upplýsingar í s. 867- 4183. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Ertu að leita þér að vinnu? Vantar þig starfskraft? Farðu inn á mbl.is/atvinna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.