Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 25

Morgunblaðið - 25.02.2011, Page 25
sem þið sunguð stundum á góð- um stundum: „hún mamma er það besta sem ég á“. Kæri frændi og vinur, um leið og við óskum þér góðrar ferðar upp í hæstu hæðir biðjum við góðan Guð að gæta og vaka yfir Helgu þinni, Þórhalli, Önnu, Guðmundi, Atla, tengdabörnun- um Friðriki og Ingu Bryndísi og barnabörnunum. Þín verður sárt saknað af öllum ættboganum. Innilegar samúðarkveðjur til systra þinna, Indu, Höllu og Dagnýjar. Vertu að eilífu sæll, kæri vinur. Rósa og Þóroddur. Heiðursmaðurinn Sigurjón Þórhallsson er látinn eftir stutta en harða baráttu við illvígan sjúkdóm. Stórt skarð er höggvið í einstaklega samhenta fjölskyldu við fráfall hans og sorgin er mik- il. Eiginkona, börn, tengdabörn og barnabörn sjá á eftir elskuleg- um eiginmanni, föður, tengdaföð- ur og afa og við hin, sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast þessum einstaka manni, sjáum á eftir góðum vin sem alltaf var boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd. Ég var svo lánsöm að kynnast þessu góða fólki, Sigurjóni, Helgu og börnum þeirra, þegar dóttir þeirra hjóna, Anna Þór- unn, og sonur minn, Friðrik Ingi, felldu hugi saman. Þessi yndis- lega fjölskylda bauð ekki bara son minn velkominn í fjölskyld- una, heldur opnuðu þau faðm sinn fyrir mér líka. Rúm tuttugu ár eru liðin síðan og hefur aldrei borið skugga á okkar vinskap. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Nú eiga fjölskylda og vinir um sárt að binda og það hefur verið sérstaklega erfitt fyrir barna- börnin hans að horfa á eftir ást- kærum afa sínum og þau sakna hans mikið. Ég bið algóðan Guð að halda verndarhendi yfir fjöl- skyldunni hans Sigurjóns og gefa henni styrk. Þegar tímar líða mun minningin, svo björt og blíð, um einstakan mann ylja um hjartaræturnar. Þín minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Hvíldu í friði, elsku Sigurjón minn, og af alhug þakka ég þér fyrir vináttu þína í gegnum árin. Guð geymi þig, Anna Karen. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 2011 ✝ Jón Sigurðssonfæddist 31. ágúst 1914. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Skjóli 17. febrúar 2011. Foreldrar hans voru Guðrún Ólafía Sigurðardóttir, fædd í Höskuld- arkoti í Njarðvík 4. sept. 1884, d. 24. des. 1934, og Ari Kristján Eyj- ólfsson, fæddur í Reykjavík 17. febr. 1892, d. 27. sept. 1953. Jón ólst upp á Grettisgötunni hjá móður sinni og foreldrum henn- ar, Petrúnellu Júlíönnu Sigurð- ardóttur og Sigurði Hallssyni. Eiginkona Jóns frá 31. ágúst 1940 var Árný Sigurðardóttir, f. 16. jan 1919 í Vestmannaeyjum, d. 8. nóv. 1986 í Reykjavík. For- eldrar hennar voru Sigurður Pétur Oddson, skipstjóri og út- vegsbóndí í Skuld í Vest- mannaeyjum, f. 1880, d. 1945, og Ingunn Jónasdóttir, f.1883, d. 1960. Eftir að hafa búið þröngt í einu herbergi og litlu eldhúsi í ein 15 ár fluttu þau Jón og Árný í eigið húsnæði, Grundargerði 35, árið 1954. Þar bjó hann síðan armaður, sambýliskona hans er Arna Óttarsdóttir. Jón lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1932. Hann lagði einnig stund á tónlist og lærði ungur á orgel og síðar nam hann trompetleik hjá Karli O. Runólfssyni tónskáldi. Um 1940 fór hann að leika á horn og var síðar í tímum hjá Wilhelm Lanzky-Otto, mjög virtum horn- leikara sem dvaldi hér í nokkur ár eftir síðari heimsstyrjöldina. Fyrsta hluta starfsævinnar vann Jón við verslunarstörf og var síð- ast við afgreiðslu hjá Guðlaugi A. Magnússyni gullsmið. Við stofn- un Sinfóníuhljómsveitarinnar 1950 var hann ráðinn sem hljóð- færaleikari í hálfu starfi og vann því jafnhliða í verslun Guðlaugs. Síðar varð hann fastráðinn við hljómsveitina og starfaði alls í 32 ár sem hljóðfæraleikari við hana. Eftir það vann hann sem umsjón- armaður með nótum og fleiru. Jón var tæplega 86 ára þegar hann lét af störfum