Morgunblaðið - 25.02.2011, Síða 18

Morgunblaðið - 25.02.2011, Síða 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Brúðkaupsblað Föstudaginn 18. mars kemur út hið árlega BrúðkaupsblaðMorgunblaðsins. –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 14. mars Brúðkaupsblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins í gegnum árin og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Látið þetta glæsilega Brúðkaupsblað ekki framhjá ykkur fara ... það verður stútfullt af spennandi efni. Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Brú ðka up MEÐAL EFNIS: Fatnaður fyrir brúðhjónin. Förðun og hárgreiðsla fyrir brúðina. Veislumatur og veislusalir. Brúðkaupsferðin. Undirbúningur fyrir brúðkaupið. Giftingahringir. Brúðargjafir Brúðarvöndurinn. Brúðarvalsinn. Brúðkaupsmyndir. Veislusalir. Veislustjórnun. Gjafalistar. Og margt fleira skemmtilegt og forvitnilegt.efni. Nú er búið að vísa Icesave til þjóð- arinnar. Talað er um að þetta sé fólgið í því að þjóðin eigi að greiða atkvæði um Icesave- samninginn, sem sagt hvort börn okkar, barnabörn og barna- barnabörn eigi að greiða skuldir óreiðu- manna eða synja þess- um samningum. Þar sem þessi börn eru ekki til staðar til að svara fyrir sig þá er svo ári þægilegt að skella þessu á þau. Kanntu annan betri? Um hvað snýst allt þetta mál og hver er þessi „þjóð“ sem nú á allt í einu að taka ábyrgð á öllu? Fyrir þá sem ekki vita það þá er „þjóðin“ við, fólkið í landinu sem er- um ekki aðilar að valdakerfinu, ekki embættismenn, alþingismenn eða ráðherrar né aðrir tengdir aðilar. Nú nýlega virðist sem bankamenn séu tæplega hluti af þjóðinni, a.m.k. ekki þeir sem stjórnuðu einkareknu bönkunum fram að hruni. Þeir sem nú sitja í bönkum, skilanefndum eða slitastjórnum eru að skrifa sína sögu og það kemur í ljós hvaða fólk þetta er. Málið um Icesave og tengd vandamál snýst um það að í áratugi hef- ur verið alger óreiða í okkar samfélagi varð- andi aðgang þjóð- arinnar að auðlindum, peningum, vinnu, emb- ættum, einkavæðing- artækifærum svo fátt eitt sé talið. Lítill hluti þjóðarinnar, svo lítill að hér áður fyrr var talað um 13 fjölskyldur þegar talað var um þá stétt sem átti allt í landinu, skipa- félög, flugfélög o.s.frv. og hafði nær allt í hendi sér. Á seinni árum hafa það verið stjórnmálaflokkarnir og senditíkur á þeirra vegum sem hafa seilst lengst ofan í vasa þjóðarinnar, oft að því virðist ráðherrar flokkanna og oft nefndir sem einn aðili: Fjór- flokkurinn. Græðgin vældi og veinaði á okkur eins og norðangarri og Alþingi Ís- lendinga lét undan og gaf frá okkur fiskveiðiauðlindirnar 1984 eins og ekkert væri sjálfsagðara og fylgdi því eftir með því að heimila framsal fiskveiðiheimilda og einnig heimild til að veðsetja óveiddan fisk í sjónum. Fiskveiðiauðlindin var sem sagt gef- in tvisvar ef ekki oftar og það til sömu aðila. Ekkert hefur enn verið gert til að laga þennan þjófnað, hvað þá að ná verðmætum til baka. Orkuauðlindir okkar hafa verið á barmi hyldýpis og engu munað að þær féllu fram af ofan í kjaftinn á bröskurum Fjórflokksins. Þjóðin á einnig lífeyrissjóði sem hún þarf að greiða í samkvæmt lög- um. Nýlegar fréttir herma að það sé allt byggt á röngum forsendum og að þeir sem greiða nú inn í lífeyrissjóði muni aldrei fá lífeyri eins og lofað er. Allt sem sagt lygi og svik og þeir sem hafa verið að fara á eftirlaun núna hafa fengið að kenna á því. Sama er að segja um íbúðir okkar, atvinnu nú eftir hrun, allt er horfið eða er að hverfa og skuldir heimila hafa hækkað í hæstu hæðir án þess að fólk hafi gert neitt annað en að lifa venjulegu lífi. Allt hirt og bílarnir teknir af mörgum fjölskyldum sem fóru í greiðsluaðlögun, allur kostn- aður hækkaður á öldruðum og ör- yrkjum á sama tíma og laun þeirra eru lækkuð. Mikil fátækt er nú