Morgunblaðið - 04.02.2011, Qupperneq 36
FÖSTUDAGUR 4. FEBRÚAR 35. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Fannst látinn í Sandgerði
2. Fékk raflost í baðinu
3. Æskuvinur gerði sér upp meiðsli
4. Torres gæti séð eftir skiptunum
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
„Hið holdlega er áberandi út í gegn
í myndinni, ýmist kynferðislegt eða
sársaukafullt,“ segir m.a annars í
fimm stjörnu dómi um kvikmyndina
Black Swan. »31
Black Swan fær fullt
hús stiga í dómi
Alþjóðlega
myndbanda- og
tilrauna-
kvikmyndahátíðin
700IS Hreindýra-
land verður haldin
í sjötta sinn á Eg-
ilsstöðum í mars.
Þema hátíðar-
innar í ár er gagn-
virk list og verða
fimm slík verk
sett upp í Slátur-
húsinu. Sigrún Harðardóttir úr
listaháskólanum mun ennfremur
halda fyrirlestur um efnið.
700IS Hreindýraland
fer fram í mars
Meistari Mugison hefur hlaðið upp
nýju lagi, „Haglél“, á vefsíðu sína
mugison.com. Mugison vinn-
ur nú að tveimur plötum en
síðasta hljóðversplata hans,
Mugiboogie, kom út
2007 og vakti mikla
athygli, féll í góðan
jarveg hjá rýnum
jafnt
sem
leik-
mönnum.
Mugison gefur nýtt
lag á síðu sinni
Á laugardag Suðlæg eða breytileg átt, 5-10 m/s, hægari vindur síðdegis. Dálítil snjó-
koma eða él um s- og vestanvert landið, en bjartviðri norðaustantil. Frost 0 til 10 stig.
Á sunnudag og mánudag Hæg norðlæg eða breytileg átt með éljum víða um land.
Áfram kalt í veðri.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, víða 5-13. Él eða snjókoma með köflum um s- og
vestanvert landið, en skýjað og úrkomulítið NA- og austanlands. Frost 0 til 10 stig.
VEÐUR
Akureyringar náðu fjögurra
stiga forskoti í úrvalsdeild
karla í handboltanum í gær-
kvöldi þegar þeir lögðu Vals-
menn að velli fyrir norðan,
28:26. Framarar þurftu á
meðan að sætta sig við jafn-
tefli gegn FH á heimavelli,
26:26, eftir geysilega tvísýna
baráttu. HK komst upp fyrir
Hauka og í fjórða sætið með
sigri á Aftureldingu, 26:23,
en Selfoss tók óvænt stig af
Haukum, 25:25. »1-3
Akureyri jók for-
skotið á toppnum
Tíu af þeim strákum sem
hafa spilað með hinu
sigursæla 21 árs
landsliði Íslands í
knattspyrnu und-
anfarin ár, verða
áfram gjald-
gengir með því
næstu tvö ár-
in. Dregið var
til nýrrar
Evrópu-
keppni í
gær og þar
leikur Ísland við
England,
Belgíu, Nor-
eg og
Aserbaíd-
sjan. »1
Tíu gjaldgengir áfram
með 21 árs liðinu
ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og unnu
stórsigur á Grindvíkingum í úrvals-
deild karla í körfuboltanum í gær-
kvöld. Fyrir vikið náðu Íslandsmeist-
arar Snæfells tveggja stiga forystu
með því að sigra Tindastól. KR-ingar
unnu góðan sigur á Keflvíkingum og
nú er útlit fyrir að Snæfell, KR og
Grindavík berjist um efsta sæti deild-
arinnar á lokasprettinum. »4
Óvæntur stórsigur ÍR-
inga gegn Grindavík
ÍÞRÓTTIR
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
„Hún hefur verið sterk kona og
ákveðin. Konur áttu helst alltaf að
gera eins og þeim var sagt en hún
fékk nóg af karlaveldinu og þess
vegna fór hún til Íslands!“
– „Hefði hún ekki verið svona
sjálfstæð og ákveðin væri líka engin
saga að segja frá.“
– „Þetta er svolítil kvennasaga,
ein af fáum frá þessum tíma þar sem
konur fá að njóta sín.“
– „Svo er þetta nú ástarsaga líka.
