Morgunblaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 21
hverju kvöldi eftir að við flutt- um frá Aðalvík, að sækja mjólk- ina til Maju móðursystur og alltaf var gott að koma þar. Ég man vel er Bára og Hjörvar giftu sig í Brekkuhús- inu, er okkur krökkunum var boðið að vera með. Það þótti okkur upphefð þá. Sama sum- arið fór hópur frændliðsins í eft- irminnilega sumarferð í Fljóta- vík sem var ekki vanalegt í þá daga. Bára og Hjörvar voru þá ung og ástfangin. Síðan fórum við að tínast suð- ur hvert af öðru. Síðan þá höf- um við átt góða daga saman. Fyrst komum við mikið til Báru og Hjörvars í Garðsenda, síðan í Hraunbæinn og eftir það í Mos- fellsbæinn og alltaf var glatt á hjalla hjá þeim hjónum. Alltaf var gott að koma til Báru og Hjörvars, þau voru bæði svo hress og kát og höfðu mikið gaman af því að dansa. Það var alltaf kaffi og kræsingar á af- mælisdögunum þeirra og mikið hlegið. Hjörvar sinn missti hún Bára 3. september 2000 og þá missti hún mikið. Þau voru mjög sam- rýnd hjón alla tíð. Við lýsum Báru okkar svona, hress, kát, kraftmikil, verklagin og bóngóð og alltaf svo dugleg og fann sér ýmis áhugamál, eins og að mála myndir með vatns- litum og olíu, gönguferðir, prjóna- og saumaskap og kóra- starfið, síðast í Vorboðanum, sem er kór eldri borgara í Mos- fellsbæ. Stundum fannst okkur hún vera ofvirk, slík voru afköstin. Síðustu mánuðir hafa verið erf- iðir hjá Báru okkar og nú er komið að leiðarlokum, nú eru þau hjónin sameinuð á ný. Takk fyrir samveruna, kæra vinkona, vertu guði geymd. Við vottum börnum barnabörnum og öllum ættingjum samúð okk- ar. Óli Th. Hermanns, Gísla Hermanns og Margrét Lóa Guðjónsdóttir. Hjörvar Björgvinsson var uppáhaldsfrændi okkar systr- anna fimm. Við fylgdumst því vel með vinum og vinkonum Hjöbba frænda en við bjuggum um nokkurra ára skeið í sama húsi við Smyrilsveg í Reykjavík. Okkur var hreint ekki sama hverjar vinkonur Hjöbba voru. Eitt sinn kom hann heim með fjörmikla og hláturmilda stúlku, að okkur fannst hálfgerðan ólátabelg. Það héldu henni engin bönd. Þetta var Vestfjarðavík- ingurinn Bára Freyja Ragna Vernharðsdóttir sem síðar varð eiginkona Hjörvars. Var hjóna- band þeirra kærleiksríkt og heimilið stórt og myndarlegt. Hjörvar lést árið 2000, 63 ára að aldri. Bára og Hjörvar eignuð- ust sjö börn. Öll eru þau ein- staklega vel gerð og myndarleg. Bára varð fljótt í miklu uppá- haldi hjá okkur systrunum. Það einkenndi hana alltaf sami krafturinn. Hún var hamhleypa við saumavélina. Skyrtur, buxur og kjólar komu á færibandi úr saumavélinni. Gamlar flíkur fengu nýtt líf. Við systurnar nutum allar góðs af atorku Báru. Hún var alltaf tilbúin að hjálpa okkur. Alltaf kát. Alltaf hláturmild. Alltaf til í allt. Aldr- ei neitt talið eftir. Hún var uppátækjasöm og sköpunarþörfin mikil. Hún sótti námskeið í gríð og erg. Glerlist, keramik, tréútskurður og list- málun. Allt varð hún að reyna. Hún var í Álafosskórnum árum saman og fór með honum í ferðalög víða um lönd. Við eigum eftir að sakna hennar Báru. Hún var góð kona sem fyllti umhverfi sitt af gleði og kátínu. Við vottum börnum og öðrum nákomnum okkar einlægustu samúð. Lára, Dagný, Helga, Guðrún og Vilborg. MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 ✝ Erna Sig-urjóns- dóttir fæddist á Akureyri 10. maí 1938. Hún lést á dval- arheimilinu Hlíð 14. febr- úar 2011. For- eldar hennar voru hjónin Sigurjón Jóns- son, f. 1. jan- úar 1886, d. 15. ágúst 1952, og Bára Jóhannesdóttir, f. 14. maí 1917, d. 15. febrúar 2006. Bróðir Ernu er Jó- hannes, f. 6. september 1939. Eiginkona hans er Margrét, f. 7. mars 1944. Þau eiga tvo syni. Erna giftist hinn 18. jan- úar 1958 Sævari Hallgríms- syni, f. 24. júní 1938, kjötiðn- aðarmeistara. Foreldrar hans voru Hallgrímur Jóns- son smiður, f. 4. mars 1888, d. 15. janúar 1972, og Sól- veig Halldórsdóttir hús- 1997. 