Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 16

Morgunblaðið - 25.02.2011, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heimsfrægirfjölmiðlarhafa stund- um rangt fyrir sér eins og hinir. En þegar málflutn- ingur þeirra er sam- felldur og í góðu samræmi og engir sjáanlegir hagsmunir tengjast þeim leggja menn um víða veröld við hlustir. Eitt áhrifamesta blað sem fjallar um efnahagsmál og við- skiptalíf er Financial Times. Það vakti mikla athygli þegar að blaðið tók upp hanskann fyrir Ís- lendinga í Icesave-málinu. Sama gerðu margir heimsþekktir pistlahöfundar blaðsins. Og blaðið lét ekki þar við sitja. Það færði þung rök fyrir því að frá- leitt væri að reynt væri að þvinga Íslendinga til að taka á sig skuldir einkabanka vegna starfsemi þeirra í Bretlandi og Hollandi. Til þess skorti lagarök, siðferðisrök og efnahagsleg rök. Það var aflsmunurinn einn, stór- þjóðir með Brussel á bak við sig að beita sér gegn smáþjóð með réttlætið eitt að vopni. Þetta var þegar ógnarsamningurinn, sem nú er notaður til að réttlæta Ice- save III og þá miklu áhættu sem honum fylgir, var til umræðu. Og nú, þegar sá samningur er til umræðu, kveður blaðið sér aftur hljóðs og hefur ekki breytt um stefnu. Sama gerist með hið þekkta blað Wall Street Journal. Það leggur sinn þunga á bak við rök- semdir Íslendinga. Af ásettu ráði er þetta orðað svo hér. Hin frægu blöð taka undir hagsmuni Íslendinga og von- andi sjónarmið sem flestra þeirra. En þau taka ekki undir sjónarmið og rök- semdir hinnar ís- lensku rík- isstjórnar. Sú er fremst allra í mál- flutningi fyrir Breta og Hollend- inga. Hinn málefnalegi og góði stuðningur fyrrnefndra blaða vekur auðvitað verðskuldaða at- hygli. Og sömu athygli vekur einnig framganga flestra ís- lenskra fjölmiðla. Þeir eru á önd- verðum meiði við hin þekktu er- lendu blöð. Þeir reyna að gera málstað Íslendinga sem tor- tryggilegastan, ýta undir hræðsluáróður sem á enga stoð og grafa undan sjálfstrausti og kjarki þjóðarinnar. Hvernig í ósköpunum getur staðið á þessu? Alþekkt er skýringin á fylgi- spekt RÚV við Samfylkinguna og menn kunna ekki aðra skýr- ingu á misnotkun þess og furðu- legri framgöngu. Áróður Baug- smiðlanna fyrir því að koma skuli kröfum Breta og Hollend- inga á herðar íslensku þjóð- arinnar með góðu eða illu er jafnvel enn furðulegri. Nú er það alkunna að eigandi Baugsmiðl- anna er mesti skuldakóngur Ís- landssögunnar. Innistæðurnar úr Icesave voru ekki síst notaðar til að dæla fé í starfsemi hans. Maður myndi ætla að það eitt myndi duga til að fjölmiðlar hans myndu skammast sín nægilega til þess að þeir gerðu a.m.k. til- raun til að kíkja á málstað Ís- lendinga ekki síður en Breta og Hollendinga í Icesave-málinu. Þekktir erlendir fjölmiðlar styðja sjónarmið Íslend- inga gagnstætt þeim innlendu} Ólíkt hafast þeir að Enn tínast tildæmin um áhrif af stefnu stjórnvalda á sjáv- arútveginn og þær atvinnugreinar sem honum tengjast. Stjórnendur þeirra fyrirtækja sem veita sjávarútveginum þjónustu hafa hver af öðrum komið fram og gagnrýnt stefnu stjórnvalda og bent á afleiðingar hennar. Nýj- asta dæmið er að finna í Fiski- fréttum, þar sem í gær var rætt við Karl K. Ásgeirsson, rekstr- arstjóra 3X Technology á Ísa- firði: „Skorturinn á verkefnum fyr- ir Íslendinga stafar að mínu áliti af óvissunni í sjávarútvegi og meðan hún er viðvarandi halda menn að sér höndum og gera ekki neitt. Við fáum reglulega fyrirspurnir frá innlendum fé- lögum en þessum verkefnum er yfirleitt ýtt út af borðinu þegar að því kemur að ákvörðun sé tekin og er þá óvissu um fram- tíðina eða erfiðleikum varðandi fyrirgreiðslu í bönkum um kennt. Mér skilst á þeim sem ég hef verið í sambandi við og eru að þjónusta sjávar- útveginn á Íslandi að það sé mjög lítið að gera hjá flestum, minna er um viðhaldsverkefni og ég tala nú ekki um nýframkvæmdir. Ástand eins og þetta getur nátt- úrlega ekki varað lengi án þess að koma illa niður á sjávarútveg- inum. Hann dregst einfaldlega aftur úr og missir forskot sitt og samkeppnisstöðu.