við Sinfón- íuna. Jafnframt þessum störfum lék hann lengi með ýmsum lúðra- sveitum. Með þeim og einnig Sin- fóníunni ferðaðist hann víða, bæði innanlands og utan. Útför Jóns fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag, 25. febrúar 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Meira: mbl.is/minningar nánast til æviloka. Dætur Jóns og Ár- nýjar eru 1) Guðrún Ólafía (Lóa), f. 23. sept. 1939 í Reykja- vík. Maður hennar er Gunnar Tóm- asson hagfræð- ingur, f. 30. júní 1940 í Reykjavík. Þau eru búsett í Bandaríkjunum. Börn þeirra eru a) Ragnheiður, f. 1961. b) Sverrir, f. 1965, hans kona er Christine. Börn: Stefán, Koby og Lóa. c) Guðrún, f. 1968, hennar maður er Josh Rubin. Þeirra börn eru Jack, Zoe og Cassie. 2) Sigrún Inga, f. 6. apríl 1943 í Reykjavík, kortateiknari. Maður hennar var Þrándur Thoroddsen, kvik- myndagerðarmaður og þýðandi, f. 17. júní 1931, d. 13. jan. 2010. Börn þeirra eru a) Rannveig, f. 1966, líffræðingur. Dóttir henn- ar er Solveig Árný. b) Solveig, f. 1970, myndlistarmaður og kenn- ari. Hennar börn eru Dagur og Sigrún. c) Jón, f. 1977, hugbún- aðarsérfræðingur, hans kona er Fjóla Dísa Skúladóttir. Synir þeirra eru Emil og Kári. d) Guð- mundur, f. 1980, myndlist- Það er ekki ofsagt um tengda- föður minn, Jón Sigurðsson horn- leikara, að hann var gull af manni, grandvar til orðs og æðis og hvers manns hugljúfi. Jón lauk námi í Verslunarskólanum og vann við verslunarstörf þar til hann gerðist meðlimur í Sinfóníuhljómsveit Ís- lands við stofnun hennar árið 1950. Hann var fyrstur íslenskra tónlist- armanna að gera hornleik að at- vinnu, og var umsjónarmaður Sin- fóníuhljómsveitarinnar í mörg ár eftir starfslok. Á níræðisafmæli Jóns árið 2004, þar sem yngri og eldri samstarfsmenn heiðruðu hann með nærveru sinni og fallegri tónlist, var þess getið að hann hefði starfað lengur en nokkur annar við hljómsveitina. Við það tækifæri var Jón kallaður til að syngja nokkur lög með hornaflokki sin- fóníunnar. Sterk og hljómfögur barýtónrödd afmælisbarnsins vakti ómælda ánægju og var jafn- að til gersemi. Jón var með afbrigðum minn- ugur á atvik í sögu Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, stór og smá. „Ég gleymi því aldrei,“ voru einatt upp- hafsorð hans við upprifjun löngu liðinna atburða. Eitt sinn vaknaði spurning um hugsanlega missögn í tiltækum gögnum varðandi verk- efnaskrá hljómsveitarinnar í tón- leikahaldi úti á landi í árdaga henn- ar. Samband var haft við Jón sem útskýrði málið: hljómsveitin hafði leikið útgáfu á viðkomandi verki sem var lítillega frábrugðin þeirri sem síðar var notuð. Á yngri árum sínum lék Jón á nokkur hljóðfæri, þar á meðal trompet og tengist það atviki sem mér finnst við hæfi að nefna í þessum minningarorðum. Karl Ó. Runólfsson, tónskáld og trompetleikari, var góðvinur þeirra hjóna Árnýjar og Jóns, og guðfaðir konu minnar Lóu. Fyrir lýðveldishátíðina á Þingvöllum 17. júní 1944 var Karl fenginn til að semja lúðraþyt fyrir tvo trompeta. Karl fékk Jón í lið með sér og sam- an fluttu þeir félagar lúðraþytinn og blésu þannig inn lýðveldið af klettabrún við Þingvelli. Jón var gæfumaður í einkalífi sínu og féll frá saddur lífdaga eftir stutta dvöl á Landspítalanum og hjúkrunarheimilinu Skjóli. Áður hafði hann um árabil notið aðstoð- ar og umönnunar Rannveigar, dótturdóttur sinnar, sem fluttist inn á heimili afa síns með dóttur sína Solveigu Árnýju. Var það allri fjölskyldunni fagnaðarefni hversu vel var búið að Jóni þegar heilsu og kröftum fór að hraka. Gunnar Tómasson. Það ætlar að reynast mér erfitt að setja niður á blað minningar um afa því það er af svo miklu að taka. Ég ætla nú samt að reyna. Það má eiginlega segja að afi hafi verið svo mikil manneskja að í honum runnu áreynslulaust saman tveir persónuleikar. Þrátt fyrir að vera mjög vandvirkur, snyrtilegur og duglegur þá var hann nefnilega líka mikill