Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 24

Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 24
✝ SigurjónÞórhallsson stýrimaður fæddist á Þórs- höfn á Langa- nesi 13. febrúar 1940. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 14. febr- úar 2011. Foreldrar hans voru Aðalbjörg Þorvaldsdóttir, f. 1914, d. 2003, og Þórhallur Björn Sigurjónsson, f. 1909, d. 1993. Systkini Sigurjóns eru: Ívar Þórhallsson, f. ólfur Guðmundsson, f. 1910, d. 1987. Börn Sig- urjóns og Helgu eru 1) Þórhallur Ingi, f. 5.1. 1964, 2) Anna Þórunn, f. 17.10. 1967, maki Friðrik Ingi Rúnarsson, f. 18.6. 1968. Þeirra börn eru Karen El- ísabet, f. 1993, Sigurjón Gauti, f. 1998, fyrir átti Friðrik soninn Steinar Bjarka, f. 1985. 3) Guð- mundur, f. 19.4. 1969. Börn Guðmundar eru Arnfríður, f. 1995, Guðný Rán, f. 2003, og Ægir Bachman, f. 2005. 4) Atli Þór, f. 10.1. 1976, maki Inga Bryndís Stefánsdóttir, f. 22.9. 1982. Sonur þeirra er Matthías Leví, f. 2011. Útför Sigurjóns fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag, 25. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. 1933, d. 2010, Indíana Sig- ríður, f. 1936, Hallbjörg, f. 1939, og Dagný, f. 1943. Eftirlifandi eiginkona Sig- urjóns er Helga Þórunn Ingólfsdóttir fædd í Vest- mannaeyjum 30. janúar 1941. Þau giftust 27. sept- ember 1964. Foreldrar Helgu voru Jónína Sigrún, f. 1908, d. 1980, og Ing- Elsku Sigurjón minn. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt og allt, Þín Helga. Elsku pabbi, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn. Þú sem varst alltaf svo hraustur og jafn- vel eftir að þú veiktist þá hafði ég alltaf þá trú að þú sigraðist á veikindunum eða eins og ein frænka mín komst svo vel að orði þegar hún sagði; ég hélt að hann Sigurjón frændi gæti ekki orðið veikur. Þú varst lengst af til sjós og þar varstu góður en við smíð- arnar varstu bestur, þar áttirðu heima. Frá því að ég var ungur drengur og þú komst heim af sjónum var strax farið út á smíða- verkstæði hjá afa Þórhalli og byrjað að smíða og skapa eitt- hvað handa okkur. Það má t.d. nefna vörubíla, rugguhesta, báta, kirkju og svo mætti áfram lengi telja. Þú varst mikill fjölskyldu- maður sem alltaf varst til staðar fyrir okkur öll, eða eins og þú sagðir svo oft, það kostaði bara orðið að fá þig til aðstoðar. Tvisvar um ævina keypti ég fokheld hús sem þú hjálpaðir mér að klára og má með sanni segja að þau hefðu aldrei orðið að veru- leika nema fyrir þínar gjörðir. Þegar ég hugsa til baka verður eftirsjáin mikil og ég vildi óska þess að ég hefði oftar tekið utan um þig og sagt þér hversu mikið mér þætti vænt um þig og virki- lega þakkað þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Að endingu vil ég þakka starfsfólki á D-deild heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja fyrir alla umhyggjuna og kærleikann sem það sýndi okkur fjölskyldunni. Guð geymi þig, faðir. Þórhallur. Elsku pabbi, það er svo skrýt- ið að þú sért ekki lengur með okkur og að þú komir ekki í kaffi til að spjalla og athuga með okk- ur. Ég sakna þín svo óendanlega mikið og það er svo margt sem mig langar til að segja en þegar ég las þetta ljóð fannst mér eins og ég væri að tala til þín. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún.) Minningar um einstakan mann og pabba munu lifa í hjarta mínu um alla framtíð. Takk fyrir allt, elsku pabbi minn, ég mun ávallt elska þig. Þín dóttir, Anna Þórunn. Það er með miklum söknuði og trega sem ég kveð þig, minn elskulegi tengdafaðir. Þú varst mér svo miklu meira heldur en það, því á stundum varstu mér eins og faðir. Þú varst líka svo einstaklega góður vinur sem allt- af var hægt að leita til með hvað- eina sem upp kom. Af mönnum eins og þér getur mannfólkið lært, þvílíkur dugnaður og ósér- hlífni sem einkenndi allt þitt líf. Það verður að setja í sig hörku, sagðir þú og hélst til vinnu eða þeirra verka sem ávallt voru ekki langt undan, þú varst alltaf að. Það verður tómlegt að hafa þig ekki lengur hjá okkur enda samverustundirnar margar í gegnum tíðina, öll jólin, áramótin þar sem þið nafnar fóruð á kost- um, páskar og ferðin sem við fór- um saman til Benidorm árið 2000 svo fátt eitt sé nefnt. Stórfjöl- skyldunni kom alltaf vel saman og áttir þú ekki síst þátt í að skapa það andrúmsloft, þú varst alltaf kátur og jákvæður. „Hér verður málað, sama hvað hver segir,“ sagðir þú þeg- ar hillti undir að fjölskyldan hennar Önnu dóttur þinnar gæti flutt á efri hæðina á Gónhól 9, en þessi orð bera vitni um dugnað- inn sem einkenndi þig alla tíð. Að gefast upp var ekki valkostur í þínum huga. Fyrstu jólin á Gón- hóli 9 sem við áttum öll saman eru greypt í huga okkar. „Þetta áttum við eftir,“ sagðir þú með stolti og yfir þig færðist svipur sem sýndi ákveðnar tilfinningar. Stundum eru orð óþörf. Síðustu sex árin bjuggum við saman á Gónhóli 9 sem þú byggðir fyrir fjölskyldurnar, þið Helga á neðri hæðinni og við á efri. Það var stutt fyrir þig að koma í kaffisopann. Bílskúrinn var þitt verkstæði og þar gastu galdrað fram ótrú- legustu hluti. Þar heyrðust ham- arshöggin og í söginni söng, þetta var partur af þér og varð partur af okkur öllum hinum. Undir það síðasta var eins og hljóðin hyrfu smátt og smátt, þau heyrðust aðeins í fjarska uns þau fjöruðu út. Þín bíða verkefni annars staðar, það vantar alltaf menn eins og þig. Ég er þakklátur maður fyrir að hafa kynnst þér og fengið að koma inn í fjölskyldu ykkar Helgu, tengdamóður minnar. Á heimili ykkar var aldrei verið að velta sér upp úr því hvað aðrir voru að gera, aldrei var talað illa um nokkurn mann heldur miklu frekar einbeitt sér að því að finna það jákvæða í öllu. Þetta eru miklir mannkostir. Ég geymi í huga mínum og hjarta allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Kæri tengdafaðir og vinur, ég geri mitt allra besta til að halda utan um fjölskylduna þína og geri orð þín að mínum: „Ég set í mig hörku“. Hafðu þökk fyrir allt og allt og hvíl í friði. Þinn tengdasonur, Friðrik Ingi. Elsku hjartans afi minn, ég get ekki byrjað á því að lýsa því hversu sárt þín verður saknað, þú varst svo stór partur af fjöl- skyldu okkar. Ég er svo glöð og þakklát fyrir allar stundirnar sem við áttum og þú munt alltaf lifa í minningu minni sem þessi jákvæði og hressi maður sem þú varst. Það var svo erfitt að horfa upp á þig svona veikburða og ósjálf- bjarga því það er algjörlega and- stæðan við það hvernig þú varst. Afinn sem ég þekkti vildi alltaf vera að gera eitthvað og hafa ein- hver verk fyrir stafni, það þýddi ekkert að sitja bara