Morgunblaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.02.2011, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Dagana 26.-27. febrúar nk. mæta 818 hreinræktaðir hundar af 82 hundategundum í dóm á alþjóðlegri hundasýningu Hundaræktarfélags Íslands. Sýningin verður haldin í Reiðhöllinni í Víðidal og hefjast dómar kl. 9:00 árdegis báða dagana og standa fram eftir degi. Sex dóm- arar frá sex löndum dæma í sex sýningarhringjum samtímis. Úrslit báða dagana hefjast upp úr kl. 13:30 og þá kemur í ljós hvaða hundar bera af að mati dómara. Þá verða kynningar- og sölubás- ar í anddyri reiðhallarinnar þar sem ýmis tilboð verða í gangi og gestum gefst tækifæri til þess að kynnast hundum og ræða við hundaeigendur. Morgunblaðið/Ernir Margir Hundar af 82 tegundum taka þátt í sýningunni um helgina. Hundar sýna sig Femínistafélag Íslands skorar á borgaryfirvöld að gaumgæfa ít- arlega sameiningartillögur leik- skólanna. Félagið minnir á mann- réttindastefnu Reykjavíkurborgar þar sem stendur að Reykjavík- urborg hafi „jafnræði borgaranna og mannréttindi að leiðarljósi í öllu starfi og hefur einsett sér að vera í fararbroddi í mannréttindamálum með sérstakri áherslu á jafna stöðu kvenna og karla“. Félagið varar jafnframt við nið- urskurðartillögum sem ekki eru unnar í samræmi við kynjaða hag- stjórn. Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur og niðurskurður, jafnt og atvinnuuppbygging, þarf að taka mið af ólíkum störfum kvenna og karla. Jafnræði borgar- anna að leiðarljósi Félag eldri borg- ara í Reykjavík og nágrenni sam- þykkti ályktun á fundi félagsins á föstudag sl. Í ályktuninni er þess krafist að lífeyrir eldri borgara verði strax leiðréttur um 16% til sam- ræmis við þær kauphækkanir sem láglaunafólk hefur fengið. Þær litlu „verðbætur“ (2,3%) á lífeyri ellilíf- eyrisþega, sem ákveðnar voru frá sl. áramótum dugi hvergi nærri til þess að brúa það bil, sem myndast hefur í kjaramálum aldraðra og launþega. Auk þess hafi aðeins lítill hópur eldri borgara fengið þessar „verðbætur“. Lífeyrir verði strax leiðréttur STUTT Karlmanni var í gær gert af Hér- aðsdómi Reykjavíkur að sæta ör- yggisgæslu á réttargeðdeild en var á sama tíma sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins vegna sérstaklega hættulegra líkamsárása. Maðurinn réðst á foreldra sína á meðan þau sváfu, stakk móður sína í vinstra augað og föður sinn neðan við vinstra augað ásamt því að slá hann í höfuðið – eða kasta í hann – tæp- lega tveggja kílóa þungri pönnu. Maðurinn var ákærður fyrir til- raun til manndráps en dómari máls- ins taldi ósannað að það hafi vakað fyrir honum að ráða foreldrum sín- um bana. Því var háttsemin talin sérstaklega hættuleg líkamsárás. „Þetta er fyrir Zyprexaárin“ Geðlæknar og sálfræðingur voru fengnir til að meta hvort maðurinn væri sakhæfur. Ótvíræð niðurstaða þeirra var nægileg til að dómurinn taldi hann ófæran um að stjórna gerðum sínum á verknaðarstundu. Í matsgerðum kom fram að mað- urinn uppfylli skilmerki fyrir geð- klofasjúkdóm, auk þess að hann hafi vel dulin merki geðrofs og sturlunar. Hann sæi heiminn því ekki eins og venjulegur einstakling- ur. Fram kemur í dómnum að eftir árásina hafi maðurinn sest niður í eldhúsi íbúðarinnar og sagt „Þetta er fyrir Zyprexaárin“. Þar vísar maðurinn til geðlyfja sem honum var gert að taka vegna sjúkdóms síns. Kom og fram að maðurinn hafi líklega ekki tekið lyf sín fyrir at- burðinn. Endanlegar afleiðingar óljósar Samkvæmt læknisvottorði sem lagt var fram segir að slímhimna auga móðurinnar hafi alveg losnað frá að neðanverðu. Neðsti hluti augnvöðva hafi virst vera alveg í sundur og var vöðvinn saumaður. Erfitt sé að segja til um endanlegar afleiðingar fyrir augað. Hjá föðurnum fór áhaldið ekki í gegnum augnkúluna en hafi þó rifið vöðva og brotið bein. Miklu afli hafi verið beitt umrætt sinn miðað við þá áverka er hafi af hlotist. Fað- irinn er, samkvæmt dómnum, óvinnufær í dag vegna höfuðverks. Auk þess að sæta öryggisgæslu var manninum gert að greiða for- eldrum sínum 400 þúsund krónur í miskabætur. Sakarkostnaður greið- ist hins vegar úr ríkissjóði, tæpar þrjár milljónir króna. andri@mbl.is Stakk sofandi foreldra í augu Nýjar vorvörur Mussur og bolir munstrað og einlitt Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is str. 36-56 STÓRAFSLÁTTARHELGI