ærslabelgur, nautna- seggur og hrekkjalómur. Hinn samviskusami afi var oftar en ekki að greiða á sér barónshár- ið, snyrta neglurnar eða raka gat á kinnarnar með rafmagnsrakvél- inni þegar maður kom í heimsókn. Hann mokaði snjóinn af stéttinni fram eftir öllum aldri og enginn hafði fallegri rithönd en afi. Hann gerði allt vel. Það vill stundum verða þannig með duglegt og samviskusamt fólk að því hættir til að láta þessa eig- inleika hefta sig. Ekki hann afi, það var nú eitthvað annað. Hann var ærslabelgur hinn mesti og ég man til þess að hann hafi hrætt ömmu mína Árnýju með hurðasprengj- um, enda alræmdur sprengjubrjál- æðingur. Svo var hann óhemjusöngelsk- ur, svo ekki sé minnst á að hann spilaði á horn með Sinfóníunni um árabil. En heima við söng hann. Oftast mjög vel, enda með góða söngrödd, en stundum gólaði hann alveg ógurlega þegar þörf var á smá útrás og fuku þá stundum textar og laglínur út í veður og vind ásamt þakinu af húsinu í miklu „crescendo“. Fáir gætu komist upp með að vera jafn miklir sælkerar og afi og lifa samt svona lengi. Hann vildi helst ekkert borða nema kökur og rjóma og bestar þóttu honum rjómapönnukökur. Menningar- búðin var í miklu uppáhaldi hjá afa, en það kallaði hann vínbúðina. Þangað var farið að kaupa músík í kaffið (gin) og eyrnamerg (camp- ari). Eins og oft vill verða með afa al- mennt var afi minn umfram allt góður. Hann vildi öllum vel og voru plöntur og dýr engin undantekn- ing. Hann talaði blíðlega við plönt- urnar sínar og hafði sífelldar áhyggjur af því að Grettir kisi væri einhvers staðar úti „kaldur og hrakinn“. Ég man ekki nokkru sinni eftir að hann hafi haft yfir styggðaryrði um neinn nema kannski stöku monthana með munnræpu í sjónvarpinu. Þegar hann missti slíkt út úr sér þá var hann líka fljótur að grípa skömm- ustulega fyrir munninn. Æjá, ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp ýmis atvik og uppátæki afa en það er víst ekki kurteisi að leggja allt blaðið undir sig og afa fyndist það líklega vera tómt mont. Það er erfitt að geta ekki verið viðstaddur jarðarförina en þess í stað verður einkaerfidrykkja afa til heiðurs hérna í New York. Elsku afi minn, ég mun sakna þín. Guðmundur Thoroddsen. Jón horn var einstakur maður. Af honum geislaði góðmennska og einlægni og hann var sannkallaður ljúflingur í allri viðkynningu. Í símaskránni var hann jafnan titl- aður verslunarmaður en mestan hluta starfsævinnar vann hann hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, lengi framan af sem hornleikari en síðar sem nótnavörður og umsjónar- maður. Störfum sínum sinnti hann ávallt af mikilli kostgæfni og ná- kvæmni. Jón var einkar bóngóður maður og ósjaldan kom það fyrir að hann gætti barna hljóðfæraleik- ara þegar þeir af einhverjum ástæðum þurftu að koma með þau á hljómsveitaræfingu. Hann hafði ótrúlegt minni og frá mörgu að segja. Stundum byrj- aði frásögn eitthvað á þessa leið: „Ég skal segja þér, Helga mín, að þetta var í júní … “ síðan kom ár- tal, nákvæm dagsetning og tíma- setning og gjarnan veðurlýsing og svo var farið um víðan völl og nokkur tími leið þar til aftur var komið að kjarna frásagnarinnar. Jón átti yndislega konu, Árnýju, sem dó fyrir mörgum árum. Ætíð þegar hann minntist hennar kom blik í auga. Þau eignuðust tvær dætur, Guðrúnu (Lóu) og Sigrúnu og hóp af barnabörnum. Milli Jóns og þeirra allra ríkti mikil elska og væntumþykja. Ég átti því láni að fagna að eiga samfylgd með Jóni í Sinfóníu- hljómsveitinni í rúma fjóra áratugi, þar af áttum við nána samvinnu síðustu tíu ár hans þar. Það var mannbætandi að vera í návist hans. Jón lét af störfum árið 2000 þá 86 ára gamall, enn kvikur og léttur á fæti eins og unglingur. Já, Jón horn var einstakur mað- ur. Helga Hauksdóttir. Á vordögum árið 2000 gekk ég undirritaður ásamt félaga mínum á fund Jóns Sigurðssonar „horns“ í Grundargerði. Tilgangur heim- sóknarinnar