og gera ekki neitt. Þú varst alltaf svo duglegur og viljugur að gera hluti með okkur barnabörnunum og erum við ein- staklega heppin að hafa átt þig sem afa. Það er svo skrýtið að hugsa til þess að ég fái aldrei að heyra röddina þína aftur, rödd- ina sem kom manni alltaf í gott skap. Það var ekki hægt að vera í vondu skapi í kringum þig, þú fannst alltaf leið til þess að líta á björtu hliðarnar og náðir svo sannarlega að láta okkur hlæja. Ef ég hefði vitað þegar ég tal- aði við þig síðast að það yrði í síð- asta skiptið, hefði ég sagt þér hversu mikils virði þú varst mér og hvað mér þótti óskaplega vænt um þig, elsku afi og vona ég að þú hafir vitað það. Þú varst al- veg einstakur og ég er ótrúlega heppin að hafa fengið að eiga þig að. Í gegnum þessa erfiðu tíma stöndum við fjölskyldan saman og höldum áfram með lífið eins og ég veit að þú myndir vilja að við gerðum. Nú ertu kominn á betri stað þar sem þér líður vel og þar geturðu vakað yfir okkur sem ég veit að þú munt gera. Þú verður með okkur í anda og minning þín mun lifa með okkur öllum að eilífu. Þín Karen Elísabet Friðriksdóttir. Í dag kveð ég Sigurjón mág minn. Ég á eftir að sakna óum- ræðilega mikið samverustunda okkar í gegnum þau ár sem við höfum þekkst. Sigurjón kom inn í líf mitt þegar ég var um 10 ára gömul, þegar hann fór að gera hosur sínar grænar fyrir Helgu systur minni. Það voru oft fjör- ugir tímar, hann var mikið á sjó á þessum árum, en þegar í land kom var mikið um að vera að hitta vinina og fjölskyldu hans sem var stór og samheldin. Ég man að ég öfundaði hann af að eiga svona stóra fjölskyldu, því ég átti svo litla þar sem við Helga vorum bara tvær systurnar. Það var nú þannig að þau þurftu oft að vera með mig í eftirdragi, sér- staklega ef heimsækja átti fjöl- skyldu hans sem þá bjó í Kópa- vogi, mér fannst svo spennandi að koma þangað það var svo mik- ið líf á því heimili. Árið 1993 festu þau Sigurjón og Helga kaup á sumarbústað í Grímsnesinu. Sigurjón, með sín- ar smiðshendur, fór fljótlega að breyta ýmsu og dytta að, á milli þess sem hann var á sjónum og gat því ekki verið eins mikið í bú- staðnum og hann vildi. Nokkrum árum seinna buðu þau okkur í kompaní með sér að kaupa helm- ing og stækka bústaðinn. Eftir nokkra umhugsun slógum við til. Í september 1997 voru kaupin staðfest og munum við aldrei sjá eftir því, reyndar erum við ósegj- anlega þakklát þeim fyrir að vilja hafa okkur með. Þetta er búið að vera dásamlegur tími. Þarna fóru þeir að vinna saman, Jói minn og Sigurjón, og þó þeir séu um margt mjög ólíkir, vannst þeim vel saman. Sigurjón dreif áfram útreikninga og staðsetningar og dreif smíðina af stað og vildi láta hlutina ganga. Jói reyndist lið- tækur handlangari, var að mati Sigurjóns sjálfkjörinn í fínni frá- gang og nostur við það sem þurfti að taka lengri tíma. Þeim varð vel til vina og reyndust sér- lega góð blanda handverks- manna og ber bústaðurinn það með sér hversu góðir og útsjón- arsamir smiðir þeir eru. Við Helga vorum oftast með til að elda oní þá, og lentum oft á langri kjaftatörn inni, þá kallaði Sigur- jón á okkur og spurði hvort við ætluðum nú ekki að koma okkur út í góða veðrið. Kvöldin í sumó með Sigurjóni og Helgu voru toppurinn, eftir matinn var feng- ið sér í tána og spjallað