geng- in í garð á Íslandi. Kæri samborgari. Það er sama hvað tínt er til. Þjóðin hefur verið hlunnfarin áratugum saman á nær öllum vígstöðum og ef fólkið hefur eignast eitthvað þá er það hirt jafn óðum með verðtryggingu eða geng- isfellingum og nú skattlagningum. Er ekki allt þetta mál komið að endapunkti? Ef ekki nú, þá hvenær? Núna í framhaldi af öllum þeim þjófnaði, lygum og óheiðarleika sem búið er að senda á okkur í áratugi þá á nú að senda okkur einn reikninginn enn sem er Icesave, lán einkabanka sem ríkisstarfsmennirnir nenntu ekki að líta eftir eða klúðruðu í lúk- unum á sér. Þjóðin hafði kosið fólk til að fara með völdin í landinu en hvað gerðist? Þeir gáfu bankana frá sér eins og fiskveiðiauðlindirnar þannig að þeir sjálfir og vinir þeirra yrðu ríkir en við fátæk. Þjóðin hefur fengið Icesave í fang- ið en ekki bara það, heldur hefur þjóðin nú það óhjákvæmilega hlut- verk að endurbyggja allt samfélagið frá grunni, endurbyggja allar stofn- anir ríkisins, alþingi, ráðuneyti og allan pakkann og sjá til þess að fram- vegis sé rétt en ekki rangt sem gert er fyrir þjóðina eins og hingað til. Við, þjóðin, skrifum Bretum og Hollendingum bréf og segjumst þurfa um þrjú til fimm ár til að end- urbyggja okkar samfélag og verðum að láta þetta Icesave-mál bíða á með- an. Þó er augljóst að við, þjóðin, munum aldrei láta Icesave eða risa- skuldir óreiðumanna falla á börn, barnabörn eða barnabarnabörn. Nei, aldrei, og þau skilaboð geta Bretar og Hollendingar fengið strax. Þjóðin sem nú á að taka við Ice- save var aldrei spurð og hafði ekkert haft um það að segja þegar bank- arnir voru einkavæddir þó þetta væru peningar þjóðarinnar, barna, barnabarna og barnabarnabarna o.s.frv. Þetta er því ekki skuld þjóð- arinnar heldur Íslendinganna sem hafa verið með gallaðar embættis- færslur, starfsmanna stofnana Ís- lenska ríkisins, alþingismanna, ráð- herra og annarra svo sem svikulla bankaglæpamanna. Þetta fólk verði nú sent til Bret- lands og Hollands til að svara fyrir glæpi sína gegn þjóðinni og sitja í skuldafangelsi hjá þessum erlendu þjóðum þar til Icesave-skuld þess við þessar þjóðir er greidd. Eftir Sigurð Sigurðsson Sigurður Sigurðsson » Afbrotamenn svari fyrir glæpi sína gegn þjóðinni og sitji í skulda- fangelsi þar til skuld þeirra við þessar er- lendu þjóðir er greidd. Höfundur er cand. phil., byggingaverkfræðingur Aðförin að þjóðinni Hinn 22. febrúar birti Morgunblaðið grein eft- ir Hreiðar Þór Sæ- mundsson þar sem höf- undur spurði sig hvort Ísrael væri „land gyð- inga eða araba“, nema hvað ég tel höfund hafa umgengist þetta mik- ilvæga mál á slíkan hátt að varla hafi verið um spurningu að ræða. Þótt lofsvert sé að flytja mál gyðinga og Ísraela í þessu máli sem og öðrum þá tel ég ljóst að höfundur býr ekki yfir þeim skilningi og samúð með Palest- ínuaröbum sem þarf til að meta mál þeirra að verðleikum. Höfundur fjallar t.a.m. um „áróður“ Palestínuaraba og „hinar árásargjörnu múslimaþjóðir“ án þess að beita Ísraela eða gyðinga sömu tortryggni. Höfundur skrifar t.d.: „Áróð- ursmeistarar múslima-araba fullyrða að þjóðflutningar þeirra eftir 1918 [milli falls Tyrkjaveldis árið 1918 og stofnunar Ísraels árið 1948] séu hrein goðsögn. En þeir geta illa útskýrt fjöl- skyldunöfn eins og: Masri (frá Egyptalandi), Iraqi (frá Írak), Tara- bulsi (frá Tarabulus-Tripoli), Hourani (frá Houran í Sýrlandi), Hussaini (frá Jórdaníu) og Saudi (frá Saudi-Arabíu). Hvers vegna er líka svo erfitt fyrir múslimska Palest- ínuaraba að benda á afa eða ömmur sem fædd eru í landinu?“ Að gefa þannig í skyn að nútíma- afkomendur íslamsk- arabískra hirðingja sem flökkuðu um ytri mörk hvers samfélags á stjórnmálalega óstöðugu svæði þyrftu nú að geta bent til fæðingarvott- orða forfeðranna e.