var að spjalla við kappann og rekja úr honum garn- irnar um liðna tíð, en hann var haf- sjór af fróðleik um hornsögu Ís- lands. Jón tók okkur fagnandi og sátum við að spjalli drykklanga stund með stálþráðinn í gangi. Að þessum fundi loknum vorum við allkátir með hátt í heila öld af ís- lenzkri hornsögu í farteskinu. Framansagt er úr upphafi for- mála sem ég hripaði niður að bók- inni „Látum hornin gjalla“, sem er saga hornleiks á Íslandi í máli og myndum eftir Bjarka Bjarnason. Þetta heimildarit hefði vart ver- ið ritað ef ekki hefði Jóns horns notið við. Slíkur hafsjór af sögum og fróðleik var hann. Fyrir hans framlag erum við hornleikarar og fleiri tónlistar- menn ævinlega þakklátir. Einnig þakklátir fyrir hans vingjarnlega viðmót og endalausa hjálpsemi. Allar sögurnar sem færðu mann beint inn í upphaf fagsins hér á landi. Þakklæti er líka fyrir ein- hvern skapbesta og jákvæðasta mann, sem Ísland hefur alið. Þessi gæði og mörg önnur ættu að duga í þá ferð sem endar með „lúðramúsík og hörpuhljóm“. Verða þar ugglaust margir fagnaðarfundir. Fyrir hönd Félags íslenzkra hornleikara, Þorkell Jóelsson formaður. Kveðja frá Lúðrasveit Reykjavíkur Í dag er kvaddur góður liðs- maður lúðrasveitanna á höfuð- borgarsvæðinu. Jón Sigurðs- son horn, eins og hann var jafnan nefndur til aðgreiningar frá tveimur alnöfnum sínum, mun framan af hafa leikið með Svaninum, en hann lék með Lúðrasveit Reykjavíkur síð- asta kaflann á löngum starfs- ferli sem lúðrasveitarmaður. Þegar Sinfóníuhljómsveit Ís- lands var stofnuð 1950 lá leið margra lúðrasveitarmanna að sjálfsögðu þangað og reyndust öflugir liðsmenn. Ég tel að það hafi verið Sinfóníuhljómsveit- inni gæfa að fá Jón horn til liðs við sig strax í upphafi og fá not- ið krafta hans út starfsævina. Hann var af þeirri manngerð sem hverri menningarstofnun er nauðsyn, vegna þess að hann var heill og einlægur í starfinu og unni viðfangsefninu. Öll framkoma hans einkenndist líka af góðvilja og tillitssemi við náungann. Alls þessa í fari Jóns nutum við og í störfum hans með Lúðrasveit Reykjavíkur. Hann var ávallt reiðubúinn þegar skylda kallaði. Eigin- kona hans, Árný Sigurðardótt- ir frá Skuld í Vestmannaeyjum, var einnig góður félagi okkar. Gamlir félagar í sveitinni og eiginkonur okkar þakka þeim báðum við leiðarlok. Aðstand- endum vottum við samúð okk- ar. Sverrir Sveinsson. Jón Sigurðsson Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Labrador Retriever svartir Erum orðnir 6 mánaða og húsvanir. Ættbókarfærðir HRFÍ. Sprautaðir. Örmerktir. Nótt á kr. 190 þús. og Mökkur og Nóri á kr. 160 þús. Uppl. í síma 695 9597 og 482 4010. Tölvur Tölvuviðgerðir Tölvuviðgerðir, vírushreinsun, gagna- björgun, kem í heimahús, sæki og sendi. Tuttugu ára reynsla af tölvum og netbúnaði. 20% afsláttur FEB & ÖBÍ. Stefán, sími 821 6839. Tómstundir Plastmódel í miklu úrvali Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is Óska eftir Kaupi gamla mynt og seðla Óska eftir að kaupa gamla mynt eða seðla. Stór og smá myntsöfn. Kaupi einnig gullmynt og minnispeninga frá Seðlabankanum. Hafið samband í síma 825 1016. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhaldsstofan ehf., Reykja- víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi, launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl, stofnun fyrirtækja. Magnús Waage, viðurkenndur bókari, s. 863 2275, www.bokhaldsstofan.is. Bílaþjónusta Húsviðhald Glerjun og gluggaviðgerðir Lása- og hurðaviðgerðir ásamt öðrum smíðaverkefnum. Glugga- og hurða- þjónustan, s. 895 5511, smidi.is. Þak og utanhússklæðningar, gler og gluggaskipti. og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Nissan Patrol árg. '07 ek. 45.000 km Í mjög góðu standi með öllum auka- búnaði. Diesel. Stóra 35" breytingin frá Artic Trucks. Uppl. í síma 844 7955/772 9927. Bílar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.