3) Þórdís Ósk, f. 22. október 1969, maki Örn Arn- ar Óskarsson, útibússtjóri, f. 23. júlí 1970. Börn þeirra eru: a) Karen Lind, f. 30. apríl 1998, b) Aron Örn, f. 31. mars 2002, c) Nína Rut, f. 9. mars 2007. Erna ólst upp á Akureyri. Eftir hefðbundna skóla- göngu starfaði Erna í nokk- ur ár á prjónastofunni Heklu, en var síðan heima- vinnandi húsmóðir og starf- aði við eigin rekstur ásamt eiginmanni sínum. Erna og Sævar byggðu húsið Goða- byggð 18 í júní 1961 og strax þá hóf hún að gera garðinn, sem alla tíð hefur verið einkar glæsilegur enda verðlaunaður af bænum á sínum tíma. Erna var mikil handavinnukona og liggja eftir hana mörg verk. Síð- ustu sex árin átti Erna við vanheilsu að stríða, bjó heima lengst af en fluttist á dvalarheimilið Hlíð eftir að heilsunni hrakaði mjög fyrir hálfu öðru ári. Erna verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju í dag, 25. febrúar 2011, og hefst at- höfnin kl. 13.30. Jarðsett verður í Lögmannshlíð. móðir, f. 7. nóv- ember 1897, d. 9. júní 1969. Börn Ernu og Sævars eru: 1) Sólveig, f. 5. mars 1958, banka- starfsmaður, maki Guðmundur Skarphéðinsson húsasmiður, f. 21. maí 1959, börn þeirra eru a) Baldvin, f. 8. október 1982, sambýliskona Rakel Krist- jánsdóttir, f. 29. mars 1978. Dóttir Baldvins og Guðfinnu Árnadóttur er Stella, f. 13. apríl 2005, b) Bjarki, f. 31. júlí 1990, unnusta Elín Dröfn Þorvaldsdóttir, f. 23. júlí 1990. 2) Sigrún, f. 13. júlí 1963, aðstoðarmaður tann- læknis, maki Skapti Hall- grímsson blaðamaður, f. 22. apríl 1962, börn þeirra eru a) Arna, f. 28. september 1988, b) Alma, f. 9. mars 1994, c) Sara, f. 8. ágúst Móðurmissir er sár, alveg sama hvað maður er gamall. Nú er hún farin, aðeins 72 ára, konan sem alltaf var til staðar, móðirin sem treysti mér og trúði á mig, sem hjálpaði okkur Skapta þegar á þurfti að halda. Hún var góð, trygglynd og traust. Það var ómetanlegt að mamma var heimavinnandi fyrstu árin mín. Líklega gerði ég mér ekki al- mennilega grein fyrir því á þeim tíma, vegna þess hve sjálfsagt það virtist, en það rifjaðist upp þegar ég eignaðist mín börn hve það er mikilvægt að einhver sé til staðar. Heima var alltaf mjólk og heimabakað þegar komið var úr skólanum, alltaf öruggt skjól og ég áhyggjulaus. Mamma var róleg kona og gott að vera í návist hennar, enda kunnu barnabörnin því vel að heimsækja ömmu sína og afa og hjálpuðu ömmu oft í garðinum, sem hún byggði upp af einstökum glæsibrag í nærri hálfa öld og vildi helst vera í öllum stundum yfir sumarið. Garðurinn við Goða- byggð 18 var lystigarður í mínum huga og ég veit að margir eru sammála því. Síðustu árin voru mömmu erf- ið, hún gat ekki unnið í garðinum, gat ekki gert handavinnuna sína sem var henni svo mikils virði. Líkaminn brást henni en hugur- inn var samt skýr allt undir það síðasta. Þyrfti að rifja upp fæð- ingardag einhvers í fjölskyldunni eða eitthvað frá fyrri árum var alltaf hægt að spyrja mömmu. Hún vissi svarið. Aðeins eru liðin fimm ár frá því amma Bára dó, en hún fór 15. febrúar 2006. Nú hafa þær hist á ný, allt of snemma, söknuðurinn er mikill en