Morgunblaðið - 25.02.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.02.2011, Qupperneq 4
Málið í hnotskurn » Samkynhneigt par sendi inn stjórnsýslukæru til ráðuneyt- isins í maí á sl. ári vegna máls- ins. » Ráðuneytið beindi þeim til- mælum til Vinnumálastofn- unar í september að bæta úr og útbúa eyðublöð fyrir sam- kynhneigða. » Stofnunin neitaði að verða við tilmælum ráðuneytisins í desember sl. og sagði ekkert hagræði af slíku. » Enn hafa engin viðbröð bor- ist frá ráðuneytinu. Andri Karl andri@mbl.is Engin sérstök eyðublöð eru fyrir samkynhneigða foreldra þegar sótt er um greiðslur úr Fæðingarorlofs- sjóði. Samkynhneigt par sendi inn stjórnsýslukæru vegna þessa og beindi velferðarráðuneytið þeim til- mælum til Vinnumálastofnunar að úr yrði bætt. Stofnunin sagðist ekki telja unnt að verða við tilmælum ráðuneytisins í þessu tilviki. Héraðsdómslögmaðurinn Páll Rúnar M. Kristjánsson ver hags- muni tveggja samkynhneigðra para sem fara fram á að úrbætur verði gerðar. Hann segir með ólíkindum að lægra sett stjórnvald neiti að fara að tilmælum æðra setts stjórn- valds, í þessu tilviki velferðarráðu- neytisins. Í stað þess að útbúa eyðublöð fyr- ir samkynhneigða foreldra fer Fæð- ingarorlofssjóður fram á að samkyn- hneigðir breyti stöðluðum eyðublöð- um að aðstæðum sínum. Í bréfi Vinnumálastofnunar til ráðuneytis- ins segir: „Alls er […] um að ræða breytingar á sextán eyðublöðum. Eyðublöð sem varða umsóknir til Fæðingarorlofssjóðs yrðu þá 32 á heimasíðu stofnunarinnar.“ Jafnframt er vísað til þess að sú leið að breyta eyðublöðum hafi gef- ist vel og mælst vel fyrir hjá við- skiptavinum. Því telji stofnunin fleiri eyðublöð ekki leiða til betri þjónustu eða hagræðingar. Foreldrum mismunað Stjórn samtakanna 78 sendi einn- ig frá sér ályktun vegna málsins þar sem það er harmað að Fæðingaror- lofssjóður skuli mismuna foreldr- um og ganga gegn mannrétt- indasáttamála Evrópu með því að bjóða ekki full- nægjandi um- sóknareyðublöð fyrir foreldra af sama kyni. Sam- tökin líta á slíkt sem óviðunandi mannréttindabrot og krefjast úrbóta. Páll Rúnar hefur verið í samskipt- um við velferðarráðuneytið vegna þessa en engin svör fást um við- brögð þess við bréfi Vinnumála- stofnunar. Hann segir að umbjóð- endur sínir séu staðráðnir í að beina kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins, enda þolinmæði þeirra á þrotum, komi ekki þeim mun fyrr skýr svör um úrbætur á vefsvæði Fæðingarorlofssjóðs. Páll segir að það sé í raun óþol- andi að málið sé ekki leyst og bendir á að sú framkvæmd, að láta lesbíur fylla út umsóknir sem karlmenn eða homma fylla út umsóknir sem konur sé jafnt niðurlægjandi og særandi. „Fæðingarorlofssjóður leggur það fyrir umbjóðendur mína að þær skrái sig undir öðru kyni en sínu eigin, ellegar útbúi sín eigin um- sóknareyðublöð vilji þær sækja lög- varinn rétt sinn til fæðingarorlofs. Hér er umbjóðendum mínum gróf- lega mismunað á grundvelli kyn- hneigðar sinnar og við það verður ekki unað. Þá er því alfarið hafnað að kerfisleg hagræðing í fjölda eyðublaða geti réttlætt umrædda mismunun.