þ.u.l. að sama leyti og aðrir finnst mér fáránlegt, auk- inheldur sem margir nútíma Ísraelar hljóta að hafa misst allar heimildir fyr- ir ættsögu sínni í ódæðisverkum Þriðja ríkisins. Þess skal og getið að mörg þessi fjölskyldunöfn hafa skotið upp kollinum eins langt frá Aust- urlöndum nær og á Indlandi t.d., vegna þess að þau eru öldum eldri en deilan við Ísraela. Þetta er til marks um það að saga múslíma-araba er saga fólksflutninga eins og saga gyðinga. Flestir gyðingar í Ísrael eiga rætur að rekja til minnihlutahópa í löndum þar sem múslímar og arabar eru í meirihlutanum en þó má álíta að þess- ir gyðingar eigi tilkall til að búa á þessu svæði sem höfundur kallar Landinu helga. Á hinn bóginn voru margir þeir arabar sem bjuggu í um- ræddu landi þegar Ísrael var stofnað afkomendur fólks sem þangað hafði flutt frá íslamsk-arabískum svæðum innan Tyrkjaveldis fyrir fall þess árið 1918; þar með er ekki sagt að þeirra afkomendur sem fæddir eru í Landinu helga síðan árið 1918 eigi ekki sögu- legt tilkall til landsins, hvað þá til þeirra grundvallarmannréttinda sem álíta má að Ísraelar hafi oft neitað svo mörgum þeirra um að stofnuðu ríki. Jafnvel að gefnu lögmæti þess ríkis finnst mér að í því að halda því fram að umræddir arabar og múslímar hafi ekki átt slíkt tilkall til landsins felist einskonar afturvirk innflytjendastefna enda miklu harðneskjulegri en tíðkast á Norðurlöndum eða annars staðar í hinum siðmenntaða heimi. Slík stefna finnst mér þeim mun meira óviðeig- andi þar sem í málsvörn fyrir nútíma Ísraelsríki myndu margir vísa til þess sameinaða Ísraelsríkis sem hvarf úr sögunni einhvern tímann á tíundu öld f.Kr. Þess skal getið að það eru all- margir strangtrúaðir gyðingar sem viðurkenna ekki nútíma Ísrael þrátt fyrir það að þeir búi þar, vegna þess að þeir telja endurstofnun Ísraels útilok- aða nema Messías komi. Svo mættu sumir þeirra vefengja rökstuðning höfundar þess efnis að algengi hebr- eskra örnefna á svæðinu styrki mál- staðinn um nútíma Ísraelsríki; margir þverneita að nota hebreskt mál fyrir utan trúarsiði. Í þessu samhengi, þar sem um er að ræða farsæld eða örlög milljóna manns, tel ég slíkt einstrengingslegt efni vera gjörsamlega óviðeigandi í besta lagi, aukinheldur sem ekki er við því að búast að margir viðkomandi manna finni sér leið til að flytja sín mál í íslenskum fjölmiðlum. Að því leyti að ljóst er að milliríkjadeilan sem höf- undur fjallar um gæti varla verið djúp- stæðari eru niðurstöður hans þeim mun yfirborðslegri. Þó má vera að höfundur hafi rétt fyrir sér að a.m.k. einu leyti: kannski hið raunverulega vandamál palest- ínsku flóttamannanna í dag sé ekki skortur á heimalandi. Í fyrsta lagi má svo álíta að raunverulegt vandamál þeirra sé hversu mörg ríki og menn virðast eins og höfundur kæra sig koll- ótt um gildi og hryllilegt ástand þeirra sem manneskja. Ísrael – deilan endalausa (en takk fyrir að reyna) Eftir Russell Moxham » Þótt lofsvert sé að flytja mál gyðinga og Ísraela í þessu máli sem og öðrum þá tel ég ljóst að höfundur býr ekki yfir þeim skilningi og samúð með Palest- ínuaröbum sem þarf til að meta mál þeirra að verðleikum.Russell Moxham Höfundur er þýðandi og býr í Lundúnum. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesend- um. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í sam- ráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréf- um til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrir- tækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefn- ur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti og grein- ar sem sendar eru á aðra miðla eru ekki birtar. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarks- lengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs- fólk greinadeildar. Móttaka að- sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.