við yljum okkur við allar fallegu minningarnar. Að lokum vil ég þakka starfs- fólkinu á Hlíð innilega fyrir hve vel var hugsað um mömmu. Guð blessi minningu hennar. Sigrún. Elsku mamma, nú þegar þú ert farin er söknuður minn mikill, þú varst mér alltaf svo mikils virði. Þú varst alltaf svo blíð og góð og vildir allt fyrir alla gera. Þú skildir mikið eftir þig hér hjá okkur bæði veraldlega hluti og ljúfar minningar, auk þess að kenna mér svo margt sem ég mun aldrei gleyma. Síðustu ár hafa verið erfið vegna veikinda þinna, en pabbi stóð við bakið á þér eins og klettur alla tíð og hugsaði mjög vel um þig. Nú er komið að okkur systrunum að hugsa vel um hann fyrir þig. Elsku mamma, það er erfitt að hugsa til þess að ég sjái þig ekki aftur en ég reyni að hugga mig við að þú þjáist ekki lengur, nú ertu komin á betri stað þar sem ég veit að þér líður vel og að þú vakir yfir mér og passar mig og mína. Takk fyrir allt sem þú hef- ur skilið eftir í hjarta mínu en þar er nú staður sem þú munt alltaf eiga og takk fyrir þau góðu áhrif sem þú hefur haft á líf mitt. Hvíl í friði, elsku mamma. Þín dóttir, Þórdís Ósk. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Þegar ég hugsa til þín koma upp ótal minningar. Þú hafðir mikinn áhuga á hannyrð- um. Saumaðir og prjónaðir föt á þig og okkur systurnar. Við syst- ur eigum ýmsa fallega hluti sem þú hefur gert. Þú hafðir líka mik- inn áhuga á garðyrkju. Það sást best á garðinum ykkar pabba þar sem þú eyddir öllum stundum sem þú hafðir í að reyta arfa og rækta blóm. Þér þótti líka afar vænt um barnabörnin þín, vildir helst alltaf hafa þau hjá þér og þér fannst lítið vandamál að passa fyrir okkur Gumma ef okk- ur langaði að fara eitthvað. Þú spurðir mikið um þau eftir að þú veiktist. Ég man líka þegar Stella barnabarnabarnið þitt, fæddist hvað þú varst glöð þegar ég fór með þér til að sjá hana daginn eft- ir að hún fæddist. Elsku mamma, ég, Gummi, Baldvin, Bjarki og Stella eigum eftir að sakna þín. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Sólveig. Höfði drúpir lítil rós. Goðabyggð 18 er fallegt hús og garðurinn fádæma glæsilegur. Þar hefur mörg jurtin sprungið út á hálfri öld, síðan Erna og Sævar komu sér þaki yfir höfuð- ið; mörg rósin verið nærð í gróð- urhúsinu og síðan prýtt umhverf- ið, margur sprotinn gefinn í því skyni að gleðja vini og fegra aðra garða. Fyrst kom ég í húsið á horninu fyrir margt löngu, með afa mín- um og nafna, að kaupa kjöt. Sú stund hefur einhverra hluta vegna alltaf verið mér minnis- stæð. Hár, myndarlegur maður rak vinnslu og verslun í bílskúrnum. Lágvaxin, glaðleg kona honum við hlið. Mig minnir að þetta hafi verið að sumarlagi og þá er næsta víst að fallegar, ilmandi plöntur skrýddu garðinn. Hafi það verið að vetri var stéttin örugglega vel mokuð. Alltaf allt slétt og fellt og fallegt. Kannski lék sér stúlka ári yngri en ég í garðinum þennan dag. Unglingur lagði ég leið mína aftur í Goðabyggð 18, að heim- sækja stúlkuna sem ef til vill var á lóðinni þegar við afi þurftum að eiga þarna viðskipti. Þá rós þeirra Ernu og Sævars sem síðan hefur fegrað minn garð. Erna var óhemju vönduð kona, gegnheil og áreiðanleg. Hún var góð eiginkona, yndisleg móðir, tengdamóðir og amma. Rós er reyndar aldrei sögð án þyrna, en erfitt er að finna ein- hverja slíka þegar tengdamóðir mín átti í hlut og aldrei stakk hún mig. Hún gat reyndar verið býsna þrjósk; sagði það einkenni Glerárættarinnar og brosti í kampinn. Sumum