“ Öll ábyrg stjórnvöld myndu sperra eyrun þegar margar slík- ar raddir hefðu heyrst, eins og raunin er. En núverandi stjórn- völd bregðast við á annan hátt. Þau viðhalda óvissunni og bæta frekar í ef eitthvað er. Augljóst er að þau telja litlu skipta hvort undirstöðuatvinnuvegur þjóð- arinnar heldur stöðu sinni og samkeppnisforskoti eða hvort hann drabbast niður. Þetta er einkennilegt viðhorf á tímum þegar brýnt er að efla fyr- irtækin og treysta atvinnuna í landinu. Óvissan í sjávar- útvegi veldur því að menn gera ekki neitt} Gagnrýnin magnast A lþingismaðurinn Björn Valur Gíslason, sem situr í fjár- laganefnd, gerði fréttir af tilvon- andi arðgreiðslum matvörukeðj- unnar Iceland að umfjöllunarefni á bloggi sínu í vikunni. Björn kemst að þeirri niðurstöðu að þetta, ásamt þeirri niðurstöðu samninganefndarinnar að allt gangi eftir sem spáð sé, geri að verkum að eignir þrotabús Landsbankans greiði höfuðstól skuldarinnar að fullu og allt að 8 milljarða til viðbótar upp í vexti. Ef þetta reynist rétt borgum við ekki krónu fyrir Icesave. Þetta er mikið fagnaðarefni en því miður skautar Björn framhjá áhættuþáttum samn- ingsins. Auk þess verður að teljast líklegt að skilanefndin hafi nú þegar gert ráð fyrir þess- ari arðgreiðslu. Það er umhugsunarefni þar sem í afar vönduðum umsögnum sérfræðinga á fjár- málamarkaði um Icesave-samninginn, sem lagðar voru fyrir fjárlaganefnd, er gerð grein fyrir þessum áhættu- þáttum með skýrum hætti. Stærstu áhættuþættirnir fel- ast í gengisþróun, tímasetningu endurgreiðslna og áhrif- um þeirra á vaxtagreiðslur á höfuðstólinn og hvert endanlegt virði þrotabúsins verður. Þannig er niðurstaða umsagnar GAM Management að endanlegur kostnaður ríkisins vegna samningsins gæti legið á bilinu frá 26 milljörðum, miðað við bjartsýnustu forsendur, til 233 milljarða, miðað við svörtustu spá. Niðurstaða Seðlabanka Íslands er að kostnaðurinn verði um 65 milljarðar og miðar bankinn þá við að gengi krónunnar muni styrkjast og haldast stöðugt fram til ársins 2016. Erfitt er að sjá að slík forsenda haldist án þess að gjaldeyrishöft á samningstímanum komi við sögu. Það að viðurkenna áhættuna sem hvílir að baki samningum felur ekki í sér neina afstöðu gagnvart gildi hans og þeim valkostum sem eru í stöðunni. Hinsvegar má velta því fyrir sér hvort hægt sé að taka upplýsta afstöðu í mál- inu án þess að vera búinn að greina áhættuna. En séu menn búnir að gefa sér hina end- anlegu niðurstöðu fyrirfram og að óathuguðu máli þá skiptir kannski áhættan ekki svo miklu máli. Það blasir líka við að þeir sem voru sann- færðir um að íslenska ríkið og efnahagslíf gæti staðið undir hundraða milljarða kostnaði vegna fyrri samninga missa ekki svefn yfir áhættuliðum sem gætu aukið kostnað ríkisins við núver- andi samning um nokkra tugi eða hundruð milljarða. Þeirra afstaða felur það beinlínis í sér. En að sama skapi er áhugavert að velta vöngum yfir því af hverju þeir eru ekki byrjaðir að ráðstafa þessum miklu fjárhæðum sem ríkið átti að greiða miðað við fyrra sam- komulag en koma ekki til greiðslu nú. Enginn skortur virðist vera á verkefnum fyrir ríkisvaldið í hugum þeirra sem véla með örlög þjóðarinnar á Alþingi og þar af leið- andi verður þess ekki langt að bíða að stjórnmálamenn fari að ráðstafa þessum hundruðum milljarða sem eiga að hafa sparast með skárri samningi. Örn Arnarson Pistill Um áhættu og gefnar niðurstöður STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is S jálfsmynd araba tekur nú stakkaskiptum, þeir hafa sýnt meira hugrekki en flestum er gefið og risið upp gegn byssukjöft- unum, eru ekki lengur lamaðir af hræðslu. Tröllasögur um að einræð- ið sé farið að heilla heimsbyggðina meira en lýðræðið vegna framfar- anna í Kína hafa verið kveðnar nið- ur; ungir arabar vilja fá að lifa við