um heima og geima, en Sigurjón var mjög vel lesinn og hafsjór af fróðleik. Það var ótrúlegt oft að hlusta á hann þegar hann komst á flug. Þetta voru yndislegar stundir sem ég og Jói eigum eftir að sakna mikið. Nú geymum vð þessar minningar í hjörtum okk- ar og rifjum upp reglulega. Dætur okkar Jóa, Nína og Sig- rún eiga eftir að sakna Sigurjóns mikið enda var hann þeim eins og sínum eigin börnum, einstaklega um hyggjusamur og ljúfur. Ég bið góðan Guð að gefa Helgu systur minni styrk í sorg sinni en hún er búin að standa sig eins og hetja í veikindum Sigur- jóns og hefur ekki vikið frá hon- um. Þórhallur, Anna, Friðrik, Karen, Sigurjón Gauti, Gummi, Guðný, Ægir, Atli, Inga og Matt- hías Leví, sem var skírður viku fyrir andlát afa síns. Megi góður Guð gefa ykkur styrk í sorg ykk- ar og missi og að minning Sig- urjóns verði ljós í lífi ykkar um alla framtíð. Alda mágkona. Það var síðla árs 1973. Við vor- um á leið til Grindavíkur, ég og Alda, sem var á leið með mig til fyrsta fundar við mág sinn, Sig- urjón, sem var eiginmaður Helgu stóru systur hennar. Sigurjón var í landi, það var sunnudagur og eftirvænting í loftinu. Ég gleymi aldrei þessum fyrsta fundi okkar Sigurjóns, sem er vel greyptur í minningu mína. Hress, þægilegur og jákvæður. Fyrstu kynni okkar voru góð og átakalaus og ég var alveg viss um að það væri gott að þekkja þenn- an mann enda urðu fundir okkar alltaf fagnaðarfundir. Kynni sem áttu eftir að endast, reyndust mér góð, en stóðu of stutt. Þrjá- tíu og sjö ára vinskapur finnst mér stuttur tími þar sem hann á í hlut. En þannig leið tíminn þegar við Sigurjón hittumst, allt of fljótt. Núna finnst mér þessi tími hafa verið eins og örskot. Þrátt fyrir tólf ára aldursmun vorum við alltaf eins og jafnaldrar og jafningjar, aldurinn virtist ekki skipta neinu máli. Þannig um- gekkst Sigurjón mig og mína. Sama hvort hann var að tala við mig, Öldu eða dætur okkar. Hvort sem um var að ræða börn eða fulloðna, það voru allir jafnir, það var eftirtektarvert hversu létt honum var að halda uppi samræðum við fólk hvort sem um var að ræða börn, unglinga eða fullorðna. Hann hafði frá mörgu að segja, hann var víðlesinn og fróður um svo marga hluti, hvort sem við ræddum um landkönn- uði, siglingar, stjörnufræði eða mannfræði. Mikið var gaman að hlusta á hann, ótrúlegur sagna- maður á þessum sviðum. Sigurjón var sjómaður frá því á unglingsárum. Allt þar til hann fór í land, sem fyrsti stýrimaður á Sunnuberginu, hafði hann dregið á land ótalin þúsund tonn af fiski. Ekki skrítið þótt honum hafi fundist lítið til koma veiði- mennsku minnar með stöngina að landa einum og einum titti í einu. Það var enn einn stór vendipunktur þegar við eignuð- umst helming í sumarbústað þeirra Helgu og Sigurjóns, sem þau höfðu keypt árið 1993. Sum- arið 1997 voru þau viðskipti inn- sigluð. Áður en langt um leið höfðum við nánast endurbyggt bústaðinn, þannig að lítið var eft- ir af þeim gamla, annað en minn- ingin um fjárfestingu sem við byggðum ofan á og breyttum. Og þar kom til áræði, kjarkur og út- sjónarsemi Sigurjóns, þótt hann bætti stundum við að þau Helga hefðu aldrei lagt í þetta án mín og Öldu. Þannig var hann, lítillát- ur og gaf okkur alltaf stóran hlut í því sem hann var að gera. Okk- ur kom vel saman og byggingin gekk vel, sama hvað á dundi. Vandamál voru verkefni til að leysa. Það er þó fullmikið sagt að við hefðum alltaf verið sammála. Báðir með skap og skoðanir á flestum hlutum. Ef upp kom álitamál var aðeins stoppað við og Sigurjón sagði: „Er ekki ennþá til á könnunni, Jói minn?