kann að vera það þyrnir í augum ef einhver fæst ekki með nokkru móti til að segja ósatt, þótt ekki sé nema í gamni. Tengdapabbi hafði stundum á orði að Erna gæti ekki skrökvað þó að það yrði til þess að bjarga honum frá fangelsisvist! Fals- leysið var algjört. Einlægnin mikil. „Það er ósköp milt,“ sagði hún stundum þegar ég hringdi að sunnan og montaði mig yfir því að veðrið var betra hjá mér – sem var sjaldgæft. Vissi að það var ekki gott í höfuðstað Norður- lands en hún gat ekki hallmælt bænum sínum, hvað þá talað illa um veðrið. Sagði líklega ekki beinlínis ósatt, því það er alltaf milt á Akureyri, jafnvel í verstu veðrum. En þetta var það næsta sem hún komst því að skrökva … Það haustaði hratt í lífi tengda- móður minnar. Hefðbundinni starfsævi var nýlokið þegar óboð- inn gestur knúði dyra. Í stað þess að halda áfram ferðalögum um framandi lönd, að rækta garðinn sinn og umvefja barnabörnin ást og umhyggju af sömu alúð og áð- ur drúpti rósin litla höfði óskilj- anlega hratt. Aðdáunarvert var hvernig tengdafaðir minn hlúði að Ernu síðustu árin; hvernig hann færði sinni kærustu rós allan þann yl og alla þá birtu og næringu sem mannlegum mætti er unnt. En allt líf slökknar að lokum, því fær enginn breytt. Nú verður tekið til í öðrum lystigarði. Hann er sagður fagur en þegar svo öflugur liðsauki sem tengdamamma bætist í hóp garð- yrkjumanna guðs verður þar enn glæsilegra um að litast en hingað til. Sprotarnir sem hún skildi eft- ir; afkomendur allir, reyna eftir fremsta megni að halda merki hennar á lofti hér í mannheimum, gleðja vini og vandamenn og fegra aðra garða. Skapti Hallgrímsson. Þegar ég hugsa um ömmu þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hún að vinna í garðinum sínum eða með handavinnu. Ég man eftir því þegar ég var yngri, bjó á Seltjarnarnesi og kom oft til Akureyrar ein til þess að vera hjá ömmu og afa. Ég hjálpaði ömmu oft á sumrin í garðinum við að slá, raka og fleira. Þá eyddi hún mestum tíma úti í garðinum við að laga til í hon- um. Ef hún var ekki að hugsa um garðinn eða að sauma þá var hún að baka eða að hugsa um okkur barnabörnin þegar við vorum hjá henni. Hún vildi alltaf gera allt fyrir mann. Amma mín var alveg einstök manneskja. Hún var aldrei reið þegar maður gerði eitthvað af sér, hún var alltaf svo blíð og góð og það var auðvelt að fá hana til að brosa. Mér finnst ég svo hepp- in að hafa fengið að kynnast henni og að eiga svona margar minningar um hana áður en hún veiktist. Reiðin og ósanngirnin sem fylgir því að þurfa að horfa upp á svona yndislega manneskju hverfa smám saman á svo stutt- um tíma og verða algjörlega ósjálfbjarga er svo mikil. Af hverju þurfti hún að veikjast svona fljótt eftir að hún hætti að vinna? Maður skilur ekki af hverju þeir bestu þurfi að fá svona slæm örlög. Arna Skaptadóttir. Mig langar til að senda nokkur fátækleg kveðjuorð til Ernu minnar sem mér þótti svo vænt um. Við vorum giftar bræðrum og afskaplega góð vinátta milli okkar og þegar veiðifélagið frá Akureyri keypti Keldur varð það til þess að við hittumst miklu oft- ar. Alltaf var tilhlökkun þegar þið komuð, fjölskyldan og ýmsir fleiri vinir. Það var oft glatt á hjalla. Við höfðum báðar gaman af að tína ber og fórum oft saman í berjamó með miðdagskaffi í geymi og drukkum og undum vel í sól og sumaryl í fallegum berja- brekkum með útsýni yfir eyjarn- ar og Málmeyjarsund. Alltaf var jafn gaman og gott að koma til ykkar á Akureyri í ykkar fallega hús og