“ Engin eyðublöð fyrir samkynhneigða  Fæðingarorlofssjóður neitar að fara að tilmælum ráðuneytis og útbúa eyðublöð fyrir samkynhneigða  Sjóðurinn telur að það muni hvorki leiða til betri þjónustu né vera til hagræðingar fyrir viðskiptavini Páll Rúnar M. Kristjánsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær að Reykjavíkurborg mundi verja 300 milljónum króna í átaks- verkefni af ýmsu tagi, og reyna þannig að draga úr atvinnuleysi, einkum langtímaatvinnuleysi. Þeir sem lengst hafi verið á bótum missi brátt rétt á þeim og vill borgin bregðast við því. Átakið verður unnið í samstarfi við Vinnu- málastofnun. Upphæðinni verður skipt í tvennt. Helmingi hennar, 150 millj- ónum, verður varið í verkefni fyrir ungt fólk, virkniverkefni fyrir fólk sem nýtur fjárhagsaðstoðar, til fólks með skerta starfsgetu og til nýsköpunarsjóðsverkefna. Hinum 150 milljónunum verður varið í við- hald og endurgerð gamalla húsa. Verkefnin verða boðin út til verk- taka, en ætlunin er að þeir ráði til sín starfsmenn af atvinnuleys- isskrá, í samráði við Vinnu- málastofnun. Aðgerðahópur borgarráðs um fjármál borgarinnar gerir tillögur um nýtingu fjármunanna, en verk- efnis- og mannauðsstjórar sjá um frekari útfærslu og framkvæmd. Tengiliður borgarinnar við Vinnu- málastofnun og Atvinnuleys- istryggingasjóð verður ráðinn vegna verkefnisins. 300 milljónir til atvinnusköpunar  Reykjavíkurborg mun útfæra og fjármagna átak gegn atvinnuleysi Alma Ómarsdóttir Starfsmenn Sorphirðu Reykjavíkur eru í óða önn að mæla fjarlægð frá ruslasvæði húsa að götu. Frá og með 1. apríl verða sorptunnur aðeins sóttar 15 metra frá sorpbíl. Íbúar geta óskað eftir að tunnur verði sótt- ar gegn gjaldi og greiða þá 4.800 krónur fyrir hverja tunnu. Að öðrum kosti þurfa íbúar að færa tunnur framar á losunardegi eða færa geymslusvæði sorptunna, með til- heyrandi kostnaði. Ekki viðbótarkostnaður Á næstu dögum og vikum munu starfsmenn Sorphirðunnar mæla þar sem óvíst er um fjarlægð frá tunnu að götu. Að sögn Guðmundar B. Friðrikssonar, skrifstofustjóra neyslu- og úrgangsmála, hlýst eng- inn viðbótarkostnaður af mæling- unum, þar sem starfsmenn Sorp- hirðunnar sinna þessu verkefni á hefðbundnum vinnutíma. Fækkun sorphirðudaga hafi gert það að verk- um að hægt sé að nýta starfs- mennina til verksins. „Við mæl- um frá þeim stað þar sem bíllinn kemst næst og að sjálf- sögðu eru skekkjumörk á því. Íbúarnir njóta vafans við mælingarnar,“ segir Guð- mundur. Þar sem þjón- usta Sorphirðunnar er pöntuð verða ruslatunn- ur merktar sérstaklega. Guðmundur bendir á að starfsmenn fari um hvert sorphirðusvæði á 10 daga fresti og verði fljótir að læra hvar þjónustan hafi verið pöntuð og hvar það sé undir íbúum komið að færa tunnurnar. Sorpið látið bíða Ef íbúar gera engar ráðstafanir, hvorki greiða fyrir þjónustu né færa ruslatunnur, verður ruslið einfald- lega ekki hirt á þeim stöðum. Ef gleymist að færa tunnur gildir hið sama, ruslabíllinn keyrir framhjá og sorpið bíður næsta losunardags. Með 10 daga hirðu fellur los- unardagur ekki alltaf á sama viku- dag og vegna helgidaga getur