reisn og njóta mannréttinda og fá vinnu. Takist að tryggja raunveru- legar lýðræðisumbætur er mikill áfangi í höfn, söguleg þáttaskil. En rætur vandans eru að sögn sérfræð- inga algert skipbrot ráðamanna nær allra arabaríkjanna þegar kemur efnahagsmálum. Í miðaldasamfélagi Sádi-Arabíu og fleiri olíuríkjum hafa stjórnvöld lengi keypt sér frið með aðstoð olíu- gróðans. Gróðinn hefur að hluta til hafnað líka í arabaríkjum sem ekki ráða yfir olíu, einkum með pen- ingasendingum farandverkamanna til heimalandsins. En vegna gríð- arlegrar fólksfjölgunar á svæðinu þarf nú að hætta að reiða sig á olíu- dælurnar og stemma stigu við æv- intýralegri spillingunni sem grefur undan allri stjórnsýslu. Byggja þarf upp raunverulegt efnahagslíf. Fát er á Vesturveldunum. Ef fjöldamorð í líkingu við atburðina í Rúanda 1994 eru í uppsiglingu í Líb- íu velta menn fyrir sé hvort Samein- uðu þjóðirnar, Evrópusambandið eða Bandaríkin, geti gripið inn í þetta sinn. Eða vilji það. Vandinn gæti orðið enn hrikalegri ef spár um algera og margra ára upplausn rætast nú í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Líbíustjórn hótar nú að hætta að aðstoða Evr- ópusambandið við að stöðva straum bláfátækra Afríkumanna frá löndum sunnan við Líbíu yfir Miðjarðarhafið til fyrirheitna landsins, ESB. Ekki yrði það til að minnka strauminn ef milljónir örsnauðra araba reyndu í örvæntingu sinni að halda sömu leið. Nú þegar halda evrópsk herskip uppi eftirliti til að snúa við yfirfull- um bátkænum flóttafólksins en Mið- jarðarhafið er stórt. Ein af mar- tröðum evrópskra ráðamanna er að þurfa að beita meiri hörku, beita lít- ilmagnann ofbeldi. Samfélög okkar eru háð olíunni og hún hefur oftast verið framar í forgangsröðinni en al- menningur í arabalöndum. En óttinn við afleiðingar upplausnar er eitt af því sem hefur fengið lýðræðisræð- isþjóðir til að horfa fram hjá skepnu- skap Gaddafis og annarra slíkra. Gullfiskaminni markaðanna Vestræn olíufyrirtæki sem síðustu árin hafa smjaðrað ákaft fyrir Gad- dafi með aðstoð ráðamanna í heima- löndum sínum, kalla nú sendimenn sína heim svo að lítið ber á. Menn hafa hunsað viðvaranir, ímyndað sér að sinnuleysi, stöðnun og þögul ör- vænting í arabaríkjum væru merki um stöðugleika. Sagt er að mark- aðirnir hafi gullfiskaminni, hrökkvi upp með andfælum þegar „traust“ einræðisríki springi með hvelli, en séu alltaf jafn hissa. „Skortur á lýðræði/frelsi er ef til vill áhættuþáttur sem greinendur hafa ekki lagt nægilega áherslu á,“ segir Daniel Kaufman, liðsmaður Brookings-hugveitunnar. En hver verða áhrifin ef átökin í Líbíu halda áfram, að ekki sé talað um ókyrrð í Sádi-Arabíu, í sjálfum „seðlabanka olíunnar“? Fullyrt er nú að ef olíutunnan fari yfir 120 doll- ara geti það merkt nýja kreppu. Stöðnun vegna hækkandi heims- markaðsverðs á orku og hráefnum og birgðasöfnunar spákaupmanna og fyrirtækja um allan heim gæti farið saman við óðaverðbólgu vegna aukinnar seðlaprentunar. Upp- reisnin í arabaheiminum verður von- andi til góðs til lengri tíma en skammtímaáhrifin eru uggvænleg. Evrópa starir skelfd á arabísku flóðölduna Reuters Samstaða Íbúar og hermenn sem snúist hafa til liðs við uppreisnina gegn Muammar Gaddafi fagna saman í borginni Benghazi í gær. Ef draga á arabaheiminn inn á 21. öldina þarf að afskrifa líf- seigar goðsagnir, m.a. um er- lenda kúgun. Samfélög araba- þjóða eru eins og frosin í tíma og þjökuð af sjálfhverfu sem nærist oft á trúnni, íslam. Árið 2002 gerðu SÞ skýrslu um arabalönd. Þrennt var sagt einkenna þau: skortur á menntun, frelsi og ekki síst valdeflingu kvenna. Sam- anlögð landsframleiðsla í arabaríkjum var minni en Spánverja, átta milljónir Grikkja þýddu fimm sinnum fleiri erlendar bækur en 250 milljónir araba og vísindi voru sögð hunsuð í arabaheim- inum. Á leið inn í nútímann? STÖÐNUÐ ARABARÍKI Prúð Nemar í egypskum grunnskóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.