Það er þessi ástarþríhyrningur sem
er alltaf svo vinsæll.“
– „Jah, hann er nú aldrei vinsæll
hjá öllum …“
Sú sem um ræðir er landnáms-
konan Auður, nefnd djúpúðga. Sam-
nefnd bók eftir Vilborgu Davíðs-
dóttur var viðfangsefni þessa viku í
sameiginlegum bókaklúbbi íslensku-
nema við Háskóla Íslands og eldri
borgara í Félagsmiðstöðinni Afla-
granda. Líflegar umræður sköp-
uðust á fundinum í gær og voru við-
staddir almennt á sama máli um að
bókin um Auði væri góð lesning.
Áhugamálið spyr ekki um aldur
„Mér finnst ég þurfa að lesa hana
aftur og ég er byrjuð að lesa hana í
annað sinn,“ segir Anna Þorsteins-
dóttir sem var að mæta á sinn fyrsta
bókaklúbbsfund. Hún segist alltaf
hafa haft mikinn áhuga á bók-
menntum og er líka meðlimur í öðr-
um leshring sem hittist einu sinni í
mánuði, en það dugði ekki til.
Annar nýliði er í hópnum,
en það er Kristín Guðnadótt-
ir sem mætti á sinn annan
fund í gær. „Mér fannst
spennandi að koma
hingað og fá þessar
ungu stúlkur til að
spjalla með okkur.
Það er frábært og
kom mér svolítið á
óvart hvað fullorðna og unga fólkið
sameinast vel. En það er ekki að
spyrja að því þegar áhugamálin eru
þau sömu, þá skiptir aldurinn engu
máli.“ Lillý Ása Kjartansdóttir tek-
ur undir með Kristínu og segir gam-
an hvernig kynslóðirnar sameinast
yfir bókmenntunum.
„Við fáum meiri innsýn í bæk-
urnar með því að fá þessa nema úr
háskólanum til að hjálpa okkur. Þau
kannski lesa annað út úr þeim en við
og gefa allt aðra sýn. En það er
sama á hvaða aldri við erum, þetta
er bara mjög skemmtilegt og ég er
hissa að ekki skuli vera fleiri í
klúbbnum, því hann er öllum op-
inn.“
Bókin brúar kynslóðabilið
Nemar og eldri
borgarar hittast
vikulega í leshring
Morgunblaðið/Ómar
Rökrætt Töluverðar umræður spunnust um átökin milli kristni og heiðni á landnámstímanum og fannst sumum
Auður taka kristni furðufljótt. „Ætli það hafi ekki verið þetta ofbeldi í ásatrúnni sem hún vildi flýja,“ sagði önnur.
„Við tókum við starfinu síðasta
haust, en það var annar hópur ís-
lenskunema sem byrjaði á þessu
fyrir nokkrum árum,“ segir Védís
Ragnheiðardóttir, einn íslensku-
nema sem standa fyrir bók-
menntaklúbbnum.
Hópurinn velur í sameiningu 4
bækur í upphafi mánaðar og
hittist svo einu sinni í viku, á
fimmtudögum kl.
13.15, til að ræða
hverja bók og fær jafnvel höfund-
inn í heimsókn. Aðgangsgjald á
fundi er 500 kr.
Klúbburinn er knúinn af einlæg-
um áhuga á báða bóga og er hrein
viðbót við nám háskólanemanna,
þ.e. ekki metinn til eininga. „Okkur
finnst þetta bara skemmtilegt og
líka fínt að heyra þeirra sjónarmið.
Þau birta okkur sem erum yngri
oft nýja sýn á bækurnar þannig að
ég held að allir græði á þessu.“
Gefur nýja sýn á bækurnar
FUNDIR EINU SINNI Í VIKU OG ALLIR VELKOMNIR
Védís Ragnheiðardóttir
MMeira á mbl.is | Sjónvarp