garðinn sem mér fannst mikil paradís, þar áttuð þið ótelj- andi handtök. Það var erfitt að fylgjast með þegar veikindin réð- ust svona heiftarlega á þig, þú sem alltaf varst starfandi, langaði svo margt að gera, en svo var ekkert hægt, þrótturinn þrotinn. Innilegar samúðarkveðjur til ykkar, Sævar minn, Sólveig, Sig- rún, Þórdís og fjölskyldur og ætt- ingjar allir. Guð veri með ykkur. Ég kveð þig, hugann heillar minn- ing blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Sigrún Ásgrímsdóttir. Okkar kæra vinkona Erna er látin eftir erfiða baráttu við Park- insonsjúkdóminn. Hún var alla tíð mikill vinur vina sinna, traust og orðvör kona og einstaklega gestrisin. Þess nutum við hjónin ríkulega frá okkar fyrstu kynn- um. Erna var góð húsmóðir og mikil hannyrðakona. Hún saum- aði og prjónaði á sig og dæturnar og síðan á barnabörnin og gaf vinum og ættingjum ýmsa fallega muni. Útsaumur hennar og jóla- skraut var einstaklega fallegt. Heimilið prýða margir og fagrir munir eftir Ernu. Eins lengi og heilsan leyfði stytti hún sér stundir við hannyrðir. Garðurinn var hennar yndi og áhugamál. Þar undi hún sér löngum stundum yfir sumarið við að fegra hann og bæta við blóm- um. Í garðinum má finna tugi ef ekki hundruð tegunda fagurra blóma sem blómstra hvert af öðru langt fram á haust. Gosbrunnur í tjörn, álfar og styttur prýða hann einnig. Garðurinn hefur vakið al- menna athygli og aðdáun. Að leiðarlokum þökkum við með virðingu og hlýjum hug allar góðu samverustundirnar á heim- ili þeirra hjóna og á ferðum okkar um landið. Við kveðjum kæra vinkonu okkar með söknuði og þakklæti. Allar góðu minningarnar geym- um við í huga okkar. Við sendum Sævari vini okkar og fjölskyldu innilegustu samúð- arkveðjur. Gunnlaug og Gunnlaugur. Til ljóssins heima þú leidd ert nú laus við allt þrauta helsi því frá þessu lífi liggur brú inn í líknandi birtu og frelsi. (E. Halls.) Já, þannig verður þín burtför kæra vinkona. Á unglingsárum myndaðist vinátta milli Ernu og okkar þriggja annarra stelpna. Vinátta sem æ síðan hefur verið heil og sönn þó að samverustund- irnar yrðu færri og stopulli. Erna var ætíð hæglát en traust og trygg sínum vinum. Í sauma- klúbbnum okkar var hún jafnan afkastamest, eins og sjá má á fag- urri handavinnu sem prýðir heimili hennar. Garðyrkjustörfin léku í höndum hennar og er garð- urinn í Goðabyggðinni glöggt dæmi um það. Í erfiðum veikind- um síðustu ár naut hún umhyggju og ástúðar eiginmanns síns, sem var henni ómetanlegur styrkur á erfiðum stundum. Við vinkonurn- ar þökkum Ernu allar samveru- stundir á liðnum árum og biðjum henni Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Sendum Sævari, dætrunum og fjölskyldum þeirra innilegar sam- úðarkveðjur og megi almættið vaka yfir ykkur um ókomin ár. Anna, Erla og María. Erna Sigurjónsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma, það er sárt að kveðja þig, en við vitum að núna líður þér betur. Við munum alltaf sakna þín og við biðjum guð um að passa þig í bænum okkar á hverju kvöldi. Nú ert þú engillinn okkar. Þín ömmubörn, Karen Lind, Aron Örn og Nína Rut. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VIGGÓ TRYGGVASON lögfræðingur, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Hrafnhildur G. Thoroddsen, Tryggvi Viggósson, Snjólaug Anna Sigurjónsdóttir, Guðmundur Viggósson, Líney Þórðardóttir, Regína Viggósdóttir, Gunndóra Viggósdóttir, Ásgeir Arnoldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.