Verkfæralagerinn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.isMán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Myndlista vörur í miklu ú rvali 16 ára Veltisög 68.970 -20% 50.176 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM *ekki sértilboð 25. feb. – 2. mars 25. feb. – 2. mars Laugavegi 63 • S: 551 4422 Síðasta útsöluvika Verðhrun laxdal.is Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins hafa lagt fram frumvarp á Al- þingi um að iðnaðarráðherra skuli veita Landsvirkjun virkjunarleyfi fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár og að Landsvirkjun skuli hefja fram- kvæmdir hið fyrsta. Virkjanirnar eru Hvammsvirkjun, 82 MW að afli, Holtavirkjun, 53 MW að afli og Urriðafossvirkjun, 130 MW að afli. Í greinargerð segir að þessar virkjanir hafi þegar uppfyllt öll skilyrði umhverfissjónarmiða og hagkvæmnissjónarmiða. Virkj- anirnar hafi þegar farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum án at- hugasemda, verið í tvígang settar í rammaáætlun og komið vel út í bæði skiptin. Vilja að virkj- að verði sem fyrst í Þjórsá Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is „Við Íslendingar höfum löngum hampað ýmsum persónum frá land- námstíð en ég hugsa að við höfum ekki gert okkur nægilega grein fyr- ir því að Guðríður Þorbjarnardóttir skipar einstakan sess í þessari sögu,“ sagði Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, á blaðamanna- fundi á Bessastöðum í gær. Forsetinn sækir Páfagarð heim í næstu viku, og mun við það tilefni færa Benedikt XVI páfa afsteypu af styttu Ásmundar Sveinssonar af Guðríði og Snorra Þorfinnssyni, syni hennar. Styttan heitir „Fyrsta hvíta móðirin í Ameríku“ og var upp- haflega gerð fyrir Heimssýninguna í New York 1938. 500 árum á undan Kólumbusi Fyrir afhendingu styttunnar mun forsetinn eiga einkafund með páfa, og kynna fyrir honum sögu Guð- ríðar. „Hún er kannski umfram Leif heppna sú eina af íbúum Íslands á fyrstu öldum frá landsnámstíð sem hefur merkan sess í veraldarsög- unni. Hún varð á sinni ævi fyrsta persónan til þess að sækja heim bæði Róm og Ameríku og það fimm hundruð árum áður en Kristófer Kólumbus kom á vettvang,“ sagði Ólafur Ragnar á fundinum í gær. Af- hendingu styttunnar sagði hann lokakaflann í því að tryggja Guðríði þennan sess í veraldarsögunni og móttaka páfa á gjöfinni væri við- urkenning á því. Með forsetanum í för verður hluti stjórnar Guðríðar- og Laug- arbrekkuhópsins frá Snæfellsnesi, en hópurinn hefur staðið straum af kostnaði við endurgerð styttunnar. Málþing í tengslum við förina Auk páfa mun forsetinn funda með Bertoni kardinála, forsætisráð- herra Páfagarðs. Þá mun hann heimsækja höfuðstöðvar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Samein- uðu þjóðanna og ræða um sjálf- bærar fiskveiðar og nýtingu jarðhita í landbúnaði og matvælaframleiðslu. Íslandsstofa efnir til viðskipta- málþings í tengslum við heimsókn- ina til Rómar, en þar mun Ginacarlo Giorgetti, þingmaður á ítalska þinginu, halda ræðu meðal annarra. Gefur páfa styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Gjöfin Forseti Íslands sýnir afsteypuna af styttu Ásmundar Sveinssonar sem hann hyggst færa Páfagarði að gjöf í heimsókn sinni í næstu viku. „Í ljós er komið, andstætt því sem í upphafi var talið, að á herðum Íslend- inga hvílir engin lagaleg né siðferði- leg skylda til að axla þær klyfjar sem fyrirliggjandi Icesave-samningur fel- ur í sér,“ segir í ályktun um Icesave- málið, sem samþykkt var með mikl- um meirihluta á aðalfundi Sjálfstæð- isfélags Seltirninga um Icesave. Fundurinn fór fram í fyrrakvöld. Eru allir kjósendur hvattir til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni „og hafna ríkisábyrgð á skuldum einkafyrir- tækis“, eins og segir þar. Minnt er á að í fyrra höfnuðu Íslendingar með afgerandi hætti að gangast í opna ábyrgð vegna skulda sem urðu til vegna starfsemi Landsbankans í Hol- landi og Bretlandi. „Ákvörðun forseta Íslands að vísa nýjum samningi um ríkisábyrgð á skuldum einkafyrir- tækis til þjóðaratkvæðis var því ekki aðeins eðlileg heldur siðferðilega rétt. Ef gengið hefði verið framhjá al- menningi, líkt og ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ætlaði sér, hefðu ver- ið skilin eftir sár í þjóðarsálinni sem seint hefðu gróið.“ Ekki skylt að axla Ice- save-klyfjar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.