það verið á 9 til 11 daga fresti. Á vef Reykjavíkurborgar má finna hirðu- dagatal, sem auðveldar íbúum að átta sig á hvenær hirða fer fram. Guðmundur segir 1. apríl þó ekki marka algjör kaflaskil, fólki verði gefið færi á að laga sig að breyttum starfsháttum „Það gengur ekki að hætta að hirða í allri borginni, ef þessu er mjög illa tekið. Þetta verð- ur kannski gert í áföngum, eftir því hvernig til tekst. Það er erfitt að skynja hvernig þessi upphæð kemur til með að leggjast í borgara.“ Ruslabíllinn kann að keyra framhjá  Íbúarnir njóta vafans við mælingar á fjarlægð að tunnu  Sorpið látið vera ef engar ráðstafanir eru gerðar Marta Guðjónsdóttir, íbúi í Bauganesi í Skerjafirði, er ein þeirra sem rák- ust á menn við mælingar fyrir utan heimili sitt. Marta átti ekki von á öðru en að vera undir 15 metra mörkunum, þar sem ruslatunnurnar eru stað- settar fyrir framan húsið. Það kom henni því verulega á óvart þegar starfsmaður Sorphirðunnar tjáði henni að 17 metrar væru frá tunnu að stæði. „Mér finnst alveg sjálfsagt að hjálpa til og færa tunnur og gera það sem hægt er, en mér finnst að þetta eigi að vera valkvæmt. Borg- in ætti frekar að reyna að fá borgarbúa til liðs við sig með því að koma með tilmæli, ekki tilskipanir, og ekki að rukka fyrir þetta,“ segir Marta. Skipulagið í eldri hverfum borgarinnar sé gjarnan þannig að fólk þurfi að ráðast í miklar breytingar ætli það að færa tunnustæði nær götunni. „Ég tel að með þessum að- gerðum sé verið að íþyngja borgarbúum. Það hefði verið skynsamlegra að biðla til borgarbúa.“ Borgin komi ekki með tilskipanir TVEIR METRAR FRAM YFIR MÆLINGU Marta Guðjónsdóttir Morgunblaðið/Sigurgeir S Mælingar Starfsmenn Sorphirðu Reykjavíkur eru í óða önn að mæla fjarlægð frá ruslasvæði húsa að götu. Forseti lagadeildar Háskólans í Reykjavík hefur viðrað þá hugmynd við héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur að tekinn verði upp málflutningur í dómsal HR. Með því móti væri hægt að tengja námið við raunveruleikann. Hann segir dóm- urum lítast vel á hugmyndina. „Við erum með mjög góða aðstöðu og tæknilega miklu betur búin en dómstólarnir, getum tekið upp bæði hljóð og mynd,“ segir Guðmundur Sigurðsson, forseti lagadeildar HR. „Ég sé þetta sem mjög spennandi valkost.“ Þó svo mikið hafi verið rætt um mikinn málafjölda hjá Héraðsdómi Reykjavíkur, fjölgun dómara og fyr- irhugaðan húsnæðisskort segir Guð- mundur að það hafi þó ekki vakað fyrir sér heldur frekar að tengja námið dómstólum. „Ég sé fyrir mér að ef hægt væri að fá málflutning í málum sem tengjast efnislegri yfir- ferð um ákveðin svið í kennslunni myndi það styrkja námið.“ Einn hængur er þó á, því dómsal- urinn er notaður undir kennslu og vel nýttur. Og Guðmundur hefur ekki í hyggju að vísa nemendum út fyrir málflutning. „En það er eina vandamálið sem ég sé.“ Morgunblaðið/Sigurgeir S Salurinn Dómsalurinn Fönix 3 í HR er mjög vel tæknilega búinn auk þess sem um sextíu manns gætu fylgst með málflutningi, ef þar færi fram. „Sé þetta sem mjög spennandi valkost“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.