“ Það voru góðar stundir sem við áttum saman í sveitinni og ég á eftir að sakna þeirra mikið. Það var aldrei lognmolla eða leiðin- legt þar sem Sigurjón var. Ég kveð kæran vin og góðan félaga. Helgu mágkonu minni, börnum, tengdabörnum og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð og bið þeim Guðs blessunar í söknuði sínum. Jóhann. Dáinn, horfinn að eilífu, það er svo sárt að trúa því að þú sért farinn elsku, hjartans, hjartans frændi og vinur. Það var síðasta sumar sem þú greindist með al- varlegan sjúkdóm, krabbamein, æxli bæði í höfði og í lunga, og þar með hófst mikil og ströng lyfjameðferð. Við héldum öll í vonina og báðum um kraftaverk. Við sem kvöddum Ívar bróður þinn frá Grindavíkurkirkju hefð- um ekki trúað því að rétt rúmu ári síðar værum við að kveðja þig hinstu kveðju frá sömu kirkju. Þú varst sannarlega mikill öð- lingur, ljúfur, góður og sam- kvæmur sjálfum þér, alltaf léttur í lund og naust þess innilega að vera með fjölskyldunni og góðum vinum enda vinamargur maður. Þú dáðist að stórfjölskyldunni og öllum ættboganum. Ég er svo þakklát fyrir yndislega kvöld- stund sem ég átti með ykkur Helgu heima á Gónhól í október síðastliðnum, þá varst þú svo ákveðinn í að láta þér batna og að við færum saman til Kanarí í febrúar og værum þar á afmæl- unum okkar, en kæri vinur, leiðin þín varð önnur. Þú pabbi þinn og Ívar bróðir þinn voruð alla tíð mjög samrýndir, nánast eins og einn maður og höfum við sterkan grun um að þeir séu að plana eitthvað á æðri stöðum og beðið sé eftir þér. Þið voruð alltaf með eitthvað í bígerð, ferðalög, smíð- ar og eitt og annað. Þið áttuð ykkur drauma saman. Þetta er búinn að vera erfiður og sár tími fyrir Helgu þína og börnin, þau hafa verið eins og klettur við hlið þína, haldið fast utan um þig og passað að þér liði eins vel og hægt var. Þú sagðir að Helga væri hjúkkan þín og þú vildir bara hana. Þú skilur eftir þig ómetanlegan fjársjóð, börnin þín fjögur og barnabörnin sex sem sakna yndislega góða afa síns, það verður sár söknuður hjá Karen og Sigurjóni sem alltaf hafa haft Helgu ömmu og Sig- urjón afa innan seilingar. Við þökkum fyrir að þú fékkst tíma til að upplifa Mattías Leví sem fæddist í desember, þú varst svo glaður þegar Atli varð pabbi. Elsku hjartans frændi og vinur, við þökkum þér af heilum hug fyrir frábærar stundir og allan þinn kærleik í gegnum tíðina. Upp úr stendur Kanarí-ferðin okkar saman fyrir tveimur árum. Við heyrum hreinlega ykkur bræðurna syngja sönginn ykkar Sigurjón Þórhallsson HINSTA KVEÐJA Ljóð til afa, Elsku afi minn þú varst alltaf eitthvað að gera ég var alltaf nafni þinn í hjarta mínu þú munt alltaf vera. (Sigurjón Gauti.) Þinn nafni, Sigurjón Gauti Friðriksson. 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins. Smellt á reitinn Senda inn efni á forsíðu mbl.is og viðeigandi efnis- liður valinn. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hve- nær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.